Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 39

Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 39 í I 1 I < < í ( i ( < FRETTIR Starfsnám fyrir ungt fólk í at- vinnuleit HITT húsið, menningar- og upplýs- ingamiðstöð ungs fólks, stendur fyrir starfsnámi fyrir ungt fólk í atvinnuleit. Starfsnámið skiptist í tvennt, námskeið og starfsþjálfun. Námskeiðið er ólaunað en þátt- takendur halda atvinnuleysisbótum þær fjórar vikur sem það stendur. Að námskeiði loknu hefst launuð starfsþjálfun í fimm mánuði á starfsstöðum ÍTR, hjá öðrum borg- arstofnunum, félögum, menningar- samtökum og í Hinu húsinu. Reynt er að finna starf við hæfi og einnig verða við sérstökum óskum þátttak- enda. Þeim sem hafa áhuga á að ljúka grunn- eða framhaldsskóla- námi gefst kostur á námi á móti hálfu starfi. Til að geta tekið þátt í starfsnámi Hins hússins þarf um- sækjandi að vera á aldrinum 18-25 ára, vera skráðir á Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar og eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Umsóknarfrestur rennur út 18. september en verkefnið hefst 30. september. Umsóknum má skila á Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, Engjateig 11 og í Hitt húsið, Aðal- stræti 2, á eyðublöðum sem þar fást. -----♦ ♦ ♦----- Kynningar- kvöld Biblíu- skólans við Holtaveg- HAUSTMISSERI Biblíuskólans við Holtaveg er nú hafið. Kennd verða sex námskeið sem fjalla um fjöl- breytt svið kristinnar trúar. Svo- nefnt Alfa-námskeið verður nú haldið í annað sinn en það er grunnnámskeið í kristinni trú. Alfa-námskeiðin eru sérstaklega ætluð fyrir þá sem vilja forvitnast um kristna trú, eru spyrjendur og vilja fá betri innsýn í hvað er að vera kristinn og hver er megin- kjarni kristinnar trúar. Leiðbeinandi á námskeiðinu verð- ur Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík auk annarra. Sérstakt kynningarkvöld Biblíuskólans, þar sem Alfa-námskeiðið og önnur námskeið verða kynnt, verður í kvöld, 18. september kl. 20 í húsi KFUK og KFUM við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. Kynningin er öllum opin, aðgangur er ókeypis og engar skuldbindingar. Sjálft námskeiðið hefst viku síðar á sama stað. Þegar er hafið námskeið Biblíu- skólans um starf meðal barna og unglinga. í október mun sr. Kjartan Jónsson, kristniboði, verða leiðbein- andi á námskeiði sem kallast Kristniboð - hvað, hvers vegna, hvernig? í nóvember verður síðan námskeið um Spádómsbók Jesaja, seinni hluta, og laugardagsnám- skeið um bænina. -----♦-♦--♦---- Heilbrigðismál á fundi ABR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykja- vík heldur í kvöld sinn fyrsta fund í fundaröð sem fengið hefur nafnið Málstofa ABR. Þar er ætlunin að brjóta til mergjar þau mál sem efst eru á baugi í þjóðfélaginu. Gestir fundarins verða Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, Margrét Frímannsdóttir, alþingis- maður og formaður Alþýðubanda- lagsins og Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi. Fundurinn verður haldinn í Sunnusal (Átthagasal) Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ Skipholts apóteki. F.v. Elísabet Sigurðardóttir, afgreiðslu- stúlka, Björg Eiðsdóttir, verslunarstjóri, Guðríður Einarsdóttir, lyfsali, Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir, lyfjatæknir og Sigrún Gunn- arsdóttir, lyfjatæknir. Nýtt apótek í Skipholti NÝLEGA opnaði Guðríður Einars- dóttir lyfsali nýtt apótek, Skip- holts apótek, í Skipholti 50c. Guð- ríður hefur starfað í tæpa tvo ára- tugi sem lyfjafræðingur í ýmsum apótekum í Reykjavík og víðar en vann