Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gróðurskemmdir á landgræðslusvæðum í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í gær
Tafir hjá skipum
og flugvélum
MIKIÐ hvassviðri gekk yfir sunn-
an- og vestanvert landið í gær,
með allt a_ð 60 hnúta hvössum vind-
hviðum. í Reykjavík náði meðal-
veðurhæðin 9 vindstigum. Loftið í
lægðinni, sem flutti þetta veður :■!
landsins, er óvenju hlýtt. Hitinn :or
hátt í 20 gráður á Norðurlandi, cn
þar sem vindurinn og úrkoman var
mest, þ.e. á Suðvesturlandi, var
hitinn að jafnaði um 13 gráður.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni var lægðin, sem
var fyrir sunnan land í gær og
færist austur á bóginn, ekki angi
af neinum fellibylnum, sem gengið
hafa yfir vestanhafs nýverið. Mið-
að við árstíma er hitinn óvenju
mikill, en hann fór í 19,6 gráður
á Bergstöðum. Úrkoma var einnig
þó nokkur, en mældist illa vegna
hvassviðrisins.
Veðrið olli töfum á skipaumferð
og umferð um Reykjavíkurflugvöll
var í lágmarki. Millilandaflug rask-
aðist hins vegar ekkert vegna veð-
ursins og umferð um Keflavíkur-
flugvöll var samkvæmt áætlun.
Eina undantekningin var vél Flug-
leiða frá Kaupmannahöfn, sem
lenti þremur klukkustundum á eft-
ir áætlun síðdegis í gær. Orsök
þeirrar tafar var ekki veðurhamur-
inn, heldur þurfti að sögn Flugleiða
að bíða eftir varahlut, sem kom
með öðru flugi, þegar vélin var í
Hamborg árdegis í gær.
Tvö flutningaskip, Mælifell og
Vikartindur, sem siglir fyrir Eim-
skip, þurftu að bíða í margar
klukkustundir á ytri höfninni við
Reykjavík áður en hættulaust var
talið að sigla þeim inn í Sunda-
höfn. Einnig varð Stapafell að
fresta því að leggjast að Eyjagarði.
Sand- og moldrok
veldur tjóni
Að sögn Guðrúnar Láru Pálma-
dóttur, héraðsfulltrúa Landgræðsl-
unnar á Norðausturlandi, veldur
veður sem þetta miklum skemmd-
um á landgræðslusvæðum. Veðrið
í gær var mesta skaðræðisveður
fyrir gróður, sem gert hefur í lang-
an tíma. Erfitt er að meta tjónið,
en það veldur annars vegar miklum
skemmdum á gróðri almennt, bæði
á há- og láglendi, og hins vegar
líði gróður á jöðrum sandfoks-
svæða sérstaklega.
Verst úti í veðrinu í gær urðu
svæði á Mývatnsöræfum, Hólsfjöll-
um og HólaSandi, en þar hefur
úrkoma verið í lágmarki undanfar-
ið. Þar var sandrokið slíkt, að sögn
Guðrúnar, að það fýllti vit manna,
sem út úr bíl stigu. Hún sagði þær
plöntur, sem notaðar eru til land-
græðslu á Hólasandi vera það
harðgerar, að þær ættu flestar að
standa af sér veðrið án varanlegs
skaða. Þessar plöntur eru lúpína
og melgresi.
Guðrún segir, að þrátt fyrir mik-
inn árangur landgræðslustarfs lið-
inna ára sýni sig í svona veðri, að
enn er langt í land áður en tekst
að ráða niðurlögum þess skað-
valds, sem landfok er.
Morgunblaðið/Sigurður Jönsson
FARÞEGAR um borð í Fagranesinu létu fara vel um sig meðan þeir biðu þess að lægði.
Fagranesið veðurteppt í Þorlákshöfn í 15 tíma
Óðs manns æði að
fara út í þetta veður
Borgarbyggð
Sjálfstæðis-
og Fram-
sóknar
flokkur í
viðræðum
Borgarnesi. Morgunblaðið.
VIÐRÆÐUR Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks um myndun nýs
bæjarstjórnarmeirihluta í Borgar-
byggð hófust í gærkvöldi eftir að
slitnaði upp úr viðræðum Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks um
slíkt samstarf. Ekki hefur verið
starfhæfur meirihluti í bænum síð-
an fulltrúi Alþýðubandalags sleit
samstarfi við framsóknarmenn.
Sigrún Símonardóttir, fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn,
sagði þessa þróun mála ekki koma
henni á óvart, samstarf þessara
tveggja flokka sé eini möguleikinn
að hennar mati eftir seinasta bæjar-
stjómarfund.
Sigurður Már Einarsson, fulltrúi
Alþýðuflokksins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að viðræðurnar hefðu
strandað á hugmyndum um hag-
ræðingu innan áhaidahúss bæjarins
með uppsögnum starfsmanna og
sölu tækja og launaspamað hjá leik-
skólum með breyttu vinnufyrir-
komulagi. Menn hafi verið sammála
um margt, en það ekki nægt til.
Aðrar aðferðir betri
„Við alþýðuflokksmenn töldum
það höfuðmál að fá þessu_ breytt
og því strandaði á þessu. í sjálfu
sér erum við ekki á móti því að
hagræða í rekstri bæjarfélagsins,
en erum á móti því að gera það
með fyrirhuguðum hætti og teljum
farsælla að ná samkomulagi við
viðkomandi starfsmenn í stað vald-
boðs,“ segir Sigurður.
