Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 22

Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ásýnd Englendinga SJÁLFSMYND eftir Graham Sutherland, árituð og dagsett 1977. Þjóðlistasafnið við Trafalgartorg í London, National Gallery, hýsir í norðurálmu sinni sér- safn af mannamyndum á fímm hæðum, er nefn- ist „National Portrait Gallery“. Bragi As- geirsson skoðaði á dögunum þetta stærsta safn sinnar tegundar í veröldinni. Mannamyndasafnið er til hliðar við aðal- safnið og inngangur öllu risminni svo það vill fara fram hjá ýmsum. í öllu falli gat rýnirinn að mestu skoðað sjálft safnið í friði og ró þær stund- ir er honum dvaldist þar, meðan manngrúi var í aðalbyggingunni. Á neðstu hæð þess var að vísu sérsýn- ing á andlitsmyndum á nýrri tímum „The Portrait Now“ og jafnframt andlitsmyndum á öldinni „20th Century Portraits", sem dró að sér marga, en í engu hlutfalli við mergðina í aðalbyggingunni, og svo var þar annars konar fólk og stað- bundnara. Þetta er þó ekkert smásafn, en af hæðunum fimm voru tvær lokað- ar vegna endurnýjunar og skipu- lagsbreytinga, en þær opna síðar í mánuðinum. Þetta telst, hvernig sem á málið er litið, hið merkasta safn. Eldri deildirnar, þangað sem fáir rötuðu og þá trúlega vegna ókunnugleika, er ómetanlegt fyrir þjóðina. Það geymir ásjónur flestra mikilmenna hennar á síðari öldum, og mörg verkanna eru eftir nafn- kennda málara eins og Hans Hol- bein yngra, Sir Josuah Reynolds og Thomast Gainsborough (sjálfs- mynd). Holbein, hinn ágæti þýski málari, kom fyrsttil Englands 1526 með meðmælabréf frá sjálfum Erasmusi frá Rotterdam í fartesk- inu og fékk ýmis verkefni upp í hendurnar í gegnum Thomas Mo- ore, forseta lávarðadeildarinnar. Fluttist til Basel 1528 þar sem hann festi sér hús. Þar gerðist það 9. febrúar 1529 að nokkur verka hans voru eyðilögð á tímum spellvirkja á myndverkum. Holbein hélt svo aftur til Englands 1532 og enn á ný með meðmælabréf frá Erasmusi upp á vasann. Var ráðinn til hirðarinnar í London, fyrst og fremst sem myndamálari, en auk þess skreytti hann veggi og gerði uppkast að heiðurshliðinu við krýningu Onnu Boleyn. Það var svo er hann málaði frábæra mynd af franska sendiherr- anum að hann var ráðinn til hirðar Cromwells, og 1536 í þjónustu Hin- riks áttunda, sem gerði hann út í marga leiðangra til meginlandsins til að mála giftingarhæfar prinsess- ur. Hann málaði ekki einungis myndir fyrir konunginn og hirðina heldur gerði hann uppköst að ílát- um, skartgripum, vopnum og felu- búningum. Holbein skjalfesti á frá- bæran hátt á dúka sína ásjónur konungs, einstakra drottninga hans og meðlima hirðarinnar, og telst með í að rótfesta þá hefð að gera myndir af stórmennum þjóðarinnar. Og þótt til séu eldri myndir af aðlin- um, margar eftir óþekkta listamenn og þær sumar hinar athyglisverð- ustu, þá lyfti Holbein faginu á æðra tilverustig. Það sem enska þjóðin hefur gert og gerir enn í ríkum mæli, er að huga að þessari hlið sjónrænnar sagnfræði, því á neðstu hæðinni voru myndverk af flestum nafn- kenndustu Englendingum aldarinn- ar á öllum sviðum lista, vísinda og þjóðmenningar, myndlistarmönn- um, rithöfundum, dans-, leik- og tónlistarfólki, vísindamönnum, stjórnmálamönnum, tiginbornu fólki allt upp í konunga, drottning- ar, prinsa og prinsíppur. Og síður einangraðist þetta við hið svonefnda sígilda ,jakkafataportrett“, heldur mátti sjá margar útgáfur af list- greininni, sem kæmu landanum spánskt fyrir sjónir, og síður er vænlegt til vinsælda á efri stigum þjóðfélags okkar. Að þessu leyti eru við snöggtum íhaldssamari en Eng- lendingar, og má geta þess, að á heiðursvegg er inn er komið blasir við splunkunýtt málverk af Elísa- betu drottningu og hún aldeilis ekki fegruð og þó er þetta mynd sem gerð var að undangenginni sam- keppni og þannig verðlaunamynd! En hún er þarna einnig mun yngri í fjölfaldaðri túlkun Andy Warhols og háttstemmdum litum, og ímynd- in hefði allt eins sómt sér á amerísk- ar bauna- og súpudósir. Ekkert veit rýnirinn af viðbrögðum drottn- ingarinnar varðandi hið ófegraða skilirí af sinni tign, en minnist þess að Sara (Winston) Churchill, spúsa stjórnvitringsins, brenndi að stegg- inum látnum frammúrskarandi málverk af honum eftir Graham Sutherland, fannst hann ekki taka sig nógu vel út! Tímarnir eru þann- ig breyttir því nú umbera stórmenn- in bersýnilega ýmsar aðrar útgáfur Catherine Howard var aðeins nítján ára að aldri, er hún varð fimmta kona Henriks