Morgunblaðið - 28.09.1996, Side 18
18 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÚRVERINU
Sölumiðstöðm selur
9% hlutí Plastprenti
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna
hefur selt 9% hiut í Plastprenti hf.
af ríflega 29% hlutafláreign sinni í
fyrirtækinu. Bréfin eru að nafnvirði
18 milljónir og voru seld á genginu
6,5 þannig að söluandvirði þeirra
nam um 117 milljónum. Þetta er
hæsta verð á hlutabréfum í Plast-
prenti frá því bréfin í félaginu komu
á almennan markað í vor. Viðskipti
hafa verið að eiga sér stað á geng-
inu 6,15-6,27 að undanförnu.
Viðskiptin áttu sér stað fyrir milli-
göngu Kaupþings og voru kaupend-
ur bréfanna nokkrir öflugir lang-
tímafjárfestar, bæði sjóðir og fjár-
festingarfélög, en nöfn þeirra hafa
ekki verið gerð opinber.
Plastprent bauð út nýtt hlutafé
sl. vor á genginu 3,25 og hefur geng-
ið því tvöfaldast á þeim tíma. Nemur
gengishagnaður SH á þessu tímabili
58,5 miiljónum, en á það ber að líta
að SH hefur átt bréfin um langt
árabil.
Bjarni Lúðvíksson, framkvæmda-
stjóri hjá Sölumiðstöðinni, sagði í
samtali við Morgunblaðið að SH
hefði beitt sér mjög fyrir því að
Plastprent yrði opnað og gert að
almenningshlutafélagi. „Það voru
margir sem fengu ekki bréf í hluta-
fjárútboðinu en hefðu gjarnan viljað
verða hluthafar. Því fylgja ákveðin
réttindi að eiga 20% hlut, en 9% gaf
okkur ekkert meira. Þetta var eðli-
legt framhald af útboðinu. Við feng-
um mjög trausta fjárfesta inn í félag-
ið sem ætluðu sér að kaupa í útboð-
inu, en voru of seinir. Því er heldur
ekkert að leyna að okkur fannst
gengið orðið þokkalega álitlegt."
Bjarni sagði að til greina kæmi
að selja meira af hlutafé SH í Plast-
prenti ef rétt verð væri í boði. Hins
vegar væru í sjálfu sér engin áform
uppi um það.
Stór dagur
á Verðbréfaþingi
Viðskipti á hlutabréfamarkaði
námu alls um 174 milljónum í gær
að meðtöldum viðskiptum með Plast-
prentsbréfín. Þá voru einnig við-
skipti með hlutabréf í SÍF að nafn-
virði tæpar 5,6 milljónir í gær og
seldust þau fyrir um 18 milljónir.
Hlutabréf Þróunarsjóðs sjávarútvegs í Búlandstindi seld
Kaupendur fá umtals-
verðan gengishagnað
ALLS höfðu 40 hluthafar og starfs-
menn Búlandstinds hf. á Djúpavogi
sent inn óskir tii Þróunarsjóðs sjáv-
arútvegs í gær um að nýta forkaups-
rétt að 70 milljóna hlutabréfaeign
sjóðsins í fyrirtækinu. Því er endan-
lega útséð með að tilboð ísfélags
Vestmannaeyja, sem stjórn sjóðsins
hafði áður samþykkt, nái fram að
ganga. Tilboðið miðaðist við gengið
1,15 og verða bréfin seld á því gengi.
Ljóst er að væntanlegir kaupend-
ur bréfanna munu hagnast umtals-
vert á þessum viðskiptum þar sem
hlutabréfin í Búlandstindi hafa
hækkað verulega á Opna tilboðs-
markaðnum undanfarið. Þegar til-
boð ísfélagsins var samþykkt í stjórn
Þróunarsjóðs voru til sölu hlutabréf
á genginu 1,2, en í gær voru bréf
seld á genginu 1,95. Miðað við þetta
gengi nemur hagnaður væntaníegra
kaupenda um 56 milljónum króna.
