Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 30
"V 30 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vill einhver skilja fegurð trúarbragða forfeðra okkar? MIG granar að eitt- hvað sé veralega bogið við kennslu hér á landi, í grunnskólum, fram- haldsskólum og Háskóla Islands þegar um fræðslu um menningararfinn er að ræða. Helgirit heiðinna manna eru ekki safngrip- ir sem notast má við í íslenskutímum, og líta svo á, að ekki hafí nor- rænum mönnum verið gefin andleg spektin. Hinn gamli siður vor, sem hér hefur raunar verið svo lengi sem ís- land hefur verið byggt, er geysifögur og djúp trúarbrögð. Siður vor á þá líklega 1126 ára afmæli á íslandi árið 2000, en rætur hans liggja mörg þúsund ár aftur í tímann. Gerum voram forna sið hátt undir höfði. íslenski refurinn og trúarbrögð forfeðra okkar hafa orðið fyrir barð- inu á heimsku mannanna. Konur sverja undirgefni Háskólamenntaður séra skrifaði að gyðingdómur boði kvenfyrirlitn- ingu, og hún segir að kristin kirkja hafi tekið þann boðskap um kvenfyr- irlitningu upp. Ennfremur skrifaði hún að grísk heimspeki boði að kon- ur eigi að vera þjónustur karla. Asn- inn, konan, húsið og þ_ess háttar eru eigur kristins manns. Ég lenti í karl- presti se_m lært hafði mannfyrirlitn- ingu í HÍ. Konum er bent á að krist- ur hafi þjáðst, og kristnir velta sér uppúr þjáningunni. Það er rosalega neikvætt. Talað er um umburðar- lyndi, en ætlast er til lydduskapar, og leiðir skíkt af sér rétt til andlegr- ar kúgunar og líkamlegs ofbeldis. Það sem mér sárnar þó mest er að háskólamenntaður séra (kven-) uppdiktar óhróður um menningar- arfinn okkar, til þess að renna stoð- um undir skoðanir sínar. Hún þykist kunna eitthvað um það sem hún kallar boðskap heiðinnar heimspeki, og býr til fullyrðingar sem hvergi er að finna. Hvergi í heiðnum helgiritum er mannfyrirlitningu að finna, eins og prestar segja að þeir læri í þeim boðskap sem þeir fá próf í í æðstu menntastofnun okkar, Háskóla íslands._ Það sem ritað er undir kristni á íslandi af kristnum munkum eða kristnum mönnum, gæti verið iitað af fyrirlitningu sem þeir hafa lært. En það er ekki boðskapur heiðinnar heimspeki, hvað svo sem kvensérann þykist vera að vitna í með þessu orðalagi. í helgiritum for- feðra okkar er hvergi predikað, hvergi mannfyrirlitning, hvergi kvenfyrirlitn- ing, hvergi boðorð eða bönn. Þeir sem hafa þroska til að vilja skilja hina fegurstu þekk- ingu, geta fundið hana í helgiritum vorum fornum. Ævafomum. Hin norræna kvenímynd Skírnir fer fyrir Frey að biðja Gerðar, til þess að við fáum gróðurinn á vorin. Skírnir er hin hækkandi sól, Freyr er kærleikurinn. Þetta era hin nor- rænu jól. Okkar jól. Gerður segir nei. Vill ekki Frey. Hún þiggur ekki jólaeplin, ekki Draupni, segist eiga nóg gull. Ekki lætur hún að heldur hóta sér með sverði. Gerður er norræn kvenímynd, og hundseðli er lítið skart á konu í okkar augum. Norrænu jóiin snúast um veltu jarðar. Norræn jól snúast um fæð- ingu ljóssins. Samskeyti hringsins. Jólin eru 20., 21. eða 22. Ekki 25. þar sem afmæli Jesú var smellt. Háskólakennsla er lé- leg, segir Guðrún Kristín Magnúsdóttir, ef fyrirlitning er kennd. Óðinn svaf hjá Gunnlöðu í þrjár nætur til þess að færa okkur reisn mannsandans. Samþykki Gunnlaðar var nauðsyn._ Hún er hin norræna kvenímynd. Óðinn leggur ekki arm yfir Gunnlöðu nema hún leyfi það, vilji það. Gunniöð saknar hans. Hann hefur samviskubit yfir að hafa farið frá henni. En hann var að færa okk- ur fegurð skilningsins og mannlegrar hugsunar. Guðir gera svona hluti fyrir okkur. Skaði velur sér mann úr hópi ása. Að vísu ætlaði hún að ná í Baldur, en lenti á Nirði. Það varð nú vesen útúr því, því sjávarguð fílar sig ekki á fjöllum, og öndurgoð er ekki á sjó- skíðum. Samkomulag