Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR18.SEPTEMBER1996 21 LISTIR MARÍA Ellingsen og Þorsteinn Gunnarsson í hlutverkum sínum í Largo desolato. Njála á tyrknesku Paris. Morgunblaðið. NJÁLSSAGA kom nýlega út í tyrkneskri þýðingu Necmi Erg- iin. Forlag í Istanbúl, Yapi Kredi Yayinlari, gaf bókina út og þýðandinn segir háskólaf ólk og fræðimenn líklegustu lesend- urna. Lestur bóka sé meirihluta landsmanna framandi iðja og efnið í þessu tilviki sérstakt. Langan tíma hafi tekið að fá bókina gefna út, eftir umleitan- ir hjá nokkrum f orlögum haf i henni loks verið vel tekið og vandað til verka. Þýddi beint afíslenzku Necmi þýddi beint af íslensku og hafði jafnframt enska og franska útgáfu til hliðsjónar. Hann taldi best að stytta text- ann ekki, heldur hafa í megin- máli bundið mál og ættartölur. Þá gaf hann lagaatriðum sög- unnar sérstakan gaum. Athuga- semdum og skýringum bætti hann aftan við þýðinguna, sögu- legum, lagalegum og öðrum sem kunna að vera tyrkneskum lesendum til gagns. Bókin, sem á tyrknesku heitir Yanik Njall'in Sagasi, er 325 síður að lengd og þar af telur inngangur Necmis 25 síður. ís- landskort fylgir bókinni, með bæjum og öðrum mikilvægum mikilvægum stöðum sögunnar. Necmi Ergun er bókmennta- fræðingur menntaður í Frakk- landi. Hann býr í Strassborg með eiginkonu sinni, Þórhildi Ólafsdóttur og dóttur þeirra, og vinnur að þýðingu annarra bóka. Borgarleikhúsið Largo desolato eftir Havel á litla sviðinu LARGO desolato eftir Václav Havel, forseta Tékklands og leikskáld, verður frumsýnt á litta sviði Borgarleikhússins f östudaginn 20. september. Havel var aðsópsmikill andófs- maður gegn mannréttindabrot- um og eins konar þjóðhetja, sat fyrir vikið í fjölda ára í fang- elsi en varð forseti Iands síns eftir byltinguna mjúku í Tékkó- slóvakíu 1989. í þessu leikriti er skáldið hvorki að fjalla bein- línis um eigið líf né umhverfi, heldur hefur verkið víðtækar skírskotanir í hinum þversagna- kennda heimi okkar. Leikendur: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Jón Hjartarson, María EUingsen, Ragnheiður Arnardóttir, Theodór Júlíusson, Valgerður Dan, Þorsteinn Gunnarsson. íslensk þýðing: Baldur Sig- urðsson, Olga María Fransdóttir og Brynja Benediktsdóttir. Lýs- ing: Ögmundur Þór Jóhannes- son. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Leik- stjórn: Brynja Benediktsdóttir. 21 árs gamall og stjórnar Berlínarfílharmóníunni Fjölskyldan flaug í ofboði til Berlínar HANN er nýskriðinn á þrítugsaldur- inn en fékk í síðustu viku tækifæri til að stjórna einni þekktustu sinfón- íuhljómsveit heims, Berlínarsinfón- íunni. Umræddur stjórnandi heitir Daniel Harding og er aðeins 21 árs. Þrátt fyrir það þykir hann einn efni- legasti stjórnandinn sem komið hef- ur fram lengi. Hið einstaka tækifæri gafst þegar Franz Welser-Most, sem átti að stjórna Berlínarsinfóníunni á tón- leikum í Fílharmóníusalnum í Berlín, veiktist tveimur dögum fyrir tónleik- ana. Kvaðst hann ekki treysta sér til að stjórna hljómveitinni á tónleik- unum og var Harding því kallaður til. Hann hefur búið í Berlín í tvö ár, þar sem hann hefur starfað sem aðstoðarmaður " aðalstjórnanda hljómsveitarinnar, ítalans Claudio Abbado. Var það Abbado