Morgunblaðið - 15.09.1996, Page 8

Morgunblaðið - 15.09.1996, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sig. Sigm. HRAFN 802 frá Holtsmúla er nú kominn yfir móðuna miklu en áhrifa hans í íslenskri hrossarækt mun gæta um ókomin ár. HRAFNINN ER FLOGINN Stóðhesturínn skipar öndvegi í hjörð hrossabóndans, hann er ímynd reisnar og hofðingsskapar, hann er stolt hjarðarínnar, skrífar Valdimar Kristinsson. Sá fremsti meðal jafningja í hópi stóð- hesta, Hrafn frá Holtsmúla, er nú fallinn í valinn og með honum genginn fremsti stóðhestur íslenskrar hrossaræktar á okkar dögum. Varasamt hefur þótt að alhæfa í þessum efnum, þar sem smekkur og tilfinningar ráða svo miklu sem raun ber vitni, en að þessu sinni þarf enginn að velkjast í vafa um hver kóngurínn sé. FERILL Hrafns frá Holts- múia hefur verið með þeim hætti að litlum vafa er undirorpið hver skipar þann heiðurssess að vera fremstur stóðhesta í dag, þegar komið er að leiðarlokum hjá þessum höfðingja. Það er margt sem styður þessa skoðun og er þar fyrst að_ nefna ýmsar tölulegar upplýsingar. Ólíklegt er að nokkur stóðhestur fyrr og síðar eigi jafn mörg afkvæmi. Þar kemur tvennt til, ending Hrafns var meiri en nokkurs annars stóðhests og gagnaðist hann hryssum að heita má fram í andlátið. Öfugt við flesta aðra hesta hélt Hrafn vinsældum alla tíð og er hægt að segja að tískubólur hafi aldrei dregið þar úr. Á annað þúsund afkvæmi Ætla má að Hrafn hafi á þeim rúmu 28 árum sem hann lifði getið af sér í kringum 1.200 hross. Þau síðustu munu fæðast næsta vor. Samkvæmt nýlegum tölum höfðu 397 þeirra fengið kynbótadóm um miðjan júlí og yfir 700 eru skráð hjá bændasamtökunum. Ennþá á eftir að bætast við þennan hóp og vafalítið munu koma fram nýir efni- legir stóðhestar undan Hrafni næstu fimm til sex árin. Magn er eitt og gæði annað en svo skemmtilega vill til að það virð- ist fara saman hjá Hrafni þegar litið er yfir afkvæmahópinn. Má með réttu segja að ekkert hross hafi hin síðari ár markað jafn djúp spor í hrossarækt hérlendis. Þokki stendur föður sínum á sporði Ótrúlegur fjöldi hátt metinna sona hans munu öðru fremur gera föður- inn ódauðlegan í hrossarækt fram- tíðarinnar. Ekki liggur fyrir fjöldi stóðhesta undan Hrafni, en við laus- lega talningu má ætla að hátt í 30 hafi hlotið yfir átta í einkunn, sem er hinn óopinberi þröskuldur í gæða- mati kynbótahrossa. Þokki frá Garði er eini Hrafnsson- urinn sem skotið hefur föður sínum aftur fyrir sig í kynbótamati bænda- samtakanna, en hann stóð efstur stóðhesta með afkvæmum á lands- mótinu 1994 oghlaut 1. heiðursverð- laun. Ekki er marktækur munur á þeim feðgum í matinu, munar einu stigi. Gera má ráð fyrir að Hrafn hefji göngu sína niður stiga kynbóta- matsins á næstu árum eins og aðrir fallnir höfðingjar hafa gert. Hátt metin afkvæmi Af öðrum sonum Hrafns má nefna Kolfinn frá Kjarnholtum, sem efstur stóð af sex vetra hestum á landsmót- inu 1990 og bróðir hans Gassi frá Vorsabæ sem var þar í öðru sæti. Báðir hlutu þeir svo fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi fjórum árum síðar á Hellu ’94. Áður hafði Fáfnir frá Fagranesi hlotið fyrstu verðlaun fyr- ir afkvæmi. í Danmörku hefur Darri frá Kampholti hlotið 1. heiðursverð- laun fyrir afkvæmi samkvæmt gamla kerfínu. Viðar frá Viðvík hef- ur hlotið fyrstu verðlaun fyrir af- kvæmi og sömuleiðis er Adam frá Meðalfelli kominn í þennan hóp þótt , ekki hafí hann hlotið þessa vegtyllu með formlegum hætti ennþá. Þá er þess að geta að samkvæmt kynbóta- mati BÍ eru Viðar og Gassi komnir í heiðursverðlaunaflokk hvað varðar stig