Morgunblaðið - 18.09.1996, Side 13

Morgunblaðið - 18.09.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 13 KA um byggingu knattspyrnuhúss á svæði Þórs Ottast ójafnræði við úthlutun tíma FULLTRÚAR íþrótta- og tóm- stundaráðs Akureyrar áttu á dög- unum fund með aðalstjórn Knatt- spyrnufélags Akureyrar þar sem rætt var um bókun ráðsins frá því í ágúst síðastliðnum varðandi bygg- ingu knattspyrnuhúss á svæði íþróttafélagsins Þórs. Ráðið mælti með þvl á fundinum í síðasta mánuði að gerður yrði samn- ingur við íþróttafélagið Þór um bygg- ingu og rekstur knattspyrnuhúss. Lýstu forsvarsmenn KA yfir áhyggjum sínum varðandi hugsan- legt ójafnræði við úthlutun tíma í viðkomandi húsi. Til að forðast að svo yrði, lögðu þeir á það áherslu að Akureyrarbær byggði og ræki húsið, en staðsetning hússins er ekki ágrein- ingsefni. Nefndarmenn í íþrótta- og tóm- stundaráði fullvissuðu KA-menn um að þeir myndu að sjálfsögðu beita sér fyrir því að fyllsta jafnræðis verði gætt við úthlutun á tímum í knatt- spymuhúsinu. Morgunblaðið/Hólmfríður Kúrekar norðursins Grímsey. Morgunblaðið. LAGFÆRINGAR standa yfir á leikvellinum í Grímsey. Um verkið sáu þrenn ung hjón í eyjunni en Kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn Grímur hafa styrkt verkið með fjár- framlögum og einn útgerðar- maður í eynni, sem úrelti trillu sína, fékk undanþágu frá því að eyðileggja hana en gaf bátinn þess í stað á leikvöllinn. Eins og gefur að skilja bíður unga kynslóðin spennt eftir að verk- inu \júki og voru litlir „kúrekar norðursins" að líta á aðstöðuna þegar fréttaritara bar að. Félagsmálaráð um Halló Akureyri Utihátíð í þéttbýli óviðunandi án leyfis FÉLAGSMÁLARÁÐ ræddi á dög- unum greinargerð félagsmálastjóra vegna hátíðarinnar Halló Akureyri. Fram kom að ráðið telur óviðun- andi að hægt sé að halda útihátíð inni í þéttbýli án leyfis og skilyrða bæjaryfirvalda. Leggur félagsmálaráð áherslu á að á Akureyri verði ekki aftur hald- in samkoma með því sniði sem var um síðustu verslunarmannahelgi og að bæjaryfirvöld veiti einungis leyfi fyrir vel undirbúinni fjölskylduhátíð sem standi undir nafni. Meðal skil- yrða verði að hagsmunir barna og ungmenna verði hafðir að leiðarljósi og að unnið verði eftir þeim sjónar- miðum sem ráða ferðinni í barna- verndar- og æskulýðsstarfi bæjar- félagsins. ■H'".... ...»..... Herþotur tíðir gestir AKUREYRARFLUGVÖLLUR hef- ur verið eins konar herflugvöllur síðustu daga en vegna erfíðra flug- skilyrða í Keflavík hafa nokkrar herþotur, svo og fjölmargar aðrar vélar, þurft að lenda á Akureyri. Á miðvikudag lentu tvær þýskar her- þotur á Akureyri og á föstudag lentu þar þrjár herþotur frá Kanada. Tvær vélanna eru komnar til ára sinna en þær eru af gerðinni T-33 og voru smíðaðar árið 1954. Reynd- ar voru þessar vélar hannaðar árið 1944 en þær hafa tekið nokkrum breytingum í tímans rás. Vélarnar eru ekki lengur notaðar í bardaga, heldur eingöngu við þjálfun flug- manna. Þriðja vélin er mun stærri og öflugri en er af Challenger-gerð. Herþoturnar komu frá Skotlandi og eru á leið heim til Kanada. Á stærri myndinni sést önnur T-33 vélanna og á minni myndinni er flugmaður vélarinnar að ljúka pappírsvinnu uppi á vængnum. Morgunblaðið/Kristján AÐALFUNDUR Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni laugardaginn 28. september 1996 kl. 15.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. Yale Jk Kentruck fe*r?. •• ^f^TDCKA LYFTARASÝNING ~< í z -I •o í tiíefni Sjávarútvegssýningarinnar efnir ÁRVÍK til sýningar á Yale og Halla lyfturum í húsakynnum sínum að Ármúla 1 í Reykjavík dagana 18. til 21. september 1996. Sýningin stendurfrá kl. 9:30 til kl. 18:00 frá miðvikudegi til laugardags. Einnig sýnum við margar gerðir af stöflurum, handvögnum og trillum frá Kentruck, Stocka og Fetra. Öll lyftitæki á sýningunni eru boðin með sérstökum afslætti á meðan sýningin stendur. ÁRVÍK ÁRMÚLA 1* SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 BÍLATORG FUNAHÖFDA 1 S: 587-7777 Ragnar Lövdal, lögg. bifrei&asali Opel Astra SXW árg. 1995, hvítur, álfelgur, ek. 37.000 km. Verð kr. kr. 1.250.000. Mercury Sable árg. 1995, grænsans, einn með öifu, *' ---- , ek. 35.000 km. Verð kr. 2.100.000. VW Vento GL, árg. 1994, vínrauður, ek. 30.000 km., einn með öllu, álfelgur, húddhlíf, spoiler, 5 gíra. Verð kr. 1.3 30.000. Sldpti. Toyota Corolla GL Sedan, árg. 1991, special series, rafm. í rúðum, samlæsingar, ný spraut- aður, smurbók íylgir, eíc. 127þ km. Verð kr. kr. 780.000. Skipti. MMC Galant 2000 GLSI, arg. 1992, grásans, sjálfsk., ek. 108 þús. km. Verð kr. 1.100 þús. Nissan Patrol, árg. 1995, hvítur, upphækkaður, 32“ álfelgur, ek. 25.000 km. Verð kr. 3.450.000. Skipti. Subaru Legacy 1800 GL STW, árg. 1990, álfelgur, sjálfsk., ek. 95.000 km. Verð kr. 1.070.000. Skipti. Daihatsu Roclcy EL, árg. 1991, grár, 31“ dekk, ek. 86.000 km. Verð kr. 1.290.000. Nissan Double Cab, árg. 1995, diesel, turbo, Inercooler, 33“ dekk, ek. 51.000 kin. Verð kr. 2.250.000. MMC Colt 1300 GL, árg. 1991, hvítur, ek. 53.000 km. Verð kr. 620.000. Toyota Hi Ace 4wd, árg. 1993, hvítur, innréttaður sem húsbíll. Verð kr. 1.900.000. Toyota Hi Lux Double Cab, árg. 1988, vínrauður, diesel, turbo, Intercooler, mikið breyttur, ek. 9.000 km. á vél. Verð kr. 1.250.000. Skipti á dýrari bíl. Arnþór Grétarsson, söluma&ur ÚTVEGUM BÍLALÁN - VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ HloÍP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.