VIII. Hún var einföld og ást- leitin og notaði áhrif sín við hirðina til að ráða aðdáendur sína I áhrifastöður nærri sér. Ástarævintýri hennar bárust hugsanlega til eyrna kon- ungi, og hún var sökuð um hórdóm í líkingu við frænku sína Onnu Boleyn, nærri sex árum áður. Hún var fundin sek og hálshöggvin líkt og Anna í febrúar 1542. Um er að ræða eftirgerð af mál- verki eftir Hans Holbein. en sannverðugar og fijóhirslulausar jakkafatakortagerðir af eigin ásjón- um, mökum og skyldmennum. Annað sem kom mér nokkuð á óvart, var hve stílbrögðin voru mörg og að hér var Ijósmyndin allt eins gjaldgeng og málverkið sem setti óneitanlega sérstakan svip á sýninguna og hann af áhugaverðari tegundinni. Hér er vel að merkja um að ræða, að ná sterkum skap- gerðareinkennum úr myndefnunum og þá skiptir miðillinn ekki endilega aðalmáli heldur útkoman. Nútíminn vill bersýnilega sjá eðlisþætti við- komandi í ásjónunum, jafnvel óvænt sjónarhorn lyndiseinkunnarinnar, sem bregður svo aftur ljósi á al- þekkt sérkenni hennar, en mun síður fegraða yfirborðsímynd. Við getum orðað það svo að skoðandinn segi við sjálfan sig „þama er hann/hún ljóslifandi komin/n, og í eigin per- __________BÆKUR F r æ ð i b ó k f STRAUMSAMBANDI: RAF- MAGNSVEITA REYKJAVÍKUR 75 ÁRA, 1921-1996 eftir Sumarliða R ísleifsson, Reykjavík 1996,248 bls. HÖFUNDUR þessarar bókar hefur áður ritað tvær bækur í Safni til Iðnsögu íslend- inga. Ágætar bækur voru það, sem ég las mér til mikillar ánægju. Með fyrri bókinni gaf hann raunar tóninn um fyrirkomulag og efnistök þessa mikla og ágæta ritsafns. Það var því vel til fallið að hann skyldi val- inn til að rita sögu Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Nokkuð hefur honum þó verið skorinn þröngur stakkurinn bæði hvað tíma og efnis- umtak varðar. Eitt ár er skammur tími til heimildaöflunar, úrvinnslu gagna og ritunar og fróðlegt hefði verið að fá meira að vita um starfsfólk og vinnustað. Bókin hefði að ósekju mátt vera töluvert lengri. En innan sinna marka er hún vandað rit og gegnir vissulega sínu hlutverki. Ljós yfir landi Mikil bylting var það þegar rafmagnsljós tóku að flæða um borgina, lýstu upp höll og hreysi og leystu af hólmi olíulampa og gasljós. Svo ekki sé minnst á þegar gömlu kolaeldavélarnar hurfu af sjónarsviðinu og elda- mennska gekk fyrir rafmagni. ÓraQarlæg finnst manni þessi tíð. Samt eru ekki nema 75 ár síðan rafstöðin við Elliðaár tók til starfa og mun styttra frá því að landsmenn allir gátu notið þessara gæða. Saga þessa ævintýris - hvað Reykjavík varðar — er sögð í þessari bók. Fyrst er að vísu forsaga - saga mós og steinol- íu, baráttu fyrir að kynna mönn- um rafmagn, gasnotkun og litlar einkaraf- stöðvar sem gengu fyrir mótorum. Sumarliði R. ísleifsson. veitan og stjórnvöld í öðrum kafla er fjallað um virkjun í Elliðaám. Ekki gekk alveg þrauta- eða deilulaust að taka þá ákvörðun. Öllu því, sem og byggingu stöðvarinnar og starfsemi í upphafi, er hér vel lýst. Brátt kom að því að menn vildu meira rafmagn. Borgin stækkaði og rafmagnsþörf jókst til margra hluta. Þá var fyrst virkjaður Ljósafoss í Sogi, síðan var sú virkjun stækkuð. Enn var írafoss virkjaður og ioks kom Steingrímsstöðin. Saga þessara framkvæmda og sitthvað er að þeim lýtur er sögð í þriðja kafla. Fjórði kaflinn ber heitið Rafmagns- orkukaupendur - Samskipti við Þetta er einkar fjölbreytilegur og skemmtilega skrifaður kafli. Víða er við sögu komið, svo sem um rafmagnstæki, rafhitun, notkun rafmagns í atvinnulífi, verðlagningu rafmagns, innheimtu o.fl. Þá er í stuttum lokakafla minnst á húsnæðis- mál Rafmagnsveitunnar, félagsstörf og skógrækt í Elliðaárhólma. Þetta síðast- nefnda er einkar merkilegt framtak, því Elliðaárhólminn er orðinn fögur og dýrmæt náttúruperla, sem margir njóta. í bókarlok er að finna yfirlit og niðurstöð- ur. Skilgreiningar á helstu hugtökum í raf- fræði og raforkukerfum eru teknar saman af Guðleifi M. Kristmundssyni. „Summary and Conclusions“ er á ensku og loks eru allar þær skrár sem í vönduðu riti af þessu tagi þurfa að vera. Myndefni er ríkulegt, skemmtilegar sögulegar ljósmyndir, mannamyndir, myndir af hvers kyns tækj- um, jafnvel skopmyndir. Þá eru víða inn- felldir textar. Allt er ritið hið vandaðasta að allri gerð bæði hvað innihald og útlit varðar. Helsta aðfinnsla mín er að það er á stundum full ágripskennt og það hefði gjarnan mátt ná til fleiri þátta. Sigurjón Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.