Morgunblaðið - 28.09.1996, Side 6
6 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Vanræksla áætlana, offjárfesting og slakt eftirlit hjá Byggðastofnun að mati Ríkisendurskoðunar
S'
Ú BYGGÐASTEFNA sem
stofnunin heldur uppi kost-
ar þjóðfélagið mikla fjár-
muni og því er nauðsynlegt
að þeim fjármunum sé deilt á milli
þeirra er rétt hafa á fyrirgreiðslu
stofnunarinnar eftir skýrum reglum
og að jafnræðis sé gætt,“ eru ioka-
orð stjórnsýsluendurskoðunar Ríkis-
endurskoðunar á Byggðastofnun
sem út kom í gær. Að mati Ríkisend-
urskoðunar nemur svokallaður
„fórnarkostnaður" við að reka
byggðastefnu Byggðastofnunar sl.
tíu ár liðlega 8,5 milljörðum kr.
Skortir skýra atefnu um hvar
styrkja á byggð og hvernig
Ríkisendurskoðun bendir á að á
þeim eliefu árum sem liðin eru frá
því að lög um Byggðastofnun tóku
gildi hafi stofnunin ekki skilgreint
hvað felist í þjóðfélagslega hag-
kvæmri þróun byggðar, hvað sé
óeðlileg byggðaröskun og hvar sé
lífvænleg byggð. „Stofnunin hefur
því ekki skýr og mælanleg viðmið
við úthlutun byggðastuðnings síns.
Að mati Ríkisendurskoðunar
skortir verulega á að stofnunin
hafi markað skýra stefnu um það
hvar eigi að styrkja byggð á land-
inu, af hvaða ástæðu og með hvaða
hætti," segir í skýrslunni. Almennt
telur Ríkisendurskoðun að Byggða-
stofnun hafi þó sinnt því hlutverki
sínu að fylgjast með þróun byggðar
í landinu. Hún hafi hins vegar van-
rækt að gera áætlanir um þróun
byggða og atvinnulífs. Byggða-
stofnun hefur heldur ekki lagt mat
á árangurinn af starfi sínu síðastlið-
in ár eins og kveðið er á um í reglu-
gerð um stofnunina, að mati Ríkis-
endurskoðunar.
„Ríkisendurskoðun telur á skorta
að Byggðastofnun hafi gert fram-
kvæmdaáætlun um hvernig
stofnunin hyggst vinna
að þeim stefnumálum
sem sem fram koma í
stefnumótandi byggðaá-
ætlun fyrir árin 1994-
1997 með þeim fjármun-
um er henni er ætlað til ráðstöfun-
ar á því tímabili. Þá er ekki að sjá
að við úthlutanir lána eða styrkja
hafi verið fylgt þeim áherslum sem
lagðar voru í stefnumótandi
byggðaáætlun," segir í skýrslunni.
Yfirstjórn Byggðastofnunar er m.a.
gagmýnd fyrir að hafa ekki gripið
til viðeigandi ráðstafana til að flýta
vinnu við gerð svæðisbundinna
byggðaáætlana. Á skorti að stofn-
unin leggi fram tillögur um lausnir
á þeim vanda sem tiltekin land-
svæði standa frammi fyrir.
Fyrirgreiðsla Byggðastofnunar
sl. ellefu ár nemur 17,6 milljörðum
kr. sem skiptist þannig að til Vest-
Fyrirgreiðsla á 17.
milljarð á 11 árum
61% af hluta-
fjárkaupum
voru afskrifuð
Ríkisendurskoðun
gagnrýnir fjölmargt í
starfsemi og fyrir-
greiðslu Byggðastofn-
unar á tímabilinu 1985-
1995 í nýrri stjórnsýslu-
úttekt. Á þessum tíma
nam fyrirgreiðsla stofn-
unarinnar 17,6 milljörð-
um. Ómar Friðriksson
kynnti sér skýrsluna.
fjarða fór tæpur fjórðungur fyrir-
greiðslunnar, til Norðurlands eystra
tæpur fimmtungur, til Austurlands,
Suðurlands og Norðurlands vestra
fóru 10-15% og til Vesturlands og
Suðumesja um 8%. „Á þessu ára-
bili fækkaði fólki á landsbyggðinni
um 0,2% meðan fólki á höfuð-
borgarsvæðinu fjölgaði um 19,9%.