og afkvæmafjölda en hafa ekki verið sýndir sem slíkir. Öfugt við það sem ýmsir hafa haldið fram virð- ist styrkur Hrafns mikill í framrækt- un og hefur nú einn sonarsonur hans Dagur frá Kjarnholtum sem er undan Kolfinni hlotið fyrstu verð- laun fyrir afkvæmi. Auk þess að hafa getið af sér marga 1. verðlauna stóðhesta eru ýmsir þekktir stóð- hestar tengdir honum í gegnum mæðumar. Má þar nefna að Hrafn er móðurafi Baldurs frá Bakka, langafi Orra frá Þúfu í móðurættina en einnig tengdur honum í gegnum föður Orra, Otur eins og að framan -getur. Þá hafa nokkrar dætur Hrafns hlotið 1. verðlaun fyrir af- kvæmi. Svona mætti lengi halda áfram en þessi fáu sýnishom gefa vísbendingu um hversu víðtæk áhrif Hrafns eru orðin í ræktunarstarfinu. Hægt væri sömuleiðis að gera langan lista yfír þau hross undan Hrafni sem skarað hafa fram úr í gæðinga- eða íþróttakeppni. Má þar nefna bræðuma frá Glæsibæ Sölva og Glæsi, Dimmu frá Gunnarsholti, ísak frá Litladal, Loga frá Skarði, Fjölni frá Kviaþekk og þannig mætti áfram telja. Óhætt er að fullyrða að þarna komist enginn stóðhestur með tæmar þar sem Hrafn hefur hælana. En eitt dæmið um út- breiðslu hans er nýafstaðið fjórð- ungsmót þar sem hann á langflest afkvæmi allra stóðhesta ef talin eru öll hross sem skráð eru til leiks í kynbótasýningu og öllum aldurs- flokkum gæðingkeppninnar. Ættlítill krónprins Hrafn er holdgervingur blendings- ræktunarinnar sem stunduð er af flestum hrossaræktendum hérlendis. Ættartala hans er ekki stórmerkileg, þótt þar séu að baki gamlir traustir stofnar. Móðir hans var Jörp 3781 frá Holtsmúla, en föðurafí hennar var sá kunni ættarhöfðingi Nökkvi frá Hólmi, en í móðurættina má fínna hross af Svaðastaðastofni. Faðir Hrafns var Snæfaxi 663 frá Páfastöðum, lítt þekktur hér á landi, en var seldur til Svíþjóðar þar sem hann var mikið notaður, ekki síst eftir að ljóst var í hvað stefndi með son hans á íslandi. Snæfaxi var meðal annars út af hrossum frá Axlarhaga, en langafi hans í föður- ætt var Goði 401 frá Miðsitju, en í móðurættina eru Kirkjubæjarhross og önnur hross af Svaðastaðastofni. Það eru sem sagt tvær meginlínur sem koma saman í Hrafni, annars- vegar Svaðastaðalínan og svo Hornafjarðarhross hinsvegar. Þess ber að geta að all nokkrar gloppur eru í ættartré hans. Efast um faðemið Fljótlega eftir að farið var að temja Hrafn kom upp sá kvittur að hann væri ekki sonur Snæfaxa held- ur væri hann undan Blakki frá Sauðadalsá. Þorkell Bjamason fyrr- verandi hrossaræktarráðunautur kveðst hafa rætt þetta í fullri ein- lægni við Sigurð Ellertsson bónda í Holtsmúla á sínum tíma og hann fullvissað sig um að Hrafn væri rétt feðraður. Til stóð að sögn Þorkels að kveða þennan orðróm niður með blóðflokkarannsóknum en þegar til átti að taka hafði Jörp móðir Hrafns verið felld hálfum mánuði áður en haft var samband við heimilisfólkið í Holtsmúla þannig að ekkert varð af slíku. Þorkell segist sannfærður um að Sigurður fari með rétt mál. Friðrik Stefánsson bóndi og tamn- ingamaður í Glæsibæ hafði mikil afskipti af Hrafni. Það kom í hans hlut að temja klárinn og er hann sá maður sem hvað best þekkir kosti Hrafns sem reiðhests. Friðrik telur af og frá að Hrafn geti verið undan Blakki. „Farið var með Jörp í girðingu til Snæfaxa að Páfastöðum og hún síð- an sótt þangað að gangmáli loknu. Fullvíst er að enginn stóðhestur ann- ar hafði komist í girðinguna á þess- um tíma, enda hefði slíkt ekki farið milli mála. Þá verður það að teljast afar ólíklegt að hryssan hafi stokkið út úr girðingunni og komið aftur af sjálfsdáðum eftir að