Morgunblaðið - 28.09.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 19
ÚRVERINU
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
Umsókn um aðild að
ESB ekki á dagskrá
„ÞAÐ hefur ekki verið á dagskrá
að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu. Sambandið sjálft hefur lýst
því yfir að ekki verði tekið við um-
sóknum fyrr en eftir ríkjaráðstefn-
una, sem nú stendur yfir. Þar á sam-
bandið eftir að svara ýmsum spurn-
ingum, sem gætu haft áhrif á hvort
það væri fýsilegur kostur fyrir okkur
gerast aðilar,“ segir Þorsteinn Páls-
son, sjávarútvegsráðherra í samtali
við Verið. Hann flutti erindi á ráð-
stefnunni íslenzkur sjávarútvegur
og Evrópusambandið. Þar fór hann
yfir þann mikla mismun sem er á
rekstrarumhverfi sjávarútvegs hér
og í Evrópusambandinu. Fer sá kafli
ræðu hans hér á eftir:
„Hjá Evrópusambandinu eru
ákvarðanir um leyfiiegan heildarafla
teknar sameiginlega af ráðherraráði
sambandsins.
Ólíklegt er að íslendingar teldu
sér fært að framselja ákvörðunar-
valdið á þessu sviði til ráðherraráðs
sambandsins. Með því er ekki endi-
lega verið að halda því fram að sam-
eiginlegar ákvarðanir ESB, með ís-
land innanborðs, yrðu verulega frá-
brugðnar þeim ákvörðunum sem
annars hefðu verið teknar af íslend-
ingum sjálfum. Enginn getur hins
vegar séð fyrir hvað framtíðin ber
í skauti sér í þessum efnum og hvaða
áhrifavaldar verða ofan á þegar slík-
ar ákvarðanir verða teknar.
Engar tryggingar
unnt að fá
Ef samkomulag myndi nást í að-
ildarsamningum um aflahlutdeild
sem íslendingar gætu sætt sig við
þá þyrfti jafnframt að tryggja að
ekki yrði hægt að breyta þeirri afla-
hlutdeild síðar nema með samþykki
Íslendinga. Engar slíkar tryggingar
er hins vegar unnt að fá.
Reglur um aðgang fiskiskipa til
veiða eru all ólíkar á íslandi og í
ESB. Á íslandi hefur þróunin verið
sú að hverfa frá beinni sóknarstýr-
ingu en takmarka í þess stað hversu
mikið er tekið úr einstökum stofnum.
Ákvörðun um stærð fiskiskipa-
flotans innan ESB er miðstýrð. Er
hverju ríki sett markmið í þessum
efnum og sameiginlegum f|ármun-
um er varið til þess að stuðla að
minnkun flotans. Ljóst er því að
verulegur munur er á íslenskum og
evrópskum reglum á þessu sviði og
þróun síðustu ára allólík hvað þenn-
an þátt varðar.
Ólíkar ráðstafanir
Mismunandi aðstæður á einstök-
um hafsvæðum kalla oft á ólíkar
ráðstafanir hvað varðar tæknilegar
ráðstafanir í fiskverndarmálum.
Slíkar ákvarðanir þurfa oft að
byggja á málamiðlun milli ólíkra
hagsmuna einstakra landshluta og
útgerðarflokka. Þá þarf oft að grípa
til viðeigandi ráðstafana á þessu
sviði með skjótum hætti til að
tryggja gagnsemi þeirra.
Það á sérstaklega við um skyndi-
lokanir veiðisvæða og aðrar ráðstaf-
anir til að veijast því að stundaðar
séu skaðlegar veiðar. Eins og staða
mála er í dag hjá Evrópusambandinu
er ekki hægt að taka ákvarðanir á
þessu sviði með skjótum hætti.
Þannig er t.d. ekkert fyrirkomulag
þar sem gert er ráð fyrir að hægt
sé að grípa til skyndilokana.
Samkvæmt gildandi íslenskum
lögum geta þeir einir sem uppfylla
þjóðemis- og búsetuskilyrði átt ís-
lensk fiskiskip og fiskvinnslufyrir-
tæki sem stunda frumvinnslu afla.
Þessi regla var staðfest með sér-
stakri undanþágu fyrir ísland við
samninginn um hið evrópska efna-
hagssvæði.
Kvótahopp
Ýmis ríki innan ESB hafa reynt
að koma í veg fyrir svokallað kvóta-
hopp með því að setja reglur sem
takmarka eignarhald á fiskiskipum.