í Laugavegs apóteki þar til hún fékk lyfsöluleyfi í Skipholti. Skipholts apótek leggur áherslu á ýmsar náttúruvörur og nýjungar t.d. í vítamínum, húð- snyrtivörum o.fl. Skipholts apótek er opið alla virka daga milli kl. 8.30 til 18.30 og á Iaugardögum milli kl. 10 til 14. FRA versluninni Delhi á Klapparstíg. Yerslun með indversk NÝ VERSLUN hefur tekið til starfa, Delhi, Klapparstíg 35. Eigendur eru Sigurður B. Sig- urðsson og Lárus Guðmunds- son. Delhi sérhæfir sig í sölu á handunnum gömlum og nýjum húsgögnum frá Indlandi. Einnig húsgögn leggur Delhi áherslu á vandaða handunna gjafavöru úr járni og tré og vefnaðarvöru og teppum sem eru unnin úr 100% bómull og ull. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 11 -18 og á laugar- dögum kl. 11-14. HJÓLIÐ sem Svanur Ingvarsson hannaði og smíðaði. Sýning á fjalla-þríhjóli REIÐHJÓLAVERSLUNIN Hjól- ið á Eiðistorgi er með fjalla-þrí- hjól til sýnis í versluninni. Hjólið er hannað og smíðað af Svani Ingvarssyni smið á Selfossi. Svanur segir að hugmyndin að hjólinu hafi kviknað á Ólymp- íuleikunum í Barcelona 1992. Þar hafi hann séð svipað hjól og litist vel á. „Hönnuninn og smíðin tók rúmt ár en vinur minn sem er vélsmiður aðstoðaði mig við smíðina. Ég hef ferðast víða um sléttlendi Suðurlands á hjólinu og það hefur reynst vel.“ Starfsfólk reiðhjólaverslunar- innar Hjólið býður þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hjólið hans Svans að koma í verslunina við Eiðistorg og prófa gripinn. Ef áhugi er fyrir hendi stendur fólki til boða að láta smíða sam- bærileg hjól, sniðin að þörfum hvers og eins. Staða og fram- tíð íslensks málmiðnaðar SAMTÖK iðnaðarins og Málmur, samtök fyrirtækja í málm- og skipa- iðnaði, gangast fyrir ráðstefnu um stöðu og framtíð íslensks málmiðn- aðar undir heitinu Sóknarfæri í málmiðnaði í miðstöð ÍSÍ í Laugar- dal fimmtudaginn 19. september nk. kl. 13 og 17. „Á undanförnum árum hefur ís- lenskur málmiðnaður átt í vök að veijast en erfiðleikaárin eru nú að baki og nýtt tímabil sóknar að hefj- ast. Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á þeim jákvæðu breyt- ingum sem orðið hafa í málmiðnaði og gera grein fyrir þeim möguleik- um sem geta skapast í framtíðinni, segir í fréttatilkynningu frá Sam- tökum iðnaðarins og Málmi. Ráðstefnan er öllum opin en hún er einkum sniðin að þörfum þeirra sem eiga viðskipti við fyrirtæki í málm- og skipaiðnaði, opinberra aðila, sem vinna að málefnum greinarinnar, og þeirra sem hafa áhuga á að kynnast hinum fjöl- breyttu og tæknilega áhugaverðu störfum í málmiðnaði. Aðgangur er ókeypis en þeir sem vilja sitja ráðstefnuna þurfa að skrá sig hjá Samtökum iðnaðarins. -----♦ ♦ ♦----- Jass á Píanó- barnum JASSTRÍÓ Ástvaldar Traustasonar leikur á Píanóbarnum í kvöld, mið- vikudagskvöld, og fimmtudags- kvöld. Ásamt Ástvaldi, sem leikur á píanó, leika þeir Matthías Hemstock á trommur og Bjarni Sveinbjörns- son á bassa. Tríóið mun leika hefðbundna jass- standarda ásamt fleiru. Kyrrðarstundir í Hallgríms- kirkju KYRRÐARSTUNDIR hefjast aðr nýju 22. september í Hallgrímskirkju í hádeginu á fimmtudögum. Þetta eru stuttar og hljóðlátar stundir þar sem áhersla er lögð á tónlist, íhugun og þögn. Leikið er á orgel frá kl. 12 í um það bil 15 mínútur. Síðan leið- ir prestur íhugun og bæn. Stundinni lýkur um klukkan hálf eitt. Á eftir er léttur hádegisverður á boðstólum í safnaðarheimilinu. I frétt frá séra Karli Sigurbjörns- syni segir: „Kyrrðin og þögnin eru munaður í nútíma samfélagi. Ys og ærusta hverdagsins úthýsir henni . og friðleysið verður