Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGÍIe H. SEPTEltóÉR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Málmiðnaður í sókn I SEINNI tíð hefur oft verið bent á nauð- syn þess að Ijölga tæknilega krefjandi störfum í þjóðfélaginu ef okkur á að takast að halda í við ná- grannaþjóðirnar um lífskjör. Þrátt fyrir að sjávarútvegur sé og verði áfram mjög mik- ilvægur atvinnuvegur getur hann ekki enda- laust bætt lífskjör enda auðlindin takmörkuð. Athuganir sýna að margar þeirra þjóða, Ingólfur sem hafa tryggt þegn- Sverrisson um sínum bestu af- komuna, hafa lagt áherslu á að nýta mannauðinn, tæknina og markvissa markaðssetningu. Þær eru ekki eins háðar auðlindum eins og við en ná samt árangri sem við horfum til og viljum stefna að. Við höfum alla möguleika á að flétta saman nýtingu auðlinda okkar við þá þætti, sem nefndir eru hér á undan, og stefna ótrauð að því marki að tryggja vel launuð og áhugaverð störf. Alténd eru fleiri að fallast á þá skoðun að ekki sé endalaust hægt að treysta á þá ein- földu hagfræði veiðimannasamfé- lagsins að afla skjótt og eyða fljótt. Sveiflurnar sem því fylgja grafa ávallt undan allri viðleitni til skipu- legrar uppbyggingar annarra at- vinnuvega sem eiga allt sitt undir stöðugu starfsumhverfi og margra ára forvinnu á öllum þáttum rekst- ursins svo og þjálfun starfsmanna. Arangursrík samvinna Síðustu ár hafa fyrirtæki í sjáv- arútvegi og iðnaði um allt land unnið saman að tæknilegum úr- lausnum, sem hafa leitt til fram- leiðslu véla og tækja fyrir útgerð og fiskvinnslu, sem síðan hafa vak- ið áhuga erlendra aðila og þeir keypt í auknum mæli. Þannig hefur kröfuharður sjávarútvegur Islend- inga sífellt verið að leita betri lausna í veiðum og vinnslu en það er einmitt sá grunnur sem er ákjós- anlegur fyrir málmiðnaðinn. Með því gefst honum kostur á að þróa nýjar aðferðir við veiðar og vinnslu í góðri samvinnu við viðskiptavini og nýta afraksturinn til frekari markaðssóknar. Mikil aukning á Vðggusængur, vöggusett. Pöstsendum ,^nnncn^\v inaoa , Aði* r. ^ .fg ffsEj SkóUvðröustig 21 Sámi551 4050 Reykjwik. Glœsileg kristallsglös í miklu úrvali (0) SILFURBUÐIN VXy Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar færöu gjöfina - framleiðslu og útfiutn- ingi hvers konar véla og tækja síðustu miss- eri er til marks um að hér blunda verulegir möguleikar og full ástæða til að setja markið enn hærra og stefna að umtalsverðri aukningu. Ef það á að takast þarf hins vegar að huga að mörgum atriðum, bæði innan fyrirtækjanna og í starfsumhverfi þeirra. Hvað er að gerast? Islenskur málmiðn- aður hefur átt í vök að veijast um hríð. Nú er hagur grein- arinnar hins vegar að batna og þess vegna er blásið til nýrrar sókn- ar. Eins og áður getur er gott sam- starf við helstu viðskiptavini málm- iðnaðarins einn af hornsteinum ný- sköpunnar og vandaðrar fram- leiðslu. Þetta samstarf þarf enn að treysta og liður í því er að huga sífellt að þörfum markaðarins og væntingum. Upp úr því sprettur betri þjónusta, fleiri framleiðslu- tækifæri og aukin verkefni. Það er því ekki að ófyrirsynju að Samtök iðnaðarins og Málmur (samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði), sæta lagi þegar Sjáv- arútvegssýningin verður haldin í nú í haust og efna til ráðstefnu um stöðu og framtíð íslensks málmiðn- aðar. Þar munu fulltrúar