Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 8

Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 8
8 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞETTA er atvinnupólitíkus, strútla mín. Hann hefur bara fengið okkur hingað til að ná í stærstu kló í heimi á gítarinn sinn . . . Húsaleigubætur alfarið til sveitarfélaga 1. jan. 1998 „HÚSALEIGUBÆTURNAR verða með sama sniði á næsta ári og verið hefur en síðan munu sveit- arfélögin taka alfarið við þeim 1. janúar 1998, enda verði þá búið að endurskoða lögin og sníða af þá agnúa sem eru á núverandi lögum,“ segir Páll Pétursson félagsmálaráð- herra. Húsaleigubætur hafa verið sam- starfsverkefni ríkisins og sveitarfé- laga. Starfshópur, sem í sitja fulltrú- ar ríkisvaldsins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, hefur unnið að endurskoðun húsaleigubótanna en lögin um húsaleigubætur gerðu ráð fyrir að þau yrðu endurskoðuð eftir tvö ár, þ.e. fyrir árslok 1996. Að sögn félagsmálaráðherra eru nú komnar fram línur í starfí nefndar- innar og er gert ráð fyrir að flutning- ur húsaleigubóta alfarið yfír til sveit- arfélaganna verði liður í ákveðnum kostnaðarskiptingarpakka á milli rík- isins og sveitarfélaganna. „Við munum leggja til fjármuni með húsaleigubótunum eða taka yfir verkefni á móti. Það er ekki búið að útfæra það í smáatriðum og ekki er heldur búið að útfæra í smáatriðum þær breytingar sem gerðar verða á lögunum en okkur gefst þama aukið svigrúm til að ganga frá „Ég vil hlusta mjög grannt á viðhorf sveitar- stjómarmanna til framtíðarskipulags- ins úr því þeir eru að taka alfarið við þessu en legg áherslu á að ég tel að húsaleigubætumar hafí sannað gildi sitt. 70% þeirra sem njóta húsaleigu- bóta eru undir skattleysismörkum. Þetta er því mikilvæg aðstoð við tekjulágt fólk,“ sagði Páll. Framlag ríkisins til húsaleigubóta var 140 millj. kr. á seinasta ári og 200 millj. kr. á þessu ári skv. fjárlög- um. Reiknað er með að framlag rík- isins verði einnig 200 milljónir króna á næsta ári, að sögn félagsmálaráð- herra. ----♦------- Forseta- hjónin til Danmerkur FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir hafa þegið boð henn- ar hátignar, Margrétar II. Dana- drottningar, og hans konunglegu tignar, Henriks prins, um að koma í opinbera heimsókn til Danmerkur dagana 18.-20. nóvember 1996. Morgunblaðið/Golli Landgræðsla á Hólasandi LANDGRÆÐSLUSTARF á Hólasandi ber árangur, þrátt fyrir nýleg áföll vegna sandfoks. Hægra megin á myndinni má sjá hvar sáð hefur verið grasi í sandinn, en vinstra megin rofabörðin. Menntaskólinn við Hamrahlíð 30 ára Brautry ðj andi áfangakerfis og öldungadeildar Menntaskólinn við Hamrahlíð var fyrst settur 24. september 1966 og af því tilefni er haldið upp á þijátíu ára starfsafmæli skólans á þessari önn. Síðastliðinn sunnudag var formleg af- mælishátíð, sem ætluð var öllum núverandi og fyrrver- andi MH-ingum, með ávörp- um, ræðum og tónlistaratrið- um. Rannveig Fríða Braga- dóttir söng við undirleik Jón- asar Ingimundarsonar og Guðna Franzsonar og Karl Ágúst Úlfsson leikari flutti ræðu. Hamrahlíðarkórinn söng einnig en allir þessir listamenn nema Jónas eru fyrrverandi nemendur MH.“ - Hvað var fleira gert á sunnudaginn? „Örnólfur Thorlacius, fyrrv. rektor, talaði og Björn Bjarnason menntamálaráðherra flutti ávarp þar sem hann sagði m.a. að íþróttahús við Menntaskól- ann þyrfti að komast á verkefna- skrá og að ef til vill mætti bytja á því 1998. Skólinn hefur nefnilega þurft að starfa í 30 ár án íþrótta- eða baðaðstöðu. Jón Hannesson, sem hefur verið kennari við skól- ann frá upphafí sagði frá fyrstu árunum. Nemendur í öldungadeildinni voru rausnarlegir og gáfu skólan- um myndaskanna og litaprent- ara.