Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ „Loðdýraræktin er litin hornauga“ Á ýmsu hefur gengið í loðdýrarækt á íslandi. Guðjón Pétur Jónsson hefur verið loðdýrabóndi í 13 ár. I viðtali við Stefán Olafsson segir hann ýmis teikn á lofti um bætta tíð FRÁ árinu 1983 hefur Guðjón Pétur Jónsson rekið minkabú ásamt fjölskyldu sinni. Þrettán ár í atvinnurekstri þykir ekki langur tími en á þeim tíma hefur Guðjón þurft að reyna ýmislegt enda skipst á skin og skúrir í loð- dýraræktinni. Eftir langvarandi niðursveiflu hillir nú undir betri tíð „í greininni sem bjarga átti sauðfjárbúskap íslendinga á sínum tíma“, en fór með marga loðdýrabændur lóðrétt á hausinn. Guðjón fæddist á Skaganum árið 1953 og þar ólst hann upp. Stundaði sjóinn í nokkur ár, lauk tveggja ára verslunamámi á Bif- röst, fór ekki í búnaðarskóla og er svo skyndi- lega orðinn loðdýrabóndi. „Hugmyndin var ekki ný þegar ég loksins byijaði. Þetta hafði lengi blundað í mér. Ég var í sveit í ein tíu sumur og því var alltaf grunnt á bóndann í mér. Mig langaði að fara í einhveija ræktun en þó hvarflaði aldrei að mér að fara í kvikfj- árrækt. Hugmyndina um loðdýrabú gekk ég með í um 6 til 7 ár áður en hafist var handa.“ Ásamt gömlum vini af Skaganum, Jóni Stef- áni Friðrikssyni, reisti Guðjón minkabú í Nesjum um tíu kílómetra frá heimili sínu á Höfn. Kynni hans af greininni hófust hins vegar í Skagafirði en þar vann hann einn vetur hjá Reyni Barðdal loðdýrabónda, þeim manni sem í dag býr yfir mestri reynslu í greininni eða samfellt frá 1969. Er með tæplega 1000 læður Árið 1984 keypti Guðjón hlut Jóns Stefáns í fyrirtækinu og frá þeim tíma hefur þetta að mestu hvílt á hans herðum. í upphafi byijuðu þeir með 500 hvolpafullar læður en í dag eru þær tæplega 1.000. Um 5.000 hvolpar komu úr gotinu í vor og þykir fijó- semi læðanna hans Guðjóns góð. Því er orðið nokkuð þröngt um dýrin. „Eg neyðist til að selja eina 600 hvolpa, það er ekki pláss fyrir þetta allt. “ Það er eins og hann sé ekkert ánægður með þá stöðu þrátt fyrir að fá gott verð fyrir lífdýrin. Flest urðu loðdýrabúin á íslandi 280 en fækkaði niður í 70 á örfáum árum. Guðjón þraukaði „kreppuna“ af og segja þeir sem til hans þekkja að hann hafi haldið áfram á þijóskunni einni. „Aðstæður manna eru mis- jafnar," segir Guðjón. „Ég er ekki eina fyrir- vinna ijölskyldunnar, konan er í ágætri stöðu,“ segir Guðjón. En fleira kemur til. Ég þekkti orðið sögu greinarinnar bæði hér heima og erlendis og hafði alltaf trú á að hún rétti úr kútnum. Þessi niðursveifla var að vísu óvenju löng og vissulega hvarflaði að mér að hætta. En ég hef alltaf fundið mig vel í þessu starfi og gat ekki hugsað mér að gefast upp eftir alla uppbygginguna á búinu. Árið 1988 hóf ég að verka mín skinn sjálfur og þurfti því ekki að leggja út fyrir þeirri vinnu enda eins gott því ekkert lausafé var til. Um nokkurra ára bil hefur Framleiðni- sjóður landbúnaðarins niðurgreitt fóður sem hefur hjálpað okkur mikið.“ Útlit fyrir bjartari tíð Einnig bendir Guðjón á að ýmsar vísbend- ingar um bætta tíð væru nú í vændum. Kald- ur vetur í Evrópu og Norður-Amei'íku, nýir markaðir, breytt tíska og minnkandi áhrif verndunarsamtaka hafi sín áhrif. Það gefur Guðjóni von um bjartari framtíð að hafa lifað kreppuna af og bendir á að það kunni dansk- ir kollegar hans manna best. „Þeir eru með svona 1.200 læður þegar vel gengur en fækka þeim til muna þegar hallar undan fæti. Þeg- ar betur árar fjölga þeir aftur og eru tilbún- ir með svipaðan læðuljölda í næsta góðæri.