Hætt er við að allar slíkar reglur
gætu takmarkað hagræðingarmögu-
leika íslenskra fyrirtækja.
Rekstrar- og starfsumhverfi ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja er í
heildina mjög ólíkt því sem er innan
Evrópusambandsins. Það stafar af
ólíku efnahagssvæði sjávarútvegsins
á íslandi í samanburði við aðildarríki
Evrópusambandsins en þar telst
sjávarútvegurinn hvergi burðarás í
efnahagslífi einstakra ríkja.
Sjávarútvegurinn er að mestu
stundaður á jaðarsvæðum sem oft
og tíðum hafa litla aðra atvinnu-
möguleika og eiga oft í vök að veij-
ast í efnahagslegu tilliti miðað við
önnur svæði innan viðkomandi ríkis.
Þetta hefur valdið því að sérstakri
verndarhendi er haidið yfir sjávarút-
veginum og þeim sem hann stunda.
í þessu sambandi má nefna mark-
aðsskipulag ESB hvað varðar við-
skipti með fisk, bann við síldar-
bræðslu, sameiginlegar aðgerðir til
að minnka fiskiskipaflotann og ai-
mennar stuðningsaðgerðir við
sjávarútveginn.
Markaðsskipulag
Markaðsskipulag ESB fyrir við-
skipti með fisk er Islendingum fram-
andi og á skjön við þá þróun sem
verið hefur í þessum málum síðasta
áratuginn. Ekki liggur fyrir hvort
íslendingar þyrftu að taka upp sama
fyrirkomulag. Hins vegar er það svo
að markaðsskipulag ESB byggir á
fijálsum samtökum framleiðenda.
Allir þeir sem uppfylla tiltekin skil-
yrði geta sett á fót framleiðendasam-
tök enda starfi þau eftir þeim sam-
eiginlegum reglum sem Evrópusam-
bandið hefur sett á þessu sviði.
Ólíklegt verður að teljast að íslend-
ingar gætu fallist á að taka upp fjár-
málalegar stuðningsaðgerðir við sjáv-
arútveginn. Slíkar aðgerðir myndu
hafa veruleg áhrif á stjóm efnahags-
mála á íslandi og yrðu jafnvel til
þess að staða annarra atvinnugreina
en sjávarútvegs myndi veikjast.
Slíkir styrkir kæmu tæpast til
nema íslensk stjórnvöld tækju
ákvörðun um slíkt og legðu fram
tilskilin mótframlög. Það kallaði hins
vegar á tilfærslu fjármuna innan
íslensks hagkerfís og því er líklegt
að ísiendingar myndu alfarið vilja
standa utan þessa kerfis.
Sameiginleg mynt
Á íslandi hafa aðgerðir til að
stuðla að minnkun flotans meira og
minna verið í höndum útgerðar-
manna sjálfra. Fyrir tilstuðlan
kvótakerfisins geta útgerðarmenn
tekið ákvarðanir um að draga úr
sóknarkostnaði með framsali afla-
heimilda. Af hversu miklu leyti það
gerist með varanlegri fækkun skipa
ræðst af valinu á milli þess að fram-
selja aflaheimildir innan ársins og
með framsali aflahlutdeildar og úr-
eldingu skipa.
Nauðsynlegt er enn fremur að
huga sérstaklega að því hvaða áhrif
sameiginleg evrópumynt myndi hafa
á íslenskt efnahagslíf. Á undanförn-
um árum höfum við með markvissri
efnahagsstjórn tryggt hér stöðug-
leika og lága verðbólgu. Stöðugleiki
í gengismálum hefur verið lykilatriði
í að ná þeim árangri.
Hitt er ljóst að uppistaðan í verð-
mætasköpun íslendinga er með öðr-
um hætti en hjá stærstu iðnríkjum
Evrópusambandsins. Sameiginleg
evrópumynt myndi því taka mið af
hagsmunum þeirra ríkja en ekki ís-
lenskum hagsmunum.
