Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Óskar Gíslason AFTAKAVEÐUR var þegar Sargon strandaði undir Hafnarmúla að kvöldi 1. desember. Einn skipbrotsmanna dreginn að landi. Félagar hans bíða frammá meðan sjórinn gengur yfir skipið. Skipbrotsmaður í heimsókn tæplega hálfri öld eftir strand hér við land ÁTJÁN ára piltur, Fred Collins, var einn sex skipverja sem björg- uðust þegar togarinn Sargon frá Grimsby strandaði undir Hafnar- múla við Patreksfjörð 1. desember 1948. Ellefu menn fórust með skip- inu. Fred er nú kominn á sjötugs- aldur og hættur sjómennsku. Hann er sá eini sem eftir lifir af þeim sem var bjargað. Hingað til lands kom hann síðastliðinn föstudag og fór á strandstað tæpum fjörutíu og átta árum eftir atburðinn. Það er ekki langt síðan hann sá kvikmyndina „Björgunarafrek- ið við Látrabjarg", sem Oskar Gíslason ljósmyndari gerði um björgun tólf manna úr áhöfn ann- ars bresks togara, Doohn, sem strandaði undir Látrabjargi í des- ember árið áður. Þá fórust þrír menn. Eitt atriði kvikmyndarinnar var ekki leikið, heldur þvert á móti blákaldur raunveruleiki. Það var sjálf björgunin. Reyndar var ekki verið að bjarga mönnunum af Doohn heldur skipverjunum af Sargon, þar á meðal Fred Collins. Þannig vildi til að Óskar Gíslason og menn úr slysavarnadeildinni Bræðrabandinu í Rauðasands- hreppi voru að vinna að gerð kvikmyndarinnar í Kollsvík þegar Sargon strandaði undir Hafnar- múla. Þeir voru kallaðir á vett- vang og Óskar myndaði björgun- ina. Myndin var síðar sýnd í kvik- myndahúsum og sjónvarpi víða um heim. I för með Fred Collins hér á landi voru þeir Malcolm Doab, systursonur hans, og Ken Stand- ing, fyrrum sjómaður, sem nú er kominn á eftirlaun. Hann hefur um árabil rannsakað sögu fiski- manna í Grimsby og Hull. Eftir að hafa séð kvikmyndina reyndi hann að komast að því hvort ein- liver væri eftirlifandi frá strandi Sargon. Eftir langa leit komst hann loks í samband við Fred Collins og sýndi honum myndina, en hann hafði ekki hugmynd um að hún hefði verið tekin. Einn af björgunarmönnunum við Hafnarmúla forðum er Egill Ólafsson á Hnjóti í Örlygshöfn. Hann og sonur hans, Kristinn Þór Grimsby, í samband við þá Fred Collins og Ken Standing og var ferðin hingað þá skipulögð. Einar Guðbjartsson, kaupfé- lagssljóri á Gjögrum, varð fyrstur manna var við strandið. Hann fór með ljósker niður í fjöru og seg- ist Fred muna vel eftir því að hafa séð Ijósið. Hann segir að menn hafi að vonum orðið því fegnir. „Við sáum sandfjöruna og héldum að við myndum lenda uppi í henni. En þá tók togarann niðri, vélarrúmið fylltist af sjó og rafmagnið fór af,“ segir Fred. Kristinn segir að menn hafi undrast að skipið skyldi ekki beygja frá landi fyrst skipverjar sáu til lands en nú sé ljóst að það hafi rekið stjórnlaust undir Hafn- armúla og þeir hafi engu fengið ráðið. Meðal þeirra sem Fred og fé- lagar hans heimsóttu fyrir vestan var Emma Kristjánsdóttir, hús- freyja í Efri-Tungu. Urðu þar miklir fagnaðarfundir. Þar var forðum hlúð að Fred og tveimur öðrum skipbrotsmönnum en hinir þrír voru fluttir að Gjögrum til Einars Guðbjartssonar. Emma var þá tólf ára að aldri og aðstoð- aði Dagbjörtu móður sína við að hjúkra mönnunum. Þar voru þeir í sex daga áður en þeir voru flutt- ir til Reykjavíkur. Fred segir margt hafa rifjast upp fyrir sér þegar hann kom aftur að Efri-Tungu, til dæmis hvar hann hafi sofið. Eins rifjuðu þau Emma upp þegar þeir félagar hjálpuðu henni við uppþvottinn eftir að þeir voru farnir að hress- ast. Auðsjáanlegt er að Fred er snortinn. „Hlýjan og