Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 25
AÐSEIMDAR GREINAR
Trú o g embætt-
ismennska
MÁLEPNI kirkjunn-
ar hafa verið mikið í
umræðunni undanfarið.
Með aukinni menntun
og upplýsingu spyr fólk
um eðli og tilgang hlut-
anna. Gamlar og grónar
stofnanir, eins og kirkj-
an og heilbrigðiskerfið,
fljóta ekki lengur á
hefðinni einni saman.
Athygli vekur, þegar
konur bera höfuð kirkj-
unnar alvarlegum sök-
um. Ef höfuðið er sjúkt,
hvernig er þá með
ástand líkamans? Sagt
er að eftir höfðinu dansi
limimir. Prestur, á
kirkjuþingi, segir kirkjuna vera
þreytta, þunga og áhugalausa.
Annar prestur segir Guð sneiða
hjá vissum kirkjum vegna ágrein-
ings söfnuða og hins geistlega
valds. Skelfileg ummæli sem fær
fólk til að staldra við. Sé raunin
sú, um innviðina, er ekki kyn að
innan við þrjú prósent þjóðarinnar
sæki stofnun þessa reglulega.
Gæti verið að opinber stofnana-
væðing trúmála sé óskynsamleg
ráðstöfun, trúarlega séð?
Hvað veldur, að stofnun með
einokun í trúmálum frá árinu þús-
und, til 1874, nær ekki betri ár-
angri? Hví er hinn trúarlegi akur
í órækt. Þrátt fyrir trúfrelsi í rúma
öld, hefur kirkjan vart fengið neina
samkeppni frá öðrum trúarhópum
fyrr en á síðustu árum. Einkum
hefur hún litið svokallaða „nýald-
arsinna“ hornauga. Þeir byggja á
dulspekilegum grunni sem er eldri
kristindómnum. Hópar af því tagi
hafa alla tíð verið ofsóttir af kirkj-
unni. Margt bendi til að Kristur
hafi verið meðlimur í einum, Ess-
enum. Betra að kirkjunnar menn
hefðu gert minna af því að skera
niður dulspekina úr ritningunni t.d.
þegar kirkjuþingið í Konstantínóp-
el, árið 553, hafnaði endurholdgun-
arkenningunni. Hún mátti víkja
fyrir hagsmunum prestanna. Flest-
ir kannast við galdraofsóknir kirkj-
unnar á miðöldum og rannsóknar-
réttinn. Ofsóknirnar urðu harka-
legastar á sextándu öld, eftir siða-
skiptin, og beindust einkum gegn
konum. Glæpur kvennanna fólst í
lækningum og ljósmóðurstörfum,
en opinbera ákæran uppá galdur
og kynmök við djöfulinn og hans
ára. Mikil aukning varð í lækna-
stétt vegna fjölgunar háskólanna
á seinni hluta miðalda. Þetta olli
hagsmunaárekstrum. Að lokum
var konum nálega útrýmt úr sum-
um héruðum, einkum í þýsku ríkj-
unum og Frakklandi. Dóminíkana-
munkarnir voru dijúgir við þessa
iðju. Ófullnægð kynhvöt þeirra
fékk útrás í kvenhatri. Öfugt við
það, sem talið hefur verið, voru
það mest ungar konur sem urðu
fórnarlömb ofstækisins.
Ætlunin er ekki að rekja ítar-
lega hina oft svo blóði drifnu sögu
kirkjunnar, en nútíðin er full af
fortíðinni og ber framtíðina i skauti
sér. Án vitneskju hins liðna sést
ei hvað er nýtt. Stofnanir, af öllu
tagi, verða skaðlegar þegar þær
missa sjónar af sínum upprunalega
tilgangi, lifa á eigin forsendum,
verða steinrunnin, launuð embætt-
ismannakerfi með tignarstiga.
Kirkjan á hér við vanda að etja.
Fólkið skynjar að hún hefur fjar-
lægst það og hinn einfalda boðskap
Krists. Hjá frumkristnu söfnuðun-
um var hin dauða hönd embættis-
mennskunnar, sem krefst verald-
legrar umbunar, ekki komin til
sögunnar. Þeir boðuðu fagnaðarer-
indið sem til þess höfðu brennandi
þörf. Fögnuðurinn að þjóna Guði
var forréttindi, sem yfirskyggði
allt. Peningagreiðslur og mann-
virðingar ekki það
eftirsóknarverða.
Guð sér um sína.
