Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 12
12 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Jassí
Deiglunni
Á morgun sunnudag verða haldnir
jasstónleikar í Deiglunni á Akur-
eyri. Þar spila þeir Hilmar Jensson,
gítarleikari og Skúli Sverrisson,
bassaleikari.
Skúli hefur verið búsettur í New
York undanfarin ár og gert það
gott þar sem bassaleikari, m.a. í
hljómsveit gítarleikarans Alans
Holdsworth. Væntanlegur er innan
skamms geisladiskur með Skúla,
þar sem eingöngu er að finna tón-
list eftir hann sjálfan. Hilmar þarf
ekki að kyrina fyrir akureyskum
jassunnendum, hann hefur komið
fram á Listasumarsjasssi og vakið
gífurlega hrifningu. Hilmar sendi
frá sér geisladisk á sl. ári, sem
vakið hefur verðskuldaða athygli-
Tónleikarnir heijast kl. 21.00 og
er aðgangur ókeypis.
Þessi bygging hefur hýst
sendikennarann
sendiherrann,
;gmg nciui 11701
sænska
rússneska
bandaríska
breska
íslenska
sendiráðsritarann
sendiráðið.
auglýsingastofan
að Laufásvegi 49 - 51.
Þegar Sturluhallir risu við Laufásveg voru þaer ásamt öðrum stórbyggingum á þessum
slóðum að sínu leyti tákn um trú manna á bjarta framtíð, öflugra viðskiptalíf á íslandi og
vaxandi velmegun. Það er því eðlilegur þáttur í sögu þessa gamla og virðulega húss að
nú, þremur aldarfjórðungum síðar, skuli það verða aðsetur einnar öflugustu auglýsinga-
stofu landsins.fyrirtaekis sem hefur á undanförnum árum hlotið fjölda viðurkenninga
hér heima og erlendis og getið sér mjög gott orð í íslenskum viðskiptaheimi með
alhliða gerð auglýsinga og kynningarefnis, markaðsráðgjöf og birtingaþjónustu.
Sturluhöllum • Laufásvegi 49-51 »101 Reykjavík
Sími 511 4300 • Fax 511 4301
islenska@centrum.is
Morgunblaðið/Kristján
Messur
AKUREYRARKIRKJA: Fyrsti
sunnudagaskóli vetrarins kl.
11. Munið kirkjubílana. Guðs-
þjónusta kl. 14. Ræðuefni: Er
kerfið fyrir manninn eða mað-
urinn fyrir kerfið? Kirkjukaffi
eftir messu. Rútuferð í mess-
una frá Víðilundi kl. 13.40 með
viðkomu í Hlíð. Farið til baka
kl. 16. Guðsþjónusta kl. 16 í
Hlíð. Vikulegir Biblíulestrar
hefjast í safnaðarheimilinu kl.
20.30 á mánudagskvöldum og
hefjast þeir næstkomandi
mánudagskvöld, 30. septem-
ber. Opinberunarbók Jóhannes-
ar lesin.
GLERÁRKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta verður í
kirkjunni á morgun, sunnudag,
kl. 11. Barnastarf vetrarins
verður kynnt. Foreldrar hvattir
til að fjölmenna með börnum
sínum.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Samkoma kl. 20.00 á sunnu-
dag, „Kraftaverkin gerast
enn“. Vörður L. Traustason
prédikar. Beðið fyrir sjúkum
og Guð svarar. Bænasamkom-
ur verða frá þriðjudegi til
fímmtudags kl. 20. Unglinga-
samkoma á föstudagskvöld kl.
20.30.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morg-
un, bænastund kl. 19.30 og
almenn samkoma kl. 20. Heim-
ilasamband kl. 16. Krakka-
klúbbur á miðvikudag ki. 17
og Biblía og bæn kl. 20.30. 11+
á fímmtudag kl. 17 og á föstu-
dag verður æfíng hjá unglinga-
kór kl. 19.30. og unglinga-
klúbbur verður kl. 20.30 sama
kvöid.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11 í Dvalar-
heimilinu Hornbrekku. Guðs-
þjónusta kl. 14 í Ólafsfjarðar-
kirkju.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa kl. 18 í dag, laugardag,
og kl. 11 á morgun, sunnudag.
Viimufundur
F AO á Akureyri
HLUTUR kvenna og fjölskyldna
í atvinnuuppbyggingu til sveita
og umhverfisvernd því tengd er
þema 8. vinnufundar FAO, Mat-
vælastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, sem haldinn var á Hótel
KEA á Akureyri í vikulokin.
Um 40 þátttakendur frá 17
þjóðlöndum sátu fundinn og voru
konur í miklum meirihiuta. I dag
heldur hópurinn í skoðunarferð
að Goðafossi, Mývatni og Náma-
skarði og í bakaleiðinni verður
komið við í Laufási.
Björn Sigurbjörnsson, ráðu-
neytisstjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu setti fundinn á fimmtu-
dag. Með honum á myndinni eru
f.v. Maureen Lally, varaformaður
vinnuhóps kvenna innan Evrópu-
ráðs landbúnaðarins, Jela
Tvrdonova, formaður ráðsins og
Tea Petrin, aðstoðarsvæðisstjóri
FAO í Evrópu.