Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Sigurði Helgasyni: SIGURBJÖRN Sveinsson heilsu- læknir ritar bréf til Morgunblaðsins þann 6. september 1996, þar sem hann gerir athugasemd við grein mína í Morgunblaðinu þann 30. ágúst sl. er bar heitið „Læknadeilan og velferð sjúkra". Ég vil í upphafi þakka bréfritara fyrir að vilja ræða læknadeiluna málefnalega og verð- ur reynt að svara framlögðum at- hugasemdum í sömu röð og hann setti þær fram. 1. S.Sv. finnur að því, að ég skrifa greinina sem form. Lands- samtaka hjartasjúklinga og með því sé ég að draga þau inn í umræð- una. Ég held að þessi athugasemd byggist á því að hann þekki ekki nægilega til félagsmála. Meir en helming dauðsfalla í dag má rekja til hjartasjúkdóma og hlýtur því þessi deila að snerta mína umbjóð- endur mjög mikið. Hér eru að sjálf- sögðu settar fram mínar skoðanir. Það hef ég gert í fjölmörgum svip- uðum tilvikum, ef ég tel málið snerta hagsmuni hjartasjúklinga. 2. S.Sv. ræðir um plagg heil- brigðisráðherra og telur það aðeins á umræðustigi. Hér fer hann ekki með rétt mál, því að ég segi orð- rétt að fyrir liggi uppkast að sér- stöku samkomulagi, sem ég hafði reyndar undir höndum. Þar fer ekki milli mála að uppkastið byggir á Sigiirbirni Sveinssyni svarað tillögum komnum frá fulltrúum heilsugæslulækna. Það voru fleiri en ég sem hafa gert sér grein fyrir alvarlegum afleiðingum þessara til- lagna, því að haldinn var fyrir skömmu aukaaðalfundur Læknafé- lags íslands þar sem kom fram yfir- lýsing að læknar væru mótfallnir að hverfa frá hinu frjálsa vali sjúkl- inga og höfnuðu tillögunum. Ekki komu fram nein mótmæli heilsu- gæslulækna sem eru þar fullgildir félagar. 3. S.Sv. finnur að því að ég telji ummæli ýmissa heilsugæslulækna ekki samrýmast siðareglum lækna og jaðri sum þeirra við bein laga- brot. Skömmu eftir að grein mín var skrifuð lýsti Gunnar I. Gunnars- son, form. samninganefndar heilsu- gæslulækna, yfir að hætta ætti neyðarvakt heilsugæslulækna, þar sem hún aðeins gæfi falskar vonir. Þá lýsti landlæknir yfir að neita að gegna neyðarvakt væri brot á siða- reglum lækna og á áðurnefndum aukaaðalfundi L.í. var lýst yfir að læknar myndu halda áfram neyðar- vakt. Engin mótmæli komu fram. 4. Þá telur S.Sv. að ég hafi rang- lega farið með tölur um launakröfur heilsugæslulækna. Tölur nefndar í grein minni byggjast á upplýsingum fréttastofa, en þá er jafnan tekið fram, að nákvæmar upplýsingar liggi ekki fyrir, en samkvæmt heim- ildum fréttastofu standi mál þannig, eins og sagt var í grein minni. Þann 30. ágúst 1996 slitnaði upp úr deilu aðila og lýsti Þórir Einarsson sátta- semjari í viðtali sama dag í Morgun- blaðinu, að L.í. krefjist kr. 145-148 þúsund á mánuði, en þau eru í dag kr. 86 þúsund. Talsmaður ríkisins Gunnar Björnsson segir að við lausn deilunnar hafi verið lagt til veruleg hækkun launa og gerð var jafn- framt tillaga um að fella niður aukagreiðslur fyrir akstur o.fl. og er þetta viðtal í samræmi við frá- sögn mína. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að stæðu læknasérfræðingar í svip- uðum kjaradeilum myndi ég örugg- lega mótmæla og það kannski af enn meiri hörku. Læknadeiluna þarf að leysa því að mannslíf eru í húfi og er það von mín, að báðir aðilar beri gæfu til þess sem fyrst. SIGURÐUR HELGASON, formaður Landssamtaka hjartasjúkiinga. Á leið vestur... Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: LEIÐIN til Vestfjarða er eins og segull. Helgin að baki í litlu höfuð- borginni. Eldrauði Fíatinn frá þýzku bílaleigunni í Hafnarfirði er með sál eins og fjörhestur - eiginlega allt of viljugur - með númerið VE 875 þversumman 20 er tala sigurkórón- unnar. Hjátrúin er guðs fordæmd, en spennandi eins og yfirskilvitleg trú á ákveðnum númerum og tölum eins og 4 og 5 í fjárhættuspili. Það minnir á fjarstýringu. Eins og fyrr segir er 875 tala sigurkórónunnar eða svo sagði völvan forðum, en hún er kynjuð úr Arnarfirði vestur. Og nú var keyrt léttan um Strandirnar, sem hafa því miður einn galla - alvarlegan galla: Þar réðu framsóknarmenn allt of lengi! Þú hittir sjaldan skemmtilegan framsóknarmann úti i landsbyggð- inni. Það liggur við að sé búið að vana landslagið á ströndum vegna framsóknarflokksins. Þegar rauði litli Fíatinn geystist um veginn á leið til Hólmavíkur, liðu höggmynd- ir guðs framhjá, klettar hamrar, minnandi á ófreskisögur úr þjóðsög- um Jóns Árnasonar, sem eru okkar klassík. Þvílíkur kraftur, hvílík hressing að renna saman við þetta, sem er ókeypis eins og allt það besta sem lífíð hefur upp á að bjóða. Klukkan var langt gengin í níu um kvöldið. Myrkrið var skollið á. Og nú var heiðin framundan, þar sem skiptist á þoka og hvassviðri - dæmigert niflungaveður. ísafjarðardjúp hefur alið af sér meira af dugandi fólki en önnur svæði á íslandi. Allt í einu umvafði Djúpið mann. Á Vestfjörðum er ekkert að óttast þrátt fyrir öll þessi dularfullu öfl sem eru alls staðar á kreiki þar. Það var orðið æði rokk- ið. Annað veifið glitti í ljós, stijált og stopult. Sakir syfju var Mafíatin- um lagt út við vegkant. Steinsofnað í faðmi hins ókunna. Dreymt að Djúpmannabúðin birtist uppljómuð eins og Dísarhöll. Vaknað eins og miðað væri á mann. Draumurinn var orðinn að veruleika. Frá Sigurði Sigurmundssyni: í MORGUNBLAÐINU birtist fyrir nokkru smágrein eftir Björn S. Stefánsson „Er orðið maður orðið feimnismál í ræðu og riti.“ Þar virðist höfundur ekki gera sér grein fyrir því, að orðið maður hefur í íslensku tvennskonar merk- ingu: Annarsvegar sem nafnorð t.d. „maður er kominn út“. Hinsvegar sem ópersónulegt óákveðið fomafn t.d. „maður sér þetta, manni finnst“. I fyrra dæminu er sjálfsagt og skylt að nota það, en í því síð- ara óþarft, það var ekki notað í íslensku fyrr en á síðustu öld, enda Djúpmannabábúðin við Mjóafjörð í N-Isafjarðarsýslu hefur farið gegn- um prósess. Nú er þar hæstráðandi til sjós og lands afspyrnuglæsileg ung kona af Stapadals- og Álftamýr- arætt, sem breytt hefur búðinni í slíka orkustöð, að fólk á ekki orð til að lýsa yfir hrifni sinni. Eldsnemma næsta dag var bað- að sig í fornmannalaug, sem ork- aði eins og yngingarlyf. „Svona er ísafjarðardjúp í dag“ eins og Jón Ársæll hefði sagt... STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON, listamaður. komið úr dönsku (man kan se). Undirritaður hefur áður sent frá sér grein um það í Morgunblaðið