Veraldleg umsvif
kirkjunnar, eignir og
ríkidæmi var ekki
það sem Kristur lét
sig dreyma um. Hann
gagnrýndi hina
skriftlærðu presta,
nefndi þá kalkaðar
grafir sem dræpu
andann með bók-
stafnum. Hvað um
suma presta sam-
tímans, sem þjóna
tveimur herrum til að
komast yfir meiri
veraldlegan auð?
Hann taldi sig þurfa að fasta fjöru-
tíu daga og fjörutíu nætur til þess
að vera fær um að takast á hend-
ur hið mikla köllunarverk sitt. Sjá
menn Krist og postulana í kjara-
baráttu, takandi aukreitis fyrir
prestverk? Skýtur ekki skökku við,
Stofnanir af öllu tagi
verða skaðlegar þegar
þær missa sjónar af sín-
um upprunalega til-
gangi, segir Asgeir
Sigurðsson, lifa á eigin
forsendum, verða
steinrunnin, launuð
embættismannakerfi
með tignarstiga.
að hver sem lokið hefur stúdents-
prófi sé talinn hæfur til boðunar
orðsins hafi hann lesið guðfræði í
nokkur ár? Má vera að hér sé ein
ástæða þess hve kirkjan er utan-
gátta í nútímanum? Er guðfræðin
flóttaleið frá hinum einfalda, yfir-
þyrmandi kærleiksboðskap Krists,
til réttlætingar atvinnumenns-
kunnar og fílabeinsturnum háskól-
anna? Hefur hún skýrt eðli Guðs
og greitt kærleiksboðskap Krists
leið að hjörtum mannanna? Hvetjir
eru ávextirnir af nærri tvö þúsund
ára starfi kirkjunnar? Hefur hún
skilað betra og friðsælla mannlífi?
Tuttugasta öldin hefur verið mesta
ófriðaröld í sögu mannkynsins og
kirkjunnar menn oft blessað vopn-
in. Þess ber að minnast, að alltaf
hafa verið til sannir lærisveinar
Krists, borið honum fagurt vitni,
látið lífið fyrir túna. í nútímanum
mætti minnast þeirra sr. Marteins
Niemöllers og Carls von Ossietzk-
ys, friðarverðlaunahafa Nóbels, á
tímum nasista.
Fróðlegt væri að vita, hvort hin-
ir vísu lærifeður HÍ í fullu starfi
við að skoða trúna, að vísu með
fjögurra stunda kennsluskyldu,
hafi íhugað þessi mál og þá að
hvaða vísindalegu niðurstöðum
þeir hafi komist. Þeir hafa jú rann-
sóknarskyldu. Brýnt væri að fá
skilgreiningu á orðinu trú. Hlutlaus
aðili gæti haldið, að á Vesturlönd-
um væri merking þess að skjalla
almættið í þeim tilgangi að tryggja
hagsmuni sína þessa heims og
annars. Elska menn veru, sem
þeir vita í raun hvorki haus né
sporð á? Almenningur mætti vera
upplýstari. Hann lætur sig trúmál
varða og er sendur reikningurinn.
Um miðja sextándu öld voru
íslendingar þvingaðir með ofbeldi
til að afsala sér sinni kaþólsku trú,
biskupar landsins drepnir, lúter-
isminn valdboðinn. Þessi nýja,
þýska trúarstefna kom eins og
manna af himnum ofan fyrir furst-
ana. Þeir fengu stórlega aukin
Ásgeir
Sigurðsson
völd og komust yfir hinn gífurlega
auð kirkna og klaustra. Kirkjan
var nú ekki annað en hjól undir
vagni ríkisvaldsins og prestarnir
láunaðir þjónar þess. Marteinn
Lúther, örlagavaldur í trúmálum
margra þjóða, var samt langt frá
að vera neinn dýrðlingur. Þegar
hinir kúguðu bændur gerðu smá-
vægilegar kröfur um aukin mann-
réttindi, t.d. að mega velja sér
prest, var það túlkað sem upp-
reisn. Kristið kærleiksþel Lúthers
risti ekki dýpra en svo, að hann
hvatti aðalsmenn til að drepa
bændur eins og hveija aðra óða
hunda. Hann taldi hvern veginn
bónda glataðan líkama og sál og
eign djöfulsins um aldur og eilífð.