Skaða og Njarðar ber vott um algjöra jafnrétt- ishugsjón heiðinna manna. Flott hjá Evu Eva nokkur úr Paradís varð til þess að við öðluðumst skilning á góðu og illu. Hún var hinn forvitni vísindamaður, leiddi okkur út úr dý- rastiginu. Þá varð Hebrea-guðinn reiður og henti henni út úr sínum föðuraldingarði. Skilningur góðs og ills er mikill þroski. Adam var hlýðinn, og hann væri enn á dýrastiginu, siðferðilega skilningslaus, ef Eva hefði ekki verið þessi uppreisnargjami vandræða- unglingur. Háskólapróf í fyrirlitningu Boðskapur gyðingdóms og krist- innar kirkju um kvenfyrirlitningu, sem sérann fræddi okkur um, og undirgefni kvenna sem hún segir gríska heimspeki ætla konum, getur verið skýringin á sögunni um Maríu og Hebrea-guðinn. Engum þar datt í hug að samþykki konu um þungun hennar þyrfti að vera inni í mynd- inni. Þetta er hið fullkomna patriarkí (feðraveldi) sem innfluttu trú- arbrögðin (kristni) innleiddu í fagra menningu okkar norrænna manna. Undirgefni konunnar sem húsdýrs. Við skiljum ekki þessi suðrænu karl- rembuþjóðfélög. Mér dettur í hug að grey Jósep hafi verið hafður með í helgisögninni, til þess að María hefði ekki verið grýtt til bana. Hinar stoltu norrænu gyðjur era í upplagi norrænna kvenna. Fóstur- landsins Freyjur. I huga kvensérans umrædda er heiðindómur óvinurinn. Háskólakennsla er léleg ef fyrirlitn- ing er kennd í einhverri deild þar. Þröngsýni er vísindastofnun ekki sæmandi. Það er vel þekkt herbragð, að þjappa lýð saman gegn ímynduðum, oftast upplognum, sameiginlegum óvini, hræða sauðina með vonda úlf- inum, sem bítur alla sem þora útfyr- ir girðinguna. Rómversk hernaðarl- ist. Notkun svona tækja í staðinn fyrir haldbær rök ætti ekki að vera háskólamenntuðum íslendingum samboðin. Skilningur eykur víðsýni Ég skora á menn að kynna sér fegurð þeirra trúarbragða sem hér vora áður en innfluttu trúarbrögðin komu sunnan með sviga lævi. Nýút- komin bók, sem heitir ÓÐSMÁL, skýrir guðfræði heiðinna manna á heillandi hátt. Skilningur eykur þetta margpredikaða umburðarlyndi gagn- vart skoðunum náungans. Skilningur kemur í veg fyrir hatur, hroka, fyrir- litningu. Skilningur kemur í veg fyr- ir að lygi sé beitt sem rökum. Höfundur er rithöfundur. Guðrún Kristín Magnúsdóttir Valdið og réttlætið ÞAÐ ER oft gaman að vera bæði stór og sterkur og nejfta afls- munar við andstæðing sinn, en aldrei hefur það þótt drengilegt né stór- mannlegt að beita þeim yfírburðum við minni- máttar og varnarlausa. Mér datt í hug þessi samlíking er ég var að velta fyrir mér hinu fá- dæma óréttlæti, sem stjómvöld íslenska ríkis- ins hafa beitt gegn varn- arlausu eftirlaunafólki með skattpíningu og annarri skerðingu á framfærslu sinni. Mér er ljóst að þetta era nokkuð stór orð og ásakanir, en til að fínna orðum mínum stað skal bent á eftirfarandi. Um árabil hafa ijögur prósent iðgjaldagreiðslna eftirlauna fólks verið tvískattaðar, sem ég dreg mjög í efa að stæðist fyrir nokkram dómstóli. Það ber að viðurkenna að árið 1995 rofaði örlít- ið til í kolli stjórnvalda er þeir gáfu heimild til að fella þessa tvísköttun niður, en sú dýrð stóð ekki nema til síðustu áramóta er þessi heimild var felld niður, en trúlega hefur verka- lýðsforustan lagt lóð á vogarskálarn- ar til þessara breytinga þó ótrúlegt megi virðast. Ef einhver telur þetta réttlæti, þá vil ég taka hinn gamla orðskvið mér í munn og segja „slæmt er þitt ranglæti, en verra er þitt rétt- Iæti.