Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMEINING SVEITARFÉLAGA STÆRRI sveitarfélög hafa meiri burði en þau fá- mennari til að standa undir framkvæmdum og þjón- ustu, sem fólk horfir einkum til þegar það velur sér framtíðarbúsetu. Þessvegna standa líkur til þess að flutningur á rekstri grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga ýti undir fækkun og stækkun sveitarfélaganna í landinu. í fréttum Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag seg- ir að endurskipulagningu skólahalds í Hornafirði megi rekja til sameiningar Hafnar, Nesjahrepps og Mýrar- hrepps í eitt sveitarfélag. í sama blaði er einnig greint frá því að hreppsnefndir Eyrarbakka og Stokkseyrar hafa kjörið sameiginlega nefnd til að kanna hag- kvæmni aukinnar samvinnu eða sameiningar hrepp- anna. Hrepparnir hafi falið Rannsóknarstofnun Kenn- araháskóla íslands úttekt á skólamálum, meðal annars á hagkvæmni sameiginlegs skólahalds. Grétar Zophon- íasson, sveitarstjóri á Stokkseyri, bendir á það í við- tali við blaðið þennan dag, að takist að spara 5 til 6 milljónir króna í yfirstjórn „dugi það til reksturs eins leikskóla". Árangur í samkeppni sveitarfélaga um fólk og fyrir- tæki ræðst máski fyrst og fremst af því, hvaða bú- setu- og rekstrarskilyrði standa til boða í einstökum sveitarfélögum. í því ljósi ei-u fjölmargir þeirrar skoð- unar að bezta vörnin gegn áframahaldandi fólksflótta af landsbyggðinni sé stærri og sterkari sveitarfélög. Á hinn bóginn stendur mönnum ekki á sama um hina fornu hreppaskipan, sem rekja má aftur á þjóveldisöld. Mergurinn málsins er þó sá, að íbúar ráði samein- ingarferlinu; að sameining sé háð meirihlutasamþykki kjósenda í viðkomandi sveitarfélögum. Það er heldur ekki út í hött að kanna, hvort varðveita megi hina fornu hreppaskipan með einum eða öðrum hætti innan stærri og sterkari sveitarfélaga. LÍFEYRISÞEGAR OG TRY GGIN G ASTOFNUN TALSVERT hefur borið á gagnrýni á, að lífeyrisþeg- ar hafi orðið fyrir skerðingu bóta frá Trygginga- stofnun ríkisins, þar sem þeir hafi ekki getað skilað inn vottorðum frá heilsugæzlulæknum vegna mikils sjúkrakostnaðar, sem taka á tillit til. Heilsugæzlulækn- ar hafa að sjálfsögðu ekki gefið út slík vottorð eftir að þeir sögðu upp störfum. Tryggingastofnun benti á í frétt í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að þeir, sem orðið hafi fyrir skerð- ingu, gætu haft samband við stofnunina til þess að fá leiðréttingu sinna mála. Sú skýring er gefin, að vegna tæknilegra annmarka hafi ekki verið unnt að taka tillit til áhrifanna af kjaradeilu læknanna við útreikningi tryggingabótanna. í bréfi sem Geðhjálp sendi Tryggingastofnun fyrir skömmu segir, að heil- brigðisyfirvöld hafi skapað öryggisleysi og uppnám hjá þúsundum lífeyrisþega vegna harkalegra aðgerða Tryggingastofnunar. Eitthvað hlýtur að vera athugaverí við tölvukerfi, sem ekki er hægt að breyta vegna nýrra aðstæðna. Spyrja má, hvers vegna þessum skerðingaráformum, sem taka áttu gildi 1. september, var ekki hreinlega frestað á meðan heilsugæzlan er lömuð. Það er í raun illþolandi að slíkar aðstæður sem þessar komi upp og bætur sjúkra lífeyrisþega skertar án þess að yfirvöld geti á nokkurn hátt gripið í taumana. Undanfarin misseri hafa sparnaðaráform stjórnvalda skert lífeyrisgreiðslur aldraðra og sjúkra frá Trygg- ingastofnun. Frítekjumörkum var breytt nú 