Morgunblaðið - 28.09.1996, Side 16

Morgunblaðið - 28.09.1996, Side 16
16 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Egill Egilsson BRESKI sendiherrann, Jim McCullen, ásamt þeim Erni Valdemarssyni viðskiptafulltrúa og bílstjóra sendiherrahjónanna. Flateyri - Bresku sendiherra- hjónin, Jim McCullen og kona hans, Margret, ásamt fylgdarliði gerðu stuttan stans hér á Flat- eyri á dögunum. Til Flateyrar komu þau frá Þingeyri og þaðan var farið til ísafjarðar. Tilgangur fararinnar er tví- þættur, annars vegar að kynna sér framleiðslu Vestfjarða og um leið að kynna fyrir forsvars- mönnum fyrirtækja á Vestfjörð- um hvað Bretland hefur upp á að bjóða í tengslum við vörur og þjónustu varðandi fisk. Síðustu árin hefur markaður- inn í Bretlandi verið að breyt- ast, breskir neytendur hafa kos- Breski sendi- herrann í kynnisferð um Vestfírði ið frekar mismunandi fiskteg- undir og um leið meiri gæði. Eftirspurn eftir rækjum hefur aukist töluvert, þar eð hún er vinsæl um þessar mundir. Vel frágengin vara af þessum slóð- um, flutt með flugi og komin í hillur neytandans degi seinna, er það sem hrífur breska neyt- endur. I þessu felst breytingin á breskum markaði, en um leið eykst eftispurnin eftir gæðafiski jafnóðum. McCullen og fylgdar- lið hafa farið víða og kynnt þessi mál og um leið kynnt sér fram- leiðslu hvers staðar fyrir sig. Samkvæmt breskri hefð og trú á framleiðslu sins lands aka þau hjónin ásamt fylgdarliði um á nýrri kynslóð af Land Rover, Discovery. Hér er um að ræða nýjan og endurbættan bíl sem þegar hefur sannað gildi sitt jafnt á erfiðum vestfirskum veg- um sem og öðrum vegum. Breiðbandsvæðing Pósts og síma á Húsavík Morgunblaðið/Silli VÍÐA þarf að bijóta upp gangstéttir. Húsavík - Póstur og sími er nú með miklar framkvæmdir og endurbætur á símakerfinu innanbæjar á Húsavík og leggur svokölluð breiðbönd inn fyrir vegg allra húsa í bænum. Fullkomin afnot geta því orðið af þeirri rafeinda- tækni sem nú er boðið upp á í gegnum slíkar símalínur. Bærinn hefur mikið verið sundurgrafinn í sumar vegna þessara framkvæmda. Húsa- vikurbær er þátttakandi í þessum framkvæmdum að því leyti að hann endurnýjar og set- ur nýjar lagnir í þá skurði sem raf- veita, vatnsveita og hitaveita liggja jafnframt um. Verktaki þessara miklu fram- kvæmda er Björn Sigurðsson og hafa framkvæmdir gengið sam- kvæmt áætlun. Framkvæmdir hóf- ust fyrrihluta sumars og samkvæmt upplýsingum Eggerts Haraldssonar stöðvarstjóra á verkinu að ljúka á næsta ári. VS5&7I Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Nýr bíll í flota Austurleiðar Hnappavöllum - í sumar festi Austurleið hf. kaup á nýjum áætl- unar- og hópferðabíl af gerðinni Mercedes Benz 404. Hefur hann að mestu verið í föstum ferðum milli Reykjavíkur og Hafnar í Horna- fírði. í bílnum er að fmna allar nýj- ungar og þægindi sem hugsast get- ur. Hann hefur reynst mjög vel í alla staði að sögn eigenda. Morgunblaðið/Austramynd/SBB FÉLAGAR í Leitarhundum Slysavarnafélags íslands á námskeiði í þjálfun hunda. Leitar- hundar mikilvægir við björg- unarstörf Seyðisfirði, Egilsstöðum - Sex daga úttektarnámskeið í víða- vangsþjálfun hunda var haldið á Eiðum á Fljótsdalshéraði í síð- ustu viku. Það voru félagar í Leitarhundum Slysavarnafélags Islands sem héldu námskeiðið. Leiðbeinendur voru þrír Skotar, Tom Middlemann, Lynn Warden og John Bell og hafa þeir mjög mikla reynslu í þjálfun hunda. Alls voru þjálfaðir 19 hundar víða af landinu og náðu þeir prófum allt frá byrjunargráðu C og upp í A. Guðmundur Magnús- son, stjórnarmaður Leitarhunda, segir Islendinga vera vel í stakk búna í þessum málum og nú séu víðavangsleitarhundar í öllum landshlutum á vegum Slysa- varnafélags