Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 21 Var oger MYNPLIST Gallcrí llornið, Ilafnarstræti ÞRYKK Gréta Mjöll Bjamadóttir. Opið kl. 14 - 18 alla dagatil 18. september; aðgangur ókeypis FRÆÐIMENN og hugsuðir á öllum sviðum þreytast seint á að benda á að skilning á samtíð og áhuga á framtíð er aðeins hægt að byggja á þekkingu á fortíðinni; án hennar verði öll mannanna viðleitni að sundurlausum þreifingum án sjá- anlegs markmiðs. Ein leið til að leita þekkingar á fortíðinni er að reyna að nálgast hið hversdagslega fólk, sem lifði og dó án þess að komast á svoköll- uð spjöld sögunnar, en var samt sem áður kjarni þess þjóðfélags, sem samtíðin byggir á. Á fáum stöðum er hægara um vik að kom- ast í námunda við þetta fólk en þar sem það hvílir, og sjá á hvern hátt hinir nánustu hafa viljað láta minn- ast viðkomandi. Kirkjugarðar er þannig mikil heimildasöfn, þar sem hægt er að fara aftur og aftur og alltaf kynn- ast nýjum sannindum. Þetta hafa listamenn lengi vitað og nýtt sér, og hér er komin sýning sem gerir þetta með þeim einfalda en áhrifa- ríka hætti að líta til legsteina. Gréta Mjöll hefur tekið upp ímyndir tólf legsteina og fært í formi myndverka. Sýningunni hefir hún gefið yfirskriftina „Var - ný þrykk af gömlum klisjum", sem er sönn og rétt lýsing svo langt sem hún nær. Hins vegar er sú gagn- orða skýring á ævi einnar mann- eskju, sem e.t.v. kemur fram á leg- steini, í reynd nokkuð meira en klisja; þar er að finna hið endanlega mat, sem ókunnir sjá í framtíðinni að hafi verið lagt á viðkomandi - fólk var og er það sem það er kennt við. Með þetta í huga er athyglisvert að sjá þau eftirmæli, sem hafa ver- ið klöppuð í stein um þessar mann- eskjur, sem eru flestum okkar ókunnar. Ung manneskja deyr inn- an þrítugs; um hana segir einfald- lega: „Hér hvílir konan ..." Önnur er titluð „skáldkona", en í sömu gröf er „dóttir" sem þó lifði fram á elliár og hefur án efa átt sitt eig- ið ríkulega líf; mæðgin eru undir • ÞRIÐJA og síðasta bindi í ritröð rússneska skáldsins Anatolíj Ry- bakov fær afleita dóma í The Daily Telegraph. Fyrsta bókin í ritröðinni kom út á íslensku fyrir nokkrum árum; „Börn Arbats“, önnur í röðinni nefnist „Otti“ en sú þriðja „Ryk og aska“. Segir í dómnum að hefði hún komið út fyrir tíu árum, hefði hún þótt heyra til tíðinda í heimalandinu. Menn hefðu fyrirgefið Rybakov klisjukenndar mannlýsingar, upp- skrúfaðar samræður og yfir- keyrða frásögn, og horft framhjá vafasömum tengslum hans við yfirvöld í Sovétríkjunum sálugu. Ástæðan hafi verið hungur les- enda á Vesturlöndum til að skyggnast inn í þann heim sem var á bak við járntjaldið. Nú séu aðstæður allar breyttar og erfitt að ímynda sér hverjir gætu haft áhuga á því að lesa „Ryk og ösku“ sem sé ekkert annað en úrelt handbók í sögu Sovétríkjanna á árunum 1933 til 1943. • ÞEIR eru fleiri en íslendingar sem þekkja jólabókaflóð af eigin raun. í lok þessa árs munu nokkr- ir af þekktustu rithöfundum Dana senda frá sér bækur og er þar líklega fyrstan að nefna Tage Morgunblaðið/Ásdís ÞRYKK af legsteini í kirkju- garðinum við Suðurgötu. sama legsteini, og konan aðeins nefnd sem „móðir hans“. Flestir þessir legsteinar eru frá því snemma á öldinni, og um leið og þeir segja margt um stöðu við- komandi kvenna er rétt að muna að hefðin hefur ráðið meiru um ofangreindar grafskriftir en einhver meðvituð kynjapólitík. En hér er einnig að finna stolt yfir starfsheiti eins og „sjómaður", og viðkvæmni vegna látinna barna - „Kútur litli“ náði ekki eins árs aldri og var óskírður, þegar hann lést. Tæknin sem listakonan notaði við gerð þessara verka er hvoru tveggja í senn, einföld og vandmeð- farin. Hér þarf að gæta þess að skemma ekki þá fyrirmynd sem þrykkið er tekið af, og um leið að varast að prentunin skemmist ekki, en það hefur verið að líkindum ver- ið erfitt á stundum, þar sem