Á landsbyggðinni fækkaði íbúum
einna mest á Vestfjörðum en íjölg-
unin var mest á Suðurnesjum. Að
því gefnu að þjóðfélagslega hag-
kvæm byggðaþróun feii í sér það
-------- markmið löggjafans að
komið sé í veg fyrir
fækkun íbúa á lands-
byggðinni hafa aðgerðir
Byggðastofnunar síð-
astliðin ellefu ár ekki
leitt til þess að þessu tiltekna
markmiði laganna hafi verið náð,“
segir i skýrslunni.
Mest fyrirgreiðsla þar sem
atvinnutekjur eru hæstar
Ríkisendurskoðun bar saman fyr-
irgreiðslu Byggðastofnunar við þró-
un atvinnutekna, atvinnuleysis og
íbúaþróun í kjördæmum landsins.
„Sá samanburður sýndi að Byggða-
stofnun virtist ekki líta til atvinnu-
tekna og atvinnuleysis á tilteknum
svæðum við ákvörðun um hvert
beina skyldi fyrirgreiðslu stofn-
unarinnar. Þannig fékk það land-
svæði þar sem atvinnutekjur hafa
HÚSNÆÐI Byggðastofnunar við Engjateig í Reykjavík sem stofn-
unin keypti 1994. Ríkisendurskoðun telur að viðbótarkostnaður
vegna fjárfestingarinnar hafi farið um 175% fram úr áætlun.
verið hvað hæstar og atvinnuleysi
eina minnst mesta fyrirgreiðslu hjá
Byggðastofnun," segir Ríkisendur-
skoðun.
Lánveitingar Byggðastofnunar
frá 1985 til 1995 námu 16,3 millj-
örðum króna. Lánaði stofnunin
mest til Vestfjarða eða 22% af heild-
arlánveitingum og í kjölfarið kom
Norðurland eystra með tæp 17%
lánveitinga. Á þessu tímabili af-
skrifaði Byggðastofnun lán að íjár-
hæð 3,8 milljarða kr. eða sem svar-
ar til 23% af heiidarlánveitingum.
Mest var afskrifað á Vestfjörðum
eða sem svarar til 30% af lánveit-
ingum til þess landshluta. 93% af
lánveitingum til fiskeldis voru af-
skrifaðar á tímabilinu.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir þá
ákvörðun stjórnar Byggðastofnun-
ar að skilja á milli almennra lána
og áhættulána og telur stofnunina
komna í beina samkeppni við al-
mennar lánastofnanir sem sé ekki
hlutverk hennar. Þá hefur Byggða-
stofnun ekki framfylgt ákvæði
reglugerðar um útlánastefnu eins
og vera ber.
Byggðastofnun veitti 841 millj.
króna i styrki 1985-1995. Norður-
land eystra fékk mestu styrkina eða
rúm 23%, því næst komu Vestfirðir
en til þeirra fóru 16,5% styrkja.
Bent er á að engin skipulögð athug-
un hefur verið gerð á því hvernig
til hefur tekist með þau verkefni
sem styrkt voru. Þá hefur Byggða-
stofnun ekki auglýst eftir umsókn-
um um styrki að undanskildu árinu
1995 og telur Ríkisendurskoðun að
stofnunin eigi skilyrðislaust að aug-
lýsa eftir umsóknum um styrki.
61% af hlutafjárkaupum
1985-1995 voru afskrifuð
Frá 1985-1995 tók Byggðastofn-
un þátt í stofnun hlutafélaga eða
hlutafjáraukningu hjá 44 fýrirtækj-
um að fjárhæð rúmar 443 milljónir
króna. Áttu mestu hlutafjárkaupin
sér stað í fiskeldi eða ----------
fyrir tæplega 42% af
heildarframlagi. „Á
þessu tímabili hefur
Byggðastofnun afskrifað
hlutafé hjá 38 fyrirtækj-
um af þeim 44 fyrirtækjum sem hún
keypti hlut í. Afskriftirnar námu
rúmum 270 milljónum króna sem
er tæplega 61% af hlutafjárkaupum
stofnunarinnar,“ segir í skýrslunni.