MILLI þrjátíu og fjörutíu manns
voru strandaglópar í um 15
klukkustimdir um borð í Fagra-
nesinu í Þorlákshöfn frá hádegi
í gær en brottför til Vestmanna-
eyja var ráðgerð um klukkan 3
í nótt. Að sögn Hjalta Hjaltason-
ar skipstjóra var ekki talið ráð-
Iegt að sigla í veðrinu eins og
það var í gær þegar vindhraðinn
stóð í tíu til tólf vindstigum.
„Við erum með milli 30 og
40 farþega sem ætla að fara
með okkur út klukkan þijú í
nótt,“ sagði Hjalti. „Það leggst
ekki illa í mannskapinn enda
fer veðurhæðin ört minnkandi
og þá er um leið sléttur sjór.
Ég tel að það hefði verið óðs
manns æði að fara út í þetta
veður eins og það var í dag.
Það hefði ekki haft neitt upp á
sig. Jafnvel getað farið þannig
að halda hefði þurft sjó og þá
er eins gott að vera í höfninni."
Fljótlcga Ijóst að
ekkiyrði farið
Hjalti sagði að fljótlega eftir
að Fagranesið kom til Þorláks-
hafnar í gærmorgun hefði orðið
þost að ekki yrði snúið til baka
á hádegi eins og ráðgert var.
„Það er ekki þannig að ekki sé
ferðafært," sagði hann. „Þetta
er upp á að lenda ekki í vand-
ræðum með bíla á dekkinu. Það
er aðalatriði að skemma ekki
farm og skip. Við erum með
fullt skip af bílum og aftaní-
vögnum. Það er aðalvandamálið
að liemja þann farm. Allt er
súrrað niður með keðjum enda
erum við að sigla fyrir opnu
hafi.“
Hjalti sagði að farþegar gætu
lagt sig á bekkjum um borð í
skipinu ef þess þyrfti með en
auk þess væru nokkrir klefar
sem farþegar hefðu aðgang að.
„Það væsir ekki um fólkið,"
sagði hann. „Það horfir á sjón-
varp og myndbönd og fær sér
kaffi. Það er nóg til af öllu.“
BLAÐIÐ
MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra
síðna auglýsingablað frá BYKO.
Hvalfjarðargöng
Samið við iðnaðarmenn
VINNUVEITENDASAMBAND
íslands, Rafiðnaðarsambandið og
Samiðn hafa undirritað nýjan
kjarasamning vegna vinnu við
göng undir Hvalfjörð. Þar með
hafa öll verkalýðsfélög, sem koma
að vinnu við göngin, gengið frá
samningum vegna félagsmanna
sinna. Samningsaðilar vildu ekki
tjá sig um hversu miklar kaup-
hækkanir fælust í samningnum.
Rafiðnaðarsambandið og Sam-
iðn höfnuðu því að skrifa undir
samninga um Hvalfjarðargöng í
sumar þegar stéttarfélögin innan
Verkamannasambandsins sömdu
við VSÍ.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að
samningurinn fæli í sér óverulegar
breytingar frá þeim samningsdrög-
um sem lágu fyrir sumar. Þá hefði
legið fyrir góður samningur, ef
horft væri á málið frá sjónarhóli
iðnaðarmanna, og forystumenn iðn-
aðarmannafélaganna hefðu sann-
færst um það eftir að hafa skoðað
málið í sumar.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
sagði að með þessum samningi
hefði tekist að fá VSÍ til að skrifa
undir samning þar sem taxtar
væru færðir að greiddu kaupi.
Samningurinn fæli þar að auki í
sér umtalsverða launahækkun fyr-
ir iðnaðarmenn sem starfa við
göngin. Þetta værj því mun betri
samningur en VSÍ hefði boðið í
sumar þegar upp úr slitnaði.
Samningurinn gildir út verktím-
ann og gildir frá 1. júní 1996.
Ólympíuskákmótið
Sigurí
2. umferð
ÍSLENDINGAR unnu EI Salvador-
búa í annarri umferð Ólympíuskák-
mótsins í Jerevan í gær með 3'/2
vinningi gegn 'h.
Jóhann Hjartarson, Hannes Hlíf-
ar Stefánsson og Þröstur Þórhalls-
son unnu sínar skákir en Margeir
Pétursson gerði jafntefli.
■ Stórsigur/37
Eiríkur Ellertsson
Ungur mað-
ur lést í
eldsvoða t
KARLMAÐUR á fertugsaldri lést s
í fyrrakvöld þegar eldur kom upp (
í íbúð hans í Keflavík. Hann hét
Eiríkur Ellertsson, 35 ara að aldri,
og var til heimilis að Ásabraut 16.
Slökkviliðinu í Keflavík barst
tilkynning um reyk frá íbúð í fjöl-
býlishúsi við Ásabraut rétt fyrir
hálftólf á mánudagskvöldið og
reyndist maðurinn látinn þegar að
var komið.
Eldurinn er talinn hafa komið
upp í sófa í íbúðinni en hafði ekki )
náð að breiðast verulega út þegar |
slökkvilið var kallað út. Áð sögn
slökkviliðs var íbúðin reykræst að
slökkvistarfi loknu og hafði reyk-
urinn ekki náð að berast í aðrar
íbúðir hússins þegar á vettvang
var komið.
Ragnhildur Petra
Helgadóttir
Lést í bíl-
slysi undir j
Hafnarfjalli í
KONAN, sem lést af slysförum
undir Hafnarfjalli í fyrrakvöld, hét
Ragnhildur Petra Helgadóttir. Hún
var á tuttugasta og áttunda aldurs-
ári. Sjö mánaða sonur hennar er
talinn úr lífshættu eftir slysið.
Ragnhildur Petra skilur eftir sig
tvo syni, Bergþór Breiðfjörð Björns- .
son, sjö ára, og Sigþór Mána Ragn- i’
hildarson, sjö mánaða. Sambýlis- )
maður hennar var Júlíus Kristins- |
son.