Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 B 17
ATVIN NU UGL YSINGAR
Tæknival
IÐNSTYRIDEILD
Tólfti tœknifrœðingurinn
Iðnstýrideild Tœknivals hf. leitar að tœknifrœðingi til starfa við verkefni á sviði sjálfvirkni.
Viðfangsefni deildarinnar eru margvísleg svo sem framleiðslu- og verksmiðjustýringar með FIX-
skjámyndakerfi, iðntölvustýringar og háþróaðar strikamerkjalausnir. Síauknar kröfur framleiðslu-
fyrirtœkja um hagkvæmar lausnir á sviði sjálfvirkni kalla á fleiri starfsmenn til deildarinnar.
Við leitum að vel menntuðum og hœfum aðila til að takast á við krefjandi verkefni. Áhersla er
lögð á fagleg og vönduð vinnubrögð. Umsœkjendur þurfa að hafa burði til að vinna sjálfstœtt, geta
stýrt verkefnum og fylgt þeim vel eftir.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Harðardóttir, STRÁ-GALLUP og Ragnar Bjartmarz, deildarstjóri
Iðnstýrideildar Tæknivals. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 23. september n.k. til STRA-
GALLUP. Ráðning verður sem fyrst.
Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin erfrá kl.10-16, en viðtalstímar erufrá 10-13.
STRA GALLUP
STARFSRAÐNINGAR
Mörkinni 3,108 Reykjavík Sími: 588 3031, bréfsími: 588 3044
Guðný Harðardóttir
Framkvæmdastjóri
Starf framkvæmdastjóra Héraðsnefndar
Þingeyinga er laust til umsóknar. Ráðning
vérður frá 1. janúar 1997. Umsóknarfrestur
er til 1. október nk.
Um áramót verða Héraðsnefnd Suður-Þing-
eyjarsýslu og Héraðsnefnd Norður-Þingey-
inga sameinaðar í Héraðsnefnd Þingeyinga.
Starfssvæði nefndarinnar verður frá Háls-
hreppi til Þórshafnarhrepps. Skrifstofa henn-
ar verður á Húsavík. Nánari upplýsingar veita
Einar Njálsson í síma 464 1222 og Ingunn
St. Svavarsdóttir í síma 465 2188.
Umsóknir skulu vera skriflegar og berast til
Halldórs Kristinssonar, Útgarði 1,640 Húsa-
vík.
LYFJAVERSLUN ISLANDS H F.
ICELANDIC PHARMACEUTICALS LTD.
Tæknimaður
Lyfjaverslun íslands hf. óskar eftir að ráða
tæknimenntaðan aðila á viðhaldsdeild sína.
Aðallega er um að ræða starf við viðhald
framleiðslutækja í lyfjaverksmiðju fyrirtækis-
ins og búnaðar er henni tengist.
Sóst er eftir aðila með menntun sem vélfræð-
ingur frá Vélskóla íslands og með sveinspróf
í rafvirkjun eða rafeindavirkjun. Aðilar með
hliðstæða þekkingu koma þó vel til greina.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristinn
Ó. Kristinsson í síma 562-3900.
Áhugasamir skili umsóknum til skrifstofu
félagsins Borgartúni 7, 105 Reykjavík,
merktum „Starfsmannahald".
SIÓVÁHinALMENNAR
Suöurlandsbraut 4 og Siðumúla 39. Umboösmenn um allt land.
Netþjónusta
Sjóvá-Almennar óska eftir að ráða
starfsmann til að sjá um notendaþjónustu á
tölvuneti fyrirtækisins.
Starfíð er fjölbreytt og krefst þekkingar á
Microsoft skrifstofuhugbúnaði og
stýrikerfunum Windows 95 og NT. Notendur
tölvukerfanna eru um 150 og eru staðsettir
um allt land.
Væntanlegur starfsmaður þarf að hafa
menntun á rafeindasviði og vera
þjónustulipur. Hann þarf að geta bilanagreint
tölvur og önnur skrifstofutæki og framkvæmt
minniháttar viðgerðir og annast
fyrirbyggjandi viðhald.
Þegar starfsmaður með rétta
persónueiginleika er fundinn mun hann fá
viðbótar menntun og þjálfun eftir þörfum.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
"Sjóvá-Almennar 456" fyrir 21. september
n.k.