hér er í flestum tilvikum um standandi legsteina að ræða, og vinnan því verið unnin lárétt fremur en lóð- rétt, eins og vanalegra er um graf- íkvinnslu. Gréta hefur leitað fanga í gömlum kínverskum aðferðum til að ná fram þessum myndum, og lýsii þeim vel í fylgiblaði sýningar- innar. Það er skemmtileg tilviljun að hér er um nánast sömu vinnu- brögð að ræða og Páll Guðmunds- son hefur þróað við að vinna mynd- ir eftir eigin höggmyndum í stein, og hann hefur nefnt bergþrykk. Fyrir áhugafólk um kirkjugarð- inn við Suðurgötu og frekari skoðun á því lífshlaupi landans sem þar birtist á leiðum er rétt að benda á fróðlega bók Björns Th. Björnsson- ar, þar sem oft eru skemmtilegar upplýsingar um staðinn og þá sem þar hvíla. Viðeigandi kynning á því lífshlaupi sem þar er endurspeglað kann að vera besta kennslustund í hógværð sem sjálfumglaðir síðari tímar geta átt kost á; þessi sýning gæti verið ýmsum góður inngangur að þeirri kennslustund. Eiríkur Þorláksson Skou Hansen, sem skrifað hefur bækur um dönsku andspyrnu- hreyfinguna, þar sem söguhetjan er Holger nokkur Mikkelsen. Hol- ger er aðalsöguhetjan í nýrri bók Skou-Hansen er nefnist „Pá side- linien". Bjarne Reuter sem skrif- að hefur allmargar unglingabæk- ur, þeirra á meðal „Zappa“, send- ir frá sér „Ved profetens skæg“ sem ætluð er ögn eldri lesendum. Þá bíða margir spenntir eftir bók Dorrit Willumsen um Herman Bang. Af ljóðabókum má nefna verk eftir Per Hojholt og Klaus Rifbjerg. • NÝJASTA tilraunin sem gerð hefur verið til að skrifa ævisögu sálkönnuðarins Cari Gustav Jung, fær þá dóma í The Daily Tele- graph að hún sé sú besta sem gerð hafi verið, þó að finna megi hcnni ýmislegt til foráttu. Höf- undur bókarinnar er Frank McLynn. Þeim sem ætlar sér að segja sögu Jung er vandi á hönd- um. Jung hafði ekki nokkurn áhuga á því að ævi hans yrði gerð að umfjöllunarefni og eftir lát ástkonu hans og samstarfskonu, sá Jung til þess að öll bréf sem þau sendu hvort öðru, svo og mörg einkaskjöl, voru brennd. Rússnesk píanótröll TÓNLIST Norræna húsiö PÍANÓTÓNLEIKAR Verk eftir Medtner, Mjaskofskíj og Skrjabin. Anna Mois Levy, píanó. Kynnin Gregory Arthur Myers. Nor- ræna húsinu, sunnudaginn 8. septem- ber kl. 17. KYNNING kanadísku hjónanna Levy og Myers á píanótónlist ofan- skráðra rússneskra tónskálda af aldamótakynslóð var einskonar millistig milli fyrirlesturs og tón- leika, þar sem kynningar dr. Myers voru viðameiri en venjulegar munn- legar kynningar flytjanda milli at- riða, en þó ekki nema brot af heild- artímanum. Var þetta kærkomin tilbreyting frá því einlita tónleika- formi sem hér ríkir og mætti bjóð- ast oftar. Doktornum, sem skv. kynning- arbleðli Norræna hússins starfar nú við kennslu í tónfræðum og tón- listarsögu fyrir „Allegro Music Inc“, mæltist vel og skemmtilega, utan hvað rómstyrkur vildi stundum sveiflast niður nálægt heyrnar- mörkum. Hefði það svosem ekkert gert til, hefði ekki sakleysislegur áheyrandi á hvítvoðungsaldri tuðað fram í meðan á fyrri hluta dag- skrár stóð og truflað. Minnir það á hversu áherzlur hafa breytzt hér á undanförnum áratugum. Nú eru t.d. reykingamenn hvarvetna út- lægir, en í kvikmyndahúsum þrífst hljóðmengun á heyrnarskemmda- stigi, og foreldrar þykjast í fullum rétti að dragnast með smábörn á tónleika og fyrirlestra, hvort sem heyrist mikið í krílunum eða lítið. Af fyrrgreindum bleðli kom einn- ig fram, að þau hjónin koma hingað fyrir sameiginlegt tilstilli Norræna hússins og Tónlistarskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn umrætt síðdegi nefndist Russia’s Silver Age, og mun þar átt við tímabilið er tók við af gullöld Tsjækofskíjs, Mússorgskíjs og Borodins, 1890- 1929, endandi á tilkomu flokkslínu í tónlistarmálum, eða, eins og hermt var, „the party was over when the Party took over“. (Ætli mætti þá ekki kalla eftirfarandi 2-3 áratugi