Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 41

Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSIIUS Maharishi og Bítlarnir Frá Guðjóni B. Kristjánssyni: MAHARISHI Mahesh Yogi er þekktur um heim allan. Sennilega eru flestir tilbúnir að mynda sér skoðun á honum án þess að kynna sér staðreyndir um starf hans og kenningar en tengja hann ósjálf- rátt við blóm, frið, hippatíma og ekki síst Bítlana. Undirritaður vinnur við kennslu í fræðum Ma- harishi, m.a. TM-hugleiðs]u (inn- hverfri íhugun), á vegum Islenska íhugunarfélagsins og er vanur að þurfa að leiðrétta alls konar mis- skilning og fáfræði sem virðist loða við TM-hugleiðslu og aðra þekkingu Maharishi. Því er ekki úr vegi að kynna Maharishi og starf hans stuttlega. Eftir að hafa lokið námi í eðlis- fræði við háskólann í Kalkútta gerðist Maharishi lærisveinn eins helsta yoga-meistara Indlands, Brahmananda Saraswati. Eftir fráfall hans gerðist sú hugsun æ áleitnari í huga Maharishi að ger- samlega ónauðsynlegt væri fyrir mannkynið að þjást. Hann hefur oft sagt frá þeirri mótsögn sem hann sá milli þess sæluástands sem yogafræðin kenndu að hveij- um manni væri eiginlegt og svo lífi fólksins sem greinilega hafði ekki þá reynslu. Maharishi hóf því fyrirlestraferð um Indland þvert og endilangt og kenndi fólki sára- einfalda tækni sem hann kallaði Transcendental Meditation (TM- hugleiðslu) Fyrir Indveijum vai' tækni Maharishi og fersk túlkun hans á Vedafræðunum eins og opinberun. Hugleiðslutækni Maharishi virkaði fyrir venjulegt fólk. Það tók eftir því að orka þess, vellíðan og andlegt atgeiwi jókst með ein- ungis 20 mínútna ástundun kvölds og morgna. Tæknin var ekki bara á færi fárra útvaldra og jafnvel börn gátu tileinkað sér hana. Fyrst tæknin bætti líf þeirra sem hana stunduðu á allan máta hlaut að vera hægt að setja allt mannkynið í andlega endurhæfingu með því að gefa öllum kost á að læra hana. Alþjóðahreyfing Maharishi varð því til á Indlandi árið 1957. Næstu áratugi var Maharishi á stöðugu ferðalagi heimshornanna á milli, óþreytandi við skipulagningu kennslumiðstöðva, menntun kenn- ara, fyrirlestra og ráðstefnuhald. í dag hafa um 4 milljónir manna af öllum þjóðernum, trúarbrögðum og starfsstéttum lært þessa tækni Maharishi. Rannsóknarstarf Ævistarf Maharishi er orðið ærið að vöxtum og vinnur hann enn við túlkun vedískra fræða og stjórnun hreyfingar sinnar sem starfar í flestum löndum heims. Óhætt er að segja að Maharishi sé áhrifa- mesti túlkandi vedískra fræða í heiminum í dag. Eftir hann liggur aragrúi fyrirlestra í bóka- og myndbandsformi. Fjöldi rann- sóknarstofnana og háskóla vinnur við rannsóknir á vedískum fræðum Maharishi og hafa nú birst um 350 rannsóknir á þeim í yfir 100 vís- indatímaritum. Sýna niðurstöður að kenningar Maharishi eiga við rök að styðjast og fela í sér hag- nýtar og skapandi lausnir á mörg- um knýjandi vandamálum sam- tímans. Eins og frægt er orðið fóru. Bítlarnir til Indlands árið 1967 til að nema fræði Maharis- hi. Yoru ákveðin hagsmunaöfl sem reyndu með öllum ráðum að sverta hann í augum Bítlanna og heimsins í þeim tilgangi að ná þeim til baka enda voru milljarða- hagsmunir í húfi að Bítlarnir héldu áfram að spila saman. í sllkum tilvikum duga slúðursögur best enda merkilega auðvelt að vekja upp tortryggni með þeim. Slúðrið hefur