Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tveir akureyrskir strákar æfðu íshokkí með Tuto Rangers í Turku FÉLAGARNIR Eiríkur Bekk og Jón Benedikt hittu finnska skauta- manninn Teemu Selanne sem lék með Winnipeg í NHL-deildinni í fyrra- vetur. Þarna eru þeir í aðalskautahöllinni í Turku í Finn- landi eftir leik Finna og Svía sem þeir fyrrnefndu unnu 3:1. Innanlandsflug Flugleiða í sumar Mikíl fjölgun far- þega til Húsavík- ur og Akureyrar Verðum betri næsta vetur T VEIR þrettán ára strákar á Akureyri, þeir Eiríkur Bekk Ei- ríksson og Jón Benedikt Gíslason dvöldu í sumar í einn mánuð í Turku í Finnlandi þar sem þeir stunduðu íshokkíæfingar af miklu kappi. Þeir fengu að æfa með Tuto Rangers, sem er annað af tveimur skautafélögum í borginni og fóru nánast á svellið á hverjurn degi. Þeir Eiríkur og Jón unnu sér inn fyrir ferðinni til Finnlands með því að bera út blöð vítt og breitt í bænum. Gistinguna fengu þeir án endurgjalds, en á síðasta ári þjálfaði finnsk stúlka, Terhi Forsblom hjá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar og bjó hún hjá foreldrum Jóns, en móðir hans er finnsk. Terhi endurgalt með því að bjóða þeim gistingu heima hjá fjölskyldu sinni í Turku. Æft frá 8 ára aldri Strákarnir byijuðu báðir að æfa íshokkí hjá Skautafélagi Akureyrar 8 ára gamlir og er nú í 2. flokki, 13 til 15 ára. Þeir fá Kanadamanninn Alan Johnsson sem þjálfara næsta vetur, en hann er V estur-íslendingur og hyggst í leiðinni leita upprunans. „Við fórum á íshokkíæfingar með Tuto Rangers á næstum hverjum degi og lærðum margt nýtt, ég veit að við verðum mikið betri næsta vetur,“ saðgi Eiríkur en á þessum mildu haustdögum hittast piltarnir í 2. flokki annað hvert kvöld við íþróttahöllina og eru þá á línuskautunum sínum. „Það verður að duga þangað til við fáum ís inn á skautasvell." Félagarnir hittu nokkra af fremstu skautamönnum Finn- lands í ferð sinni, að Ioknum leik Finna og Svía í aðalskautahöll- inni í Turku, ræddu þeir við Teemu Selánne sem lék með Winnipeg í NHL-deildinni. Þá hittu þeir að máli þá Saku Ko- ivu, Jari Kurri og Aki Pettri Berg sem einnig leika í NHL- deildinni og voru þeir margs vis- ari eftir þau samtöl. „Við spurð- um þá hvernig væri að spila í Bandaríkjunum, nei ég býst ekki við að við komumst þangað, en það væri ótrúlega gaman.“ Nú eru þeir félagar nýkomnir heim og byrjaðir að stinga dag- blöðum inn um lúgur bæjarbúa. „Við ætlum aftur næsta sumar, annað hvort til Finnlands eða Noregs." FARÞEGUM í innanlandsflugi Flug- leiða á flugleiðinni Húsavík-Reykja- vík fjölgaði um 26% frá 1. júní sl. til 1. september, miðað við sama tímabil í fyrra. Á flugleiðinni Akur- eyri-Reykjavík fjölgaði farþegum um 9% á sama tímabili en þeim fækkaði aðeins á flugleiðinni Sauðárkrókur- Reykjavíkur. Farþegar á Húsavíkurleiðinni voru 3.348 í sumar, á móti 2.657 í fyrra- sumar. Farþegar á Akureyrarleiðinni voru 34.012 í sumar en 31.190 á sama tímabili í fyrra. Á Sauðárkróks- leiðinni var fjöldi farþega 1.956 í sumar en 2.192 í fyrra. Bergþór Erlingsson, umdæmis- stjóri Flugleiða, segir að gert hafi verið ráð fyrir farþegafjölgun milli ára en hins vegar sé Qölgunin heldur meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Þessi aukning er nær eingöngu í erlendum ferðamönnum, sem segir okkur að markaðssetning erlendis sé á réttri leið, alla vega hvað varðar Akureyri og Húsavík.