Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Svavar Lárus Gests fæddist í Reykjavík 17. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum 1. september síðastlið- inn. Dánarmein hans var krabba- mein. Foreldrar hans voru Gestur Guðmundsson kaupmaður í Reykjavík, f. 28. sept. 1901 í Arnar- dal, Eyrarhr., N-ís., d. 26. apríl 1974, og k.h. Helga Lofts- dóttir, f. 25. okt. 1889 á Grís- hóli í Helgafellssveit, Snæf., d. 29. jan. 1934. Fósturforeldrar Svavars frá unga aldri voru (Svanlaugur) Hjörtur Elíasson, verksljóri í Reykjavík, f. 13. júlí 1890 í Gálutröð, Breiðavík- urhr., Snæf., d. 20. jan. 1967, og k.h. (Jónína) Guðrún Krist- jánsdóttir, f. 30. des. 1886 I Innri-Lambadal í Dýrafirði, d. 3. nóv. 1962. Systkini hans voru: Hulda (d. 1908), Hulda, (d. 1985), Hörður (d. 1975), Sigur- jón (d. 1961), Loftur (d. 1977), Gunnar (d. 1989). Systkini hans samfeðra voru fjögur: Rafn og Ósk eru á lífi, en látnir eru Geir og Hlöðver. Einnig er á lífi uppeldissystir Svavars, Gyða Erlingsdóttir, húsfreyja í Reykjavík. Hinn 30. ágúst 1946 kvæntist Svavar Maríu Ólöfu Stein- grímsdóttur, f. 1. okt. 1928, húsfreyju í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Steingrímur Stefánsson, fasteignasali i Reykjavík, f. 4. maí 1895 á Hofsstöðum, Gufudalshr., A- Barð., d. 4. sept. 1973, og kona hans Þuríður Jóna Bryndís Eggertsdóttir, f. 1. ágúst 1899 á Flateyri, d. 23. maí 1995. Börn Svavars og Maríu eru fjögur: 1. Bryndís, f. 7.4. 1946, Minningarnar lifa ofar öllu og við kveðjustund brýst svo margt fram, það skemmtilega og við- burðaríka, það sem við höfum ekki haft tækifæri til að ræða um áður en kvatt var. Við vissum að hverju _._stefndi en ræddum yfirleitt um nú- tíð og framtíð, þó pabbi hafí ekki látið sitt eftir liggja í frásögnum og fróðleik um liðna tíð. Skemmtilegt þótti mér á bingó- unum og hinum ýmsu skemmtunum sem pabbi stjórnaði. Við bræðurnir fengum alltaf að spila með og eitt sinn kom það fyrir að elsti bróðir minn fékk bingó og eftir það bað pabbi okkur um að láta sig bara vita eftir skemmtanirnar hvort við hefðum fengið bingó, því annars gæti þetta litið illa út, og hann myndi þá láta okkur fá 500 kr. í staðinn. Eftir þetta fengum við allt- af bingó. Skemmtilegt þótti mér að geta farið með niður á Skúlagötu til að fylgjast með upptökum á skemmti- þáttum sem pabbi vann að fyrir útvarpið. Leikarar og grínarar þess tíma voru mættir og alltaf var pabbi tilbúinn með sínar skrýtlur sem hann kunni í þúsunda tali. Síðan var hlegið og klappað og hlegið og klappað og klappað og fagmannleg stjórnun pabba naut sín vel. Núorð- ið stoppa ég alltaf sérstaklega á Skúlagötunni til að klappa. Skemmtilegt þótti mér í veiði- ferðunum á árum áður. Stundum ..^tókst að velja rétt og oft höfum við brosað að uppákomunni í Grímsá. Sveinn Jónsson æðsti-KRingur, sem veiddi oft með pabba, fór tómhentur heim að þessu sinni og er hér með beðinn afsökunar á því hvað maðk- arnir okkar voru sérstakir það sinnið. Skemmtilegt þótti mér að komast ■"•^neð að Sólheimum í Grímsnesi. Lionsklúbburinn Ægir hefur lagt bankastarfsmaður, býr í Reykjavík, gift Óskari H. Frið- þjófssyni, hár- skerameistara, þau eiga tvö börn. 2. Hjördís Guðrún, f. 25.6. 