“ - Hvað verður fleira gert á önninni vegna afmælisins? „Það verða ýmsar uppákomur fyrir MH-inga, unga sem gamla. Við fáum vonandi í heimsókn marga gamla nemendur, bæði listamenn og fræðimenn, t.d. er ráðgert að Kristinn Sigmundsson og Páll Óskar syngi hér á tónleik- um í nóvember. Nemendur eru svo með árlega innanskóla söngva- keppni sem nefnist Óðríkur Al- gaula, en textar og lög verða frumsamin. Þeir ætla að tengja keppnina afmælinu. Afmælisrit um sögu skólans verður gefíð út en Heimir Pálsson er ritstjóri þess. Meðal efnis er listi yfir alla stúdenta og kennara." - Getur skólinn talist brautryðj- andi á einhverjum sviðum? „Já, áfangakerfið var þróað héma af Guðmundi Arnlaugssyni rektor og nokkrum öðmm kennur- um en það felst í því að skólaárinu er skipt í tvær sjálfstæðar annir og að nemendur geta sjálfir ráðið miklu um inntak og hraða náms síns. Áfangakerfið á að gera þá ábyrga fyrir eigin námi og gerir þeim kleift að móta sér stefnu út frá þörfum sínum og áhuga sem hins vegar kallar á námsráðgjöf. Tveir___________ námsráðgjafar eru í skólanum auk námsráðgjafa fatl- aðra. í byijun var fijálst val innan skólans hátt í þriðjungur. Það hef- ur minnkað með stækkun kjarnans eða skylduáfanga á hverri braut, og er nú um 10%. Hins vegar var búið að gera hér nýtt kerfi sem jók fijálst val nemenda aftur til fyrra horfs. Eftir mikið samráð kennara og nemenda og með fullt- ingi ráðuneytisins fækkaði hver deild innan skólans skyldueining- um. Þegar tvær vikur voru í skóla- hald haustið 1991 bannaði þáver- andi menntamálaráðherra ný- breytnina, meðal annars á þeim forsendum að meta þyrfti stúd- entsprófin í Háskóla Islands. Wincie Jóhannsdóttir ► Wincie Jóhannsdóttir er fædd 1942 í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Hún er stúdent frá Menntaskólanum að Laugar- vatni og hefur háskólapróf í ensku og heimspeki frá Háskól- anum í Edinborg í Skotlandi auk kennaraprófs. Wincie starf- aði sem félagsráðgjafi í námu- dölunum í Wales, var hjá Ful- brightstofnuninni 1985-87 og hefur verið kennari við Mennta- skólann við Hamrahlið frá 1974. Hún er settur rektor Mennta- skólans í veikindum Sverris Einarssonar rektors. Wincie var formaður HÍK 1987-1989. Hún á eitt barn. Námsbraut fyrir heyrnar- lausa í bígerð Stefna HÍ var að öll stúdents- próf væru eins og ekki þyrfti að skoða þau sérstaklega. Núna má hins vegar merkja vilja í samfélag- inu um að Háskólinn meti stúd- entsprófm hvert fyrir sig og einnig að fijálst val nemenda í framhalds- skólum aukist. Öldungadeild er annað sem MH var fyrstur með, eða kvöldnám, sem getur m.a. verið til stúdents- prófs, fyrir tvítuga og eldri. Slíkar deildir má nú fínna í skólum úti um allt land. Sérstöðu skólans má líka merkja af tónlistarbraut sem byggist á samvinnu við tónlistarskóla og öflugu kórstarfí Þorgerðar Ingólfs- dóttur. í haust var byijað með danslistarbraut í samvinnu við List- dansskólann. Sérstök deild fyrir fatlaða er í skólanum og er góð samvinna við samtök fatlaðra um hana. Nú er verið að skipuleggja sér- staka námsbraut fyrir heymarlausa til stúd- entsprófs en hátt í 20 heymalausir em í skól- anum. Margir þeirra stefna á stúdentspróf og síðan í háskóla." Hvernig er félagslíf nemenda og hvaða brautir standa þeim til boða? „Félagslíf nemenda hefur alltaf verið öflugt, einkum á sviði lista, bæði á sviði klassískrar tónlistar og popps, auk leiklistar. Margir þekktir listamenn eru gamlir MH- ingar. Brautimar í skólanum em eðlis- fræðibraut, náttúmfræðibraut, ný- málabraut og til skamms tíma fom- málabraut en tveir nemendur ljúka henni á þessari önn, tónlistarbraut, danslistarbraut og bæði sálfræði- lína og félagsfræðilína innan fé- lagsfræðibrautar. Yfir 900 nem- endur era í skólanum og 93 kennar- ar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.