1. septem- ber, sem spara áttu ríkissjóði 95 milljónir króna og hinn 1. marz síðastliðinn voru gerðar breytingar á endurgreiðslu læknis- og lyfjakostnaðar, sem spara áttu um 20 milljónir króna. Það var því óþarfi að höggva í sama knérunn nú vegna þess að tölvukerfi Trygginga- stofnunar lætur ekki að stjórn. Samkomulag um meginatriði en tekist á um útfærsiu Morgunblaðið/Kristinn FULLTRÚAR í samninganefnd LÍ við upphaf samningafundar í gærdag. F.v. Gunnar Ingi Gunnars- son, formaður samninganefndar, Þórir B. Kolbeinsson, formaður kjararáðs og Magnús R. Jónasson. Tillaga um kjara- nefnd leysti hnútinn Samkomulag um að færa starfskjör heilsugæslu- lækna undir úrskurð kjaranefndar, varð til þess að leysa þann hnút sem læknadeilan var komin í og setja viðræður í fullan gang um gerð kjarasamn- ings til áramóta, skv. upplýsingum Omars Friðriks- sonar. Samninganefnd LÍ féllst, eftir samtöl við ráðherra, á að reyna gerð skammtímasamnings með sambærilegum hækkunum við þær sem aðrir hafa fengið. Útfærsla launabreytinganna vafðist hins vegar fyrir samninganefndunum í gær. ^'0^X1 hafði gengið né rekið í samningaviðræð- um samninganefndar ríkisins og samninga- nefndar LÍ þegar upp úr slitnaði 29. ágúst og munaði mjög miklu á tilboðum SNR og kröfum lækna. Heilsugæslulæknar lögðu höfuð- áherslu á hækkun fastra launa þar sem þeir töldu sig hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarhóp- um á undanförnum árum. Að mati SNR hefðu kröfur lækna haft í för með sér um 22% hækkun á launa- kostnaði ríkisins til heilsugæslu- lækna. Viðtöl við ráðherra undanfarna daga Unnið var á bak við tjöldin að lausn læknadeilunnar og áttu for- ystumenn lækna óformlegar við- ræður við Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra og Halldór Ásgríms- son, starfandi heilbrigðisráðherra, um helgina og á mánudag. Sam- hliða hófust svo samningaviðræður á nýjan leik á milli samninganefnd- anna í húsnæði ríkissáttasemjara. Það var svo tillaga um að færa launakjör lækna undir kjaranefnd á næsta ári sem leysti þann fasta hnút sem deilan var komin í. Samningsaðilar höfðu á mánu- dag lýst sig reiðubúna til að reyna gerð kjarasamnings sem yrði byggður á tillögum ríkisins, eins og þær lágu fyrir þegar upp úr slitnaði 29. ágúst, og jafnframt yrði út frá því gengið að launakjör lækna yrðu færð undir kjaranefnd um áramót. Sjá læknar ýmsan ávinning við þá breytingu, skv. upplýsingum blaðsins. Heilsu- gæslulæknar í þjónustu ríkisins yrðu þá skilgreindir sem læknar í öryggisneti heilbrigðisþjónustunn- ar. Gert hefur verið ráð fyrir að þegar skammtímasamningur er til- búinn til undirritunar gefi ríkisstjórnin út yfírlýsingu um að hún muni beita sér fyrir því að gera þær laga- breytingar, sem nauðsyn- legar eru til þess að heilsu- gæslulæknar fari undir úrskurð kjaranefndar sem ákvarði laun þeirra til frambúðar. Kjaranefnd ákveður starfskjör fjölmargra forstöðumanna ríkis- stofnana, fyrirtækja í eigu ríkisins og ráðuneytisstjóra, svo og launa- kjör presta þjóðkirkjunnar og fleiri hópa sem læknar hafa m.a. borið sig saman við. Við ákvörðun launa- kjara skal kjaranefnd gæta inn- byrðis samræmis í starfskjörum hjá þeim sem hún fjallar um og að kjör séu á hveijum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar og að sam- ræmi sé milli þeirra og þeirra launa hjá ríkinu sem greidd eru á grund- velli kjarasamninga eða