Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rússarnir komnir til Svíþjóðar Með fulla vasa af dollurum Stokkhólmi. Reuter. Húsleit vegna máls Dutroux Reuter Hart deilt um smá- eyjar STJÓRN Kína varaði í gær Japani við því að það gæti skaðað samskipti ríkjanna ef japanskir hægrimenn færu aftur á óbyggðar smáeyjar í Kínahafi sem ríkin deila um. Stjórnin í Peking krafðist þess að Japanir rifu niður vita sem hægrimennirnir endurbyggðu á mánudag á einni eyjanna, sem nefnast Senkakus í Japan og Diaoyus í Kína. Tævanir gera einnig tilkall til eyjanna og tævanskir þing- menn kröfðust þess að stjórn- in sendi þangað herskip til að veija hagsmuni Tævana eftir að Japanir sendu varðskip til hindra siglingu tævanskra báta þangað. Ollu mistök slysinu? ÞEIR sem rannsaka flugslysið á Svalbarða, sem varð 141 manni að bana 29. ágúst, sögðust í gær ekki hafa fund- ið neitt sem benti til þess að vélarbilun hefði valdið slysinu. Jon Pran, sem stjórnar rann- sókninni, sagði líklegast að mannleg mistök eða stjórn- tækjavilla hefðu valdið slys- inu. Kvartað yfir sjóránum SAMBAND spænskra útgerð- armanna hefur beðið yfirvöld í Sierra Leone um að grípa til aðgerða gegn sjóræningj- um sem heija á togara í land- helgi Vestur-Afríkuríkisins. Sjóræningjarnir éru sagðir vopnaðir og ráðast á togarana með reglulegu millibili. Samkyn- hneigð varði fangelsi ÞING Rúmeníu samþykkti í gær lög sem kveða á um að dæma beri homma og lesbíur í allt að fimm ára fangelsi. Lögin voru samþykkt með 174 atkvæðum gegn 39 eftir miklar deilur þótt Evrópuráð- ið hafi sett það sem skilyrði fyrir aðild Rúmeníu að ráðinu að lög, sem banna sambönd samkynhneigðra, yrðu felld úr gildi. Stjórn landsins og margir stjórnarandstæðingar vildu hins vegar ekki afnema bannið, sem var sett á valda- tíma kommúnistastjórnar Nicolae Ceausescu. Serra hvattur til afsagnar BASKNESKI þjóðernisflokk- urinn, sem styður stjórn Þjóð- arflokksins á Spáni, hvatti í gær Eduardo Serra varnar- málaráðherra til að segja af sér vegna spillingarmála eftir að hann viðurkenndi að hafa beitt áhrifum sínum til að tryggja vinum sínum við- skiptasamninga við ríkið. Serra er óflokksbundinn og sagði það undir forsætisráð- herranum komið hvort hann héldi embættinu. RÚSSARNIR eru að koma og að þessu sinni með fullar hendur fjár. Nú í sumar hafa það verið Rússar en ekki Ameríkanar, sem hafa keypt mest af tollfijálsum varn- ingi í Svíþjóð eða fyrir um 470 milljónir íslenskra króna í júní- mánuði einum. Verslun Rússa í Svíþjóð hefur verið að aukast stöðugt sl. þijú ár en það, sem af er þessu ári, hafa þeir keypt tollfijálsan varn- ing þar fyrir tæpa 2,4 milljarða ísl. kr. Þeir eru þó lítið í minjagrip- unum eins og Bandaríkjamenn, Japanir og raunar flestir ferða- menn, heldur fara þeir beint í lúxusvarninginn, úr, gull, loðfeldi, íþróttavörur og fatnað. I því síð- astnefnda eru merki eins og Escada, Hugo Boss og Armani mjög vinsæl og loðfeldirnir eru mjög eftirsóttir utan sum- artímans. „ÞAÐ hefur engin áhrif á Ijölmiðla að segja að málefnið sé gott og því þurfi að skrifa um það. Við skulum bara horfast í augu við það að þeir elska „vondar" sögur, skelfilegar sögur, sem skekja fólk. Þegar bras- ilískir fjölmiðlar áttuðu sig á að greinar um bamavændi voru vondar sögur, vaknaði áhuginn." Þetta var meðal annars boðskapur Gilbertos Dimensteins, blaðamanns II folho de Sao Paulo, á ráðstefnu