sem réð því að Harding varð fyrir valinu. Og því þreytti hinn 21 árs gamli Harding frumraun sína sl. miðviku- dag, frammi fyrir 2.400 kröfuhörð- um áhorfendum, sem aðeins eru vanir því besta. í hópi áhorfenda voru einnig foreldrar hans, systkini, unnusta og amraa, sem flugu í of- boði til Berlínar af þessu tilefni. Tónleikaskráin var nokkuð breytt, þar sem Harding þekkti t.d. 1. sinf- óníu/ Schumanns ekki nógu vel til að geta stjórnað henni. Var henni, Le Corsaire eftir Hector Berlioz og konsert Brahms fyrir selló og fiðlu, skipt út fyrir 8. sinfóníu Dvorak, en Harding stjórnaði fyrir skömmu flutningi á henni í Amsterdam. Harding hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla en umboðsmaður hans segir hann taka þessu tækifæri af yfirveg- un og rósemd, en að hann hafi grip- ið það báðum höndum. Harding hefur starfað undir verndarvæng breska stjórnandans Simons Rattle, sem varð aðalstjórnandi sinfóníuhljóm- sveitar Birmingham er hann var 25 ára. Hefur Rattle lýst því yfir að Harding sé enn efnilegri en hann var á hans aldri og hefur verið leitt að því líkum að Harding muni verða eftirmaður Rattles í Birmingham. Fyrr í sumar varð Harding yngsti stjórnandinn sem kemur fram í tón- leikaröð BBC og hlaut afbragðsdóma fyrir frammistöðuna. Harding hóf ungur trompetnám en var aðeins 14 ára þegar draumur- HARDING ráðgast við Kuja Blacha, fyrsta fiðluleika Berlínarsinfóníunnar á æfingu. inn um að verða hljórnsveitarstjóri vaknaði og hann lagði hljóðfæraleik- inn á hilluna og tók sér tónsprota í hönd. Harding var aðeins 17 ára þegar hann sendi Simon Rattle upp- tökur af verkum sem hann stjórn- aði. Rattle sagði unga manninn hafa frábært vald á starfinu, tæknilega séð, en hann hefði hins vegar ekki hundsvit á því hvað tónlistin snerist um. Bauðst Rattle til að kynna Hard- ing undraheim tónlistarinnar og gerði hann að aðstoðarmanni sínum. Undanfarin tvö ár hefur Harding búið í Berlín ásamt franskri unnustu sinni, flautuleikaranum Beatrice. Hann leggur nótt við dag að læra allt sem að gagni má koma við hljómsveitarstjórnun, kynnir sér verk í þaula og skrifa skýringar og athugasemdir við þau verk sem fíl- harmónían flytur. En líklega hafa engin orð náð að lýsa tilfinningum Hardings þegar hann stóð í fyrsta sinn á stjórnpalli Berlínarsinfóníunn- ar. „í fyrsta hlutanum var nær dauðaþögn í pianissimo-kaflanum og ég hugsaði með mér: Vá, þetta er alveg eins og Berlínarsinfónían - guð minn góður, þetta er hún." BÆKUR Sagnfræði AKRANESKIRKJA 1896-1996 eftir Gunnlaug Haraldsson. Útg.: Akraneskirkja 1996,394 bls. SKAGAMENN - eða a.m.k. sum- ir þeirra - hafa verið kristnir allt frá landnámstíð. Saga kristni á Skaganum yrði því ærið löng væri hún sögð. En það er raunar ekki ætlunin í þessari bók. Ein öld er síðan guðshús var byggt þar sem nú heitir Akraneskaupstað- ur. Það hús stendur enn, virðulegt, fagurt og vel við haldið og er um- gerð að öflugu safnaðarslarfi. Það er saga þeirrar kirkju sem hér er skráð á bók og saga þess starfs sem henni tengist. Gunnlaugur Haraldsson er skrá- setjari. Segir hann þá sögu af ör- yggi kunnáttumannsins og góðri rit- leikni. Raunar er meira í þessari stóru bók en aldarsaga kirkjunnar. 