Kjara- dóms. Tilboð ríkisins sá grunnur sem nýr samningur yrði byggður á í tilboði ríkisins fólst að heilsu- gæslulæknar fengju sambærilegar hækkanir við þær sem samið hefur verið um við aðra hópa á undanförn- um misserum, þ.e. hækkun launa- töflu um vegið meðaltal af 2.700 kr. á dagvinnulaun, auk 3% hækk- unar. Þá verði hluti af aksturskostn- aði lækna felldur inn í launatöflu, þ.e.a.s. 6000 km. greiðsla af 8.000 km. sem læknar fá greitt fyrir á ári. Við það breytast greiðslur fyrir yfirvinnu og gæsluvaktarálag auk þess sem hækkun grunnlauna eykur réttindi lækna í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. Þessi útfærsla kem- ur mismunandi út fyrir Iækna, þeir sem hafa mestu yfirvinnuna eða standa flestar bakvaktir fengju hlutfallslega meira í sinn hlut en aðrir. Einnig yrðu sérstakar greiðsl- ur fyrir ungbarnaeftirlit og mæðra- vemd felldar niður og þær metnar til launaflokkahækkana. Að mati SNR hefðu þessar launabreytingar í för með sér rúmlega 7% hækkun á kostnaði ríkis- ins við laun til heilsu- gæslulækna. Hópur lækna kom saman í gærmorgun til að ræða þessa stöðu og var bjart- sýni ríkjandi í herbúðum beggja samningsaðila á að takast myndi að ná samningum i gær eða nótt. Þegar samninganefndirnar ætluðu svo að hefjast handa við útfærslu skammtímasamnings á þessum grunni á fundi hjá sáttasemjara, sem hófst kl. 13 í gær, kom hins vegar í ljós að það var flóknara verkefni en áður var talið. Kom upp ágreiningur um útfærslu ýmissa atriða sem ekki hafði tekist að leysa í nótt þegar blaðið fór í prentun. „7% hækkun á launa- kostnaði" MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 27 BLÁKLÆDDIR Sahrawi-menn í eyðimerkurrykinu. Morgunbiaðið/An Jóhannesson BÖRNIN leika sér með það sem tiltækt er. IBÚAR Vestur-Sahara hafa verið kallaðir „Bláa fólkið“ og er þar vísað til húðlitarins, sem hefur oft á sér blágráa slikju. Þá klæðast íbúar Vestur- Sahara, eða Sahrawi-menn, gjarnan bláum viðhafnarklæðum, að sögn Ara Jóhannessonar, sem bjó og starfaði á svæðinu í hálft annað ár á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ari, sem er tölvunarfræðingur, vann við að skrá fólk á kjörskrá, sem var flókið verkefni og afar viðkvæmt. Svo viðkvæmt raunar að ósættan- legur ágreiningur um það hveijir hefðu kjörrétt, varð til þess að kosn- ingunum var frestað og starfsmenn SÞ flestir sendir heim. Friðargæslu- lið og svokölluð pólitísk skrifstofa SÞ eru þó enn á svæðinu. Polisario eru þjóðarsamtök ýmissa hópa og flokka í Vestur- Sahara. Hóf hreyfingin baráttu gegn spænsku nýlenduherrunum 1973 og lýsti yfir sjálfstæði Vestur- Sahara árið 1975. Leiðtogar Mar- okkó, sem gerði þegar innrás í land- ið og náði stórum hluta þess á sitt vald, og Máretaníu, töldu svæðið tilheyra sér. íbúar Vestur-Sahara ákveði framtíð sína Polisario fékk Alþjóðadómstól- inn í Haag til að fjalla um málið og var niðurstaðan sú árið 1975 að hvorugt landið ætti sögulegan rétt á Vestur-Sahara, ibúarnir ættu sjálfir að ákveða framtíð sína. Marokkó hefur lagt vesturhéruðin, þar sem helstu náttúruauðlindir og bæir eru, undir sig en Polisario heldur austurhéruðum þar sem landgæði eru lítil. TT* * Tll * Hja „Blaa fólkinu“ Tölvunarfræðingurínn Ari Jóhannesson starfaði á vegum Sameinuðu þjóðanna við undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu í Vestur- Sahara. Stór hluti þjóðarinnar hefur búið í tvo áratugi