Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 18

Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kaþólska kirkjan á Bretlandi Ihuga að slaka á skírlífiskröfu London. Reuter. BASIL Hume kardináli, leiðtogi ka- þólsku kirkjunnar í Bretlandi, kvart- aði yfir því í gær að breska samfé- lagið væri orðið „mjög gagntekið af kynlífi" og sagði að kirkjan kynni að slaka á aldagamalli kröfu sinni um skírlífi presta. Hume sagði þetta í tilefni af um- ræðu um afsögn biskupsins af Ar- gyll, Rodericks Wrights, sem hvarf fyrir viku ásamt fráskildri þriggja barna móður. Talið er að þau hafi tekið saman. Hume sagði að mörg efnileg prestefni hefðu gengið í aðrar kirkj- ur vegna kröfunnar um skírlífi ka- þólskra presta. „Þetta eru ekki guð- leg lög,“ sagði hann. „Þetta eru kirkjulög, þannig að páfi eða æðstu menn kirkjunnar gætu breytt þeim.“ Jóhannes Páll páfi er andvígur breytingum á kirkjulögunum og af- staða Páfagarðs er að prestar og nunnur verði að vera skírlíf til að geta helgað sig algjörlega guði og störfum sínilm. Ummæli Humes eru í andstöðu við ósveigjanlega afstöðu erkibisk- upsins af Glasgow, Thomasar Winn- ings kardinála, sem sakaði Wright um alvarlega hrösun. „Ef við settum okkur ekki háleit markmið og kröfur væri þetta ekki mikil kirkja." Michael Winter, sem sagði af sér sem prestur í kaþólsku kirkjunni og kvæntist, sagði kröfuna um skírlífi óeðlilega. „Hún leiðir til hræðilegra þjáninga vegna þess að ýmsir, sem vilja verða prestar, eru ekki skapað- ir til skírlífis en reyna að sætta sig við það og oft brotna þeir gjörsam- lega niður eftir margra ára baráttu við að bæla tilfinningarnar niður. Þetta getur verið mjög átakanlegt.“ Hyggjast rann- saka mál Bossis Mantua. Reuter. UMBERTO Bossi, leiðtogi Norður- sambandsins á Ítalíu, sem lýsti yfir stofnun sjáfstæðs ríks í norðurhluta landsins um síðustu helgi, er kom- inn á lista yfir þá, sem eru til rann- sóknar hjá ítölskum dómsmálayfir- völdum. Var þetta haft eftir Mario Lup- erto, saksóknara í borginni Mantua, en hann nefndi ekki hvaða sakir Bossi væru gefnar. Eftir öðrum heimildum er haft, að þær geti ver- ið að ráðast gegn einingu ríkisins, bijóta bann við stofnun hópa með herflokka að fyrirmynd og hvetja til mismununar milli fólks eftir upp- runa. Samkvæmt ítölsku stjórnar- skránni er það glæpsamlegt að ógna einingu ríkisins eða sjálfstæði og Ettore Gallo, fyrrverandi forseti stjórnarskrárdómstólsins, hefur hvatt til, að Bossi verði handtekinn. Bossi svarar því hins vegar til, að verði hann handtekinn, muni hann strax lýsa yfir, að hann sé stríðs- fangi. Grænstakkar Margir stuðningsmanna Bossis klæðast grænum skyrtum og hefur það minnt ítala á tímana fyrir stríð og svörtu skyrtumar, sem fasistar Mussolinis báru jafnan. Bossi sagði um helgina, að hann ætlaði að stofna þjóðvarðlið til varnar nýja ríkinu, Padaníu, og sumir „foringja" hans í göngunni um helgina voru með áletranir þess efnis á skyrt- unni. Bossi talar jafnan í niðrandi tón um þá, sem búa á Suður-ítaliu, og segir, að Norður-ítalir eigi sér ann- an uppruna, þeir séu komnir af Keltum og Feneyingum. Sem dæmi um hve þetta fólk sé ólíkt nefnir