stálöld.) Þetta var tími mikilla sviptinga í rússneskrí sögu - Japansstríðið, uppreisnin 1905, heimsstyrjöldin, byltingarnar tvær 1917, borgara- stríð, hungursneyð - en eins og oft og einatt líka tími mikillar grósku í listum, og kraumaði sérstaklega mikið í síðrómantískri hugmynda- þró aldarupphafsáranna. Varð einkum Skrjabin þar leið- andi í tónrænni framsækni, sjálfur undir áhrifum frá dulhyggju, guð- speki og symbólisma í samtímabók- menntum. Mynda píanósónötur hans tíu hápunkta í tóngreininni um aldamótin. Þær bera vott um persónulega framþróun á píanóstíl Liszts, eru fullar dulúðar og óbeizl- aðrar hugarvímu, og, upp úr nr. 5 (1907) komnar úr viðjum dúr/moll tónkerfisins (föst formerki lögð af upp frá nr. 6). Skijabin er líka kunnur fyrir þann samslátt á skiln- ingarvitum er nefnist synestetík, sem m.a. lýsti sér í hugmyndinni um „litaorgel" (clavier lumieres) og frumflutningi tónaljóðsins um eldþjófínn Prómeþeif með lit- skyggnum 1911. Hann var hrifínn burt á hátindi sköpunarafls 1915, og veit enginn hvaða stefnu nútíma- tónlistin hefði tekið, hefði Skijabin auðnazt að lifa lengur, að maður tali nú ekki um ef hann hefði náð að taka sér ferð með LSD. Hvalreki var að „minni“ spá- mönnunum Medtner og Mja- skofskíj, sem heyrast sjaldan hér um slóðir. Þeir voru fæddir fáum árum eftir Skijabin, en lifðu hann hins vegar um marga áratugi. Medtner, sem fluttist úr landi með Rakhmaninof 1921, er þeirra hefð- bundnastur og mótaður af Schu- mann og Brahms. Sinfónistinn Mja- skofskíj (a.m.k. 24 hljómkviður) þróaðist lengra - og fékk líka að kenna á því, þegar nornaveiðar tón- listarkommisarsins Zhdanofs gegn „formalistum" hófust 1948. Búlgarsk-ættuð eiginkona fyrir- lesarans, píanóleikarinn Anna Mois Levy, hafði það vandasama hlut- verk með höndum að ná athygli (að vísu allt of fárra) áheyrenda milli ágætra kynninga dr. Myers og flytja misvel upphituð píanóverk sem slöguðu sum upp í tröllslegan erfiðleika, og kastaði „Svarta messa“ Skijabins, píanósónata nr. 9, tólfunum. Auk hennar lék frú Levy 1. sónötu Skijabins, nr. 2 eft- ir Mjaskofskíj og 2 „Skazki“ (ævin- týr) Op. 20 og 26 eftir Medtner, stytztu og aðgengilegustu verkin á dagskránni að frátöldu fráviki frá fyrirsögninni er fólst í tveim smá- verkum eftir Eistann Arvo Párt í bláuppphafí; einföldum litlum hug- leiðsluperlum sem skinu skært, þótt skammt væri. Er skemmst frá rússnesku verk- unum að segja, að frúin sýndi feiki- gott vald á þessum oft „knúsuðu" tónverkum, sem útheimta allt að því Liszt-ræna fíngratækni og út- hald, og lék af eins mikilli hryn- skerpu og hugsazt getur þarna á endamörkum meðvitundar og astr- alplans. Ekki vafðist heldur fyrir henni að tjá kraftúthleðslur þar sem svartast var af forte-merkjum, og er óhætt að segja, að skapofsi Rúss- anna hafí lítt sjatnað undan hnit- miðuðum og nautsterkum fingur- gómum píanistans, t.a.m. þegar gregorsraðsöngurinn „Dies irae, dies illa“ reið húsum í fís-moll són- ötu Mjaskofskíjs, svo að sól sortn- aði og fold seig í mar. Þetta var glæsileg frammistaða, og lítill vafí á, að lángt komnir ís- lenzkir píanónemar muni geta lært sitthvað nýtilegt af jafn ágætum listamanni. Ríkarður Ö. Pálsson Ásla Arnardóftir, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Halldóra Geirharðsdóftir, Helga Brago Jónsdóttir, Kjortan Guðjónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurður Karlsson, Sóley Elíasdóttir og Lýsing: Elfar Bjarnason Þórhallur Gunnarsson. Búningor: Helga I. Stefónsdóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhonnsson Sýningarstjóri: Guðmundur Guðmundsson VÖfJKEYKJAVIKUR^) 2. sýning sunnudoginn 15. septembef Leikstjóri: Pétur Einarsson 1897- 1997 gró kort gilda. Leikfélag Reykjavíkur sími 568 8000 Borgarleikhús. FRUMSYNING á STORA SVIÐINU föstudaginn 13. septemberkl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.