Morgunblaðið - 18.09.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER 1996 37
____________FRÉTTIR_________
Ólympíuskákmótið í Armeniu
Stórsigur vannst
á E1 Salvador-búum
Jerevan. Morgunbladið.
ÍSLENDINGAR unnu stórsigur á
E1 Salvador-búum í annarri um-
ferð Ólympíuskákmótsins í Jere-
van. Jóhann Hjartarson, Hannes
Hlífar Stefánsson og Þröstur Þór-
hallsson unnu allir örugga og fyr-
irhafnarlitia sigra á stigalausum
andstæðingum, og sigurinn hefði
raunar getað orðið stærri því Mar-
geir Pétursson hafði um tíma
vænlega stöðu gegn eina E1
Salvador-búanum með alþjóðleg
skákstig, en missti skákina niður
í jafntefli. Enda þótt sigurinn, Z'h
— 'h, virðist auðveldur er E1
Salvador-búum þó ekki alls varn-
að, því þeir höfðu unnið öfluga
sveit Kyrgystans í fyrstu umferð.
Blómaskák Polgar
Af öðrum úrslitum ber helst að
nefna algjört afhroð Moldovu gegn
einbeittri sveit Ungverja. Moldava
teflir fram mjög þéttri og sterkri
sveit sem er í 32. sæti styrkleika-
listans, en hver af öðrum máttu
moldavísku skákmennirnir játa sig
sigraða gegn unglingunum í ung-
versku skáksveitinni. Fyrstur til
að vinna var að vísu Jozif Pinter
sem kominn er yfir fertugt, en
hinir ungversku skákmennirnir í
þessari umferð eru allir kornungir.
Judit Polgar og Zoltan Almasi eru
tvítug og Peter Leko sextán ára.
Síðust til að vinna sína skák var
Judit Polgar sem yfirbugaði Viktor
Bologan á efsta borði, en hann er
mjög öflugur stórmeistari með
2.600 Elo-stig. Að launum fyrir
sigur sinn fékk Judit lófaklapp
áhorfenda og stóran blómvönd.
Niðurstaðan varð sem sé 4-0 og
Ungveijar virðast til alls líklegir
á mótinu enda eru þeir einir í efsta
sæti.
I 3. umferð mæta Ungverjar
væntanlega Rússum sem unnu
Bangla Desh-menn 3 ‘/2—‘/2 í gær.
Hvorki Kasparov né Kramnik hafa
enn mætt til leiks og á efsta borði
gerði Dreer jafntefli við Murshed,
eina stórmeistara Bangla Desh.
Hinir unnu létta sigra.
Færeyingar unnu
Þá má nefna að Þjóðveijar unnu
Filippseyinga 3-1, Ástralíumenn
og Georgíumenn gerðu jafntefli,
sömuleiðis Bosníumenn og B-sveit
Armena, Litháar og Kandamenn,
Búlgarar og Kasakar, ísraelsmenn
og Eistar, og Víetnamar og Tékk-
ar. Úkraínumenn lögðu Króata
2V2-U/2, Grikkir unnu Norðmenn
3-1, Englendingar unnu Dani með
sama mun, en útlit var fyrir í
gærkvöldi að Svíar myndu gera
jafntefli við ítali. Argentínumenn
unnu Indveija 3-1 og einna
óvæntustu úrslitin voru þau að
Skotar unnu Slóvaka 2'h-Vh.
Finnar gerðu jafntefli við Púerto
Rico og tapaði stórmeistarinn
Westerinen fyrir nær stigalausum
manni. Irar unnu Nicaraqua 3-1
og Færeyingar unnu San Marino
2'h-Vh.
Skagaströnd
Bygging
íþróttahúss
boðin út
Skagaströnd. Morgunblaðið.
TILBOÐ í byggingu nýs íþróttahúss
voru opnuð á skrifstofu Höfðahrepps
í gær en ákveðið var síðastliðið vor
hefja byggingu íþróttahúss á þessu
ári.
Tvö tilboð bárust í verkið og voru
þau frá Helga Gunnarssyni á Skaga-
strönd og Trésmiðjunni Stíganda hf.
á Blönduósi. Kostnaðaráætlun á
þeim hluta verksins sem boðin var
út hljóðaði upp á 80,8 milljónir
króna. Tilboð Helga var 78,1 milljón
króna eða 96,65% af kostnaðaráætl-
un en tilboðið frá Stíganda 79,4
milljónir króna sem er 98,29% af
kostnaðaráætlun. Viðstaddir opnun-
ina voru auk útbjóðenda fulltrúar
bjóðenda og hönnuður hússins, Jó-
hannes Ingibjartsson.
Nýja íþróttahúsið á að rísa við
hliðina á skólanum og mun bæta
úr brýnni þörf því að leikfimi er
kennd í félagsheimilinu við bágar
aðstæður. Nýja húsið verður 1200
fm að gólfflatarmáli en í því verður
löglegur körfuboltavöllur. Húsið
verður með burðarvirki úr límtré
18X47 m að stærð og áætlað er að
koma þar fyrir þremur kennslustof-
um en það mun gera kleift að gera
skólann einsetinn.
í útboðsgögnun er gert ráð fyrir
að húsinu sé skilað fullbúnu til nokt-
unar 15. desember 1997.
