Morgunblaðið - 18.09.1996, Side 1

Morgunblaðið - 18.09.1996, Side 1
104 SÍÐUR B/C/D/E 212. TBL. 84.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nýtt kosningamál breska Verkamannaflokksins Stríð á hendur hávaða London. Reuter. KOMIST Verkamannaflokkurinn til valda í Bretlandi í næstu kosningum mun hann lýsa yfir stríði gegn hávaða og fólki, sem er til ama fyrir nágranna sína. Hefur hann heitið að setja á stofn sérstakar lögreglu- sveitir til að sinna þessum málum eingöngu. „Andfélagsleg hegðun er að eyðileggja allt of mörg íbúðarhverfi og þúsundir manna verða að búa við áreitni og yfirgang af völdum nágranna," sagði Jack Straw, talsmaður Verkamannaflokksins, en sam- kvæmt tillögum flokksins eiga brot á væntanlegum lögum um samfélagslegt öryggi að varða allt að fjög- urra ára fangelsi. Hávaðamengun verður æ meira vandamál í Bret- landi og ef umferðarskarkali er undanskilinn er oft- ast kvartað undan hundgá og háværri tónlist. Breska stjórnin setti raunar nýlega lög, sem heimila starfs- mönnum heilbrigðiseftirlits að gera hávaðavaldana upptæka, til dæmis hljómflutningstæki, og frá og með apríl nk. ganga í gildi ný lög um hámarkshávaða eftir að sól er sest. Verkamannaflokkurinn vill einnig koma á fót sér- stakri ieynilögreglusveit til að vinna að þessum málum og sérstaklega þegar fólk er hrætt við að vitna gegn tillitslausum nágrönnum sínum. Reutér Kosningar í Bosníu Izetbeg- ovic spáð sigri Sarajevo. Reuter. FLEST bendir nú til þess að múslim- inn Alja Izetbegovic, forseti Bosníu, hafi hlotið flest atkvæði til forsætis- ráðs Bosníu í kosningunum sem fram fóru um helgina. Er talið full- ljóst að niðurstaða kosninganna verði sú að harðlínumenn úr stjórn- arflokkum þjóðarbrotanna þriggja; múslima, Serba og Króata, muni fara með stjórn landsins. Búist er við að úrslit kosninga til forsætis- ráðs liggi fyrir í dag. Þegar um 80% atkvæða höfðu verið talin var ljóst að tilraunir hóf- samari stjórnmálaflokka til að kom- ast til áhrifa höfðu mistekist. Izet- begovic hafði þá hlotið um 630.000 atkvæði, Momcilo Krajisnik, fram- bjóðandi Bosníu-Serba, hafði hlotið um 500.000 atkvæði og Króatinn Kresimir Zubak hafði fengið um 88% atkvæði Króata. Ekki var búist við að Krajisnik myndi auka verulega við fylgi sitt þar sem fyrstu tölurnar væru úr sterkustu vígjum flokks hans. Þá þótti ljóst að framboð Haris Silajdzic, fyrrverandi forsætisráðherra Bosníu, myndi ekki taka svo mikið fylgi af Izetbegovic, að Bosniu-Ser- bar hefðu sigur. Þrátt fyrir bölspár undanfarnar vikur um að kosningarnar muni treysta aðskilnað þjóðarbrotanna í Bosníu í sessi sögðust vestrænir stjórnarerindrekar í gær vongóðir um að Bosníu-Serbar hefðu fallið frá kröfum um aðskilnað frá Bosníu. ■ Bosníu-Serbar sagðir/18 Perot ekki með í sjónvarpi Washington. Reuter. NEFND demókrata og repúblikana, er undirbúa skal sjónvarpsumræður forsetaefna í Bandaríkjunum í haust, hefur ákveðið að efnt verði til einvígja þeirra Bills Clintons for- seta og Bobs Doles án þátttöku Ross Perots. Hótar Perot málsókn vegna niðurstöðu nefndarinnar. Nefndin sagði að hægt yrði að endurskoða ákvörðunina ef hagur Perots vænkaðist í skoðanakönnun- um en samkvæmt þeim er fylgi hans undir 10%. Akvörðunin var samhljóða en Mickey Kantor, aðal- fulltrúi Clintons í viðræðum um ein- vígin, sagðist engn að síður harma niðurstöðuna. Forsetaefnin geta hafnað ákvörð- un nefndarinnar. Vitað er að Dole er andvígur þátttöku Perots sem margir telja hafa valdið ósigri Ge- orge Bush í kosningunum 1992. Kjarnorkuverið