“ Það er með ólíkindum hvað stjómvöld eru fundvís á matarhol- urnar hjá eftirlaunafólki til skatt- lagningar. Frá og með 1. ágúst sl. var svo kölluð uppbót á sjúkrakostn- að tekin af hjá þeim sem skriðu yfir 75.000 kr. tekjumarkið. Þessa dag- ana er blessuð ríkisstjómin að fjalla um væntanleg fjárlög ríkisins fyrir 1997. í þeirri áætlun virðast aldraðir ekki hafa gleymst, því hafi ég skilið það rétt, þá eru aldraðir eini hópur- inn sem á að tekjutengja fjármagns- tekjur hjá og á að ná þar í 100 millj- ónir, þeirri hugmynd hafði skotið upp að skerða ellilifeyrinn um hálfan milljarð á næsta ári. En hver veit nema „Eyjólfur hressist“ svo, þegar ijárlögin verða rædd á alþingi í vet- ur, að þeir korni þessari hugmynd í framkvæmd. í það minnsta kemur mér ekkert á óvart sem kemur frá stjórnvöldum og neikvætt er í garð aldraðra. - 200 milljónir á að taka úr framkvæmdasjóði aldraðra til rekstrar dvalarheimila, látum það gott heita, þótt ég hafi haldið að Framkvæmdasjóðurinn, eins og nafnið ber með sér, væri samkv. lög- um ætlað það hlutverk að vera til framkvæmda en ekki til rekstrar. Þá hefur það flogið fyrir að afnema allt sem heitir verð- trygging af ellilaunum og hver veit nema það takist með tímanum. Eftir þennan reiðilestur ber að viðurkenna það sem öllum er ljóst að ijármagn þarf til að standa undir rekstri velferðarþjóðfélags, en ef gæta á einhvers rétt- lætis þá er ekki sama hvar ijármagnið er tek- ið. Hún gildir kannski ekki lengur sú gamla speki sem einu sinni var í gildi, að hver og einn bæri skatta eftir efnum og ástæðum. Heldur er það ótrúlegt að hinir öldruðu séu með breiðustu bökin til að bera þyngstu skattana. Það er með ólíkindum, segir Guðmundur Jó- hannsson, hvað félög aldraðra eru ósamstíg- iga og tvístruð í stað þess að sameinast í bar- áttunni um að halda uppi rétti sínum. Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér I framhaldi þessara staðreynda sem að framan getur, þá langar mig að leggja þá spurningu fyrir mína gömlu félaga í stjórn S.L.R.B. (Sam- band lífeyrisþega ríkis og bæja) hvort þeir hafi hugleitt að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstólnum varðandi tvísköttunina? Allt bendir til að ekkert hnekki rangsleitninni annað en dómstólar. Það er með ólíkindum hvað félög aldraðra eru ósamstígiga og tvístruð í stað þess að sameinast í baráttunni um að halda uppi rétti sínum. Ég gat þess fyrir alllöngu á fundi hjá öldruðum að við þyrftum að samein- ast í hagsmunamálum okkar og jafn- vel að yfirgefa okkar gömlu stjórn- málaflokka og bjóða sjálfir fram til alþingis til að betjast þar fyrir því að réttindi okkar séu ekki skert. Mörgum kann að finnast að þetta séu órar gamals manns, en aldrei er að vita hvað út úr því kæmi ef á væri reynt. Með félags kveðju til eftirlaunamanna. Höfundur er eftirlaunaþegi. Guðmundur Jóhannsson Meðal annarra orða Níðingar Lifum við í heimi, spyr Njörður P. Njarðvík, þar sem börn fá ekki lengur að vera börn?. AÐ BERJA beija barn þótt ekkert sjá- ist á því ber að telja meiri glæp en lemja fullorðinn mann til óbóta.“ Þann- ig kemst Sigvaldi Hjálmarsson að orði í lítilli bók sem heitir Að sjá öðruvísi, og ann- ars staðar í sömu bók segir hann: „Þú eignast ekki barn með því einu að fæða það af þér, þú þarft líka að vera því skjól og skjöldur..." Bamið kemur til okkar í heiminn með himna- ríki í augunum, sakleysið sjálft holdi klætt, fullt trúnaðartrausts og kann ekki að ljúga né blekkja né dyljast. Að þessu leyti færir það rneð sér í upphafi það sem við teljum raunveru- lega eftirsóknarvert, þegar við skyggnumst inn í lífið sjálft í gegnum hégómann, eigingimina og sjálfsupphafninguna, sem umlykur okkur líkt og þoka á lífsleið okkar. Með hreinskilni sinni og ósjálfráðu hugrekki á bamið það til að vekja okkur óþyrmilega með snöggri spumingu eða athugasemd. Og þá dug- ir ekki að svara með blekkingu. „Börn sjá ævin- lega allt sem maður ætlar að dylja þau,“ segir Jakobína Sigurðardóttir í Dægurvísu. En svo gerist það einhvern tímann, því miður, að himna- ríki slokknar í augunum, hin nakta hreinskilni víkur og við göngum sjálfgerðri blekkingu á hönd. Um það segir Jakobína í skáldsögunni Lifandi vatnið: „Börn segja það sem fullorðnir geta ekki sagt, þora ekki að segja, nenna ekki að segja. Lítil böm segja það. Seinna skilst þeim að það borgar sig ekki, og þau verða full- orðin.