Morgunblaðið - 18.09.1996, Side 34

Morgunblaðið - 18.09.1996, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg systir mín, PETRÍNA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR DIGIORGIO, fædd í Bolungarvík 23. október 1924, búsett í Boston, USA sl. 50 ár, andaðist 12. september. Bálför hefur farið fram. Halldór Pétur Kristjánsson, Hlíð, ísafirði. t Faðir okkar, VIGGÓ GUÐJÓNSSON, Fellsmúla 5, lést í Landspítalanum 15. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Jón Auðunn Viggósson, Guðbjörg Viggósdóttir, Erla Viggósdóttir, Júliana Viggósdóttir. t Mágur okkar, ÓLAFUR Þ. GUÐMUNDSSON, Hvassaleiti 56, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir 15. september sl. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Guðmundsdóttir, fna S. Guðmundsdóttir, Leifur Guðmundsson. t Elsku litli drengurinn okkar, bróðir og barnabarn, LEÓ FREYR ELÍSSON, Eikarlundi 27, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 13. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. september kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á barna- deild FSA. Sigríður Hrönn Pálsdóttir, Elfs Árnason, Viktor Páll, Árni Valdór, Halldóra Höskuldsdóttir, María Ingibergsdóttir, Páll Þorgeirsson, Árni Valdór Elisson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Skipasundi 52, Reykjavík, sem andaðist á Hrafnistu Reykjavík 12. september sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 19 september kl. 15.00. Þuríður Ingibjörg Stefánsdóttir, Þorgerður S. Guðmundsdóttir, Jón F. Steindórsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær bróðir okkar og frændi, ÁRNI JÓNSSON, frá Stórhólmi í Leiru, sem lést í Elliheimilinu Grund 11. september síðastliðinn, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu fimmtud. 19. september kl. 15. Systur hins látna, frændfólk og vinir. t Elsku drengurinn okkar, bróðir og unnusti, SÆMUNDUR BJARNASON, sem lést eftir hetjulega baráttu að morgni 7. september sl. í sjúkrahúsi í Lundúnum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. sept- ember nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Hrafnhildur Ingimarsdóttir, Bjarni Óskarsson, Sigurgísli Bjarnason, Óskar Björn Bjarnason, Birta Fróðadóttir. + Alexíus Lúth- ersson fæddist á Ingunnarstöðum í Kjós 28. septem- ber 1921. Hann lést í Landspitalanum 11. september síð- astliðinn. Foreldr- ar Alexíusar voru Lúther Lárusson, fæddur í Reykjavík 1886 og Guðrún Sigtryggsdóttir fædd 1879 á Þóru- stöðum í Svinadal. Alexíus átti þrjú systkini og einn uppeldisbróður: Hafsteinn Lúther, f. 16.3. 1915, Björn, f. 28.3. 1917, Kristbjörg, f. 31.3. 1918 og Kristján Jóhann Olafs- son, f. 24.12. 1932. Alexíus kvæntist 10. júlí 1954 Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Fréttin um lát Alexíusar vinar okkar kom ekki á óvart. Við höfð- um vonað að honum hefði tekist að vinna bug á krabbameininu, því Hrauni i Grindavík, f. 10.7. 1926. Þau eignuðust fjögur börn: Katrín Sigríð- ur, f. 13.4. 1954 gift Jónasi Helgasyni, þau eiga þrjá syni; Magnús Lúther, f. 11.12. 1955, kvænt- ur Hrönn Pálsdótt- ur, þau eiga eina dóttur og frá fyrra hjónabandi á hann eina dóttur; Guðrún Ingibjörg, f. 2.5. 1957, gift Guðjóni Helgasyni, þau eiga þrjú börn; Kristín Kristbjörg, f. 4.10. 1964, gift Steingrími Davíðssyni, þau eiga tvær dæt- urL Utför Alexíusar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. eftir fyrri átök við sjúkdóminn virt- ist hann hafa náð nokkuð góðri heiisu síðustu tvö árin, en það var bara gálgafrestur. Þegar við komum heim eftir langa dvöl erlendis 1959 höguðu atvikin því þannig að Ingibjörg og Alexíus urðu nágrannar okkar. Betri granna var ekki hægt að hugsa sér. Ingibjörgu þekktum við frá því áður og_ Alexíusi kynnt- umst við fljótt. Áhugamálin voru svipuð og börnin á líkum aldri. Álexíus var fjölhæfur maður. Allt lék í höndunum á honum og hann var alltaf boðinn og búinn til aðstoðar ef á þurfti að halda. Hann var listrænn með afbrigðum og um miðjan aldur tók hann sig til og fór í Myndlista- og handíða- skólann og bera margir fagrir gripir meistaranum vitni. Oft leit- aði hugur Alexíusar í Brynjudal þar sem foreldrar hans höfðu byggt sér eitt af elstu steyptu húsum landsins. Þar hafði hann og fjölskylda hans byggt sér sum- arbústað og var farið þangað eins oft og við varð komið. Alexíus bar veikindi sín með reisn, vel studdur af konu sinni, börnum og tengda- börnum. Einnig talaði hann oft um hve vel væri um sig hugsað á sjúkrahúsinu. Börnin okkar eru vaxin úr grasi, en minningin um góðan dreng lifir í hjarta okkar. Far þú í friði, kæri vinur. Sólveig og Guðmundur Orn. ALEXIUS LÚTHERSSON SÓLVEIG SNORRADÓTTIR + Sólveig Snorradóttir fædd- ist í Keflavík 16. júlí 1956. Hún Iést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 24. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 31. ágúst. Elsku Solla, ég man eftir því þeg- ar ég fylgdi þér í sjúkrabílnum, þá sagðir þú við mig: „Ég ætla ekki að láta neinn segja mér hvað ég á eftir að lifa lengi, það skal ég sýna ykkur.“ Veistu Solla mín, ég held að þú sért búin að sýna okkur það, þú lifðir mun lengur en ég þorði að vona. Alltaf sjáum við hvað það er stutt á milli lífs og dauða, við eigum að þakka Guði fyrir hvern dag. Ég man morguninn 24. ágúst þegar pabbi hringdi og sagði: „Lína, hún Solla dó í nótt.“ Ég man ekki meira af þessu samtali nema að þegar ég var búin að tala við hann, fann ég sömu tilfinningu og þegar pabbi hringdi og sagði mér að Magnús Þór væri dáinn, sem er best lýst þannig, að það er eins og hjartað sé tekið frá manni. Svona sár gróa aldrei, maður lærir bara að lifa með þeim. Þegar Solla og pabbi bjuggu í Vestmannaeyjum fékk ég að koma þangað á sumrin. Svo fluttuð þið til Keflavíkur og þá kom ég í heimsókn aðra hveija helgi og alltaf tókstu vel á móti mér, varst mér sem móðir og vorum við góðar vinkonur. Þú hlustaðir á mig þegar mér leið illa og gafst mér góð ráð. Stunduny fékk ég þig til að spá fyrir mér. Ég man líka vel eftir fjöruferðunum sem við fór- um í, áður en Sorri fæddist. Mikið er ég þakklát fyrir hvað það var alltaf kært á milli ykkar og mömmu. Alltaf gerðuð þið það besta fyrir mig og vilduð að mér liði sem best hjá ykkur, og þar tókst ykkur vel upp. Þegar Magnús var veikur veittirðu Sólbjörgu og Óla allan þinn styrk og eftir að þú veikt- ist veittu þau þér sinn. Það munaði ekki nema 1 tíma og 42 mín. að þú fengir hana Sigrúnu, ömmubarnið þitt, í afmælisgjöf, en ég var aðeins of sein. Manstu daginn sem þið komuð í heimsókn til henn- ar? Þú varst svo stolt af henni. Þeg- ar þú sagðir við hann Snorra litla: „Eigum við kannski að fá hana ein- hverntíma lánaða og leyfa henni að sofa heima?“ Þá mundi ég hvað mér leið alltaf vel heima hjá ykkur og vissi að Sigrúnu ætti eftir að líða jafn vei. Ég veit, Solla mín, að alltaf þegar við förum í. heimsókn til pabba, Kidda og Snorra eigum við eftir að + Hólmfríður Ingibjörg Jóns- dóttir fæddist í Húsey í Skagafirði 21. apríl 1917. Hún lést á Landakoti 12. ágúst síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 22. ágúst. Hún Imba, föðursystir okkar, var alla tíð í huga okkar systkina „Imba frænka". Það var alltaf gaman að heimsækja hana; fá hjá henni sæl- gætismola og spjalla. Um jól og áramót var Imba oft hjá okkur og þá var einatt glatt á hjalla. finna fyrir anda þínum sem þú skild- ir eftir, bæði í myndum og minning- um. Við skulum ekki gleyma að þakka Guði fyrir þá daga sem hann leyfði þér og Magnúsi að vera hjá okkur og fyrir daginn sem var þér svo mikilvægur, 16. júlí 1996, þegar Sólbjörg og Óli héldu upp á fertugs- afmælið þitt í nýja húsinu. Endalokin á þessari jörð eru allt- af erfið fyrir þá sem eftir lifa, en fyrir þá sem fara tekur nýr heimur við. Solla mín, nú veit ég að þú þarft ekki lengur að beijast við þennan illskeytta sjúkdóm. Allt það sem þú gafst okkur getur enginn tekið í burtu, enda verður minning þín vel varðveitt. Um leið og ég kveð hana Sollu mína vottum við elsku pabba, Kidda, Snorra, Lillý, Sólbjörgu og Óla okkar dýpstu samúð. Ég veit að þið hafið staðið eins og klettur við hlið Sollu í þessari erfiðu bar- áttu. Guð veri með ykkur. Nikólína, Hannibal og Sigrún. Við systkinin kveðjum Imbu frænku ög vitum að hún hefur nú fengið langþráða hvíld eftir erfiða sjúkdómslegu. Hvíldu í friði kæra frænka. Hin langa þraut er liðin. Nú loksins hlaustu friðinn. Og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn. Og sólin björt upp runnin. Á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Guðlaug og Páll Kristján. HALLDÓRA ÁSLA UG GEIRSDÓTTIR INGIBJORG H. JÓNSDÓTTIR Sérfræðingar i blóniaskrcytinguin vió öll lirkilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 + Halldóra Áslaug Geirsdótt- ir fæddist á Bjargi á Akra- nesi 2. ágúst 1916. Hún lést á Landspítalanum 24. ágúst síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 4. september. Halidóra mín. Við þökkum fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur í Bjarkar- ási. Það var alltaf svo gaman þegar þú og Guðni húsvörður komuð yfir til okkar. Það var líka svo hlýtt og gott hjá ykkur. Guðni smíðaði kop- arhringa fyrir mig og Aldísi þegar við opinberuðum. „Alveg sjálfsagt, Stefán minn,“ sagði hann alltaf. Guð veri með ykkur hjónum, Hall- dóru og Guðna. Stefán Konráðsson og Aldís Ágústsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á hcimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.