Bent er á að í fundargerðum
stjórnar megi finna dæmi um að
stjórnarmenn hafi gert tillögur um
lánveitingar sem voru í andstöðu
við álit forstjóra. Tekin eru dæmi
af áliti forstjóra Byggðastofnunar
sem bókað var á stjórnarfundi 1991
um mikla rekstrarerfiðleika tveggja
fiskeldisfyrirtækja. Lánveitingum
til þeirra var þó haldið áfram. Ann-
að fyrirtækið fór svo í þrot og var
selt á 25 millj. króna í nóvember
2.800 fm hús
rýmifyrir 35
starfsmenn
1994 og hafði stofnunin þá keypt
hlutafé, styrkt og lánað því fyrir-
tæki um 564 millj. króna frá árinu
1987 til og með árinu 1992 sem
allt var afskrifað við gjaldþrotið.
Hjá hinu hefur verið afskrifað hlut-
afé og lán að ijárhæð 169 millj.
króna en það fór í gjaldþrotameð-
ferð í júní 1996.
Gagnrýnt er að stjórn Byggða-
stofnunar fylgist ekki markvisst
með rekstri stofnunarinnar. „Um-
fjöllun hennar um starfsáætlun
stofnunarinnar á komandi ári og
ársreikning liðins árs virðist lítil og
ekki er leitað svara við því hvers
vegna starfsemi og rekstur voru
ekki í samræmi við áætlanir. Má í
þessu sambandi nefna að íjárfest-
ingar stofnunarinnar hafa farið
langj; fram úr áætlunum,“ segir í
skýrslunni.
Heildarfjárþörf Byggðastofnunar
nam tæpum 5,3 milljörðum á sl.
ellefu árum. Rekstur stofnunarinn-
ar kostaði ríflega 1,5 milljarða
króna á þessu tímabili eða að jafn-
aði rúmar 150 millj. króna á ári.
Fjárfestingarkostnaður Byggða-
stofnunar hefur aukist verulega á
síðastliðnum árum þar sem Ijárfest
hefur verið í húsnæði á öllum þeim
stöðum sem stofnunin hefur starf-
semi á. Byggðastofnun hefur þann-
ig íjárfest fyrir 270 millj. króna í
tæplega 2.800 fermetra húsrými
fyrir starfsemi sína sem telur 35
starfsmenn. Stofnunin keypti nýtt
húsnæði við Engjateig í Reykjavík
1994. Var kaupverð 68 millj. króna
og var gerð áætlun um viðbótar-
kostnað upp á 20 millj. króna sem
kynnt var á stjórnarfundi 31. maí
1994. Viðbótarkostnaðurinn nam
hins vegar í reynd tæplega 55 millj-
ónum króna og hafði því hækkað
um 175% frá upphaflegri kostn-
aðaráætlun. „Að mati Ríkisendur-
skoðunar hefur Byggða-
stofnun flárfest í mun
stærra húsnæði en þörf
var á hvort sem er í
Reykjavík eða á lands-
byggðinni miðað við þá
starfsemi sem fram fer í viðkomandi
skrifstofum," segir í skýrslunni.
Ríkisendurskoðun telur nokkuð
skorta á að þær áætlanir sem lagð-
ar eru fyrir stjóm stofnunarinnar
uppfylli að fullu ákvæði laga og
reglugerðar um starfsemi hennar.
Einnig skortir á að Byggðastofnun
hafi markað atvinnuráðgjöfum í
hvetju kjördæmi skýra stefnu. Þá
er eftirlit með starfi þeirra talið
ábótavant. Gagnrýnt er að jafnhliða
samningum við atvinnuþróunarfé-
lög hafi ekki verið mörkuð skýr
stefna um hvaða hlutverki svæðis-
skrifstofum er ætlað að gegna í
kjördæmunum.
LEIKLIST
L c i k í' c I a j» Akurcyrar
Sigrún Ástrós
Höfundun Willy Russell. Þýðandi: Þrándur
Thoroddsen. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Leik-
ari: Sunna Borg. Leikmynd og búningan Hall-
mundur Kristínsson. Lýsing: Ingvar Bjömsson.
Förðun: Áslaug Borg. Hárgreiðsla: Heiða Hrönn
Hreiðarsdóttir. Föstudagur 27. september.