Samkvæmt lögum um sjóðinn
skiptast bréfin jafnt á kaupendurna
óháð hlutfallslegri eign þeirra þann-
ig að hver og einn fær um 1,7 millj-
ónir að nafnvirði í sinn sinn hlut.
Hagnast þeir um 1,4 milljónir á við-
skiptunum miðað við núverandi
markaðsgengi.
Þá höfðu í gær borist óskir frá 5
hluthöfum í Meitlinum hf. í Þorláks-
höfn um að nýta forkaupsrétt að
hlutabréfum sjóðsins að nafnvirði
119,3 milljónir. Fá þeir bréfin á
genginu 1,0. Nýlega voru seld bréf
í fyrirtækinu á genginu 1,5 á Opna
tilboðsmarkaðnum sem gefur til
kynna að þeir beri einnig nokkuð
úr býtum.
Þróunarsjóður á nú einungis eftir
hlutabréf í Fáfni að nafnvirði 7,4
milljónir og Fiskiðjunni Skagfirðingi
að nafnvirði 13,3 milljónir, en engin
ákvörðun hefur verið tekin um sölu
þeirra.
Verðbréfa-
útibúíHá-
skólanum
VERÐBRÉFAÚTIBÚ verður
opnað af Finni Ingólfssyni við-
skiptaráðherra í Háskóla ís-
lands mánudaginn 30. septem-
ber kl. 12:10 í Odda.
Ekki er um eiginlegt verð-
bréfafyrirtæki að ræða, heldur
verðbréfaleik sem er sam-
vinnuverkefni viðskiptafræði-
nema við Háskóla íslands,
Verðbréfamarkaðar íslands-
banka og Einars J. Skúlason-
ar. Viðskiptaráðherra er fyrsti
keppandinn í leiknum en aðrir
keppendur eru nemendur,
starfsmenn og kennarar í Há-
skóla Islands og Tækniskóla
Islands. Þeim gefst kostur á
að versla með verðbréf líkt og
um raunverulegan verðbréfa-
markað væri að ræða. Verð-
bréfaleikurinn stendur yfir í
tvær vikur og eru útibú starf-
andi alla virka daga í helstu
byggingum HÍ og TÍ.
Rannsóknaráætlun ESB
Um 800 millj-
ónir til Islands
ÍSLENSKIR aðilar hafa
fengið úthlutað styrkj-
um sem nema nálægt
800 milljónum króna frá
rannsóknar- og þróun-
aráætlun Evrópusam-
bandsins á undanfömum
árum.
Fjórða rannsóknar-
og þróunaráætlun Evr-
ópusambandsins, sem
hófst árið 1994 og lýkur
í árslok 1998, hefur til
ráðstöfunar 1.000 millj-
arða til samstarfsverk-
efna. Ein helsta áherslan
er á sviði upplýsinga og
renna 180 milljarðar til
verkefna á sviði upplýsingatækni. Hr.
Metakides, yfirmaður upplýsinga-
tækniáætlunar ESB,_ kynnti á fundi
sem Rannsóknarráð íslands stóð fyrir
á Hótel Sögu í gær helstu áherslur
ESB á sviði upplýsingatækni og
möguleika íslenskra aðila
til þess að sækja um sam-
starfsverkefni til áætl-
unarinnar en verkefni
sem áætlunin styrkir
miðast sérstaklega við
þarfír notenda og mark-
aðarins.
Næsti umsóknarfrest-
ur til áætlunarinnar
rennur út þann 15.
desember nk. en alls er
úthlutað styrkjum innan
áætlunarinnar Ijórum
sinnum á ári.
Hafinn er undirbún-
ingur að fimmtu áætlun-
inni sem hefst árið 1999
og er búist við að svipað fjármagn
renni til hennar. Að sögn Metakides
verður megináherslan lögð á rann-
sóknir á sviði líf- og fæðukeðjunnar
og leiðir til að auðvelda aðgang að
upplýsingum og menntun.