1949, hús- freyja í Reykjavík, gift Gisla Steinari Jónssyni, prentara, þau eiga tvö böm. 3. Hörður, f. 15.1. 1960, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, í sam- búð með Kristínu Elfu Guðnadóttur, ritstjóra í Reykjavík, þau eiga einn son og Kristín á eina dóttur fyrir. 4. Gunnar, f. 26.9. 1962, verk- fræðingur í Hafnarfirði, kvænt- ur Hrönn Ásgeirsdóttur, kenn- ara, þau eiga tvö böm og Gunn- ar á eina dóttur fyrir. Svavar og María slitu samvistum 1966. Hinn 5. júlí 1966 kvæntist hann Elly Vilhjálms, f. 28. des. 1935, söngkonu í Reykjavík. Foreldrar hennar vom Vil- hjálmur Hinrik fvarsson, bóndi og útgerðarmaður í Merkinesi í Höfnum, f. 12.8. 1899 að Ey- vík í Grímsnesi, d. 24.1. 1994, og kona hans Hólmfríður Odds- dóttir, f. 29.4. 1996 í Reykjavík, d. 5.6. 1994. Börn Svavars og Ellyjar em tvö: 1. Máni, f. 15.6. 1967, tónlistarmaður í Reykja- vík, kvæntur Þuríði Jónsdóttur, deildarsljóra. 2. Nökkvi, f. 29.6. 1971, verslunarmaður í Reylqa- vík, í sambúð með Ásdísi Wö- hler, þroskaþjálfa. Hjá þeim ólst einnig upp dóttir Ellyjar, Hólmfríður Á. Bjarnason, f. 19.2. 1962, í Reykjavík, í sam- búð með Kristjáni Helgasyni, bílstjóra, Hólmfríður á einn son. Elly Vilhjálms lést árið 1995. Útför Svavars Gests fór fram í kyrrþey. þessum stað lið í tugi ára. Lions- áhugi og Lionsmetnaður var pabba mikilvægur og eftirsjáin er mikil fyrir hreyfínguna. Á 70 ára afmæl- inu í vor sendu vinir hans frá Sól- heimum honum gjöf, körfu með líf- rænt ræktuðu grænmeti og heima- unnum kertum. Ætlun hans var að segja vinum sinum á Sólheimum frá því að hann hefði orðið svo hissa að hann hefði borðað kertin og kveikt í grænmetinu. Stíllinn var alltaf hinn sami, að laða fram bros. Skemmtilegt þótti mér að geta fylgst með pabba í hinni miklu hljómplötuútgáfu SG-hljómplatna. Hér var ofurhugi að störfum og mörgu tónlistarfólki var komið á framfæri, og oftar en ekki réð hug- sjónin valinu en ekki hugsanleg hagnaðarvon. Hugurinn stefndi alltaf í sömu áttina, að kynna og varðveita íslenska tónlist. Skemmtilegt þótti mér að lesa eftir hann samantektir, smásögur eða rit. Hann var stoltur af bók sinni um sögu Lionshreyfingarinnar - Við leggjum lið. Á nákvæmlega sama hátt og hann tók ákvörðun um að hætta hljóðfæraleik og selja trommusettið sitt, voru ákvarðanir hans metnaðarfullar og verkin voru í hvívetna unnin af fagmennsku. Hann var kappsamur og hlífði sér í engu gagnvart þeim verkum sem ljúka þurfti. I desember síðastliðnum tjáði hann mér að það væri þrennt sem hann þyrfti að ljúka. Kynnast börn- um sínum og barnabörnum ennþá betur og því verki lauk hann. Að kveðja hlustendur sína um land allt með vel útfærðri þáttaröð, það verk hóf hann og átti fyrsti þátturinn að vera sama morgun og hann kvaddi. Að ljúka við sögu dans- og dægurtónlistar á íslandi, það verk hélt hann áfram með, því hugur hans snerist allt hans líf um tónlist. Styrkur og stuðningur hefur bor- ist víða að og veit ég fyrir víst að við systkinin og fjölskyldur erum ákaflega þakklát öllum þeim fjölda, þ.