LEIKSKÁLDIÐ Willy Russell virðist semja
leikverk sem eru landanum að skapi. Auk
söngleiksins Blóðbræðra þá hafa verið sýnd
hér á landi eftir hann verkin Ríta gengur
menntaveginn og Sigrún Ástrós, auk þess
sem fjölmargir Islendingar hafa séð kvik-
myndir gerðar eftir þessum tveimur síðar-
nefndu verkum. í þeim fjallar Russell um
konur sem hafa glatað sjálfum sér í samfélag-
inu og sem hefja markvissa vinnu að því að
endurheimta fyrri styrk. Verkin höfða því
jafnt til íslendinga sem annarra þjóða þar
sem fólk er meðvitað um hve konur standa
oft höllum fæti og Sigrún Ástrós hefur það
að auki sér til ágætis að leikritið býður upp
á möguleika á að vera staðfært nær áhorfend-
um í tíma og rúmi.
Aðalpersónu verksins, Sigrúnu, finnst hún
fangin í hlutverki sínu sem eiginkona og
móðir. Börnin eru flogin úr hreiðrinu og sam-
skipti hjónanna stöðnuð. Hún og eiginmaður
hennar ræða ekki lengur saman sem mann-
í landínu þar sem
vínberin vaxa
Morgunblaðið/Kristján
LEIKSTJÓRI verksins, Þráinn Karls-
son, og leikmyndahönnuður, Hall-
mundur Kristinsson, samfagna Sunnu
Borg á þrjátíu ára leikafmæli hennar
að lokinni frumsýningu í gærkvöld.
eskjur heldur beina orðum sínum að heimilis-
tækjum og milliveggjum sem minnir á firr-
ingu Guðrúnar í smásögunni og sjónvarpsleik-
ritinu Líkamlegt samband í norðurbænum
eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Draumur um ferð til útlanda, til lands þar
sem vínberin vaxa, er það sem heldur í Sig-
rúnu lífinu, auk þess sem hún er farin að
dreypa á veigum vínviðarins sér til huggun-
ar. Möguleg utanlandsferð verður tákn um
fornt sjálfstæði Sigrúnar Ástrósar sem lífs-
glöð gegndi fyrrum þessu tignarlega tví-
nefni. Hin undirgefna einnefnda Sigrún lætur
sér nægja smágrikki við eiginmanninn sem
neitar að stíga fæti út fyrir landsteinana.
En hinn Ijarlægi draumur - sem minnir á
þrá Goethes eftir landi sítrónublómanna eins
og hann orðar hana í ljóðinu Mignon - er
nær því að rætast en Sigrún hyg-gur og hún
heldur í langferð til að endurheimta sjálfs-
traustið.
Allir þessir meginþættir verksins koma vel
fram í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.
Léikstjóri hefur kosið að hafa uppfærsluna
afar raunsæja. Leikritið hefur verið mjög
skemmtilega staðfært og gerist fyrri þáttur-
inn nú því á Akureyri. Sunna leikur t.d. ekki
aðeins húsmóður heldur sinnir hún eldhús-
verkunum á meðan hún spjallar við millivegg-
inn. Útlitshönnuður skapar tvær ólíkar leik-
myndir, eldhúsið heima hjá Sigrúnu og kletta
við sjávarströnd, sem eru hvor um sig
skemmtilegt samspil lita og hárfínna smáat-
riða. Lýsingin hjálpar við að skapa andrúms-
Ioft þessara ólíku heima. Búningar eru í per-
sónulegum stíl og undirstrika að Sigrún Ast-
rós á ekkert skylt við staðlaðar manngerðir
heldur er hún sjálf. Þessi atriði vega öll þungt
er ákvarða skal trúverðugleika verksins og
jafnframt erindi þess við áhorfendur hér og nú.
Það er nokkur áhætta fólgin í því að setja
upp þetta verk, þekkt bæði af túlkun Margrét-
ar Helgu Jóhannsdóttur og Pauline Collins,
beggja öndvegis leikkvenna. En allt leggst
hér á eitt um að uppfærslan gangi upp: vand-
virknisleg umgerð, skemmtileg staðfæring,
styrk leikstjórn og kraftmikil túlkun leikkon-
unnar. Það geislar af Sunnu Borg í þessu
hlutverki þar sem henni gefst færi á að slá
á þá fjölmörgTj strengi sem byggja upp sam-
hljóm einnar persónu. Hún bregður sér einn-
ig í gegnum aðalpersónuna í líki allra auka-
persónanna á fjölbreyttan og sannfærandi
hátt. Vegna þessa virkar verkið ferskt, sannt
og sannfærandi og Sunna stendur uppi í
endann með pálmann í höndunum.
Sveinn Haraldsson