hann, að sé skellinöðrunni stolið frá Norður-ítala, þá fari hann til lög- reglunnar en sé henni stolið frá Suður-ítala, þá leiti hann á náðir mafíunnar. Reuter NEFND á vegum stríðsglæpadómstólsins í Haag hefur fundið tugi líka múslima sem voru myrtir eftir að hafa flúið Sre- brenica. Einn nefndarmanna skoðar hér eitt Hkanna. Brást NATO? London, Haag. Reuter. RICHARD Goldstone, aðalsaksókn- ari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, gagnrýnir Atlants- hafsbandalagið (NATO) fyrir að láta hjá líða að handtaka Radovan Karadzic og Ratko Mladic, fyrrver- andi leiðtoga Bosníu-Serba, í viðtali við breska dagblaðið The Independ- ent í gær. Goldstone sakar ráðamenn í aðild- arríkjum NATO um að hafa brugð- ist dómstólnum með „óheppilegri og kjarklausri stefnu hvað handtökur varðar". „Frá sjónarhóli fórnarlamb- anna tel ég að þau hafí orðið fyrir miklu óréttlæti," bætir hann við. Goldstone segir að tregða NATO til að handtaka mennina tvo geti „reynst banahögg dómstólsins“. Friðargæsluliðar á vegum NATO í Bosníu hafi sagt saksóknurum dóm- stólsins að þeir hafí orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með að þeim skuli ekki gert kleift að handtaka menn- ina. Beiðni Tadic hafnað Dómstóllinn hafnaði í gær beiðni Bosníu-Serbans Dusans Tadic um að fallið yrði frá flestum ákærunum á hendur honum. Tadic er fertugur, fyrrverandi lögreglumaður, og sak- aður um morð, nauðganir og pynt- ingar á múslimum í fangabúðum í norðvesturhluta Bosníu árið 1992. Bosníu-Serbar sagðir sáttir við óskipta Bosníu Baiya Luka. Reuter. VESTRÆNIR stjórnarerindrekar í Bosníu sögðu i gær að serbneskir harðlínumenn myndu sætta sig við samstarf við múslima og Króata eft- ir kosningamar um helgina þótt þeir' hefðu lagt áherslu á aðskilnað í kosn- ingabaráttunni. Stjórnarerindrekarnir sögðu að þótt Momcilo Krajisnik, forsetaefni Serbneska lýðræðisflokksins, hefði verið herskár í kosningabaráttunni gerði hann sér ljóst að Bosníu-Serbar yrðu að starfa með múslimum og Króötum. Hann væri atkvæðamesti stjórnmálamaður serbneska lýðveld- isins og sú ákvörðun að tilnefna hann sem forsetaefni sýndi að Bosníu-Ser- bar tækju forsætisráðið alvarlega. Stjórnarerindrekarnir sögðu að þar sem Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, héldi að sér höndum þyrftu Bosníu-Serbar að leita eftir efna- hagsaðstoð annarra ríkja til að geta byggt upp iðnfyrirtæki sín, sem eru háð orku og hráefnum frá öðrum svæðum í Bosníu. „Ef Serbneski lýð- ræðisflokkurinn bætir ekki lífskjör kjósendanna sem fyrst... stendur hann frammi fyrir pólitískri tor- tímingu í næstu kosningum," sagði einn stjómarerindrekanna. Serbneskir heimildarmenn viður- kenndu að Bosníu-Serbar ættu ekki annars úrkosti en að sætta sig við einingu Bosníu. Reynt að sætta fylkingarnar Kosið var um helgina til þriggja manna forsætisráðs, sem á að móta utanríkisstefnu Bosníu. Ráðið verður skipað fulltrúum múslima, Serba og Króata og sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði verður forseti eða for- maður forsætisráðsins. Fyrsta kjörtímabil ráðsins er tvö ár en eftir kosningar árið 1998 verð- ur kjörtímabilið fjögur ár. Samkvæmt