Islands, enda mikil- vægi þess að til séu vel þjálfaðir hundar að koma betur og betur í ijós. Kynningarfundir í tengslum við námskeiðið voru haldnir kynningarfundir fyrir almenning á nokkrum stöð- um á Austurlandi, þar á meðal á Seyðisfirði. Þar gátu menn fræðst um margt sem almenn- ingur ekki annars gerir sér grein fyrir varðandi björgunarmál. Fundarmenn voru upplýstir um þá eiginleika sem hundar þurfa að hafa til þess að geta orðið leitarhundar. Blendingar ýmiss konar fengu þar uppreisn æru, því þeir eru taldir jafngóð- ir ef ekki betri en margir hreinæktaðir hundar af eðal- kyni. Þetta er þó ekki einhlítt og var bent á að hundar væru mjög mismunandi að eðlisfari. Það er einmitt eðlisfarið sem myndar grunninn undir þjálfun- ina og lögðu menn áherslu á að ekki væri verið að „kenna“ hundunum heldur fremur að draga fram þá eiginleika sem byggju í þeim við fæðingu. Af þessum sökum er jafnvel hægt að velja líklega leitarhunda beint úr goti. Að þjálfa hund tekur um þrjú ár og þótt slík þjálfun sé kostnaðarsöm er hún trúlega vel þess virði með tilliti til öryggis- sjónarmiða. Enda fullyrðir Bald- ur Páisson, umdæmisstjori SVFÍ á Austurlandi, að leitarhundar standi jafnfætis þyrlum hvað mikilvægi við björgun snertir. Þar væri fróðlegt að bera saman þessa kostnaðarliði. Reyndar lendir kostnaðurinn við hunda- þjálfun mikið til á þeim sem á hundinn, en verið er að leita leiða til þess að fá því breytt að svo miklu leyti sem æskilegt er. Eftir að búið er að finna heppilegan hund til þjálfunar er byijað á að fá hann til þess að taka þátt í leikjum ýmiss konar sem miða að því að hann geti með tíð og tíma leitað að fólki við ýmsar aðstæður. Fyrir hund- inn eru þessar æfingar leikur því hann skynjar ekki alvöru málsins. Hundarnir og þjálfarar þeirra þurfa að taka þátt í mörg- um námskeiðum og nota gífur- legan tíma til æfinga svo að árangur náist. Fyrsta prófið er svokölluð C-gráða. Þá á hundur- inn að hafa skilning á því að leita að manni. Síðan kemur B- gráðan. Hundurinn og þjálfarinn fá þá vinnulista og eru taldir hæfir til þess að veita svokölluð- um útkallshundum aðstoð og vera á nokkurs konar bakvakt. Hundar með A-gráðu eru færir um alvöru leit. Hundaþjálfun hefur einnig þann kost að vera krefjandi fyr- ir björgunarsveitina sem hundurinn og þjálfari hans teng- ist. Virk starfsemi sveitarinnar og vandaðar og nákvæmar æf- ingar eru talin forsenda þess að vel takist til. Einn fundarmanna orðaði þetta þannig að lítið gagn væri að því að hundur kynni aðeins að finna eiginkonu og börn þjálfarans þegar til ætti að taka. Umferð hleypt á tvær nýj- ar brýr í Oræfum Hnappavöllum - Nú er búið að hleypa umferð á tvær nýj- ar brýr og veg að þeim þó frágangi sé enn ekki lokið. Þetta eru brýrnar yfir Fjallsá og Hrútá í Oræfum. Brúin á Hrútá er 44 metra löng, byggð af íbyggð hf„ Hornafirði, og brúin á Fjallsá er 128 metra löng, byggð af Trévirki hf„ Homafirði. Báð- ar þessar brýr voru byggðar fyrrihluta sumars en vinnu- flokkur Vegagerðarinnar sá um undirstöður og sökkla að þeim síðastliðin vetur. Brýrn- ar eru steinsteyptar með tveimur akreinum. Leggja þurfti nýjan veg, um 4,7 km. Verktakar við veg og varnar- garða eru Hjarðarnesbræður, Homafirði. Kostnaður sam- kvæmt útboðum er rúmar 85 milljónir króna en kostnað- aráætlun var rúmar 118 millj- ónir króna. Fjallsárlón sést ekki frá veginum Með þessum framkvæmd- um færist vegurinn aðeins neðar og ætti að verða greið- færari, sérstaklega í hálku og snjó. Gamla brúin á Fjallsá, sem byggð var árið 1962, er of veik fyrir umferðarþunga nútímans. En hætt er við að einhveijir sakni þess að sjá ekki Fjallsárlónið lengur af veginum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.