Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 9 FRÉTTIR Þörf á meiri þjónustu í höfuðborginni fyrir heilabilaða og aðstandendur þeirra Fleiri rými á næsta ári leysa brýnasta vandann MEÐ fleiri rýmum á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða verður brýnustu þörfinni fyrir vist- un heilabilaðra, að sögn Þóris Har- aldssonar, aðstoðarmanns heil- brigðisráðherra, sæmilega svarað í höfuðborginni á næsta ári. Össur Skarphéðinsson, formaður heil- brigðisnefndar Alþingis, segir nauðsynlegt að veita fé til að koma upp aðstöðu sem mæti þörfum hinna sjúku og aðstandenda þeirra. í grein undir yfirskriftinni „Far- aldur næstu aldar“ í Morgunblað- inu á sunnudag kemur fram að brýn þörf sé fyrir aukna þjónustu fyrir heilabilaða og aðstandendur þeirra. Þórir sagði að víða væri sæmi- lega búið að heilabiluðum hér á landi. Hins vegar væri því ekki að neita að ástandið hefði ekki verið gott í höfuðborginni. Reykjavíkur- borg hefði t.a.m. þurft að senda fólk austur fyrir fjall í stofnana- vist. Með fjölgun rýma á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldr- aðra væri vonast til að brýnustu þörfinni fyrir vistun heilabilaðra í höfuðborginni yrði sæmilega svar- að á næsta ári. Hann nefndi í því sambandi að 20 rými yrðu tekin í notkun á dval- ar- og hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða í Víðinesi um áramót. Fyrstu rýmin á nýju hjúkrunarheimili fyr- ir aldraða í Skógarhlíð yrðu tekin í notkun 1. apríl á næsta ári og allt næsta ár yrðu 75 rými tekin í notkun á sama heimili. Sex rými bættust við á hjúkrunarheimilinu Skjóli á næsta ári. Þórir tók fram að mörg smærri sveitarfélögin ættu í erfiðleikum með úrræði fyrir heilabilaða enda væri dýrt að halda uppi þjónustu fyrir fáa einstaklinga. Auðvitað væri neyðarúrræði að leita eftir vistun utan heimabyggðar. Á hinn bóginn hefði aukið framboð í borg- inni áhrif á ástandið á öllu land- inu. Eins mætti gera ráð fyrir að með fjölgun rýma á dvalar- og hjúkrunarheimilum í borginni minnkaði þörfin fyrir hvíldarinn- lagnir. Ríkisstjórnin móti stefnu Össur sagði nauðsynlegt að veita fjármagn til að koma upp aðstöðu sem mætti þörfum hinna sjúku og aðstandenda þeirra. „Ég tel að ríkis- stjómin og fyrst og fremst heilbrigð- isráðherra eigi að hafa frumkvæðið að því að móta stefnuna í þessum málum og hef enga ástæðu til að ætla á þessu stigi að ekki verði úr því. Ef hins vegar heilbrigðisnefnd þingsins þykir ekki nægilega vel að verki staðið af hálfu stjórnvalda hygg ég að nefndin og einstakir nefndarmenn láti málið til sín taka. En ég held að það sé langt frá því komið á það stig,“ sagði hann. Hann sagðist telja nauðsynlegt að undirstrika að vitund manna um vandann hefði verið að aukast hratt á síðustu árum. „Og staðreyndin er því miður sú, hver sem er í ríkis- stjórn, að stjómvöld eru alltaf svolít- ið á eftir. Eigi að síður held ég að menn hafi í vaxandi mæli reynt að grípa til einhverra ráða. Við skulum sjá hvað setur.