Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUÐAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR T ryg-gingastofnun óskar eftir rannsókn á lyfjakostnaði Samdráttur á sjúkrahúsum liækkar kostnað vegna lyfja TR með gögn sem benda til að veru- legur munur sé á heildsöluverði lyfja hér og annars staðar TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur ákveðið að óska eftir því að kannað verði hversu mikið lyfja- kostnaður stofnunarinnar hefur aukist vegna samdráttar í starf- semi sjúkrahúsanna. Kristján Guð- jónsson, deildarstjóri hjá Trygg- ingastofnun, segir ljóst að sam- dráttur í starfsemi sjúkrahúsanna stuðli að aukningu á lyfjakostnaði. Útlit er fyrir að lyfjakostnaður TR á þessu ári hækki um 7% milli ára, sem er svipuð aukning og undanf- arin ár. „Það er alveg ljóst að þegar sjúklingar eru útskrifaðir fyrr og veikari en áður og sjúklingar, sem áður voru lagðir inn, eru ekki lagð- ir inn, þá eru þeir í meðferð heima hjá sér, sem er ekki síst lyfjameð- ferð. Þessir sjúklingar sækja lyfín út í apótek í staðinn fyrir að fá þau á deildum sjúkrahúsanna þar sem þau eru ódýrari. Við vitum að þetta er þáttur í aukningu á lyfjakostn- aði, en það á eftir að mæla hversu stór hluti af aukningunni er af þessum sökum,“ segir Kristján. TR gerir kröfu til lyfjaverðsnefndar Kristján segir að Trygginga- stofnun muni á næstu dögum gera kröfu til lyfjaverðsnefndar, sem er ný nefnd sem komið var á fót með nýjum lyfjalögum, um lækkun á innflutningsverði nokkurra tiltek- inna lyfja. Stofnunin getur lagt fram slíkar kröfur með því að leggja fram gögn um mun á heild- söluverði lyfja hér og í öðrum lönd- um. Ef lyfjaverðsnefnd fellst á rök TR um að óeðlilegur munur sé á heildsöluverði lyfja hér og í ná- grannalöndum okkar getur hún lækkað verðið. Kristján segir að TR sé með gögn sem bendi til að verulegur munur sé á heildsöluverði lyfja hér og annars staðar. Hann segir að um sé að ræða lyf þar sem ekki séu til sambærileg ódýrari lyf. Ekki sé því fyrir hendi hvati til þess að lækka innflutningsverðið. Kristján segir að lyfjakostnaður Tryggingastofnunar hafi aukist um 7% að jafnaði síðustu ár. Þessi aukning hafi orðið þrátt fyrir marg- víslegar aðgerðir sem gripið hafi verið til af hálfu stjórnvalda til að draga úr lyfjakostnaði. Hann segir að aukningin hefði orðið muni meiri ef ekkert hefði verið gert. Skýring- in á hærri lyfjakostnaði sé m.a. að stöðugt sé verið að taka fleiri ný og dýr lyf í notkun. Hlutdeild sjúklinga í lyfjakostn- aði hefur verið aukin síðustu ár. Séu þessir tveir þættir lagðir saman jókst lyfjakostnaður landsmanna um 11,5% á síðasta ári. Kristján segir að lyfjakostnaður lands- manna hafi aukist um 10-11% á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Auglýsing- ar á ensku gagnrýndar STJÓRN íslenskrar málnefndar hefur sent frá sér ályktun þar sem þeim tilmælum er beint til auglýs- enda og fjölmiðla sem birta auglýs- ingar um kvikmyndasýningar og leigu myndbanda, að þeir hugi að því hvort við hæfi sé að auglýsing- arnar séu birtar að mestu eða öllu leyti á erlendu máli og þá langoft- ast ensku. í ályktuninni segir ennfremur að það virðist vera orðin venja að heiti- kvikmynda séu látin óþýdd. Málnefndin vill að viðkomandi fjölmiðlar hugi að þessum málum og hvort að þarna sé framfylgt skráðum eða óskráðum reglum um menningarlegt hlutverk og rækt við íslenska tungu. Bent á ábyrgð fjölmiðla „Málnefndin bendir sérstaklega á ábyrgð áhrifamestu fjölmiðla landsins,“ segir í ályktuninni. Einnig vísar málnefndin til ákvæða samkeppnislaga, þar sem segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu. Morgunblaðið/Árni Sæberg I- ,.lj fe 1 wQA. li< ^ 1 lM 1 ~ Almanak fyrir Is- land 1997 komið út Hala- stjarnan Hale-Bopp væntanleg ALMANAK fyrir ísland 1997 er komið út hjá Háskóla ís- lands. Ritið hefur verið gefið út samfellt allt frá árinu 1837 og er þetta því 161. árgangur- inn. Dr. Þorsteinn Sæmunds- son, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans, hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. í ritinu er að finna margvís- legar upplýsingar auk daga- talsins. Má þar nefna töflur um sjávarföll og gang himin- tungla, stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Is- landi, yfirlit um mælieiningar, veðurfar og fleira. Þar er einnig grein um halastjörnuna Hale-Bopp, sem spáð er að verði