hafa nælt sér í fang annars staðar“ segir Friðrik. Fjöðrin og hænan Upphafið að þessum orðrómi seg- ir Friðrik að rekja megi til þess að bóndi einn hafi eitt sinn komið í hesthúsið í Holtsmúla og hafi Hrafn verið á húsinu. Hafi hann skoðað hestinn og fundist hann líkur Blakki frá Sauðadalsá og haft á orði að hann hlyti að vera undan honum. Fljótlega hafi fjöðrin farið að breytast í hænu og finnst Friðriki ómaklegt af Gunnari Bjarnasyni fyrrverandi hrossaræktarráðunauti að setja þennan orðróm á prent, þar sem Gunnar fullyrðir að Hrafn sé undan Blakki, hann sem ekki hafði hugmynd um sannleikann í málinu heldur hleypur þarna eftir sögusögn- um eða orðrómi. En svo vikið sé að uppvaxtarárum Hrafns kveðst Þorkell ráðunautur fyrst hafa séð hann hjá Sigurði tveggja vetra gamlan og hrifíst mjög. „Hann var dálítið styggðarlegur, ný- kominn inn á útmánuðum en hafði mjög góð áhrif á mig. Talaðist okkur svo til að hann yrði ekki geltur að svo komnu máli,“ segir Þorkell og bætir við „ég sá hann svo síðar í tamningu hjá Friðriki í Glæsibæ þeg- ar hann var á fjórða vetri. Hann var lítið taminn en virtist lofa góðu, gerði allt sem hann var beðinn um en að sjálfsögðu engin sérstök tilþrif á þessu stigi málsins." Auðtaminn eðlisgæðingur í tamningu reyndist Hrafn ein- staklega auðveldur. Mjög lítið var fyrir honum haft, segir Friðrik í Glæsibæ. „Hann var frekar við- kvæmur til að byrja með en það fór strax af þegar farið var að ríða hon- um. Gangurinn kom að sama skapi án nokkurrar fyrirhafnar. Brokkaði bara fyrst en töltið kom fljótlega, mjúkt og rúmt. Skeiðið kom að sama skapi án þess að nokkuð þyrfti að leita eftir því,“ segir Friðrik sem viðurkennir eftir stutta umhugsun að líklega sé Hrafn besti reiðhestur sem hann hafi komið á bak. Síðar um sumarið kom Hrafn fram á fjórðungsmótinu sem haldið var á Vindheimamelum 1972. Stóð hann þar efstur fjögurra vetra stóð- hesta og varð það hlutskipti hans hvar sem hann kom síðar fram í dómi. í einkunn hlaut hann 8,20 fyrir byggingu, 8,13 fyrir hæfileika og 8,15 í aðaleinkunn. í dómsorði segir: „Stór, glæsilegur, full knöpp afturbygging. Fjölhæfur, rúmur, viljagóður, lyftir vel fótum, gæðings- efni.“ Hér var gefinn tónninn og segja má að allur ferill Hrafns hafi verið eftir þessu. Hrafn og Ófeigur Tveimur árum seinna er landsmót haldið á Vindheimamelum og Hrafn þá orðinn sex vetra gamall og hróð- ur hans farinn að berast meðal hestamanna. Á mótinu _ var hörð keppni milli Hrafns og Ófeigs 818 frá Hvanneyri í flokki sex vetra stóð- hesta. Skiptust menn í tvo hópa og ríkti mikil spenna um hvor þeirra hlyti fyrsta sæti, því hér fóru tveir aftmrða gæðingar. Hrafn hafði sig- ur, hlaut 0,01 stigi yfir Ófeig. Næstu árin á eftir má segja að keppnin hafi haldið áfram milli Hrafns og Ófeigs, þótt aldrei kepptu þeir á sama vettvangi eftir þetta. Á fjórðungsmóti á Vindheimamel- um 1979 var Hrafn sýndur með af- kvæmum og hlaut þá fyrstu verðlaun eins og búist hafði verið við, aðeins ellefu vetra gamall. Hlaut hann 7,95 í einkunn, en árið eftir náði Ófeigur að rétta hlut sinn eftir ófarirnar ’74, er hann hlaut 1. verðlaun fyrir af- kvæmi á Kaldármelum og 0,12 stig- um hærri einkunn en Hrafn. En þess ber að geta að hann var þá ári eldri en Hrafn var þegar hann hlaut sinn fyrsta afkvæmadóm. Keppinautamir skildir eftir Á landsmótinu 1982 á Vindheima- melum keppti Hrafn til heiðursverð- launa, þar sem fylgdu honum tólf afkvæmi og samanlögð meðalein- kunn þeirra mátti ekki vera undir 8,10. Sörli frá Sauðárkróki hafði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.