Heimilislæknar
Vegna nýafstaðinnar kjaradeildu heimilis-
lækna er hér með framlengdur umsóknar-
frestur um tvær lausar stöður heilsugæslu-
lækna við Heilsugæslustöðina á Hvamms-
tanga. Stöðunum fylgja hlutastörf við Sjúkra-
hús Hvammstanga. Stöðurnar veitast frá 1.
janúar 1997. Krafist er sérfræðiviðurkenning-
ar í heimilislækningum.
Umsóknarfrestur er til 30. september nk.
Einnig vantar nú þegar lækni í afleysingar
til áramóta.
Upplýsingar veita Gísli Þ. Júlíusson yfirlækn-
ir, vs. 451 2346, hs. 451 2357 og Guðmund-
ur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri,
vs. 451 2348, hs. 451 2393.
Umsóknir sendist Guðmundi Hauki Sigurðs-
syni framkvæmdastjóra, Spítalastíg 1, 530
Hvammstanga.
Heilsugæslustöðin Hvammstanga,
Sjúkrahús Hvammstanga.
Sjúkrahús
Suðurnesja
Keflavík, auglýsir eftir:
Ljósmóður til starfa strax eða eftir nánara
samkomulagi á fæðingardeild sjúkrahússins.
Fæðingardeildin er 8 rúma blönduð fæð-
ingar-
og kvensjúkdómadeild. Fæðingar eru
250-300 á ári.
Hjúkrunarfræðingum á almenna deild
(sjúkradeild). Þar sem fer fram m.a. hjúkrun
skurðsjúklinga lyflæknisjúklinga, krabba-
meinssjúklinga og öldrunarsjúklinga. Deildin
er 22ja rúma deild.
Á Suðurnesjum búa um 16 þúsund manns.
Á Sjúkrahúsi Suðurnesja hefur megináhersla
verið lögð á bráðaþjónustu, skurðlæknis-
þjónustu, öldrunarhjúkrun og fæðingar.
Áhugasamar Ijósmæður/hjúkrunarfræðing-
ar,
vinsamlegast hafið samband við hjúkrunar-
forstjóra og/eða framkvæmdastjóra og fáið
upplýsingar um laun og kjör í síma 422 0500,
eða komið í heimsókn.
Heilsugæslulæknir
Frá 1. október nk. er laust starf heilsugæslu-
læknis við H 1 stöð á Kirkjubæjarklaustri.
Laun samkvæmt samningum opinberra
starfsmanna, en sérstaklega er óskað eftir
sérfræðingi i heimilislækningum.
Kirkjubæjarklaustur er ákjósanlegur staður
fyrir fjölskyldufólk, þar sem öll venjuleg þjón-
usta er fyrir hendi. Stöðinni fylgir stór og
góður læknisbústaður.
Upplýsingar um starfið veitir Haukur Valdi-
marsson, heilsugæslulæknir, í síma
487 4806 og Hanna Hjartardóttir, formaður
stjórnar, í síma 487 4635/487 4633 sem jafn-
framt tekur á móti umsóknum á þar til gerð-
um eyðublöðum sem fást hjá landlæknis-
embættinu.
Umsóknarfrestur er til 24. september nk.
Fræðslustjóri
starfsmannahald
Starfsmannahald Reykjavíkurborgar
óskar að ráða í stöðu fræðslustjóra hjá
starfsmannahaldi. Starfið er laust nú þegar.
Starfið felst í stefnumótun og yfirumsjón
endurmenntunarmála starfsmanna borgar-
innar í samráði við starfsmannastjóra Reykja-
víkurborgar.
Leitað er að einstaklingi með háskóla-
menntun og reynslu af endurmenntunar-
málum. Viðkomandi þarf að eiga gott með
að tjá sig í ræðu og riti og hafa kunnáttu í
a.m.k. einu Norðurlandamáli.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar og
skal umsóknum skilað á sama stað.
Umsóknarfrestur er til 20. september nk.
Rétt er að vekja athygli á að það er stefna borgaryfirvalda að
auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum
borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja.
Guðni Tónsson
RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞJÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22