“ KOMUM á slysa- og bráðadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur fjölgað umtalsvert eða á milli 60 og 70% í nýliðnum ágústmánuði í samanburði við sama mánuð á und- anförum þremur árum. Alls voru skráðar 1.534 komur á slysa- og bráðadeildina í ágústmán- uði síðastliðnum en meðaltal áranna 1992-1995 er 884 komur. Uppsagnir heilsugæslulækna skýra þessa aukn- ingu. Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ak- Hann segir að markaðssetning á hvalaskoðunarferðum frá Húsavík hafi haft töluverð áhrif á fjölgun farþega þangað. Hins vegar sé yfir- leitt minna um ferðamenn í flugi til Sauðárkróks. Vetraráætlunin bætt Flugleiðir hafa stórbætt vetrar- áætlun sína til Akureyrar. Félagið hefur bætt við einni vél á dag alla daga vikunnar, sem þýðir 700 sæta aukningu og alls eru farnar 34 ferð- ir á viku. Bergþór segir að nú fari vél frá Reykjavík kl. 17.15 og hann telur víst að margir verði ánægðir með þá viðbót. Á Sauðárkróksleiðinni er áætlunin einnig bætt verulega. Flugleiðir hafa gert samkomulag við íslandsflug um flug til Sauðárkróks fjóra morgna í viku. „Við bindum vonir við að markaðurinn þar taki kipp með bættri þjónustu." Ferðum til Húsavíkur fækkar um tvær á viku en á móti bætir Flugfélag Norður- lands við ferðum á þeirri leið. ureyri sagði að fjölga hefði þurft starfsfólki á deildinni til að mæta auknu álagi. „Okkar starfsfólk hefur sýnt mikinn vilja, er tilbúið til að bæta á sig vinnu og vinna undir miklu álagi,“ sagði Halldór. „Okkur ber að bregðast við á þennan hátt þegar upp kemur staða sem þessi, sjúkrahúsið verður að standa undir nafni og sýna að það geti mætt auknu álagi. Vissulega er um mikla aukningu að ræða, en ég tel að við höfum alla burði til að mæta henni.“ Komum hefur fjölgað um 60-70% í ágúst Loðnuverksmiðjan í Krossanesi og malbikunarstöð Akureyrarbæjar Óánægja með mengun frá fyrirtælq'unum Hugmyndir uppi um kaup á nýrri malbikunarstöð Morgunblaðið/Kristján REYKURINN frá malbikunarstöð Akureyrarbæjar, sem staðsett er ofan bæjarins, hefur farið fyrir bijóstið á mörgum í sumar og hefur verið mikið um kvartanir til Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar. MIKILLAR óánægju hefur gætt á Akureyri í sumar með mengun frá Krossanesverksmiðjunni og malbik- unarstöð Akureyrarbæjar, sem stað- sett er ofan bæjarins. Álfreð Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar staðfestir að mikið hafi verið um kvartanir frá bæjarbúum vegna mengunar frá þessum fyrirtækjum. Annars vegar er um að ræða ólykt frá Krossanesi og hins vegar mikla sjónmengun frá malbikunarstöðinni. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverk- fræðingur Akureyrarbæjar, segir að uppi séu hugmyndir um kaup á nýrri eða notaðri malbikunarstöð jafnvel á næsta ári. Jóhann Pétur Anders- en, framkvæmdastjóri Krossaness, sagðist hins vegar ekkert hafa um málið að segja á þessari stundu. „Hollustuvernd ríkisins hefur eft- irlit með fiskimjölsverksmiðjum og það kom sérfræðingur á þeirra veg- um í sumar og gerði úttekt á verk- smiðjunni. í skýrslu sem hann hefur skilað af sér kemur fram að meng- unarvarnabúnaðurinn er ekki nógu afkastamikill miðað við afkastagetu verksmiðjunnar. Þannig að það sleppur út lykt þess vegna og að úr því þurfi að bæta. Hann bendir jafn- framt á helstu tæknilegu möguleik- ana til að bæta úr þessu ástandi," segir Alfreð. Starfsleyfið að renna út Starfsleyfi Krossanesverksmiðj- unnar rennur út um áramót