Bama- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi um kynferðislega mis- notkun barna í gróðaskyni. Hann bendir á að nauðsynlegt sé að þekkja eðli fjölmiðla til að geta haft áhrif í gegnum þá. Það er öðr- um fremur Dimenstein að þakka að dapurlegar aðstæður barna í Brasilíu urðu fjölmiðlaefni í heima- landi hans og víða um heiminn. Dimenstein undirstrikar hve börn séu illa sett hvað almenn mannrétt- indi varðar í landi eins og Brasilíu. Meðan einræði ríkti í Brasilíu hefðu hópar mennta- og blaðamanna lagt líf sitt í hættu til að beijast fyrir mannréttindum og lýðræði, en mannréttindaumræðan hefði síðan lagst af eftir að lýðræði hefði kom- ist þar á. „Það eru ekki börn mín og starfsbræðra minna sem eiga á hættu að lenda í barnavændi. Fá- tæklingar skrifa ekki í blöðin. Líf barnanna lá utan við sjóndeildar- hring okkar. En bilið milli ríkra og fátækra vex í Brasilíu og æ fleira miðstéttarfólk verður fyrir barðinu á fátækt. Um leið stækkar hópurinn sem leiðist út í barnavændi.“ Barnavændi er ekki einangrað við stórborgir og ferðamannastaði, Allt reiknað í dollurum Starfsfólk í sænskum verslunum segir, að Rússamir séu með vasana úttroðna af peningum í orðsins fyllstu merkingu enda eru krítar- kort ekki orðin algeng í Rússlandi. „Þeir treysta ekki neinum gjald- miðli nema dollaranum og reikna allt út í dollurum," segir Bertil Larsson, talsmaður fyrirtækis, sem sér um að endurgreiða tollinn af varningnum. Athygli vekur, að lítið er af ungu fólki meðal rússnesku ferðamann- anna en þegar þeir sáust fyrst komu þeir yfirleitt um helgar með feijun- um frá Eistlandi eða Finnlandi. Nú er algengara, að þeir komi með flugi frá Moskvu eða Pétursborg. Lars- son segir, að raunar hafi dregið úr kaupæði Rússanna, sem séu nú farnir að líkjast æ meir ferðafólki frá öðrum löndum. heldur tíðkast víðs vegar um land- ið. Ein aðferðin til að næla í ungl- ingsstúlkur er að bjóða þeim heiðar- lega vinnu í fjarlægum og afskekkt- um landshluta, til dæmis í námuhér- uðum landsins, þangað sem enginn kemst nema fuglinn fljúgandi og flugvélar. „Vinnuveitandinn" borg- ar flugmiðann. Þegar á staðinn kemur er enga vinnu að hafa, stúlk- an skuldar vinnuveitandanum flugmiðann, húsaleigu og mat. Eina leiðin er að vinna fyrir hann við vændi. Fjögur börn drepin á dag í Brasilíu En barnavændi er aðeins hluti af ömurlegum aðstæðum fjölda barna í Brasilíu. Fjöldi þeirra lætur lífið fyrir hendi lögreglu og dauða- sveita. „Fjögur börn láta að jafnaði lífið á dag í Brasilíu sökum ofbeld- is“, segir Dimenstein, „og fæst málin komast nokkurn tímann upp. Af 200 málum, sem voru athuguð var aðeins eitt þeirra sem var upp- lýst og morðinginn dæmdur. Börnin deyja af mörgum ástæðum. Þau falla fyrir hendi lögreglumanna, sem eru að hreinsa til, eða þau eru flækt í eiturlyfjasölu. Dauðasveitir eiturlyfjasala eða lífverðir geta skotið þau eða þau fallið fyrir hendi annarra barna og unglinga í átök- um unglingagengja. Lítið er vitað um aðstæður ungmennanna sem látast en flest eru í einhverri vinnu." Dimenstein segir að erfitt sé að gera sér grein fyrir fjölda götubarn- anna meðal hinna 154 milljóna íbúa þessa víðfeðma lands, einnig sé spurning hvernig eigi að skilgreina BELGÍSKA lögreglan gerði hús- leit á 15 stöðum í gær vegna rann- sóknar á máli barnaniðingsins Marc Dutroux. Þar á meðal var skrifstofa rannsóknarlögreglunn- ar í Charleroi. Voru 23 menn yfir- heyrðir vegna málsins en þar á meðal voru átta rannsóknarlög- reglumenn, þrír lögreglumenn þau. „Það hafa heyrst ógnarlega háar tölur eins og 5-7 milljónir. Börn og unglingar, sem í raun búa á götunni og hafa ekkert annað athvarf, eru kannski um hundrað þúsund en ef við teljum börn og unglinga, sem vinna en hafa stop- ult samband við fjölskylduna, getur verið að sú tala sé um fimm milljón- ir.