Aðalsmenn taldi hann aftur á móti
geta haft góða samvisku, því þeir
hefðu réttlátan málstað. Lúther
var sjálfur af bændaættum, hafði
kynnt undir vonir bænda, og látið
sem hann væri hlynntur málstaðn-
um. Þegar upp var staðið lágu
yfir hundrað þúsund bændur í
valnum. Von að einn aðalsmaður-
inn spyrði: „Á hveiju eigum við
að lifa ef við drepum alla bænd-
urna?“ Lúther hvatti og til ofsókna
á hendur gyðingum. I augum ka-
þólskra er Lúther fallinn munkur
sem lagðist með nunnu, bannsung-
inn af páfanum _og útlægur gerr
af keisaranum. í þessu sögulega
ljósi ætti að vera auðveldara að
átta sig á víxlsporum lútherismans
og sjá hvernig ríkisreknum kerfum
hættir við að missa sjónar af sínum
upprunalega og raunverulega til-
gangi, verða skálkaskjól til varnar
hagsmunum og völdum. Finnist
fólki það fá steina fýrir brauð, í
trúarefnum, er hætt við það leiti
annað. Góð er sagan um sr. Gunn-
ar Benediktsson, sem messaði einn
daginn í þremur kirkjum og veitti
því athygli að einn bóndinn sótti
þær allar. Aðspurður kvað bóndi
því eins farið með sig og rollurnar
sínar, hann þyrfti meira þegar
þunnt væri gefið á garðann.
Meðfyrstu stjórnarskránni 1874
fengu íslendingar trúfrelsi og önn-
ur grundvallar mannréttindi.
Mætti ekki byggja lausn á vanda
kirkjunnar á þeim grunni? Hann
er fremur stjórnfræðilegur en trú-
arlegur. Ef hér ríkti raunverulegt
trúfrelsi, öllum söfnuðum gert
jafnt undir höfði, mundu mál leys-
ast auðveldar. Söfnuðirnir yrðu að
leysa þau án afskipta ríkisvaldsins.
Fijáls framlög almennings, til
kirknanna, myndu veita prestum
og öðru starfsfólki nægjanlegt að-
hald. Er það raunverulegt jafn-
rétti, þegar einn söfnuðurinn fær
allt greitt af ríkinu, laun, húsakost
og rekstrarkostnað, en hinir fá
ekki neitt? Erfitt að koma auga á
það. Eðlilegast væri að allir sætu
við sama borð. Þeir greiði sem
njóta vilja þjónustunnar. Þetta
kæmi lítt við pyngju almennings,
skattarnir ættu að lækka. í Banda-
ríkjunum og fleiri löndum hefur
þetta gefist vel. Þar blómstrar
safnaðarstarfið. Það væri verðugur
áfangi fyrir kirkjuna á þúsund ára
afmælinu, að standa á eigin fótum
og lúta Kristi einum. En þegar
öllu er á botninn hvolft kennir sag-
an okkur þá lexíu, að trú og emb-
ættismennska fari illa saman.
Musteri Guðs eru hjörtun sem trúa.
Höfundur er magister og
reikimeistari.
Skjaldborg um
öldrunarþj ónustu
BORGARSTJÓRINN
í Reykjavík, heilbrigðis-
og tryggingamálaráð-
herra og fjármálaráð-
herra hafa með sam-
komulagi um aðgerðir í
rekstri Sjúkrahúss
Reykjavíkur og Ríkissp-
ítala slegið skjaldborg
um áframhaldandi upp-
byggingu öldrunarþjón-
ustu spítalanna. Um-
ræðan um niðurskurð á
þjónustu við aldraða
hefur verið árviss í ís-
lensku samfélagi, þrátt
fyrir að íslendingar séu
mun styttra á veg komn-
ir í uppbyggingu öldrun-
arþjónustunnar en þau
lönd sem við berum okkur saman
við. Árum saman hefur öldruðum
sjúklingum verið boðið upp á opin-
bera umræðu í ræðu og riti sem
endurspeglar viðhorf eins og að vilji
hafi frekar verið til að nota fjármagn
skattborgaranna til að þjónusta aðra
hópa sem þarfnast heilbrigðisþjón-
ustu en aldraða. Framfarir í heil-
brigðisvísindum eru það örar að hver
ný sérgrein haslar sér völl og þarf
sitt rými á bráðasjúkrahúsum lands-
ins. Meðal annars af þeim sökum
lenda sjúkrahúsin í kreppu þar sem
fjármagn til hins nýja reksturs fylgir
ekki alltaf með í kaupbæti. Farið er
að vega og meta, hvar eigi þá að
skera af á móti. Niðurstaða undan-
farinna ára hefur orðið sú að lagt
er til að skerða þjónustu við aldraða.
Hefur þá oft gleymst að aldraðir
sjúklingar búa líka yfir tilfinningum
og fylgjast með hinum niðurlægjandi
opinberu umræðum.
Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræð-
inga sendi nýlega frá sér bækling
til starfsmanna er annast aldraða á
íslandi til að vekja umræðu meðal
þeirra um viðhorf, sjálfsákvörðunar-
rétt, sjálfshjálp og lífsgæði. Er það
mat fagdeildarinnar að fyrrgreind
atriði séu grundvöllur að gæðaþjón-
ustu. í bæklingnum er vitnað til Ein-
ræðu Starkaðar eftir Einar Bene-
diktsson:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal hðfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Þrátt fyrir stigvaxandi uppbygg-
ingu öldrunarþjónustunnar síðastlið-
in 10 ár, sem hefur lifað það af að
ganga hinn þunna ís sem kulda hef-
ur lagt af, er enn langt í land. Sam-
komuiag borgarstjóra, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra og fjár-
málaráðherra tryggir áframhaldandi
uppbyggingu þar sem áhersla verður
á að styðja eldri borgara til betri
heilsu og búsetu á eigin heimili. Tvær
bráðaöldrunarlækningadeildir verða
á bráðasjúkrahúsunum, ein á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur í Fossvogi, hin á
Landspítala. Miðstöð öldrunarlækn-
inga og lengri tíma endurhæfmgar,
ásamt dagspítalaþjónustu og sjúkra-
hústengdri heimahlynningu, verður á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti.
Með sameinuðum úrræðum verður
hægt að þjónusta enn betur þann
stóra hóp aldraðra sem býr heima
hjá sér þrátt fyrir lélegt heilsufar.
Þessi hópur nýtur oft
öflugs stuðnings að-
standenda, nágranna,
dagdeilda, þjón-
ustumiðstöðva, heima-
hjúkrunar, hvíldarinn-
lagna öldrunarlækn-
ingadeilda, heimsend-
ingar matar, aksturs-
þjónustu og svo mætti
lengi telja. Með upp-
byggingu öflugs stuðn-
ingskerfis fjölmargra
aðila spara þessir ein-
staklingar samfélaginu
stórfé á hveijum mán-
uði. Þeim tekst það
markmið laga um mál-
efni aldraðra sem kveð-
ur á um að þeir skulu
eiga þess kost að dvelja á eigin heim-
ili eins lengi og kostur er. Einmitt
þessir einstaklingar og fólkið sem
stendur þeim næst eru hetjurnar sem
stemma stigu við næstum stjómlaus-
um kostnaðarauka heilbrigðiskerfis-
ins.
Samkomulagið er ljós,
segir Anna Birna Jens-
dóttir, í niðurskurðar-
myrkrinu.
Nú linnir og starfsfriður kemstá.
Framtíðarstefna hefur verið mörkuð
í öldrunarþjónustu spítalanna. Loks
sér fyrir endann á opinberri umræðu
þar sem stöðugt er hamrað á hversu
gamla fólkið sé dýrt í rekstri, það sé
fýrir og látið lifa í sífelldum kvíða
yfír að verða úthýst og eiga ekki í
öruggt skjól að venda. Víst mun það
reyna á að flytja frá sjúkrastofnunum
Hafnarbúðum, Hvítabandi, Heilsu-
vemdarstöð og Hátúni. Miklar tilfínn-
ingar eru bundnar þessum stöðum.
Mestu máli skiptir þó við flutninginn
að fólk sem bundist hefur böndum,
sjúklingar, starfsfólk og aðstandend-
ur, haldi hópinn, pakki niður saman
og taki upp saman. Myndarlega verð-
ur staðið að móttökunni á Landakoti.
Hinn hlýi andi sem þar er yfir frá tíð
nunnanna, endumýjað húsnæði og
samstilltir kraftar fagfólks, mun
mæta þeim sem koma.
Sjúkrahússþjónustan er eign okkar
allra sem mikilvægt er að fara vel
með, bæði faglega og rekstrarlega.
Samkomulagið um öldrunarþjónustu
spítalanna tekur mið af þörfum sam-
félagsins og er hafið yfir umræðuna
um mitt og þitt eða sérhagsmuni
einnar stofnunar frekar en annarrar.
Tilfærslumar í öldrunarþjónustunni
munu leiða til hagræðingar um 143
m.kr. án skerðingar á þjónustu, með
áherslubreytingum sem fela ekki í
sér fjölgun rúma heldur efldan stuðn-
ing við aldraða til áframhaldandi
sjálfstæðis og búsetu á eigin heimili.
Með samkomulaginu sendu borgar-
stjórinn í Reykjavík, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra og ijármála-
ráðherra öldruðum ljós í niður-
skurðarmyrkrinu sem legið hefur
yfír og sýndu öldrunarþjónustunni
breiðan pólitískan stuðning.
Höfundur er hjúkrunarfram-
kvæmdasljóri öldrunarsviðs
Sjúkrahúss Reykjavíkur og
formaður Öldrunarfræðafélags
íslands.