“ Guðjón segir að aldrei hafi náðst að byggja upp neina reynslu í greininni. Því séu menn alltaf að læra af eigin mistökum sem hafi reynst dýrt eins og dæmin sanna. „Það skort- ir alla hefð. Þekking sem flyst frá einni kyn- slóð til annarrar hefur ekki verið fyrir hendi og aðeins einn loðdýrabóndi í greininni hefur yfir tuttugu ára reynslu. Ég með mín þrettán ár telst orðinn gamalreyndur loðdýrabóndi. Þá skortir einnig ailar rannsóknir bæði á fóðri og dýrunum sjálfum. Rannsóknir í loð- dýrarækt eru ekki síður mikilvægar en í öðr- um greinum atvinnulífsins." Einhver mikilvægasti þátturinn í loðdýra- ræktinni er aðgangur að góðu og ódýru fóðri. Segir Guðjón að fyrir utan gæðin skipti fjar- lægðin öllu máli. Loðdýrabú megi ekki vera nema í mesta lagi 40-50 kílómetra fjarlægð frá fóðurstöðvunum. „Það er ekki hægt að Morgunblaðið/Stefán Ólafsson GUÐJON Pétur Jónsson loðdýrabóndi. reka loðdýrabú inni í afdölum. Fóðurstöðvarn- ar eiga að vera við sjávarsíðuna og búin sem næst þeim.“ Lætur Guðjón falla þung orð í garð þeirrar þróunar sem nú á sér stað að byggja aftur upp bú sem eru langt utan fyrr- greindra marka. „Ef einhveijar ríkisstofnanir eiga afgangs Qármagn til að leggja í loðdýra- rækt er eðlilegast að það renni til uppbygg- ingar fóðurstöðvanna. Ríkið á ekki að styrkja menn til að byija í greininni." Hann segir að mikilvægt sé að allir standi jafnir. Þannig sé samkeppnin tryggð, at- vinnulífið verði heilbrigðara sem svo styrki okkur á erlendum mörkuðum. í þessu sam- bandi bendir hann á að ekki standi allar fóður- stöðvarnar jafnt. Stöðin á Höfn, sem rekin hefur verið af Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga og loðdýrabændum, hafi alla tíð kapp- kostað að halda kostnaði í lágmarki. Stöðin sé því fremur illa búin tækjum. Á sama tíma voru reistar stórar stöðvar af miklum stórhug sem fóru svo á hausinn. Stór hluti skuldanna hafi svo verið afskrifaður í gjaldþrotinu. „Okkar stöð er því engan veginn samkeppnis- fær við þær.“ Aldrei efast um framtíð loðdýraræktar Áföllin í greininni hafa kallað á mikla umræðu. Sumir vildu hætta allri loðdýra- rækt, þetta kalli bara hörmungar yfir fólk sem fer á hausinn og sé þjóðarbúinu dýrt. Þessu er Guðjón ósammála. „Ég hef aldrei efast um að loðdýrarækt eigi framtíð fyrir sér á Islandi. Danir eru með um helming heimsframleiðslunnar á minkaskinnum en jiar eru skilyrðin lítið betri en á íslandi. Árið 1995, í lok lægðarinnar, var útflutningsverð- mæti minkaskinna um 400 milljónir. Búast má við að þessi tala verði 600 milljónir í ár. Þetta hefur jafnvel komið sumum þingmönn- um á óvart. íslenskir loðdýrabændur keppa á heimsmarkaði við aðra framleiðendur og þar hafa íslendingar staðist samanburð við þá bestu eins og verð og gæði skinnanna sanna.“ Og Guðjón heldur áfram. „Byggð í sveitum landsins var á undanhaldi og loðdýra- ræktin átti að bjarga öllu og viðhalda byggð- inni. Það sama ætluðu reyndar Norðmenn og Finnar einnig að gera. Þegar þetta gekk ekki eftir hækkuðu neikvæðu raddirnar. Ég tel að umræðan um fiskeldið og loðdýrarækt- ina hafi skaðað íslenskt samfélag, dregið úr mönnum kjark til nýsköpunar. Einstaklingar og fyrirtæki þora ekki að leggja út í eitthvað nýtt og lánastofnanir halda að sér höndum. Ferðaþjónusta bænda er þó undantekning frá þessu. En vonandi lendir hún ekki í sömu ógöngum og loðdýraræktin. Þá er nokkuð athyglisvert að þær raddir sem vildu hætta allri loðdýrarækt voru hljóðar um álverið, sem gekk inn í kreppu á svipuðum tíma.