á m. læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans, heimahjúkrun Karít- as, Tómasi Grétari vini og öllum öðrum ættingjum og kunningjum. Það var að ósk hins látna að jarð- arförin færi fram í kyrrþey og með honum áttum við ánægjulega stund síðastliðinn sunnudagsmorgun. Með föður mínum er genginn einn sá mætasti maður sem ég hef kynnst. Ég vona að Guð styrki í sorg sinni afabörnin, sem kveðja góðan vin. Gunnar Svavarsson. Ég minnist Svavars Gests með þakklæti og virðingu. Sá tími sem ég fékk að njóta nærveru Svavars var ekki mjög langur, én sá tími er mér afar kær og ógleymanlegur. Svavar var á góðri leið með að byggja sig upp andlega eftir að eig- inkona hans Elly Vilhjálms kvaddi þennan heim eftir langa og erfiða sjúkdómsbaráttu. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með framförum hans við að byggja sig upp og hve ótrauður hann var að halda áfram. Vinir og vandamenn hans áttu stór- an þátt í því að hjálpa honum á þessum erfíða tíma, svo ekki sé minnst á börn og barnabörn hans sem stóðu sig eins og hetjur. Það var notalegt að eiga kvöldstund með Svavari í Miðleitinu. Hann hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja, hvort sem það var frá liðnum árum eða bara um lífíð og tilver- una. Hann sagði alltaf svo skemmti- lega frá, og ef umræðuefnið var orðið alvarlegt, var hann ekki lengi að breyta um umræðuefni, t.d. með því að koma með einn góðan brand- ara ef ekki fleiri. Svavar var yfir- leitt sá maður sem átti síðasta orð- ið í veislum, samkomum eða við önnur tækifæri. Það var alltaf gott að leita ráða hjá honum því að hann hafði alltaf svörin á reiðum hönd- um. Svavar var afar nákvæmur og vandvirkur maður alveg fram í fíng- urgóma. Hann tamdi sér fagmann- leg vinnubrögð og kastaði aldrei til höndum við það sem hann tók fyrir hveiju sinni. Það eru margir sem munu sakna þáttanna hans á sunnudagsmorgn- um sem hann nefndi „Sunnudags- morgun með Svavari Gests“. Ég þakka Svavari fyrir ljúf- mennsku og góðvild í minn garð þann tíma sem ég naut vináttu hans og mun geyma minninguna um hann um ókomin ár. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Elsku Bryndís, Hjördís, Hörður, Gunnar, Máni_, Nökkvi og aðrir að- standendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. __ Ásdís Wöhler. Svavar Gests er látinn. Með hon- um er genginn einn vinsælasti út- varpsmaður okkar sem fyrir daga sjónvarps hélt allri þjóðinni innan dyra er þættir hans voru á dagskrá og mátti líkja því við lestur Helga Hjörvar á sögunni Bör Börsson þegar bændur flýttu mjöltum til þess að missa ekki af neinu, slíkar voru vinsældir hans. Kynni okkar Svavars hófust á haustdögum 1950 er við Gyða syst- urdóttir hans og uppeldissystir kynntumst en einmitt um það leyti var hann að byija með jassþætti sína í útvarpinu sem má segja að hafi verið undanfari vinsælda hans sem hafa varað allt til þessa dags. Svavar kom sem ljósgeisli inn í líf þeirra heiðurshjóna Hjartar Elías- sonar yfírverkstjóra hjá Ríkisskip og konu hans Guðrúnar Kristjáns- dóttur aðeins þriggja ára gamall. Þau gáfu honum nafn Svövu dóttur sinnar sem þau misstu kornunga. Einnig tóku þau Gyðu systurdóttur hans þriggja mánaða gamla í fóstur og nutu þau frændsystkinin ástríkis þeirra í ríkum mæli alla tíð. Svavar ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur, lengst af á Ránargötu 34. Ungur gekk hann í barnastúkuna Svövu nr. 23 og þar komu fram þeir hæfí- leikar hans að semja leikrit og ýmsa þætti sem fluttir voru á stúku- kvöldum. Svavar var