í flóttamannabúðum í Alsír, þar sem Arí fékk leyfi til að ljósmynda. Ekkert Evrópuríki viðurkennir yfirráð Marokkó í Vestur-Sahara en þau hafa heldur ekki viljað viður- kenna sjálfstæði landsins. Það hafa hins vegar 76 aðrar þjóðir gert. Blóðugt stríð stóð í rúman áratug á milli Polisario og Marokkómanna en samið var um vopnahlé árið 1991 og ákveðið að SÞ önnuðust friðar- gæslu og eftirlit með þjóðaratkvæði. Viðkvæmt ástand Samkvæmt tölum Polisario búa um 65.000 manns af Sahrawi-ætt- bálkinum í Vestur-Sahara, um 100.000 manns í flóttamannabúð- um í Alsír og um 130.000 innflytj- endur frá Marokkó hafa sest þar að. Hlutverk starfsmanna SÞ var að úrskurða hveijir ættu kosninga- rétt en byggt var á manntali frá nýlendutíma Spánveija. Gerðu þeir það í samvinnu við fulltrúa Vestur- Sahara og austurhéraðanna, að sögn Ara. Voru tveir höfðingjar, hvor frá sínu svæði, fengnir til votta hveijir menn voru, en allir sem ósk- uðu eftir því að komast á kjörskrá voru teknir í viðtal. Segir Ari að þetta hafí verið taf- samt verk og viðkvæmt, og hvað eftir annað hafi komið upp deiluatr- iði um hveijir ættu að vera á kjör- skrá. Þegar allt gekk samkvæmt óskum voru um 1.000 manns skráð á einni viku, en árangurinn var þó sjaldnast svo góður. Ari segir að áður en Sameinuðu þjóðirnar tókust þetta verkefni á hendur, hafi margir orðið til þess að segja verkefnið ómögulegt en þrátt fyrir að ekki hafi tekist að halda kosningar, hafi skráning kjósendanna gengið mun betur en menn hafi þorað að vona. Það sem varð til þess að koma í veg fyrir Sameinuðu þjóðunum tæk- ist að gera kjörskrá, var krafa yfir- valda í Marokkó um að innflytjend- ur þaðan hefðu rétt til að kjósa. SÞ vildu ekki útiloka að einhveijir þeirra hefðu kosningarétt og vildu ræða við fólkið. Það féllust fulltrúar Polisario ekki á. Ari og samstarfsmenn hans störf- uðu í báðum hlutum landsins og segir hann að sem hlutlaus aðili hafi starfsmenn SÞ lítið getað tjáð sig, því vel hafi verið fylgst með þeim. Sem dæmi um það hafi mátt nefna að ræstingafólkið á skrifstofu SÞ í þeim hluta sem Marokkómenn hertóku, hafi verið ungir menn, sem töluðu ensku og frönsku og kunnu á tölvur. Búðaþjóðfélag Áður en Ari hélt til Vestur- Sahara, starfaði hann m.a. sem Ijós- myndari á dagblöðum hérlendis og hugsaði sér því gott til glóðarinnar til myndatöku á svæðinu. Erfitt reyndist þó að fá leyfi til myndatöku í flóttamannabúðum í Alsír og fékkst leyfið í einn dag. Þar fór hann um í fylgd leiðsögumanns Polisario-hreyfingarinnar. íbúar flóttamannabúðanna líða ekki skort en lítið er þó um þau lífs- gæði sem æ fleiri telja sjálfsögð. Búðirnar eru í miðri eyðimörkinni, búið er í tjöldum og húsum úr leir, börn sækja skóla og íbúarnir, sem flestir voru hirðingjar, eru með bú- fénað. Búðirnar heita eftir borgum í hinum hersetna austurhluta og eru myndirnar teknar í Auserd-flótta- mannabúðunum. HÍBÝLI manna í Auserd-búðunum eru hús byggð úr leir og tjöld. Þar hefur vaxið úr grasi kynslóð sem þekk- ir ekki annað en líf í flóttamannabúðum. ARA (þriðja f.v.) var boðið að drekka arabískt te hjá einni fjölskyldunni í Auserd-búðunum. Eins og sjá má er blái liturinn allsráðandi. TILFINNINGAÞRUNGNIR endurfundir gamals höfð- ingja og systur hans, sem hafa ekki sést frá því Ma- rokkómenn hertóku hluta Vestur-Sahara árið 1975. ^ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.