Islendingar
nálgast efstu
sveitirnar
■ NÝLEGA opnuðu Hugrún
Helga Ólafsdóttir, löggiltur fóta-
aðgerðafræðingur, og Guðrún
Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari
Hárgreiðslu- og fótaaðgerða-
stofu í Árskógum 4. Opið er alla
virka daga frá kl. 9-17. Hugrún
og Guðrún störfuðu áður í Gerðu-
bergi.
SKAK
Jcrcvan, Armcníu
ÓLYMPÍU SKÁKMÓTIÐ
Ólympíuskákmótið er haldið í Jer-
evan í Armeníu 15. september til 2.
október.
ÍSLENDINGAR
unnu sveit frá E1
Salvador 3'/2 - 'h í
annarri umferð á
ólympíuskákmótinu
í Jerevan í Armeníu.
Margeir Pétursson
varð að láta sér
Iynda jafntefli á
fyrsta borði, en Jó-
hann Hjartarson,
Hannes Hlífar
Stefánsson og
Þröstur Þórhallsson
unnu sínar skákir.
Andstæðingar ís-
lendinga í þessari
umferð hafa hingað
til ekki verið álitnir sterkir skák-
menn, en þeir unnu þó Kírgistan
í fyrstu umferð, þrátt fyrir fá stig
á alþjóðlegum listum.
Með þessum sigri nálgast ís-
lenska sveitin þær sterkustu í
mótinu, hefur 6 vinninga af 8
mögulegum.
Þröstur vann aftur snaggara-
legan sigur og fylgir skákin hér á
eftir.
Síðustu tveir leikir svarts hafa
verið nokkuð hægfara og nú er
orðið erfitt að bregðast við hótun-
inni 11. g5 ásamt 12. Rd5. Líklega
hefði verið skárst að leika 10. —
Rxd4 11. Bxd4 — Be6 o.s.frv.
11. Rxc6 - Dxc6 12. e5! - b4
Ekki gengur 12. — Rxg4 13.
fxg4 — Dxhl 14. Bg2
og hvítur hefur vinn-
ingsstöðu.
13. Re2 — Rxg4
Tapar baráttulítið,
en eftir 13. — Rd7 14.
exd6 - Dxf3 15. Rg3
- verður svarti kóng-
urinn fastur á mið-
borðinu.
14. Rd4 - Db7 15.
fxg4 — Bxg4 16. Bg2
- d5 17. Hel - 0-0
18. Bh6 - e6 19.
Bxg7 — Kxg7 20.
Dg5 - Bh5 21. Df6+
- Kg8 22. Bh3 -
Hae8 23. Hefl - De7
24. Df4 - a5
Svartur getur sig
hvergi hrært og lokin eru skammt
undan.
25. Hhgl - Kh8 26. Hg5 - a4
Þröstur
Þórhallsson
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Chavez
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. Rc3
— d6 4. d4 — cxd4 5. Rxd4 —
a6 6. Be3 - Rf6 7. Dd2 - g6
Svartur velur hið tvíeggjaða
Drekaafbrigði, en önnur leið er að
]pij/o n __
8. f3 - Bg7 9. 0-0-0 - Dc7?! 10.
g4 - b5?
27. Hxh5! - gxh5 28. Rc6 og
svartur gafst upp, því að hann
tapar drottningunni, eftir 28. —
Dc5 29. Df6+ - Kg8 30. Dg5+
- Kh8 31. Hgl - Dxgl+ 32.
Dxgl o.s.frv.
Bragi Kristjánsson
Sértilboð til
London
7. okt. frá kr.
16.930
Flug og hótel
kr. 19.930
0m
inm<
og
okto
ber
^t^nber
Síðustu 23
sætin 7. okt.
tn^-6veím
0 g
Nú seljum við
síðustu sætin til London
þann 7. október og bjóðum þér nú
glæsilegt tilboð um leið og þú
tryggir þér lægsta verðið á Islandi.
Þú bókar á morgun eða hinn og
tryggir þér sæti til London á hreint
ótrúlegu verði. Við bjóðum nú
sérstakt kynningartilboð á vin-
sælasta London-hótelinu okkar,
Butlins Grand. Gott þriggja
stjörnu hótel í nágrenni við Oxford
stræti, öll herbergi með sjón-
varpi, síma, te- og kaffibúnaði
og að sjálfsögðu fullbúnu
baði.
Verð kr. 16.930
Verð með flugvallar-
sköttum, 7. okt., 3 nætur.
Verð kr. 19.930
M.v. 2 í herbergi með
morgunverð, Butlins
Grand, 7. okt., 3 nætur.
Verð kr. 29.930
Butlins hótel, 4 nætur,
3. okt. 2 í herbergi.
Butlins Grand
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600
Byggingaplatan \OTnÍ2X§*
sem allir hafa beðið eftir
byggingaplatan er fyrir
veggi, loft og gólf
\ÍDD3©<3 byggingaplatan er eldþolin,
vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og
hljóðeinangrandi
\ÍDIð@<§' byggingaplatan er hægt
að nota úti sem inni
'ííDIðSS byggingaplatan
er umhverfisvæn
ÞÞ
&co
\ýQ®(2X§' byggingaplatan er platan
sem verkfræðingurinn getur
fyrirskrifað blint.
Leitið frekari upplýsinga
fc». ÞORGRÍMSSON &CO
ÁRMÚLA 29 • S: SS3 8640 & S68 6100