í Tsjernobyl Geislavirkni hefur aukist Kiev. Reuter. GEISLAVIRKNI hefur aukist mjög í tvígang í fjórða kjarnakljúf Tsjerno- byl-kjamorkuversins í Úkraínu á einni viku og rannsaka vísindamenn nú hvort keðjuverkun sé að fara af stað í verinu. Tíu ár eru liðin frá því að eitt alvarlegasta kjarnorkuslys, sem orðið hefur, varð í kjarnakljúfin- um og var steypt utan um hann stein- þró til að draga úr geislavirkninni frá honum. Miklar steypuskemmdir hafa komið fram í þrónni á síðustu árum. Valentín Kupny, sem hefur umsjón með steinþrónni, segir að geislavirkni inni í kjarnakljúfinum hafi aukist skyndilega á mánudag og sl. fimmtu- dag. Er þetta í þriðja sinn á tíu árum sem þetta gerist. Kupny segir geislavirknina hafa aukist um tíma en að ekki sé vitað hver ástæðan sé. Þá hafi vísinda- menn ekki komist að neinni niður- stöðu um hvað hafí átt sér stað í hin skiptin. Keðjuverkun geti leitt til þess að geislavirkni aukist gífurlega í umhverfi kjarnakljúfsins. Yfirvöld í Úkraínu leggja höfuð- áherslu á að steypa að nýju í kringum kjarnakljúfinn og hafa þau einnig lofað því að loka þeim tveimur kjarnakljúfum, sem enn eru í gangi í verinu, fyrir árið 2000. Talið er að það kosti um 80 milljarða ísl. króna að steypa^ í kringum kjarnakljúfínn og segja Úkraínumenn að til aðstoð- ar Vesturlanda verði að koma til að loka megi verinu og draga úr hættu á geislavirkni. Krefjast hreins vatns ÍBÚAR í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, gengu í gær um götur borgarinnar og kröfðust þess að gerðar yrðu úrbætur í vatnsmálum. Um níu milljónir manna búa í Dhaka og um helm- ingur þeirra hefur ekki aðgang að hreinu vatni. 3.500 banda- rískir hermenn til Kúveits Washington, Kúveit. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti fyr- irskipaði í gær að 3.500 bandarísk- ir hermenn yrðu sendir til Kúveits og sagði að það væri hluti áætlunar um að halda Saddam Hussein for- seta íraks í skefjum þannig að ná- grönnum hans stafaði ekki ógn af honum. Dagblaðið The Washington Post birti í gær frétt um að í ráði væri að hætta við að senda til Kúveits 5.00Q hermanna liðsauka, sem greint var frá fyrir helgi. Clinton sagði að þessi frétt hefði vakið furðu sína, en hins vegar hefði verið ákveðið að aðeins þyrfti að senda 3.500 menn, en ekki 5.000. Ekki var sagt hvenær hermenn- irnir yrðu sendir, en í Kúveit eru þegar 1.500 bandarískir hermenn. Clinton er nú gagnrýndur harka- lega af andstæðingum sínum heima fyrir og sagði John McCain, þing- maður repúblikana, að aðgerðir Clintons hefðu mistekist. Saddam væri nú styrkari í sessi, en fyrir tveimur vikum. Hann hefði nú náð völdum í norðurhluta íraks og brestir væru komnir í samstöðu þeirra ríkja, sem sneru bökum sam- an í Persaflóastríðinu. Perry segir samstöðu enn fyrir hendi William Perry varnarmálaráð- herra sagði hins vegar í gær að hann hefði í ferðum sínum til Saudi Arabíu, Kúveits, Bahrains, Tyrk- lands og Bretlands, þar sem hann ræddi við utanríkisráðherra Breta og Frakka, komist að því að sam- staðan væri enn fyrir hendi og ein- ing væri um það markmið Banda- ríkjamanna að halda Hussein í skefjum. Aðeins Frakkar hefðu verðið ósammála Bandarikjamönn- um um að stækka flugbannsvæðið í suðurhluta íraks um eina lengd- argráðu til norðurs. Reuter VAKTASKIPTI hjá bandarískum hermönnum, sem eru í Kú- veit, um 45 km frá írösku landamærunum. Nú eru um 1.500 á Persaflóasvæðinu og hyggst Bandaríkjastjórn senda 3.500 her- menn til viðbótar þangað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.