“ Forsetahjónin heim- sækja Patreksfjörð ísafjörður Ráðist á starfsmann skemmti- staðar ísafirði. Morgunblaðið. RÁÐIST var á einn af starfsmönnum skemmtistaðarins Sjallans á ísafirði er hann var á heimleið að lokinni vinnu aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags. Sá sem réðst á manninn mun hafa verið einn af gestum staðarins um- rætt kvöld. Að sögn lögreglunnvar árásin algjörlega að tilefnislausu. í fyrstu var talið að sá sem fyrir árás- inni varð hefði slasast mikið en við nánari rannsókn kom í ljós að brotn- aði hafði úr tveimur tönnum auk þess sem hann er mikið bólginn í andliti. Maðurinn sem árásinni olli var handtekinn sömu nótt og fékk að gista fangageymslur lögreglunnar um nóttina. FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir munu verða í opinberri heimsókn í Barðastranda- sýslu 20.-22. september næstkom- andi. Gestgjafar forsetahjónanna eru sveitarfélög í sýslunni, það er Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur og Reykhólahreppur. Forsetahjónin munu fýrsta daginn skoða Þörungaverksmiðjuna í Karls- ey, hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð, framkvæmdir við Gils- fjarðarbrú og minnisvarða um Matt- hías Jochumsson á fæðingarstað hans að Skógum í Þorskafirði. Um kvöldið verður boðið upp á veitingar í Hótel Bjarkalundi og þá verður snæddur kvöldverður í Flókalundi í Vatnsfirði. Á laugardag heíja forsetinn og kona hans för til Bíldudals og þvínæst verður boðið upp á hádegis- verð á Tálknafirði. Að því búnu verð- ur haldið að Hnjóti i Örlygshöfn þar sem byggða- og flugminjasafnið verður skoðað. Á laugardagskvöld bjóða bæjar- stjórn Vesturbyggðar og hrepps- nefnd Tálknafjarðar til kvöldverðar í félagsheimili Patreksfjarðar en að honum loknum verður samkoma fyrir íbúana með skemmtidagskrá heimamanna. Að morgni sunnudags verður sjúkrahúsið á Patreksfírði heimsótt og Vatneyrarbúð skoðuð undir leiðsögn bæjarstjóra. Síðan leggur forseti blómsveig að minnis- varðanum um þá sem fórust í snjó- flóðinu á Patreksfirði árið 1983. Heimsókn forseta lýkur síðan á Pat- reksijarðarflugvelli að kvöldi sunnu- dags. Sýslumaðurinn á Patreksfirði bendir þeim, sem áhuga hafa á að fylgjast með heimsókninni, að vera á vel búnum bílum, vegna ástands vega í sýslunni. Nýkomið Ullarjakkar, kápur, dragtir Tískuskemman Bankastræti 14-, sími 561 4118. Ný sending frá Frakklandi. Stakir jakkar og buxur. TKSS v neð neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, laugardaga kl. 10—14. Gallastretchbuxurnar vinsælu komnar aftur í stærðum 27-60 Verð kr. 4.500 Eddufelli 2, sími 557 1730. of nyjum rúmun BRIO barnarúmin komin aítur jkum, stuðköntum, himnasængum og sængurverasettum. Harðviðarrúm, staerð 120x60 sm Fáanleg í hvítlökkuðu, viðarlituðu og antikbæsuðu. Stillanlegur botn. Frábært verð kr. 10.990 St.gr. kr. 10.440 Dýnur fáanlegar í mörgum gerðum. ...blabib -kjarnimálsins! • • Orugg ávöxtun sparifjár Spariskírteini ríkissjóðs með mismunandi gjalddaga • Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga eftir 'h ár, Vh ár, 2'h ár, 3'h ár og 4'h ár. • Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda. • Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Helstu flokkar spariskírteina: Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. 1992 1D5 Gjalddagi 1/2 1997 1993 1D5 Gjalddagi 10/4 1998 1994 1D5 Gjalddagi 10/2 1999 1995 1D5 Gjalddagi 1/2 2000 1990 2D10 Gjalddagi 1/2 2001 Fjölmargir aðrir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal í huga að spariskírteini ríkissjóðs eru markaðsverðbréf sem eru skráð á Veröbréfaþingi Islands, og eru því auðseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfísgötu 6,2. hæö (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.