og seg- ist Alfreð gera ráð fyrir því að þar á bæ sé verið að skoða hvernig hægt sé að mæta kröfum um úrbæt- ur á mengunarvarnabúnaði, sam- hliða því að sækja um endurnýjun á starfsleyfi. „Ég geri ráð fyrir því að þegar nýtt starfsleyfi lítur dagsins ljós verði kröfur um mengunarvarnir strangari. Þeir þurfa væntanlega einhvern tíma til að vinna við þetta mál. Ég átta mig hins vegar ekki á því hversu mikinn kostnað hér er um að ræða,“ segir Alfreð. Alfreð segir að ekki sé bara horft til loftmengunar þegar um er að ræða endurnýjun á starfsleyfi fiski- mjölsverksmiðja. „Þetta snýr líka að aðbúnaði við löndun og möguleikum á að taka í land blóðvatn og þess háttar til að fyrirbyggja sjávarmeng- un. Það hefur verið alveg gífurleg óánægja í bænum í sumar vegna lyktarmengunar enda hefur hún ver- ið alveg sláandi. Það kemur líka skýrt fram hjá sérfræðingi Hoilustu- verndar að þetta á ekki að þurfa að vera svona slæmt.“ Sögulegur vandi Alfreð segir vissulega erfitt að eiga við þetta ástand hjá verksmiðj- um vítt og breitt um landið, Þetta sé kannski líka sögulegur vandi, þar sem verksmiðjurnar hafa verið stað- settar við hafnirnar og í tímans rás hafi byggðin stækkað og mjög víða sé mjög mikið nábýli við verksmiðj- urnar. „Ef horft er til langs tíma væri skynsamlegt að huga að betri staðsetningu þessara fyrirtækja. Þar sem íbúðabyggð og verksmiðjur eru hvort ofan í öðru, leiðir það af sér að mengunarvarnir þurfa að vera mun fullkomnari en ella.“ Heilbrigðisnefnd Eyjafjarðar hef- ur ítrekað bókað tilmæli til bæjarins um að koma á mengunarvarnabún- aði á malbikunarstöðina. „Það kem- ur ekki í veg fyrir að það sjáist reyk- ur en sá reykur er þá fyrst og fremst gufa og er alls ekki eins slæmur fyrir ímynd bæjarins. Það má líka segja að þessi staðsetning stöðvar- innar kalli á vandaðar mengunar- varnir. Þrátt fyrir ítrekaðar bókanir nefndarinnar til bæjarins hafa ekki fengist skýr svör um það hvenær menn hyggjast bæta úr.“ Malbikunarstöðin hefur verið keyrð af miklum krafti í sumar og ekki síst í kringum framkvæmdir við flugbrautina á Akureyrarflug- velli. Alfreð segir að heilbrigðis- nefndin hafi mótmælt því að ekki var leitað til heilbrigðisnefndar og Hollustuverndar áður en starfsemin var aukin jafn mikið og raun bar vitni. Guðmundur Guðlaugsson, yfir- verkfræðingur Akureyrarbæjar, segir það ekki rétt að heilbrigðis- nefnd hafi ekki fengið nein svör varðandi úrbætur á malbikunarstöð- inni. „Nefndinni hefur verið sent bréf þess efnis að stefnt sé að end- urnýjun á stöðinni með einum eða öðrum hætti. Það er þó ekki víst að bærinn verði aðili að þeirri endurnýj- un. Það eru allir sammála um að það er mikii sjónmengun af stöðinni og mjög æskilegt að reykurinn hverfi. Hins vegar hefur ekki þótt nokkurt vit í því að kaupa hreinsun- arbúnað á þessa stöð, sem er slitin og komin á viðhaidstíma." Malbikunarstöðin hefur ekki starfsleyfi Hollustuverndar enda komin til ára sinna og gangsett fyr- ir tíma starfsleyfa. Hoilustuvernd hefur mælt reykmengunina og segir Guðmundur að hún sé langt yfir leyfilegum mörkum. Hann segir að uppi séu hugmyndir um aðra lausn og þá jafnvel strax á næsta ári eða þar næsta ári. Þar er rætt um kaup á nýrri stöð sem kostar 30-40 millj- ónir króna, eða kaup á notaðri stöð með hreinsibúanaði og fengist fyrir minna en 30 milljónir króna, að sögn Guðmundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.