Metakides, yfir-
maður upplýsinga-
tækniáætlunar ESB
Eigendaskipti hjá Teppalandi
FYRIRTÆKIÐ Timburvinnslan hf.
sem rekið er í tengslum við Húsa-
smiðjuna hefur keypt öll hlutabréf í
Teppalandi í Mörkinni 4 af Birgi
Þórarinssyni, framkvæmdastjóra og
eiganda Egils Árnasonar hf.
Birgir og fjölskylda hans keyptu
Teppaland í desember 1994 af Víði
Finnbogasyni, en fyrirtækið hefur
verið umsvifamikið í sölu gólfteppa
og gólfdúka. Var fyrirtækið flutt frá
Grensásvegi 13 í nýtt húsnæði í
Mörkinni í ágústmánuði 1995. Birg-
ir hefur lengi verið viðloðandi Teppa-
land og var m.a. sölustjóri fyrirtæk-
isins um átta ára skeið eða uns hann
keypti Egil Árnason hf. árið 1986.
Teppaland hefur verið rekið að-
skilið frá Agli Árnasyni, en fyrirtæk-
in hafa samnýtt lager og skrifstof-
ur. Timburvinnslan kaupir einungis
reksturinn sjálfan, en húsnæðið í
Mörkinni er í eigu Byggingarfélags-
ins Gunnars og Gylfa.
Þeir Birgir Þórarinsson og Jón
Snorrason, forstjóri Húsasmiðjunnar
vildu lítið sem ekkert tjá sig um
kaupin í gær í samtali við Morgun-
blaðið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EMMA Bonino segir að grundvallarforsenda inngöngu í Evrópu-
sambandi sé að umsækjandi samþykki það sem nefnt er „sameig-
inlegu reglurnar" sem gilda í sambandinu.
Emma Bonino framkvæmdastjóri
sjávarútvegsdeildar ESB
Sameiginlegu
reglurnar for-
senda inngöngu
NORÐMENN fengu aldrei fulla
tryggingu fyrir því, að fiskveiði-
stjórnun yrðu óbreytt frá því sem
var, í samningum sínum um inn-
göngu í Evrópusambandið. Þetta
kom fram í ræðu Emmu Bonino,
framkvæmdastjóra sjávarútvegs-
deildar ESB á ráðstefnu um íslenzk-
an sjávarútveg og Evrópusamband-
ið í gær. Þar sagði hún: „Af ein-
skærum lögfræðilegum ástæðum
gat sambandið ekki veitt slíka
tryggingu svart á hvítu vegna þess
að sameiginlega fiskveiðistefnan er
endurskoðuð á tíu ára fresti. í reynd
er það svo að aðeins hafa verið
gerðar minni háttar breytingar á
reikningsforsendum varðandi inn-
byrðis skiptingu veiðistofna milli
aðildarþjóða en þessi trygging
reyndist vera ófullnægjandi fyrir
marga kjósendur í Noregi.“
Bonino kynnti sjávarútveg og
sjávarútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins og lagði mikla áherzlu á
nauðsyn ábyrgrar fiskveiðistjórnun-
ar og nauðsyn þess að draga úr
afkastagetu fiskiflotans. Hún vék
síðan að spurningunni um það hvort
rétt væri fyrir Island að sækja um
aðild að Evrópusambandinu:
Ekkert svar
„Við erum oft beðin um að tjá
skoðun okkar á hugsanlegri inn-
göngu Islands í Evrópusambandið
og við vitum að þessi mál eru nú
rædd hér á landi. Ég hef að sjáif-
sögðu ekkert svar við þessari brenn-
andi spurningu en ef til vill get ég
lagt fram minn skerf til umræðn-
anna með því að rifja upp sumt af
því sem gerðist síðast þegar sam-
bandið stækkaði svo að um mun-
aði; þegar Austurríki, Finnland og
Svíþjóð gengu í það og Noregur
hætti við, að miklu leyti vegna sjáv-
arútvegsmálanna.