sjávarútvegs- ins greina frá samskiptum við málmiðnaðinn, hvað hafi vel tekist og hvað horfi til bóta. Enn fremur verður fjallað um möguleika málm- iðnaðarins á sölu véla og tækja á alþjóðamörkuðum sem er umfagns- meiri en margan grunar. Eflaust kemur þar margt fróðlegt fram sem ásamt öðru stuðlar að því að færa reynsluna frá nýtingu auðlinda okk- ar til að skjóta traustum stoðum undir tæknilega kreljandi fram- leiðslu á alþjóðamarkaði. Unga fólkið og málmiðnaðurinn Til þess að fylgja eftir þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru til eflingar íslenskum málmiðnaði, þarf líka að fullvissa ungt og hæfi- leikaríkt fólk um að þar sé eftir íslenskur málmiðn- aður er þess reiðubúinn, segir Ingólfur Sverris- son, að veita hæfileika- ríku fólki fjölbreytt og góð störf. áhugaverðum og tæknilega krefj- andi störfum að sækjast. Ljóst er að einn megingrundvöllur aukinnar verðmætasköpunnar er þekking og hæfni starfsfólks. Þess vegna hefur nú allt nám og endurmenntun í málmiðnaði verið tekið til endur- skoðunar og lagað að þeim tækni- legu kröfum sem gera verður ef menn og fyrirtæki eiga að standast alþjóðlega samkeppni. Auknar hæfniskröfur ættu að öðru jöfnu að fæða af sér verðmætari fram- leiðslu og þjónustu og um leið að endurspeglast í bættri afkomu fyr- irtækja og starfsmanna. Þess vegna er á áðurnefndri ráð- stefnu einnig verið að höfða til unga fólksins sem vill kynnast því hvað er að gerast í málmiðnaði hvað varðar verkefni, vinnuaðstöðu og nám. Hæfíleikaríkt ungt fólk á vissulega erindi í þessa atvinnu- grein og þarf að óbreyttu ekki að kvíða því að það fái ekki störf við hæfi enda möguleikarnir fjölbreyti- legir og nánast ótæmandi ef rétt er á haldið. Aukin verkefni - fleiri störf Islenskur málmiðnaður er þess albúinn að takast á við fleiri arð- vænleg og áhugaverð verkefni sem veita hæfileikaríku fólki fjölbreytt og góð störf. Samkeppnin um verk- efni annars vegar og vinnuafl hins vegar knýr sífellt á um vöruþróun, aukna hagkvæmni og góða vinnu- aðstöðu. Ef allt þetta gengur eftir og stjórnvöld og hagsmunaaðilar vinnumarkaðarins tryggja áfram- haldandi stöðugleika er ekki nokkur vafi á að málmiðnaðurinn getur lagt þungt lóð á þá vogarskál að auka þjóðarframleiðsluna og hag- sæld í landinu. Til þess hefur hann alla burði. Höfundur er deildurstjóri hjá Sumtökum iðnaðarins. Um vaktir og siðfræði Formanni hjúkrunarfræðinga svarað FORMAÐUR félags hjúkrunarfræðinga, Asta Möller, birti grein í Mbl. 6.9. sl. og sendir þar samstarfsmönnum hjúkrunarfræðinga í heilsugæzlu, heimilis- læknum, umvöndunar- tóninn og telur þá ekki hlýta siðareglum eða öðrum lögum. Ástæðan virðist vera upplifun hennar á ályktun lækn- anna á landsfundi nokkru fyrr um mönnun neyðarvakta. Ein meginorsök kjara- baráttu heimilislækna í tengslum við uppsagnir þeirra var, hve greiðslur vegna vakta væru bág- bomar. Þeim hafa um áraraðir verið lagðar á herðar þær embættisskyld- ur, og af siðferðisástæðum, að vera á stöðugum vöktum dögum, vikum og mánuðum saman. Þeir hafa mátt búa við það að fá einfaldlega engar greiðslur fyrir 100-120 klukkustund- ir í hveijum mánuði og sáralítið fyr- ir hinar. Engu að síður hafa heimilis- læknar svo árum skiptir sinnt þessum skyldum, ekki síst í ljósi þeirrar fag- legu ábyrgðar, sem þeir hafa tekið að sér og siðferðiskrafna henni