“ Um ástæður þessa segir Dimen- stein að þær séu af ýmsum toga. „Þetta er ekki aðeins spurning um fátækt heldur félagslega upplausn og atvinnuleysi. Og krakkarnir eru myrt af því að löggæslan er ekki sérlega virk. Það er auðvelt að koma sér undan sekt og lögreglan er spillt." Hann er sannfærður um að ástandið hafi batnað, „en það þýðir ekki að loka augunum fyrir því að margir hafi takmarkaðan áhuga á að bæta úr. Hagsmunir margra eru í veði, hvort sem það eru eiturlyfjasalar, þeir sem reka vændishús, eða stjórnmála- og lög- reglumenn er á einhvern hátt tengjast þessari neðanjarðarstarf- semi“. Þegar hagsmuni ber á góma er auðvelt að sjá í hendi sér að ekki hafi allir verið jafn hrifnir af skrif- um Dimensteins framan af. Sjálfur gerir hann lítið úr að hann hafi verið beittur hótunum. „Það var kannski eitthvað í upphafi," segir hann til að eyða þeim umræðum, en bætir ákveðinn við: „Það eru krakkarnir sem þjást, ekki ég. Ég get alltaf hætt og farið að gera eitthvað annað. Nú eru umræður aðrir og 12 manns sem unnu náið með rannsóknarlögreglustjóran- um Georges Zicot. Hann var handtekinn vegna tengsla sinna við starfsemi Dutroux fyrir tveim- ur vikum. Myndin var tekin er lögreglumenn fara til húsleitar í húsi rannsóknarlögreglunnar í Charleroi árla í gærmorgun. Paulo í Brasilíu. um götubörnin og aðstæður þeirra hins vegar viðfangsefni allra fjöl- rniðla." „Skyldi ég fá að borða hjá Guði?“ I einni af mörgum greinum sínum lýsir Dimenstein' heimsókn sinni árið 1990 á neyðarathvarf í Recife fyrir börn sem lent höfðu í vændi. „Heimilisstýran sagði mér frá „Stóra fæti“, fóstureyðingaraðferð, sem hún hafði heyrt stelpunar segja frá: ófrísk stelpa fær vin sinn til að sparka í magann á sér. Ég komst að því hvernig þær höfðu lært þessa villimannlegu aðferð. Stelpurnar sögðu mér að skömmu eftir að lög- reglumaður hefði sparkað í magann á ófrískri vændiskonu hefði hún misst fóstrið.“ Við þessar ástæður hugleiða stúlkurnar oft sjálfsmorð án þess að vita af því, skrifar Dimenstein og segir frá fundi sínum við ellefu ára stúlku í Recife er sagði honum ævisögu sína. „Hún var merkt af áfalli yfir að hafa verið nauðgað af stjúpföður sínum og lögreglu- manni og af vændislífinu. Að lok- inni sögu sinni spurði hún: „Er hægt að fæðast aftur?“ Þegar þessi klausa er borin und- ir Dimenstein segir hann að þessi spurning barnsins líði sér aldrei úr minni, frekar en þegar hann var við dánarbeð stúlku, götubarns, sem var að deyja úr hungri. Rétt áður en hún gaf upp öndina leit hún í kringum sig og sagði: „Skyldi ég fá að borða hjá Guði?“ „Er hægt að fæðast aftur?“ Eftir að hafa heyrt orðróm um að bama- vændi væri útbreitt í Brasilíu ferðaðist brasil- íski blaðamaðurinn Gilberto Dimenstein um heimaland sitt í hálft ár árið 1989 og kann- aði málið. Afraksturinn varð fyrsta bókin um efnið og umræða sem varð upphafið að því að eitthvað væri gert. Sigrún Davíðs- dóttir hitti Dimenstein á ráðstefnu Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi. GOTUBORN í Sao

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.