Sameiginlegu reglurnar
Grundvallarforsenda inngöngu
er að umsækjandi samþykki það
sem nefnt er „sameiginlegu regl-
urnar“ sem gilda í sambandinu:
Innganga merkir að reglurnar eru
samþykktar. Þessi forsenda var
undirrót hressilegra skoðanaskipta
við Norðmenn sem voru með annað
skipulag á fiskveiðum sínum en
sambandið og voru ófúsir að kasta
því fyrir róða. Undir lok aðildarvið-
ræðnanna fundu samningsaðilar
lausn sem báðir voru ánægðir með:
Norðmenn fengu leyfi til að nota
sína tilhögun í norskri lögsögu norð-
an við 62. breiddarbaug fram til
30. júní 1998. Þaðan í frá yrði
skipulag þeirra fellt inn í sameigin-
lega fiskveiðistefnu Evrópusam-.
bandsins, að teknu tilliti til mark-
miða stjórnunarinnar og aðferða við
hana, gerð var grein fyrir þessu í
sameiginlegri yfirlýsingu.
Inntökugjald
Önnur grundvallarforsenda var
að ekki yrði um það rætt að greiða
„inntökugjald". Það er ekkert laun-
ungarmál að samningamenn sam-
bandsins voru beðnir um að velta
slíkum hugmyndum fyrir sér. Mál-
inu var jafnvel slegið upp í fjölmiðl-
um en komst aldrei alla leið á samn-
ingaborðið. Það var tekið skýrt fram
í upphafí viðræðnanna að tilhögun
fiskveiða eins og þær voru fyrir
stækkunina yrði grundvöllurinn
þegar reiknaður yrði út „hlutfalls-
legur stöðugleiki". Mikilvægast í
þessum efnum var hins vegar að
svara spurningunni: „Hve stöðugur
er hlutfallslegur stöðugleiki?" Norð-
menn kröfðust þess að gerð yrði
skrifleg, ótvíræð samþykkt um að
„mikilvægustu reikningsforsendum
hlutfallslegs stöðugleika yrði aldrei
breytt".
Veiðar á fiski utan kvóta
Síðasta atriðið sem var mjög at- |
hyglisvert var umræða um það sem
nefnt er í sambandinu „aðgangur
að hafsvæðum“ eða rétturinn til að
veiða úr fiskistofnum sem ekki eru
háðir kvóta. Öll veiðiskip sambands-
ins sem hafa veiðikvóta á tilteknu
veiðistjórnarsvæði mega veiða þar
þær tegundir sem ekki eru háðar
kvóta. Þetta byggist á sameiginlegu
reglunum í sambandinu og hefði
því átt við norsk skip á hafsvæðum '
sambandsins og öfugt. Þegar það }
kom í ljós að Norðmenn myndu |
ekki geta sætt sig við að skip frá
öðrum ríkjum sambandsins mættu
veiða úr stofnum utan kvóta í
norskri lögsögu var þessum hluta
sameiginlegu fiskveiðistefnunnar
einnig ýtt til hliðar um sinn meðan
beðið væri þess að mótuð yrði sér-
stök stefna sambandsins er hefði
það markmið að koma á jafnvægi j
í veiðunum á umræddu svæði.
Hægt að ná árangri |
Ég hef sagt ykkur frá þessum
þremur dæmum, ekki til þess að
hvetja ykkur til að sækja um aðild
en einvörðungu til þess að sýna
ykkur hvaða árangri hægt er að
ná þegar viðræðuaðilar semja með
jákvæðu hugarfari og eru ákveðnir
í að ná samkomulagi sem báðir
geti unað við. Og sú grundvallar- }
regla ætti alltaf að gilda í samskipt- ^
um okkar, hvort sem íslendingar
sækja um aðild að sambandinu eða *
ekki,“ sagði Emma Bonino.