Morgunblaðið - 15.09.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 B 19
ATVIN N tMAUGL YSINGAR
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Sjúkraþjálfari
óskast í fullt starf, nú þegar eða eftir
samkomulagi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í
sjúkraþjálfun barna.
Upplýsingar um starfið veitir Jónína Guð-
mundsdóttirforstöðukona í síma 581 4999.
Lögfræðingar
Lausar eru til umsóknar tvær stöður háskóla-
menntaðra fulltrúa hjá utanríkisráðuneytinu.
1. Óskað er eftir lögfræðingi í fullt starf
deildarsérfræðings á skrifstofu þjóðréttar-
fræðings ráðuneytisins. Auk embættisprófs
í lögum er sérmenntun á sviði þjóðaréttar,
einkum auðlindaréttar og hafréttar, æskileg.
Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf 15.
október 1996.
2. Óskað er eftir lögfræðingi í fullt starf
deildarsérfræðings. Æskilegt er að viðkom-
andi hafi sérþekkingu á Evrópurétti og mál-
efnum EES og ESB en geti auk þess
sinnt öðrum málaflokkum sem heyra undir
utanríkisráðuneytið. Æskilegt er að viðkom-
andi geti hafið störf 1. janúar nk.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjár-
málaráðherra og Félags háskólamenntaðra
starfsmanna stjórnarráðsins. Skriflegar um-
sóknir með upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf ber-
ist starfsmannastjóra utanríkisráðuneytisins,
Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 1. októ-
ber 1996. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið
tekin.
Litið verður svo á að starfsumsóknir sem
berast gildi í sex mánuði frá því að umsóknar-
fresti lýkur nema annað sé sérstaklega tekið
fram í umsóknum. Fyrirliggjandi umsóknir
óskast staðfestar.
Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
utanríkisráðuneytisins.
Bókhald
KPMG Endurskoðun hf. leitar eftir dugmikl-
um starfsmanni til að annast bókhaldsþjón-
ustu og tengd störf fyrir viðskiptamenn fyrir-
tækisins.
Helstu verkefni:
Starfsmaður mun sjá um og bera ábyrgð á
færslu og úrvinnslu bókhalds, launaútreikn-
ingum og gerð skilagreina er þessu tengjast.
Kröfur um hæfni:
Starfsmaður þarf að hafa viðeigandi mennt-
un. Reynsla á sviði bókhalds er mikilvæg.
Viðkomandi þarf að vera þægilegur í sam-
skiptum, nákvæmur í vinnubrögðum og tilbú-
inn að leggja sig allan fram.
í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar
upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið
verður með allar upplýsingar sem trúnaðar-
mál og öllum umsóknum verður svarað.
Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem
að ofan greinir, er boðið að senda inn um-
sókn til KPMG Sinnu ehf. fyrir 21. septem-
ber 1996.
inna ehf.
Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf
Vegmúli 3 Slmi 588-3375
108 Reykjavfk Fax 533-5550
KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjórnunar- og
starfsmannamála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu.
KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Managcment
Consulting.
Munt þu blomstra...
Nýherji getur á sig
blómu
bætt
UNIX
Við erum að efla okkar þjónustu við IBM RS/6000 tölyurnar.
Hér þarf klóran starfskraft með reynslu og áhuga á UNIX
umhverfinu.
Internet
Nýherji býður margvíslega þjónustu tengda Internetinu. Stefnt
er að því að efla þessa deild með aukinni þjónustu og ráðgjöf til
fyrirtækja. Spennandi verkefni þar sem hlutirnir gerast hratt.
Staðarnet
Við viljum efla þjónustu okkar enn frekar á sviði staðarnela. Ef
þú ert með Novell eða NT þekkingu, svo ekki sé nú minnst á ef
þú hefur próf í þeim etnum, þá viljum heyra fljótt írá þér.
Lotus Notes
Nýherji er með öfluga Lotus Notes deild og nú viljum við stækka
hana enn frekar. Við leitum að góðum Nates forriturum eða
fólki með forritunarreynslu með löngun til að kynnast þessu
frábæra hópvinnukerfi og þróa! því lausnir.
Dósentsstarf í öldr-
unarlækningum
Við læknadeild Háskóla íslands er laust til
umsóknar hlutastarf dósents (50%) í öldrun-
arlækningum.
Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla
um náms- og starfsferilsstjórnunar- og
kennslureynslu og vísindastörf og einnig ein-
tök af helstu fræðilegum ritsmíðum.
Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir þvi
hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir
telja markverðastar og jafnframt hlutdeild
sinni í rannsóknum sem lýst er í greinum
þar sem höfundar eru fleiri en umsækjandi.
Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær
rannsóknir sem umsækjendur hyggjast vinna
að verði þeim veitt starfið og þá aðstöðu sem
til þarf. Gerð er ráð fyrir að ráðið verði í starf-
ið frá 1. júlí 1997. Tekið skal fram að starfið
er háð því að styrkur fáist úr Framkvæmda-
sjóði aldraðra.
Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 20. október 1996 og
skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmanna-
sviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu v/Suð-
urgötu, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir forseti læknadeild-
ar, í síma 525 4879.
Nýherji er framsækið fyrirtæki
Hjá Nýherja starfar hresst fólk sem leggur metnað
sinn í að bjóða íslensku atvinnulífi upp á góða
þjónustu og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Við
leitum að fólki sem hefur góða undirstöðuþekkingu
og vill halda áfram að bæta við sérþekkingu sína.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Sigurði Olafssyni,
starfsmannastjóra Nýherja. Farið verður með allar
fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Vinsamlega sækið um á umsóknarblöðum sem liggja
frammi í móttöku okkar í Skaftahlíð og á slóð
http://www.nyherji.is/umsokn/. Umsóknir og nánari
upplýsingar má einnig íá með tölvupósti:
sigol@nyherji.is
Umsóknarfrestur er til þriðjudags 17. september.
CTS^ NÝHERJI
okkar akri?
tfl
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
auglýsir lausar stöður við grunnskóla
Reykjavíkur.
Hamraskóli - sérdeild fyrir einhverfa
í sérdeild Hamraskóla vantar þroskaþjálfa í
fullt starf. Þar vantar einnig stuðningsfull-
trúa í hálft starf frá hádegi.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar-
skólastjóri í síma 567 6300.
Langholtsskóli
í Langholtsskóla vantar tvo stuðningsfull-
trúa, annan í fullt starf en hinn í hálft. Vinn-
an felst meðal annars í stuðningi við nemend-
ur sem stunda nám í sérdeild fyrir einhverfa
en fara einnig út í bekk. Einnig vangar bóka-
safnskennara í fullt starf um óákveðinn tíma
vegna veikinda.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar-
skólastjóri í síma 553 3188.
Melaskóli
í Melaskóla vantar stuðningsfulltrúa í fullt
starf. Vinnan felst í stuðningi við einstaka
nemendur, bæði innan kennslustunda og
utan. Einnig vantar starfsmann f heilsdags-
skóla í hálft starf.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar-
skólastjóri í síma 551 3004.
Umsóknir berist skólastjórum eða Ingunni
Gísladóttur, deildarstjóra starfsmannadeild-
ar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Tjarnar-
götu 12.
13. september 1996.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.