Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG -E PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 BLAD 25 þúsund þorskígildi flytjast á þetta kvótaár Fréttaskýring Vaxandi út- hafsveiðar stórauka kvótaverslun Viðtöl q/q Jón Heiðar Rík- harðsson og Ari Þorsteinsson Aflabrögð ■| 2 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 22 Heimsmarkaður fyrir saltfisk svarar til 260 þús. tonna alls Innan við helmingur ufsakvótans veiddist RÚMLEGA tólf þúsund þorskígildis- tonn í botnfiski féllu niður ónýtt um síð- ustu kvótaáramót þann 1. september sl. Mestu munar um ufsann, en í þeirri botnfisktegund tókst að veiða aðeins innan við helming leyfilegs aflamarks á síðasta fiskveiðiári, eða 30.931 lestir af 65.410 lesta aflamarki, skv. upplýsingum frá Fiskistofu. Flytja má 10.020 lestir af ufsa yfir á nýhafið fiskveiðiár, en tæp fimmtán þúsund tonn af ufsa falla niður ónýtt. Af um 52 þúsunda tonna aflamarki í ýsu, tókst að veiða 40.400 tonn. Rúm 7.400 tonn af ýsu flytjast yfir á nýbyrj- að fiskveiðiár, en 1.854 tonn af ýsu falla niður ónýtt. Af öðrum botnfisktegund- um falla 1.200 tonn af skarkola niður ónýtt, 94 tonn af grálúðu, 79 tonn af þorski og 73 tonn af karfa. Heimilt er að færa 20% af aflamarki hverrar botn- fisktegundar, úthafsrækju, humars og síldar frá einu fiskveiðiári til annars. Aflaheimildir og afli fiskveiðiárið 1995/96 Þorskur Aflaheimild, 101.958 tonn^ Karfi 70.949 Aflinn varð—^ Grálúða 23.382 Umfram f karfa Á síðasta fiskveiðiári var veitt tölu- vert umfram leyfilegt aflamark í karfa eða um ellefu þúsund lestir og er karf- inn eina fisktegundin sem veitt er úr umfram úthlutað aflamark. Heimilt er að veiða umfram úthlutað aflamark af tiltekinni botnfisktegund allt að 5% af heildarverðmæti botnfiskaflamarks, enda skerðist aflamark annarra botn- fisktegunda hlutfallslega miðað við verðmæti skv. ákvörðun . sjávarútvegsráð- herra í upphafi fiskveiðiárs. Heimildin nær þó ekki til veiða umfram úthlutað afla- mark í þorski. Greinilegt er, skv. tölum frá Fiskistofu, að umframafli í karfa er á kostnað ufsa og ýsu, sem eru þær tvær kvótabundnu tegundir, sem nýttar eru minnst. 800 tonn af skel ónýtt Af sérveiðitegundunum féllu 803 tonn ónýtt niður af skel um síðustu kvótaára- mót og 513 tonn yfir á nýtt fiskveiðiár, en samtals mátti veiða á árinu 9.250 tonn. 183 tonn af innfjarðarrækju féllu niður ónýtt, 24 tonn af úthafsrælqu, 11 tonn af humri og jafnmörg tonn af sfld. Fréttir Aldrei meiri fiskafli • FISKAFLINN á íslands- miðum og Reykjaneshrygg á nýloknu fiskveiðiári varð meiri en nokkru sinni á 12 mánaða tímabili, eða 1.825.000 tonn. Það er hálfri milljón tonna meira en á fisk- veiðiárinu þar á undan. Nú er ekki meðtalinn afli af norsk- íslenzku síldinni, ekki af Flæmska hattinum og ekki úr Smugunni. Á þessum slóðum hafa aflazt langleiðina í 200.000 tonn á fiskveiðiárinu, þannig að heildarafli okkar Islendinga hefur á þessu tímabili farið yfir tvær millj- ónir tonna í fyrsta sinn í fisk- veiðisögu þjóðarinnar./2 Spá fyrir fjarlæg mið • VEÐURSTOFA íslands hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða sérhæfðar spár fyrir skip á IjarUegum miðum. Spárnar eru unnar þannig að úr tölvuspám er reiknuð vindátt, veðurhæð, lofthiti og loftþrýstingur allt að 6 sólar- hringa fram í tímann. Spárn- ar eru reiknaðar og sendar einu sinni á sólarhring í sam- vinnu við Skímu hf./2 Nýjar vélar auka nýtingu • FYRIRTÆKIÐ Jat ehf. á Akureyri og uppfinninga- maðurinn Jón Pálmason hafa undanfarin ár unnið að þró- un og snn'ði fiskvinnsluvéla. í fyrsta lagi má nefna hausara sem jafnframt sker úr hausn- um kinnar og gellu. f öðru lagi vél til að skera klumbu- bein af svokölluðum rússa- fiski en það þarf að gera þeg- ar unnið er með frosið hrá- efni, eins og færist í vöxt hér á landi. /34 Markaðir Minna fer til Bandaríkjanna • ÚTFLUTNINGUR okkar á fiski til Bandaríkjanna hefur minnkað mikið á rúmlega 10 ára tímabili. Þar ræður mestu samdráttur í þorsk- veiðum okkar og lágt gengi á dollaranum. Það litla sem veiðist af þorski leitar því á aðra markaði. Frá ISLANDI til BANDARÍKJANNA Útflutningur sjávar- afurða 1982-95 70——- —-----þús. tonn '82 1985 Neyzlan svipuð Neysla sjávarafurða í Bandaríkjunum 1995 Túnfiskur .793.000 tonn ;ja Alaskaufsi Þorskur Vatnasteinbítur 4%, Kúfiskur • NEYZLA sjávarafurða í Bandaríkjunum hefur verið nokkuð stöðug síðustu þijú árin. Þorskneyzla dregst reyndar saman og meira er borðað af laxi og vatnastein- bi't svo dæmi séu tekin. radiomidun EHR Við bjóðum þig velkominn í bás okkar á Sjávarútvegssýningunni... ...þar kynnum við nýjustu tæknina í tölvu- og flarskiptamálum, ásamt mörgum öðrum nyjungum. Radiomiðun ehf., Grandagarði 9,101 Reyk,javík. Sími 5111010. Fax 511 1020. Heimasíða http://www.radiomidun.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.