hlutskipti manns. í kyrrðinni talar Guð, í kyrrðinni kemur orðið hans sem blíð- ur blær og sefar og svalar. Kyrrðar- stundirnar í hádegi eru all víða í kirkjum höfuðborgarsvæðisins og njóta æ meiri vinsælda. Kirkjan býð- ur okkur velkomin í kyrrðarvin úr ys og erli dagsins." -----» ♦ ♦---- Sjávarút- vegshringur genginn HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í, miðvikudagskvöldgöngu sinni, 18. september, frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengur úr Grófmni með sjónum frá Hlíðarhúsasandi inn á Laugar- nestanga. Þaðan verður gengið úr Norðurkotsvörinni upp Laugamýri og yfir Rauðarárholt, Árnarhólsholt og um Skildinganesmela niður í Grófina. Stutt hlé verða á göngunni í Suð- urbugt, við Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið, Sólfarið, Laugardalshöllina, Sjómannaskól- ann, Iðnskólann og Háskólann. Göngunni lýkur í Hafnarhúsið. Á ýmsum stöðum verður hægt að yfirgefa gönguna og fara með SVR. Einnig verður hægt að sleppa hléun- um og ganga stanslaust alla leiðina með fararstjóra. Allir velkomnir. Námskeið til að hætta að reykja TVÖ reykbindindisnámskeið verða í haust og fyrri hluta vetr- ar hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Hið fyrra hefst 25. september og lýkur 23. október. Stjórnandi og aðalleiðbeinandi er Valdimar Helgason, kennari. Seinna námskeiðið byrjar 15. október og endar 12. nóvember. Þar heldur Ingileif Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um taum- ana. Bæði hafa þau Ingileif og Valdimar mikla reynslu á þessu sviði, segir í fréttatilkynningu. Fundimir verða á kvöldin, sex talsins á hvoru námskeiði fyrir sig. Þeir verða haldnir í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíð 8. Námskeiðsgjald er 6.000 kr. en hjón og öryrkjar fá af- slátt. Mörg dæmi eru um að stéttarfélög taki þátt í nám- skeiðsgjaldi fyrir félagsmenn sína og fyrirtæki og stofnanir greiði niður gjaldið fyrir starfs- fólk sitt. Athugasemd vegna skaðabótamáls Bretans á hendur íslenska ríkinu EFTIRFARANDI athugasemd hef- ur borist Morgunblaðinu frá lög- manni Bretans, Ásgeiri Á. Ragnars- syni: „Af frétt Morgunblaðsins sem birtist hinn 12. september sl. mátti ráða að ég teldi málið bæði torsótt og að í sams konar málum sem upp hafí komið hér á landi á síðustu árum hafi ríkið verið sýknað af skaðabótakröfum. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að það má ráða af dóm- um Hæstaréttar í málum þar sem sakbomingar hafa höfðað skaða- bótamál á hendur íslenska ríkinu í kjölfar sýknudóms að slík mál séu erfið. Hins vegar er mál Bretans mjög sérstakt og óvenjulegt þannig að verulegar líkur era á því að bóta- réttur hans verði viðurkenndur fyrir dómstólum enda hefur aldrei fyrr reynt á sambærileg tilvik. Sérstaða málsins felst í því að í fyrsta skipti mun reyna á ábyrgð - ríkisins á rangri niðurstöðu DNA rannsóknar, sem framkvæmd var af starfsmönnum þess og í þágu opinbers máls, en niðurstöðu þess- ari var síðar hnekkt af rannsóknar- aðilum bæði í Noregi og í Bandaríkj- unum. Þá mun reyna á bótaábyrgð ríkisins vegna annmarka á að færa sakborning fyrir dómara án undan- dráttar og vegna gæsluvarðhalds í upphafi án þess að lagaskilyrði væru fyrir hendi. Einnig mun reyna á hvaða áhrif það hefur á skaða- bótamál sakbornings ef verulegir annmarkar eru á rannsókn málsins um atriði er rennt hefðu stoðum undir sakleysi hans. Vegna fréttar Morgunblaðsins vil ég einnig benda á að dómur verður kveðinn upp í málinu en ekki úrskurður eins og sagði í frétt- inni.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.