126 blaðsíður hafa verið skrifaðar þegar kemur að byggingu Akraneskirkju. 1 stuttu ágripi er fyrst greint frá kirkjum og sóknaskipan í hinu forna Kristnihald á Skaga Garðaprestakalli þar sem nú eru þrjú sveitarfélög, Akraneskaupstað- ur, Innri-Akraneshreppur og Skila- mannahreppur. Öidum saman hafa Garðar á Akranesi verið höfuðból. Þar hafa setið höfðingjar og þar hefur sóknar- presturinn setið með fáum undan- tekningum. Görðum, Garðakirkjum, gripum hennar og mörgu öðru er lýst í löngu máli. Nítján prestar hafa þjónað Garðaprestakalli frá siðaskiptum til 1896, sá síðasti bjó að vísu á Akranesi. Síðasti prestur sem bjó í Görðum lét byggja sér steinhús, elsta íbúðarhús úr steini, byggt með þessum hætti á íslandi. Það hús hýsir nú byggðasafn. Undir lok síðustu aldar fór byggð að vaxa þar sem nú er Akraneskaup- staður. Fýsti þá Akurnesinga að fá kirkjuna flutta niður í kauptúnið. Þeim óaði við hinum korterslanga kirkjuvegi, sem víst var ekki tor- færulaus. Og líklega hefur þeim ekki vaxið í augum söguleg hefð og frægð Garða. Af þessu spruttu mikl- ar deilur milli Innnesinga og kaup- túnsbúa, sem enduðu með því að kirkja var byggð á Akranesi, gamla Garðakirkjan var rifin hið snarasta, en kirkju fengu Innnesingar í Innra- Hólmi. Þar var raunar kirkjustaður frá fornu fari. Víkur nú sögunni að Akranes- kirkju. Hún var byggð 1995-96 og tók smíði hennar um eitt ár. Lítillega hefur hún verið stækkuð síðar, en er að öðru leyti í upprunalegri mynd. Af myndum að dæma er hún fagurt guðshús og prýdd fallegum gripum. 011 frásögn þessarar bókar ber með sér að söfnuðurinn hefur látið sér annt um kirkju sína, reynt að halda henni vel við, fært henni gjafir og sýnt henni ræktarsemi í hvívetna. Einungis fjórir prestar hafa þjónað Akranessöfnuði þessa öld. Allir hafa þeir verið mestu ágætismenn, ást- sælir af söfnuði sínum og látið margt gott af sér leiða bæði í kirkjulegu starfi og utan þess. í þessari bók er aldarsagan rakin ítarlega. Fyrir utan byggingarsögu er kirkjunni lýst, svo og munum hennar. Fjallað er um rekstur og Akraneskirkja. verklegar framkvæmdir, orgel og söngmennt sem lengi hefur verið til fyrirmyndar. Þá er fjallað um kirkjugarðinn í Görðum, en þar hefur hann alla tíð verið, enda hef- ur byggðin færst nær og torfærur horfnar. Þá kemur langur kafli sem ber heitið Kirkjustarfið í 100 ár. Er það margþættur kafli og líklega flest rakið serm ástæða er til að taka fram. Stuttur kafli er um áform um nýja kirkju. Og loks seg- ir frá hinu nýlega og myndarlega safnaðarheimili. Geysilegur fjöldi mynda er í bók- inni. Mannamyndir eru flestar á spássíum og kemur þar fram mesti grúi fólks sem á einn eða annan hátt hefur komið nálægt kirkjustarf- inu. Sumar myndir eru að vísu end- urteknnar nokkuð oft ef menn hafa gegnt mörgum hlutverkum. Fallegar myndir eru af kirkjugripum og margar gamlar myndir sem segja sögu liðins tíma. I bókarlok eru skrár: Tilvísanaskrá, Heimildaskrá, Myndaskrá og Nafnaskrá. Bókin er prentuð á vandaðan pappír, smekklega innbundin og að öllum frágangi hin prýðilegasta. Þessi bók ber höfundi sínum gott vitni um kunnáttusamleg og vönduð vinnubrögð. Hún er verðugur minn- isvarði um aldananga sögu. Sigurjón Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.