tengdum. Loks varð þó að taka þá ákvörðun, að ekki yrði unað við það lengur, að einungis skírskotun til siðareglna yrði notuð til þess að við- halda slíkri vinnuþvingun, sem þekk- ist hvergi annars staðar í þjóðfélag- inu. Landslög um lágmarkshvíld hafa ekki heldur verið virt né komið til umbunar fyrir vinnu án eðlilegrar hvíldar einsog eðlilegt þykir að greiða öðrum. Eftir að uppsagnir lækna tóku gildi hafa margir þeirra dvalizt áfram í sínum héruðum og vitaskuld sinnt neyðartilvikum, ef til þeirra var leit- að, - kauplaust og án mikils lúðra- blásturs. Félag íslenzkra heimilis- Iækna hefur einnig séð um að manna neyðarvaktir skv. beiðni heilbrigðis- ráðuneytisins sl. fímm vikur án þess að nokkur laun kæmu fyrir. I ljósi þessarar forsögu og raunar alls starfs heilsugæslulækna um landið vítt og breitt, er það sérstaklega ómaklegt að lesa þeim siðferðislegan pistilinn og láta að því liggja, að heimilislæknar séu öðrum læknum siðlausari. Ólafur Mixa Málefni Vesturhlíðarskóla FIMMTUDAG, föstudag og laugardag í síðustu viku voru málefni Vesturhlíðar- skóla til umijöllunar á síðum Morgunblaðsins. Við sem störfum að skólamálum borgarinn- ar erum yfirleitt mjög ánægð þegar ijölmiðlar sýna _ skólastarfinu áhuga. Ég finn mig hins vegar knúna til að fara yfir þetta mál í nokkr- um orðum, sérstaklega þar sem fyrrverandi skólastjóri Vestur- hlíðarskóla sakar fræðslustjórann í Reykjavík um ósannindi í Mbl. sl. laugardag. 1. Þegar samið var um yfir- færslu grunnskólans til sveitarfé- laga í mars sl. voru sérskólar ríkis- ins ekki með í því samkomulagi. Verkefnisstjórnin, sem mennta- málaráðherra skipaði til að sjá um flutning grunnskólans, sendi Sam- bandi ísl. sveitarfélaga bréf um að það yrði að leysa málefni sérskól- anna. Það var ekki fyrr en í lok júlí að samið var við Reykjavíkurborg um að hún tæki að sér rekstur sér- Sigrún Magnúsdóttir skólanna í borginni til reynslu í eitt ár. 2. Við bárum því enga ábyrgð á málefn- um sérskólanna þ. á m. Vesturhlíðar- skóla fram til 1. ág- úst. Deilur skólastjóra Vesturhlíðarskóla við menntamálaráðuneyt- ið og ráðherra, sem leiddu til uppsagnar skólastjórans, eru okkur því algjörlega óviðkomandi. 3. Þar af leiðandi voru engar samþykkt- ir eða bókarnir gerðar um málefni Vesturhlíðarskóla í Skólamálaráði, sem starfaði til 1. ágúst. 4. Gerður G. Oskarsdóttir fræðslustjóri sat einungis fundi í skólamálaráði þegar rætt var um undirbúning að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og að ráðningarmálum starfsfólks hennar. Það er afar sérkennilegt að lesa um það á síðum Mbl. að þetta og hitt hafi verið rætt á fundum ráðs- ins. Á nefndarfundum borgarinnar eru margvísleg málefni stundum reifuð utan dagskrár og ekki færð til bókar. Um þau mál er ekki fjall- Ég harma þau ummæli Gunnars, segir Sigrún Magnúsdóttir, sem hann lét falla um fræðslusti'órann. að á opinberum vettvangi né um- ræður manna á fundum. Það er því útilokað að hægt sé að vitna til umræðna eða ummæla manna á fundum af utanaðkomandi aðilum. Mergur málsins er þessi: Gunnar Salvarsson sagði skólastjórastöðu sinni lausri og þess vegna þurftu fræðsluyfirvöld í Reykjavík að aug- lýsa stöðuna þegar þau tóku við skólanum 1. ágúst. Vitaskuld var Gunnari í lófa lagið að sækja um stöðuna. Ég harma þau ummæli Gunnars, sem hann lét hafa eftir sér í Mbl. sl. laugardag