Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 05.09.1996, Qupperneq 64
 00 <Ö> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi <33> NÝHERJI SKAFTAHLID 24 - S!MI S69 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBLtálCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Saga var aðeins rúmar tvær merkur við fæðingu XÐEINS tveggja sólarhringa gamalli var henni gefið nafn enda var talið tvísýnt um líf hennar. Nafnið Saga varð fyrir valinu og fljótlega var farið að kalla hana ýmsum nöfnum. Læknarnir á Landspítalanum kölluðu Sögu t.a.m. Smásögu og aðrir töluðu um Ævintýra- sögu. Saga er dóttir Einars Páls- sonar og Ardísar Bjarnþórs- dóttur og felst ævintýrið í því að léttara barn hefur ekki kom- ist yfir erfiðasta hjallann á Vökudeild Landspítalans frá upphafi. Saga var 524 g, rúmar tvær merkur, eða rétt rúmlega þyngd smjörlíkisstykkis við fæðingu. Nú, fjögurra og hálfs mánaðar, er hún um 4.000 gr. Fyrsti hluti meðgöngu Árdís- ar, móður Sögu, gekk eðlilega fyrir sig. Meðgöngueitrun gerði hins vegar skyndilega vart við sig og var Saga tekin með keis- araskurði eftir tæplega 28 vikna meðgöngu þann 11. apríl sl. Eðlileg meðganga er talin um 40 vikur. Við fæðingu var Saga 524 g að þyngd og 31 sentimetri. Líf- færin virtust hins vegar hafa þroskast vel og hún þurfti ekki að dvelja lengi í öndunarvél. Saga var í hitakassa á Vöku- deild Landspítalans í tvo og hálfan mánuð. Heim til foreldra sinna kom Saga svo 30. júní, þá rúmlega 2.000 grömm. ■ Eðlilegtað/4 Morgunblaðið/Ásdís SAGA litla er orðin fjögurra og hálfs mánaðar og tæplega 4.000 grömm að þyngd. Hún horfði forvitin á svip framan í ljósmyndarann þar sem hún hvílir örugg á öxl Einars Pálssonar pabba síns. Samstarf Alþýðuflokks og Þjóðvaka Þingflokkarn- ir sameinaðir SAMKOMULAG hefur náðst milli viðræðunefnda þingflokka Alþýðu- flokks og Þjóðvaka um sameiningu þingfiokkanna í haust og mun hann bera nefnið Þingflokkur jafnaðar- manna. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Alþýðuflokks, verður formaður hins nýja þing- flokks og Svanfríður Jónasdóttir, þingflokksformaður Þjóðvaka, verður varaformaður. Forystumenn flokkanna og þing- menn kynntu sameininguna í gær og lögðu áherslu á að með henni væri stigið fyrsta skrefið í átt til aukins samstarfs eða kosningasam- vinnu jafnaðarmanna á íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur Þjóðvaka, og Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins, sögðust fagna þessari niðurstöðu og sögðust vænta góðs af sam- starfi innan raða jafnaðarmanna í framtíðinni. Breytir litlu að mati formanns Alþýðubandalags Þingflokkar Alþýðubandalags og Kvennalista komu ekkert nálægt viðræðunum sem leiddu til þessa samkomulags en Margerét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalags, sagði að sameiningin kæmi sér ekki á óvart. Hún sagðist hafa átt fund með formönnum Al- þýðuflokks og Þjóðvaka í gær þar sem henni var kynnt samkomulag- ið. Margrét gerir ekki ráð fyrir að þessi atburður breyti miklu fyrir viðræður um aukið samráð á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Al- þingi. Auk sameiningar þingflokk- anna hefur Einar Karl Haraldsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins, verið ráðinn til starfa fyrir hinn nýja þingflokk og á m.a. að laða til samstarfs fólk sem að- hyllist jafnaðarstefnuna. Einar ger- ir ráð fyrir að verða áfram flokks- bundinn í Alþýðubandalaginu. Margrét Frímannsdóttir sagði að þetta væri persónuleg ákvörðun Ein- ars Karls en hún vekti engu að síð- ur upp bæði pólitískar og siðferðileg- ar spurningar. „Ég sé ekkert gegn því að Einar Karl hefji þama störf ef hann treystir sér til að leggja til hliðar allt sem tilheyrir Alþýðu- bandalaginu og störfum hans þar, því framkvæmdastjóri hvers flokks er mikið inni í öllum