og bent á að það færi illa i íslensku og ofnotkun þess spilli íslenskri tungu, t.d. „þegar maður kemst upp á fjallið blasir við manni fögur sjón, maður gleymir því ekki“. Því ekki að segja: Þegar komið er upp blas- ir við - það er ógleymanlegt. Undir- ritaður hefur ýmislegt skrifað og aldrei látið orðið maður frá sér fara í þessari merkingu. Ekki er vitað til þess að neinn hafi saknað þess. SIGURÐUR SIGURMUNDSSON frá Hvítárkoti. Um notkun orðsins maður Varstu undir 6 á vorprófunum? NÁMSAÐSTOÐ er pá eittfivaðfyrir piy Nýjar kannanir á gengi íslenskra nemenda í framhaldsskóla sýna að þeir, sem eru undir 6 á lokaprófi úr grunnskóla, lenda í erfiðleikum í námi. Þetta staðfestir það sem við höfum vakið athygli á í auglýs- ingum okkar undanfarin ár. Síðastliðinn áratug höfum við hjálpað þús- undum nemenda við að komast á réttan kjöl í skólanámi. Ekki með neinum töfralausnum, þvi þær eru ekki til, heldur markvissri kennslu, námstækni og uppörvun. Við vitum að nám er vinna og það vita nemendur okkar líka. Grunnskólanemar! Látið ekki slaka undirstöðu stoppa ykkur í framhaldsskóla. Reynslan sýnir að einkunn undir 6 er ekki gott veganesti i framhaldsskóla hvort sem um er að ræða verknám eða bóknám. Framhaldsskólanemar! Það er ennþá tími til að breyta erfiðri stöðu í unna. En munið að nám tekur tíma, svo þið þurfið að hefjast handa strax. Allir vita að menntun eykur öryggi í framtíðinni. Njótið hennar. Gangi ykkur vel. Upplýsingar og innritun Kl. 17-19 virKa daga I slma 557 9233 og I símsvara allan sólarhringlnn. Fax. 557 9458. ypetnentíapjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd. ’ Námskeiö fyrir þá sem vilja lengra: NbtímaFoimtun VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! 36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr. Námskeið á fimmtudögum og laugardögum ■ Tðlvuráögjof • námskeið Mjtgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 hk 960219_______Raðgrciöslur EuroA'ISA rekkar BjfiBum allskonar lager og (lillukerff lyrlr siærri sem mlnni legera. Endalausir möguleikar. Aðeins vönduð vara úr spænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 KÆLIB0RÐ 0G DJUP- FRYSTAR KÆLITÆKNI Skógarhlíð 6, sími 561 4580 ■ Halda vel að þreyttum fótum ■ Góðir fyrir fólk sem stendur við vinnu sína allan daginn ■ Viðurkenndir af fólki í heilsugæslu Öðlastu hvíld í OFA! Þú aetur valið um fjóra liti Pessir sokkar eru frábærir fyrir barnshafandi konur! AKFIANES APÓTEK • APÓTEK BLÖNDUÓS APÓTEK KEFLAVÍKUR ÁfffiÆJARAPÓTEK*BOFIGARAPÓrrEK BREBHOOSAPÓTEK.GARÐSAPÓTCK GRAFAFtVOGS APÓTEK • HOIJS APÓTEK IÐUNNAR APÓTEK DOMUS MEDICA INGÓLFS APÓTEK • LAUGAVEGS APÓTEK MOSFELLS APÓTEK • REYKJAVIKUR APÓTEK STYKWLSHÓLMS APÓTEK • ÖLFUS APÓTEK HÚSGAGNAHÖLLIN Amerísku dýnurnar frá Serta eru mesti lúxus sem hægt er að láta eftir sér. Þegar þú færð þér Serta dýnu færðu helmingi meira fyrir peningana þína. Hjá okkur fæst allt fyrir hið fullkomna svefnherbergi. Svefnherbergishúsgögn I miklu úrvali, sængur, koddar, lök, rúmasvuntur, rúmteppi, púðar ofl. ofl. Komdu I stærstu dýnuverslun landsins. Scna - alll að 20 ára áhyrgð og 14 daga skiptiréttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.