mikill félagsmála- maður og hóf ungur afskipti af þeim, var meðal annars formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna aðeins 22 ára gamall, yngstur allra formanna aðildarfélaga ASÍ, og má af því ráða að hann hafi verið vel til forystu fallinn enda naut hann trausts umbjóðenda sinna til þess að sinna málefnum þeirra. Svavar var ákaflega vandvirkur og nákvæmur við allt sem hann tók sér fyrir hendur hvort heldur voru ritstörf, félagsmál eða hljómlist. Svavar var mikill áhugamaður um íþróttir og fylgdist alla tíð með sínu gamla félagi KR og vildi hann veg þess sem mestan. Hann laut í lægra haldi í baráttu við illvígan sjúkdóm hinn 1. septem- ber síðastliðinn aðeins níu mánuð- um eftir að eiginkona hans Elly Vilhjálms lést. Aðdáunarvert var hversu börnin hans öll stóðu við sjúkrabeð föður síns síðustu stund- irnar. Svavari þakka ég fyrir samfylgd- ina sem varð yfír hálfan fimmta áratug og bar aldrei skugga á sam- band okkar. Við vottum börnum hans, tengdabörnum og barnabörn- um okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Svavars. Vertu sæll, kæri mágur. Aðalsteinn Dalmann Októsson og fjölskylda. Bless, elsku afi minn. Ég vona að þú hafir það gott uppi á himn- um. Þú varst mjög góður þegar þú varst lifandi. Ég þakka þér fyrir það. Ég sakna þín mjög. Þinn, Marteinn Hörður. í vetur gat ég sagt með sanni: Svart er yfir þessum ranni. Sérhvert gleðibros í banni blasir næturauðnin við. Drottinn, þá er döprum manni dýrsta gjöfin sólskinið. Nú er hafinn annar óður. Angar lífsins Beruijóður. Innra hjá mér æskugróður. Óði mínum létt um spor. Ég þakka af hjarta, guð minn góður, gjafir þínar, sól og vor. (Stefán frá Hvítadal.) Stundum finnst manni grasið grænna hinum megin við lækinn og maður verður oft að fara til þess að gá að þvi. En svo er með hraðlestina, hún kemur þjótandi. Hann hleýpur upp í lestina og þar mætir hann fullt af augum, augum sem hann fékk sérstaklega að njóta síðustu mánuði lífs síns. Hann naut ekki hvað síst litlu augnanna, en klukkan tifaði svo hratt að ein litlu augun gátu ekki sungið fyrir hann eins og til stóð, því lestin varð að vera komin á réttum tíma. Ég vil senda börnum mínum: Bryndísi, Hjördísi Guðrúnu, Herði og Gunnari, tengdabörnum og ást- kærum barnabörnum, sonum hans: Mána og Nökkva, Hólmfríði Bjarna- son, Atla Eyþórssyni og öllum vin- um og vandamönnum bestu samúð- arkveðjur. Við skulum sameinast í bæn: Drottinn gefí dánum ró og þeim líkn sem lifa. María Ólöf Steingrímsdóttlr. Minningar og margir atburðir lið- inna ára hlaðast upp þegar sest er niður til að minnast Svavars Gests. Á öldum ljósvakans var vinur minn í áratugi búinn að koma í hvern krók og kima í híbýlum Ís- lendinga, létta þeim lund með gamanefni, mest frumsömdu, og sem dagskrárgerðarmaður með uppriíjanir úr segulbandasafni Rík- SVAVAR GESTS isútvarpsins, ásamt flutningi vand- aðrar, vel kynntrar tónlistar. Svavar kom víða við í félagsmál- um. KR-hjartað sló taktfast í með- byr sem mótbyr. Starfsins með bamastúkunni Svövu var minnst með þakklæti og virðingu svo og sex ára kröftugs útilífsstarfs með skátafélaginu Væringjum. Það var stoltur skáti og borgari sem minnt- ist þátttöku í heiðursverði þegar Alheimsskátahöfðinginn kom til ís- lands og Lady Baden Powell sté á land, svo og því að fá tækifæri til að taka þátt í stofnun íslenska lýð- veldisins í fánaborg skáta árið 1944. Réttindamálum stéttar sinnar sinnti hann af miklum eldmóði sem formaður tónlistarmanna um ára- bil. Hann hringdi eitt sinn á liðnu sumri og sagði án þess að kynna sig eins og venja var: „Þeir gerðu mig að heiðursfélaga.