“ Sá sem hefur gleymt því að hann var barn og ætti að halda áfram að vera barn, hann hefur með einhveijum hætti glatað hluta af sjálfum sér og mun eiga erfitt með að bera virðingu fyrir börnum. Og það er sorglegt, því að virðing fyrir börnum ber í sér virðingu fyr- ir lífinu sjálfu. Þegar sakleysið deyr Himnaríki slokknar í augunum og sakleysið deyr, þegar bamið uppgötvar af eigin raun líf hinna fullorðnu. Um þetta hafa margir rithöf- undar fy'allað, og t.d. hefur Stefán Jónsson lýst því af miklum næmleika. Þessi áhrifamikla reynsla skiptir oft sköpum og getur beinlínis haft mótandi áhrif um langan tíma, jafnvel ævilangt. Oft er hún tengd kynlífi, og er það eðlilegt ef slíkt gerist á kynþroskaskeiði. En því miður er nú æ algengara að það gerist alltof snemma, að börn séu í raun svipt bernsku sinni vegna ofbeldis. Einna svívirðilegast er þegar börn eru mis- notuð kynferðislega. Fátt hefur ýtt harkalegar við okkur en hinar átakanlegu fréttir af barna- níðingum í Belgíu, sem hafa nauðgað börnum og myrt þau. Það má raunar vera til marks um algera fordæmingu, að einmitt þetta orð barnaníðingur, skuli notað í fréttum, því að yfirleitt er ekki kveðið svo fast að orði um afbrotamenn, ekki einu sinni um morðingja. Ekki þarf þó að vera um atvinnuglæpamenn að ræða, því að oftast eru börn misnotuð kyn- ferðislega af ættingjum og heimilisvinum. Og fátt er skelfílegra í mannheimum en þjáning barns, sem hræðist sitt eigið heimili, sem á að veita því óbrigðult öryggi. Bam sem lifir í sífelldum ótta við ofbeldi og kynferðislega mis- þyrmingu og getur ekki treyst nánum ættingj- um eða jafnvel sínum eigin foreldrum, það lifir í senn í átakanlegri útlegð og í einangruðu fangelsi eigin örvæntingar. Er fullkomlega hjálparvana og getur í fæstum tilvikum leitað ásjár nokkurs manns. Þess vegna er ofbeldi gegn börnum einhver viðurstyggilegasti glæpur sem hugsast getur, og þeir sem það fremja annaðhvort níðingar eóa alvarlega geðsjúkir. Stöðug tortryggni Nú er svo komið víða, og ekki síst í Banda- ríkjunum, að foreldrar hafa ekki augun af börnum sínum á almannafæri af ótta við að þeim verði rænt, og það vekur auðvitað ótta hjá börnunum. Þannig eru þau einnig svipt sakleysi sínu og sjálfri bernskunni, og vekur hjá þeim stöðuga tortryggni og óöryggi. Því má segja, að þar lifi svo til allir í ótta við obeld- ismenn. Þeim mun undarlegri er sú staðreynd, að ein helsta afþreying í sjónvarpi skuli vera ofbeldi. Hvers vegna vilja menn skemmta sér við að horfa á það, sem yrði þeim hrein mar- tröð í eigin lífi? Það er líka átakanlegt, en sagt er að oft verði þeir sjálfir ofbeldismenn, sem verða fyrir ofbeldi í bernsku. Og ofbeldismenn eru sífellt að verða yngri. I bandaríska tímaritinu Newsweek hafa obeldisbörn verið nefnd pred- ators eða rándýr, og bent á hversu erfitt sé að bregðast við þeim, af því að þau eru ekki sakhæf. T.d. var skýrt frá því, að átta ára strákar hafi fleygt jafnaldra sínum út um glugga á háhýsi og drepið hann þannig, af því að þeim hafði orðið sundurorða. Og mörgum er enn í fersku minni, er ungir piltar myrtu lítinn dreng í Bretlandi sér til skemmtunar. Og þá vaknar sú spurning, hvort við lifum í heimi, þar sem þarf að byija á því að kenna ungbörnum að óttast allt og alla, þar sem börn geta ekki lengur fengið að vera börn. Og hvað verða þau þá þegar þau hætta að vera þau börn sem þau fengu aldrei að vera? Höfundur er prófessor og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.