“ Þegar talið berst að bændaforystunni er Guðjón allt annað en ánægður. Samtök loð- dýrabænda eru aðilar að Bændasamtökum íslands. „Ég hef miklar efasemdir um að þar eigum við heima. Loðdýraræktin er litin horn- auga af forystusveit bænda. Þegar illa áraði var lítinn stuðning frá þeim að fá og oft á tíðum hafa þeir beinlínis unnið gegn okkur. Og áhugaleysi þeirra kom kannski best fram þegar við héldum aðalfund okkar fyrir stuttu. Þar voru mættir þingmenn og ráðherra en enginn úr forystusveit bændasamtakanna." Loðdýraræktin er enn á brauðfótum Þrátt fyrir nokkra bjartsýni slær Guðjón ýmsa varnagla. „Það bendir ýmislegt til þess að við séum að fá annað tækifæri til að byggja upp þessa atvinnugrein og ef svo er verður að halda rétt á spöðunum. Loðdýraræktin er enn á brauðfótum og við þurftum tvö til þijú ár til að rétta úr kútnum og kannski annað eins til að búa okkur undir mögru árin sem koma örugglega. Ég hef ekki trú á því að rétta leiðin til þess að efla búgreinina sé að fjölga loðdýrabændum heldur efla þá sem lif&u kreppuna af. Það verður best gert með því að bæta fóðurstöðvarnar. En ég óttast að við loðdýrabændur fáum litlu um það ráð- ið hvernig að uppbyggingu verði staðið. Það er starfandi á vegum landbúnaðarráðuneytis- ins nefnd sem á að vinna að framtíðarstefnu- mótun í loðdýrarækt og í henni er enginn starfandi loðdýrabóndi eða fulltrúi hags- munasamtaka þeirra. Þess vegna held ég að sauðkindin verði mikill áhrifavaldur í mótun þeirrar stefnu.“ V erkalýðsfélag styrkir veru sjúkrabíls Fagradal - í tilefni 20 ára af- mælis Rauðakrossdeildarinnar í Vík ákvað Verkalýðsfélagið Vík- ingur í Vík að styrkja Rauða- krossdeildina um 50.000 kr. Verkalýðsfélagið vill með þessu styrkja veru sjúkrabíls í Vík en það er mikið öryggisat- riði fyrir alla Mýrdælinga að hafa sjúkrabíl á svæðinu. Sig- urður Ævar Harðarsson, for- maður Rauðakrossdeildarinnar í Vík, sagði styrkinn koma sér vel þar sem deildin væri nýbúin að kaupa nýja sjúkrabíl í staðinn fyrir sjúkrabílinn sem eyðilagð- ist í árekstri á Miklubrautinni í Reykjavík sl. vetur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson PÁLL J. Jónsson, fráfarandi formaður Verkalýðsfélagsins, til hægri, afhendir Sigurði Ævari Harðarsyni styrkinn. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Góð þátttaka í Brúarhlaupi Selfoss Selfossi - Góð þátttaka var í Brú- arhlaupi Selfoss sem fram fór laugardaginn 7. September. Alls tóku 1.077 þátt í hlaupinú sem gaf fólki kost á að hjóla 10 km, hlaupa 5 og 10 km og 2,5 km skemmtiskokki. Mikill-mann- fjöldi safnaðist í miðbæ Selfoss þegar hlaupið fór fram og lífleg stemmning var þar fram eftir degi. Það voru 52 hlauparar sem hlupu hálfmaraþon og sigurveg- ari í karlaflokki var Sigmar Gunnarsson sem hljóp vega- lengdina á 1:12,37 og hlutskörp- ust kvenna var Valgerður Dýr- leif Heimisdóttir á 1:34,19. í 10 km hlaupi voru þátttakendur 163 og þar sigraði Ivar Trausti Jósa- fatsson á 34,57 og Martha Ernst- dóttir á 45,51. í 5 km hlaupi voru 147 og sigurvegarar Eva Rós Stefánsdóttir á 21,53 og Marinó F Sigurjónsson á 18,03. í 2,5 km skemmtiskokki voru þátttakend- ur 425 og þar sigruðu Sigrún Dögg Þórðardóttir á 11,40 og Guðmundur Fannar Vigfússon á 10,56. í 10 km hjólreiðum voru 290 þátttakendur og þar sigraði Sigrún Gestsdótir á 27,30 og Jens Viktor Kristjánsson á 18,02. Þátttakendur komu víða að og meðal þeirra var hlaupaklúbbur- inn KKK frá Akranesi með 30 manns. Algengt var að fjölskyld- ur tækju þátt í hlaupinu, foreldr- ar, börn og amma og afi einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.