stjórnarskrá verða all- ir fulltrúarnir þrír að samþykkja ákvarðanir forsætisráðsins. Svipað fyrirkomulag gafst ekki vel í gömlu Júgóslavíu en stjórnarerindrekar segja þetta einu leiðina til sátta. Sé ósamkomulag í ráðinu geta tveir fulltrúanna tekið ákvörðun. Sá þriðji getur þá vísað málinu til þinga serbneska lýðveldisins og sambands- ríkis múslima og Króata. Ákvörðun telst ógild samþykki tveir þriðju full- trúa annars þinganna mótmælin. Rengja tölur um ávinning af ESB aðild Finnar borga meira til ESB en þeir fá á móti FINNSKIR sérfræðingar rengja tölur ríkisstjórnarinnar um ávinning finnska ríkissjóðsins af aðild Finn- lands að Evrópusambandinu á síð- asta ári. Stjórnvöld höfðu haldið því fram að Finnland væri eina nýja aðildarríkið, sem fengi meira fé frá ESB en það léti af hendi. Sam- kvæmt nýjum útreikningi eru Finnar hins vegar nettógreiðendur í sjóði ESB, líkt og Svíar og Austur- ríkismenn. Samkvæmt tölum fínnsku stjórn- arinnar fékk Finnland á síðasta ári 683 milljónir finnskra marka, eða um 10 milljarða íslenzkra króna, úr sjóðum ESB umfram það, sem greitt var í þá. Samkvæmt opinber- um tölum nam greiðsla Svíþjóðar í sjóði ESB, umfram það sem fékkst á móti í styrki og framlög, um 100 milljörðum króna. Austurríki lét af hendi um 85 milljörðum króna meira en það fékk í sinn hlut. Ekki tekið tillit til tolltekna Blaðið Helsingin Sanomat, sem fékk til liðs við sig sérfræðinga frá fínnsku hagstofunni og hagrann- sóknastofnuninni, segir að tölurnar séu ekki sambærilegar. Finnska stjórnin hafí ekki tekið með í dæm- ið tolltekjur, sem hefðu komið í hlut Finnlands hefði það verið utan ESB, en renni nú beint í sjóði sam- bandsins. Sérfræðingarnir telja þessa upphæð nema tæplega 13 milljörðum íslenzkra króna. Þá segja þeir að styrkir til finnsks land- búnaðar, að upphæð tæplega 15 milljarðar króna, hafí verið bók- færðir á árinu 1995, þótt þeir hafi ekki verið greiddir fyrr en í byijun þessa árs. Finnska ríkisstjórnin seg- ir að þessi háttur hafí verið hafður á, þar sem ákvörðun um styrkina var tekin í fyrra. Sambærilegar, opinberar tölur um greiðslur nýju aðildarríkjanna til ESB og styrkina, sem þau fengu á móti, munu liggja fyrir í nóvem- ber, er endurskoðendur ESB hafa lokið uppgjöri síðasta árs. Reutcr Niðurskurðarfj árlög í Frakklandi FRANSKA stjórnin opinberar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár í dag og mun þar kveðið á um mikinn niðurskurð í útgjöld- um ríkisins. Talið er, að ráðgerð- ur fjárlagahalli verði innan við 3% en það er skilyrði fyrir þátt- töku i Evrópska myntbandalag- inu 1999. Til að ná þessu marki þarf mikinn niðurskurð og marg- ir hagfræðingar eru vantrúaðir. Segja þeir best að bíða og sjá hvort um verði að ræða raun- verulegan niðurskurð eða bók- haldsleikfimi. Hollenska ríkis- stjórnin lagði fram sín fjárlög í gær og þar er gert ráð fyrir hallinn verði 2,2% af þjóðarfram- leiðslu í stað 2,6% halla á þessu ári. Hér eru Jean Arthuis, fjár- málaráðherra Frakklands, og Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, á fundi i borginni Kempten í Þýskalandi í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.