“ Röddin var svolítið öðruvísi en vanalega. Þessi óvænta upphefð snart hann djúpt í þakklæti og hafi FIH-forystan þökk fyrir. Svavar gerðist Lionsmaður árið 1965 og ekki að orðlengja það að hann varð þriðji íslendingurinn sem sat í stjórn Alþjóðasamtaka Lions. Mikil upphefð en verðskulduð eftir árangursríkt og farsælt Lionsstarf í forystunni hér heima. Ægir, klúbbur Svavars, stóð við bakið á Sesselju Sigmundsdóttur á Sól- heimum, þar sem hlúð er að ein- staklingum sem þurfa aðstoðar við á lífsleiðinni. Svavar eignaðist fljótt eftir að hann hóf störf með klúbbn- um stóran hóp vina og aðdáenda á Sólheimum. Hann taldi ekki eftir sér ómælda vinnu við að stjórna bingókvöldum, fjáröflunum, gróð- ursetningum, spurningaþáttum á litlu-jólunum, eða sem stjórnandi á Svarta-Péturs-mótum á Sólheim- um, svo eitthvað sé nefnt. Heimilis- fólkið á Sólheimum saknar góðs vinar. Svavari voru veittar allar æðstu viðurkenningar Lionshreyf- ingarinnar hérlendis og erlendis. Einnig starfaði Svavar innan Frí- múrarareglunnar og nú seinni árin af mikilli alvöru og mat hann þann félagsskap mikils. Svavar titlaði sig sem tónlistar- mann og þótti einkar vænt um þann titil. Aðalstörf hans alla tíð voru meira og minna tengd tónlist; hljóð- færaleikari, hljómsveitarstjóri, hljómplötuútgefandi og dagskrár- gerðarmaður, þar sem ótrúleg þekking hans á djass- og dægurtón- list kom vel fram. Auk þess starf- aði hann um tíma á auglýsingastofu við dagblað og ekki má gleyma Jassblaðinu, sem hann gaf út og ritstýrði. Þá var hann starfsmaður Lionsmanna og ritstýrði blaði þeirra um árabil. Svavar lagði sig fram við að skrifa og tala góða íslensku. Átti hann létt með að rita hugsanir sín- ar og lagði mikla áherslu á vandað og gott málfar. Eftir hann liggja m.a. bækurnar Saga Lionshreyfing- arinnar á íslandi í 40 ár og ævi- minningar hans. Þegar litið er til baka og hugsað um vinsældir skemmtiþátta Hljóm- sveitar Svavars Gests í Ríkisútvarp- inu um árabil er erfítt að finna samanburð í vinsældum útvarpsefn- is. Mikil vinna, hugmyndaflug, vönduð og öguð vinnubrögð sam- fara orðsnilld stjórnandans gerðu þessa þætti það áhugaverða hjá þjóðinni að umferð snarminnkaði á götum úti og kvikmyndahús víða um land hófu ekki sýningar fyrr en eftir að útvarpsþáttum hans var lokið. I hljómplötuútgáfunni má nefna áhuga Svavars fyrir íslenskri tónlist og efnilegu tónlistarfólki. Gaf hann út plötur sem vitað var að stæðu ekki undir kostnaði en eru í dag taldar mikil menningarverð- mæti. Öllum störfum var sinnt af áhuga, krafti og samviskusemi. Svavar Gests var þekktur sem einn besti sögumaður þjóðarinnar. Gam- ansögur kunni hann óteljandi og hafði einstaklega gaman af orða- leikjum og fram til þess síðasta sagði hann skopsögur. Fyrir nærri sjö árum kenndi Sva- var þess sjúkdóms sem lagði hann að velli. Hann var afar þakklátur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.