málefnum flokksins," sagði Margrét. ■ Fyrsta skref/6 Vilja breyta stefnu- yfirlýsingu ráðuneytis HEIMILISLÆKNAR fengu ein- dregna stuðningsyfirlýsingu í kjarabaráttu sinni & aukaaðal- fundi Læknafélags íslands í gær. Stefnuyfirlýsingu heilbrigðis- ráðuneytisins um fagleg málefni í heilsugæsluþjónustu var aftur á móti hafnað í óbreyttri mynd. Lýst var yfir vonbrigðum með að samráð hafi ekki verið haft við heildarsamtök lækna. Katrín Fjeldsted, formaður Félags ís- lenskra heimilislækna, segir að læknasamtökin standi sterkari eftir fundinn. Hún kveðst vongóð um að ólíkar fylkingar lækna nái samstöðu um endanlega útfærslu tillagna um valfrjálst stýrikerfi. ■ LI lýsir eindregnum/4 * Alþýðusamband Islands knýr á um verðlækkun landbúnaðarafurða Hætta í opinberum nefnd- um ef ekki næst árangnr ALÞÝÐUSAMBAND íslands álykt- aði á miðstjórnarfundi í gær að ef ekki næðist jákvæður árangur af starfi opinberra nefnda um land- búnaðarmál, sem ASÍ á fulltrúa í, til hagræðingar í landbúnaði og lækkunar verðs landbúnaðarafurða fyrir lok nóvember muni sambandið draga fulltrúa sína út úr nefndun- um. Ákveðið var að endurtilnefna fulltrúa í nefndirnar til bráðabirgða eh meta árangur af starfi þeirra á fundi sambandsstjórnar ASÍ í lok nóvember. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að umræður um mark- mið með þátttöku ASÍ í nefnda- starfi um Iandbúnaðarmál hafí bor- ið hæst á miðstjórnarfundinum. „Spurningin er sú hvort Alþýðu- sambandið á að halda áfram eða hætta samstarfi við bændur og stjórnvöld í landbúnaðarmálum sem við hófum árið 1990,“ segir Ari. „Það hafa verið háværar raddir inn- an okkar raða að undanförnu um að samstarfið hafi ekki skilað mikl- um árangri, við ættum að draga okkur út úr því og taka upp aðrar aðferðir til að ná markmiðum okkar í landbúnaðarmálum." Framtíðartollastefnu þörf Ari segir að meginmarkmið með þátttöku ASÍ hafi verið að stuðla að lægra verði landbúnaðarvöru og vernda störf í landbúnaði, bæði bænda og starfsmanna í úrvinnslu- greinunum. „Við teljum að ef ekki komi til hagræðingar og verðlækk- unar landbúnaðarafurða muni inn- flutningur landbúnaðarafurða ganga af íslenskum landbúnaði dauðum einn góðan veðurdag," seg- ir hann. Að mati miðstjórnar ASÍ þarf fyrst og fremst að marka framtíðar- stefnu varðandi tolla og innflutn- ingshöft á landbúnaðarafurðum og ákveða hvernig slíkum ráðstöfunum verði beitt til stjórnunar á fram- leiðslu og til aðhalds og lækkunar á verði landbúnaðarafurða. í álykt- un ASÍ segir að opinber verðlagning landbúnaðarafurða sé orðin úrelt og stefna beri að því að hætta henni. Ennfremur segir í ályktuninni að ekki sé veijandi að vernda eina grein landbúnaðar á kostnað ann- arrar og þess vegna verði að endur- skoða reglur um kjarnfóðurgjald, sjóðagjöld, lán til fjárfestinga og stjórnkerfi landbúnaðarins. Ef ASÍ afræður að draga fulltrúa sína út úr opinberu nefndastarfi telur Ari koma til greina að tekin verði upp hrein neytendastefna og lægra vöruverðs landbúnaðarafurða krafist hvaðan sem þær komi. Tilhögun viðræðuáætlana óplægður akur Á fundinum var ennfremur rætt um nýja vinnulöggjöf. Ari segir að einkum hafi verið rætt um tilhögun og gerð viðræðuáætlana við undir- búning kjarasamninga. Hann segir að þetta sé óplægður akur og fjall- að hafi verið um hveijir ættu að gera viðræðuáætlanir, hvað þær eigi að vera margar og hvernig þær eigi að líta út. Engar ályktanir voru samþykktar um þetta efni á mið- stjórnarfundinum. Morgunblaðið/Kristinn Strætis- vagnaskýli fauk á bíl FÓLKSBÍLL varð fyrir skemmd- um á afturbretti þegar strætis- vagnaskýli SVR fauk á hann í hvassviðrinu í Reykjavík eftir há- degið í gær. Atvikið átti sér stað á Sundlaugavegi á móts við Dal- braut og var lögregla kölluð á vettvang.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.