Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 19

Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 19 ERLENT Stjórn Sviss ákveður að láta kanna hvað varð af illa fengnu gulli nasista Nefnd leitar inneigna gyðinga Genf. The Daily Telegraph. Botha vissi um aðgerðir dauða- sveita EIJGENE de Kock, yfirmaður dauðasveita hvítu minni- hlutastjórnarinnar í Suður- Afríku, hélt því fram við vitnaleiðslur í gær, að P.W. Botha fyrrverandi forseti hefði vitað meira um aðgerðir dauðasveitanna gegn stjórn- arandstæðingum og fullyrti, að yfirmenn sínir hefðu sagt, að Botha hefði sjálfur fyrir- skipað sprengjuárás á höfuð- stöðvar launþegasamtaka blökkumanna, Cosatu, seint á síðasta áratug. Ducruet í mál útaf myndum DANIEL Ducruet maður Stefaníu Mónakóprinsessu hefur stefnt tveimur ítölskum blöðum sem birtu myndir af hónum og belgískri fatafellu samtvinnuðum á sólbekk á evuklæðunum einum. Með því vill hann reyna fá úr því skor- ið hvort hafi verið leiddur í gildru. Sveitakonur í Kína í hættu UNGUM konum til sveita í Kína er mun hættara við sjálfsmorði en þeim sem í þéttbýli búa, að sögn alþjóð- legra hjálparsamtaka. Að þeirra sögn voru 93% sjálfs- víga í Kína síðustu fjögur ár framin til sveita, og fer hlutur 15-39 ára kvenna í því efni vaxandi. Eru þær undir mikl- um þrýstingi að ala önn fyrir fjölskyldu í samfélagi örra breytinga. 150 útvarps- stöðvar loka STARFSEMI rúmlega 150 útvarps- og sjónvarpsstöðva var í bönnuð í Beirút í Líban- on í gær er nýjum reglum um útvarpsstarfsemi var beitt. Var starfsemi fjögurra einkarekinna sjónvarpsstöðva og 12 útvarpsstöðva heimil- uð. Öðrum stöðvum var fyrir- skipað að loka í lok nóvember. Mannskæð flóð í Víetnam AÐ MINNSTA kosti 34 fór- ust og tugir þúsunda misstu heimili sín í miklum flóðum í miðhéruðum Víetnams um helgina, að sögn víetnamskra fjölmiðla í gær. Manntjónið var mest í Ha Tinh-héraði þar sem 17 manns fórust og rúm- lega 100.000 manns þurftu þar neyðaraðstoð. Fárviðri og flóð hafa kostað alls 420 manns lífið í mið- og norður- héruðunum frá því í júlí og valdið mesta eignatjóni í norðurhlutanum í áratug. STJORNVOLD í Sviss létu undan alþjóðlegum þrýstingi í fyrradag og ákváðu að skipa nefnd sérfræðinga, sem á að grafast fyrir um reikn- inga, sem gyðingar og ýmsir aðrir áttu í svissneskum bönkum í stríð- inu. Þá á nefndin að kanna hvað varð um gull, sem nasistar stálu og komu hugsanlega fyrir í Sviss. Svissneska stjórnin skýrði frá þessu daginn áður en Malcolm Rif- kind, utanríkisráðherra Bretlands, sótti hana heim en með ákvörðun- inni hefur hún að nokkru rofið þá miklu leynd, sem hvílt hefur yfir svissneskum bankamálum. Um er að ræða allt að 700 nafn- lausa reikninga, sem gyðingar og fleiri notuðu til að koma í veg fyr- ir, að Gestapo, leynilögregla nas- ista, gerði fé þeirra upptækt en margir þeirra iétu lífið í Helförinni. Fimm ára rannsókn í nefndinni verða allt áð 12 sér- fræðingar og fær hún fimm ár til að vinna verkið. Fær hún heimild til að skoða bankaskýrslur og leita upplýsinga hjá tryggingafélögum, lögfræðingum, endurskoðendum, stjórnvöldum og fólki og stofnun- um, sem ýmist hafa aðsetur eða búa í Sviss. Verða niðurstöðurnar síðan birtar opinberlega. Þessi ákvörðun stjórnarinnar er háð samþykki þingsins, sem getur tekið allt að þremur mánuðum, og hægt er einnig að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu eins og vinsælt er í Sviss en hún er þó ekki skilyrði. í yfirlýsingu svissnesku stjórnar- innar sagði, að hún vildi upplýsa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Kröf- ur Heimsráðs gyðinga um rannsókn væru réttmætar þótt þær hefðu að vísu verið notaðar í pólitísku skyni í Bandaríkjunum. Fjórir milljarðar í nasistagulli Svissneska bankasambandið áætlar, að hugsanlega séu rúmlega 2,2 milljarðar ísl. kr. á reikningum, sem enginn veit hver á, en ýmis samtök gyðinga telja upphæðina miklu hærri. Þá verður kannað hvað varð um gull, sem nasistar stálu og lögðu inn í svissneska banka. Breska utanríkisráðuneytið telur, að andvirði þess hafi verið rúmir fjórir milljarðar kr. við stríðslok. Allt að 64.000 kr. verðlækkun á Skoda Felicia Seljum síðustu bílana afSkoda Felicia árgerð 1996 á einstöku sértilboði. Verð nú frá L OOO 895.000 Fyrirtæki og stofnanir Bjóðum einnig vsk-útgáfu á einstöku verði, eða frá 659.000 kr. Komdu núna í Jöfur og tryggðu þér glænýjan Skoda Felicia á sértilboði. Söluaðilar Jöfurs á landsbyggðinni Akranes: Bílver, fsafjörður: Bílaþjónusta Daða, Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfiröinga, Akureyri: Skálafell, Húsavik: Skipaafgreiðsla Húsavíkur, Egilsstaðir: Bilasalan Fell, Höfn: Egill H. Benediktsson, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn, Selfoss: Bílasala Suðurlands 9 9 6 Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.