verið lífseigt enda verið notað sem krydd í sögu Bítl- anna í gegn um tíðina þvert á vilja þeirra sjálfra. Bítlarnir þrír sem eftir lifa ásamt Yoko Ono, Miu Farrow, Beach Boys og fleir- um sem voru á áðurnefndu nám- skeiði hafa reynt að bera slúð- ursögurnar til baka á síðari árum og hafa Bítlarnir lofað Maharishi sem einstakan persónuleika og þykir þetta tímabil á Indlandi eftirminnilegt og skemmtilegt. í það minnsta tveir þeirra iðka enn TM-hugleiðslu. í apríl 1992 héldu George Harrison og Ringo Starr tónleika saman í Royal Albert Hall til heiðurs Maharishi og stofnun Náttúrulagaflokks Bret- lands og var Paul einnig viðstadd- ur ásamt fjölda fyrrverandi sam- starfsmanna Bítlanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Bítlarnir komu saman frá því þeir slitu samstarfi og segir allnokkuð um viðhorf þeirra til Maharishi. Maharishi er nú orðinn hvít- hærður öldungur sem er líklega sama um allt heimsins slúður. Er fullvíst að minning hans meðal komandi kynslóða verður ekki háð minningu Bítlana heldur þeirri dýrmætu þekkingu sem hann hef- ur veitt mannkyninu. GUÐJÓN B. KRISTJÁNSSON hefur lokið mastersprófi í vedískum fræðum Maharishi og er kennari í _ TM-hugleiðslu. Opið bréf til sjálf- stæðiskvenna Frá sjálfstæðiskonum: UNDANFARIN misseri hafa sjálf- stæðiskonur rætt mikið og skrifað um stöðu kvenna í Sjálfstæðis- flokknum. Konur í áhrifastöðum innan flokksins eiga að hvetja flokkssystur sínar um allt land til að gefa kost á sér í pólitísku starfi flokksins. Til að auka hlut kvenna í starfi Sjálfstæðisflokksins verða sjálfstæðiskonur að ganga til leiks af fullri alvöru á öllum sviðum. í kosningayfirlýsingu Sjálfstæð- isflokksins 1995 „Betra ísland" segir m.a. „Viðhorf líðandi stundar gagnvart verkaskiptingu kynjanna hafa beint konum og körlum inn á ákveðnar brautir og þannig þrengt frelsi beggja kynja til að ákveða lífsstíl, starfsvettvang og barneign- ir. Skilgreina þarf jafnréttismál sem sjálfsögð mannréttindi en ekki sem hluta af félagslegum úrræð- um.“ Á Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sem haldinn verður 10.-13. október nk. verður væntanlega rætt um „Einstaklingsfrelsi - jafn- rétti í reynd“ og haldnir í fram- haldi af því opnir fundir um jafn- réttismál. Við hvetjum konur og karla sem sækja næsta landsfund að kynna sér dagskrá þessara funda og taka virkan þátt í þeim. Einnig viljum við minna konur á sameiginlegan kvöldverð fimmtu- daginn 10. október á vegum af Landssambands sjálfstæðiskvenna fyrir konur í flokknum. Þar gefst konum tækifæri til að hvetja konur til að gefa kost á sér í þau emb- ætti sem kosið verður um á lands- fundi 10.-13. október nk. og á öðr- um vettvangi, þar sem sjálfstæðis- menn láta til sín taka. Virk þátttaka kvenna í stjórn- málastarfi er frumskilyrði þess að unnt sé að styrkja stöðu þeirra í Sjálfstæðisflokknum. Kjörorð okkar er: „Sjálfstæðiskonur, látið aðykkur kveða og málefni flokksins ykkur varða“. ÁSGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, viðskiptafræðingur, HELGA ÓLAFSDÓTTIR, framkvæmdastjóri, KATRÍN GUNNARSDÓTTIR, fulltrúi, MARGRÉT K. SIGURÐARDÓTTIR, viðskiptafræðingur. - kjarni málsins! Við blöndum litinn... DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 LINSAIM Aðalstræti 9 HVlTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.