áberandi á himninum á næsta ári. Nafn sitt dregur hún af bandarísku stjörnuáhugamonnunum Thomas Bopp og Alan Hale, sem fyrstir komu auga á hana I júlí 1995. Hún var þá mun lengra frá sólu en Júpíter og hafa áhugamenn aldrei áður fundið halastjömu í svo mik- illi fjarlægð. Skilyrði til að sjá halastjörnuna Hale-Bopp frá íslandi munu verða best í marsmánuði. Selshreifar á þorrablótið MIKIL og Iöng hefð er fyrir sel- veiðum við Skjálfanda. Ekki ber á öðru en Húsvíkingar séu enn að því Sigurbjörn Sörensson og Hörður Sigurbjarnarson voru að gera að stórum blöðrusel á bryggjunni á Húsavík þegar blaðamenn voru þar á ferð í vik- unni. Hörður sagði að gamlar og góðar selaskyttur hefðu veitt selinn austur af Flatey. Þeir fé- lagar hefðu hins vegar fengið að nýta kjöt og hreifa enda súrs- aðir selhreifar ómissandi í þorra- blótunum. Blöðruselurinn er um 300 kg að þyngd. Aukin ásókn í hússtjórnamám Kísilþörungur breiðist út í ám á Vesturlandi Veiðimálastofnun að kortleggja útbreiðslu þörungsins AUKINN áhugi er á námi í hús- stjórnarfræðum hérlendis en Hús- stjórnarskólinn I Reykjavík hefur haft námskeið í slíkum fræðum í boði undanfarin ár. Nemendum þar hefur fjölgað ört á skömmum tíma og í ár hafa umsóknir um skólavist ekki verið fleiri frá árinu 1970. í hússtjómardeild stunda yfirleitt nám stúlkur um tvítugt. Þær sitja fjögurra mánaða dagnámskeið þar sem lögð er áhersla á verklega kennslu i heimilisstörfum. Samkvæmt upplýsingum Ingi- bjargar Þórarinsdóttur, skólastjóra Hússtjórnarskólans, hafa nú 60 stúlkur sótt um á námskeiðið sem hefst eftir áramót en einungis 24 stúlkur munu komist að. Því þurfi að vísa 36 stúlkum frá. Aðeins fimm kennarar starfa við skólann og þar sem námið er að mestu verklegt er ekki hægt að sinna meiri fjölda. Rekstur skólans er í höndum stjórnvalda, skólagjöld eru 3.000 krónur en auk þess borga nemendur allan efniskostnað sjálfír. Karlmenn sækja ekki um Ingibjörg telur aukna ásókn bera vott um vilja stúlknanna til að reka gott heimili. „Það er greinilega auk- inn áhugi í þjóðfélaginu á bættu mataræði, handavinnu og hvers kyns heimilisstörfum." í boði er kennsla í matreiðslu og ýmiss konar sauma- skap, svo sem bútasaumi, og vefn- aði en auk þess er stúlkunum kennt hvernig hirða eigi heimili. í bóklega hluta námsins er stúlk- unum kennd næringarfræði, textíl- fræði, neytendafræði og fjölskyldu- fræði sem er sambland af félags- fræði og uppeldisfræði. Að sögn Ingibjargar hafa karl- menn ekki óskað eftir skólavist í hússtjórnardeild en þeir hafi hins vegar sótt matreiðslunámskeið. KÍSILÞÖRUNGURINN Dydim- osphenia geminata, sem var fyrst greindur í Hvítá í Borgarfirði haustið 1994, hefur breiðst mjög út og finnst nú í flestum ám Borg- arfjarðar og eitthvað vestur á Mýrar að sögn Sigurðar Más Ein- arssonar fískifræðings hjá Vestur- landsdeild Veiðimálastofnunar. Kortlagning á útbreiðslu þörungs- ins hefur verið meginverkefni þeirra Sigurðar Más og Gunnars Steins Jónssonar hjá Hollustu- vernd ríkisins. í skýrslu sem þeir Sigurður Már og Gunnar Steinn sendu frá sér fyrr á þessu ári kemur fram að meginhluti lífþyngdar þörungsins sé í stilknum og blaðgræna finnist eingöngu í frumunni sem situr á enda hans. Þetta skýri gráleitan lit þörungabreiðunnar og að þörungur með Iífsform af þessu tagi geti vaxið í miklum straumi og náð mikilli lífþyngd í rennandi vatni. „Þörungurinn myndar þéttan gráleitan massa sem þekur botn- inn. Hann getur kæft annan gróð- ur og veldur því röskun á líf- ríkinu. Við verðum að fylgjast grannt með framvindu mála,“ seg- ir Sigurður Már. Lítið rannsakað Síðan þörungsins varð vart hef- ur verið unnið að því að afla skýr- inga á tilurð hans í íslenskum ám, en að sögn þeirra félaga hafa skipulagðar rannsóknir á fersk- vatnsþörungum ekki farið fram hér á landi, né heldur vöktun á efna- og eðlisfræðilegum þáttum. Þannig hefur ekki verið hægt að kanna hvort breytingar hafi orðið á umhverfisþáttum sem gætu gefið skýringar á þessum mikla þörungavexti. Kortlagningin hefur haldið áfram í sumar og er vinnu sumars- ins ekki lokið. Sumarið 1995 var lögð áhersla á að skoða aðra staði en þá sem þörungurinn fannst á 1994. Helsta niðurstaðan var sú að hann virtist hafa færst ofar á vatnasvæðin. Fannst hann m.a. í Grímsá, Norðurá, Litlu Þverá, Kjarrá, Hvítá og Reykjadalsá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.