gestrisnin er hreint. ógleymanleg," segir hann og undir það taka þeir Malc- olm Doab og Ken Standing, sem segjast mjög þakklátir fyrir mót- tökurnar á Patreksfirði. Til stendur að reisa minnis- varða um hina látnu við minja- safnið að Hnjóti 1998 til að minn- ast þess þegar fimmtíu ár verða liðin frá strandinu. Hugmynd þeirra feðga er, að sögn Kristins, sú að í minnisvarðanum verði ell- efu ^jós eða jafnmörg og mennirn- ir sem fórust. Bjargaðist úr breska togaranum Sargon undir Hafnarmúla Morgunblaðið/Árni Sæberg SKIPBROTSMAÐURINN Fred Collins, systursonur hans Malc- olm Doab og grúskarinn Ken Standing glugga í Morgunblaðið frá því í desember 1948, en þar birtist frásögn og mynd af skipbrotsmönnunum af Sargon. Egilsson, hafa um nokkurt skeið fórust með Sargon. Nýlega kom- gengið með þá hugmynd að minn- ust þeir svo fyrir milligöngu Jóns ast á einhvern hátt þeirra sem Olgeirssonar, ræðismanns í Stúdentaráð vill ekki að ráðherra skipi há- skólarektor STÚDENTARÁÐ Háskóla ís- lands hefur sent frá sér ályktun þar sem það mótmælir harðlega öllum hugmyndum um að menntamálaráðherra skipi rektor HÍ og fulltrúa í háskóla- og deildarráð. Yrðu slíkar hug- myndir að veruleika telur ráðið að HÍ væri gerður að pólitískri stofnun sem væri háð duttlung- um stjórnmálamanna. í samþykkt ráðsins er greint frá því að á heimasíðu Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra á alnetinu hafi nýlega birst grein undir yfirskriftinni Stjórnsýsla innan Háskólans. Sjálfstæði háskóla mikilvægt Þar „orðar ráðherrann þá hugsun að það komi til álita að ráðherra menntamála skipi rektor Háskóla Islands. I sömu grein kemur fram að mennta- málaráðherra telur að ráðherra menntamála eigi að skipa full- trúa sína í háskóla- og deildar- ráð,“ segir í upplýsingum frá ráðinu. Af þeim sökum hafi umrædd ályktun verið sam- þykkt. Stúdentaráð minnir á að hvarvetna á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu hafi verið talið mikilvægt að háskól- ar séu sjálfstæðir. „Háskóli ís- lands hefur núna í nokkur ár ekki fengið að þróast eins og stjórnendur hans hefðu talið æskilegast sökum þess hve fjárveitingavaldið hefur sniðið honum þröngan stakk. Nú hefur það gerst að menntamálaráðherra hefur orð- að þá hugsun að bijóta Háskóla íslands undir sína stjóm með því að ráðherra menntamála skipi háskólarektor og ákveðinn flölda fulltrúa í háskóla- og deildarráð. Stúdentaráð Há- skóla íslands hafnar algjörlega hugmyndum menntamálaráð- herra, en með því væri Háskóli íslands gerður að pólitískri stofnun sem væri háð duttlung- um stjórnmálamanna," segir að lokum í ályktun ráðsins. Skoðanakönnun Gallups 86% telja að forsetinn standi sig vel SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallups telja tæplega 86% þjóð- arinnar að forseti Islands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, muni standa sig vel í embætti en 8% telja að hann muni standa sig illa. Mun fleiri í eldri aldurshóp- um þjóðfélagsins en þeim yngri hafa trú á Ölafur Ragnari eða 93% þeirra sem eru 55 ára eða eldri en 76% þeirra sem eru 25 ára eða yngri. Fjölskyldur með lágar tekjur telja fremur en þær sem efn- aðri eru að forsetinn muni sýna góða frammistöðu. Um 77% kjósenda Sjálfstæð- isflokksins telja Ólaf Ragnar muni standa sig vel en á bilinu 90-98% kjósenda Alþýðuflokks, Framsóknarfloks og Alþýðu- bandalagsins. Ekki er marktækur munur á skoðunum kvenna og karla tii væntanlegrar frammistöðu Ól- afs Ragnars, né munur á af- stöðu höfuðborgarbúa og landsbyggðarfólks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.