um fræðslustjórann í Reykjavík, og vona að ég hafi rak- ið það með skýrum hætti að um- mæli fræðslustjóra í viðtali við Mbl. sí. föstudag voru að öllu leyti rétt. , Höfundur er form. fræðsluráðs. Ályktun FIH vegna neyðarvakta fól í sér, að félagið „geti ekki lengur mælt með því“ að læknar taki þessar vaktir á sig lengur. Að baki liggur fyrst og fremst það faglega heildarmat eftir fimm vikna heimilislæknale- ysi, að slíkar vaktir veki falskt öryggi og dragi hið alvarlega ástand, sem ríkir í landinu, á langinn. Það sé óábyrg afstaða að láta nægja að plástra hér og þar án þess að huga að heildarástandinu. Einnig skal bent á það, að Læknafélag ís- lands hefur fyrir sitt leyti ályktað, að ekki skuli manna lengur neyðar- vaktir nema til komi greiðsla fyrir. Bæði ijármálaráðuneyti og heilbrigð- ismálaráðuneyti hafa vísað frá sér þeim kaleik og ekki hafst að. Væri ekki ástæða til að hvetja þau ráðu- neyti til að semja og sjá þannig til að vaktirnar getir hafist? Miskunnsami Samverj- inn var ekki á neinni vakt, segir Olafur Mixa, þegar hann sýndi náunga sínum kærleika. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið á vöktum á nokkrum heilsugæslu- stöðvum. Laun þeirra eru eðlilega ekki einvörðungu skyldugleði og sið- ferðileg fullnægja, heldur margfalt meiri í peningum talið en kjör þeirra lækna, sem voru þar áður. Og hver klukkustund greidd. Eru hjúkrunar- fræðingar vel að því komnir. Hitt orkar meira tvímælis, að víða eru þeir að taka að sér verkefni og ábyrgð, sem heyra undir starfsgrein lækna, en ÁM bendir einmitt á það í grein sinni, að starfsleyfi sé viður- kenning þjóðfélagsins á því, „að ein- göngu þeir, sem hafa slíkt leyfi, séu hæfir til að takast á við viðfangs- efni, sem heyra undir starfsgrein- ina“. Vitað er um mörg dæmi þess, að hjúkrunarfræðingar hafi farið yfir starfsgreinalandamærin og tekið að sér verk, sem læknum einum ber að inna af hendi og bera ábyrgð á. Siðferði heilbrigðisstarfsfólks felst ekki síst í því að taka ábyrga afstöðu bæði gagnvart hveijum einstaklingi og einnig heildinni. Uppsagnir heilsu- gæslulækna sköpuðu alvarlegt ástand, sem yfirvöld reyndu að gera lítið úr í upphafi og leysa með því að gera skil milli starfsgreina óskörp. Það er ábyrg afstaða að grípa ekki eingöngu til úrræða, sem eru haldlít- il og yfirborðskennd, villa mönnum sýn um aðalvandamálið og draga það með því á langinn. Það er einnig vill- andi, að blanda saman ábendingum lækna um vaxandi heilsubrest í þjóð- félaginu og vaktamálum einsog ÁM gerir. Sú ógn, sem steðjað getur að heilsu manna, er einmitt afleiðing hins almenna ástands, sem batnar ekki við það að manna nokkrar neyð- arvaktarstöður. FÍH hefur ekki meinað neinum lækni að sinna neyðarþjónustu. Sér- hver læknir verður að leggja sjálf- stætt, persónulegt og faglegt mat á hvert tilvik fyrir sig, ef neyð ber að höndum og gerir það eflaust skv. bestu siðferðisvitund. Þurfa þeir ekki tilsögn formanns hjúkrunarfræð- inga. Það er hinsvegar misskilning- ur, sem víða kemur fram, að í siða- reglum og læknalögum sé að finna þær kvaðir, að læknar, sem famir er úr stöðum sínum, skuli fluttir milli landshluta á ógreiddar neyðar- vaktir. Miskunnsami Samveijinn var ekki á neinni vakt, þegar hann sýndi náunga sínum kærleika. Höfundur er heimilislæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.