Fastlega má reikna með að í fram-
tíðinni verði áfram meiri sveiflur á
matvælamörkuðum en almennum
mörkuðum fyrir iðnaðarvörur. Það
gæti því skert möguleika okkar til
almennrar hagstjómar ef við hefðum
ekki eigin mynt. Það yrði óásættan-
legt að lífskjör hér tækju mið af jað-
arsvæðum annars staðar í Evrópu.“
Þórunn Sveinbjarnardóttir, talsmaður Evrópusamtakanna
Stefnuleysi gæti reynst
Islendingum dýrkeypt
„UM ÞESSAR mundir virðist stefna
stjórnvalda felast í því að halda sig
eins nálægt Evrópusambandinu
eins og kostur er með því að nýta
möguleika EES-samningsins til
hins ýtrasta, en um leið að firra sig
áhrifum Og ábyrgð innan ESB,“
sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir,
talsmaður Evrópusamtakanna,
þverpólitískra samtaka íslenskra
Evrópusinna sem stofnuð voru í
fyrravor.
Að mati Þórunnar hefur Evrópu-
málum ekki verið sinnt af fullri al-
vöru í íslenskum stjórnmálum á síð-
ustu misserum og gæti stefnuleysi
reynst þjóðinni dýrkeypt. Af því
leiddi einfaldiega að hagsmuna ís-
lendinga á hinu evrópska efnahags-
svæði hefði ekki verið gætt sem
skyldi. Að sama skapi hefðu tæki-
færin ekki verið nýtt til fulls.
Fjölmörg tækifæri
ekki síður en hættur
Talsmaður Evrópusamtakanna
sagði að ástæða væri allt eins til að
skilgreina þau tækifæri, sem aðild
að ESB gæti veitt íslenskum sjávar-
útvegi, ekki síður en þær hættur,
sem hún kynni að fela í sér. Hún
spurði m.a. hvort aðild myndi t.d.
skapa aukna möguleika á fjárfest-
ingum íslenskra sjávarútvegsfyrir-
tækja í evrópskum sjávarútvegi og
samstarfi við fyrirtæki í öðrum ríkj-
um. í öðru lagi hvaða áhrif hefði
það í samningum um fiskveiðimál
að hafa framkvæmdastjórn ESB að
bakhjarli, t.d. í viðræðum um veiði-
rétt við Noreg og Rússland eða um
lögsögumörk við Færeyjar og Græn-
land. í þriðja lagi hvaða tækifæri
gæfust íslenskum sjávarútvegi varð-
andi þátttöku í ótal þróunarverkefn-
um ESB í sjávarútvegi í þriðja heim-
inum og í fjórða lagi hvaða áhrif
væntanlegt efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu myndi hafa á hags-
muni og samkeppnisstöðu íslensks
sjávarútvegs.
ERLEIMT
Reuter
ARMENSKUR hermaður á brynvörðum liðsflutningavagni sínum
í Jerevan í gær. Allt virtist með kyrrum kjörum í borginni í gær.
Óttast ekki átök
í Armeníu
Jerevan. Morgunblaðid.
„VIÐ óttumst ekki að það komi til átaka. Samstaðan hefur alltaf verið
helst vopna armensku þjóðarinnar í lífsbaráttu hennar og það þarf meira
en þetta til þess að sú samstaða rofni meir en orðið er. Aftur á móti sýna
þessir atburðir að Armenía er ekki lýðræðisríki, eins og við höfðum vonað
og stefnt að síðastliðin fimm ár. Og það þykir okkkur þyngra en tárum taki.“
Þetta sögðu tveir sölumenn á
útimarkaði í Jerevan í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins í gær.
Þeir voru stuðningsménn Vazgens
Manukyans í forsetakosningunum og
sögðu að öll þjóðin vissi að Manuk-
yan hefði sigrað í kosningunum, hvað
sem liði yfirlýsingum manna Levons
Ter-Petrosyans forseta.
„Nú er Armenía einræðisríki. Við
höfðum talið okkur trú um að við
værum lengra á veg komnir eftir
hrun kommúnismans. Svo er greini-
lega ekki.“
Þessir sölumenn voru að selja
barnabækur og ýmislegt annað smá-
legt á markaðnum og sagði annar
þeirra að hinn væri fyrrverandi
stærðfræðingur og kennari sem nú
væri kominn á eftirlaun.
„Eftirlaunin hans nema sem svar-
ar fimm dollurum á mánuði. Þess
vegna er hann hérna með mér að
reyna að afla sér örlítilla aukatekna.
Ter-Petrosyan forseti lýsti því yfir
að eftirlaun myndu kollsteypa efna-
hagnum. En hann er nú þegar í
rúst fyrir eftirlaunaþega og lág-
launafólk.“
Þessir ágætu menn þekktu furðu
mikið til íslands og kváðust öfunda
okkur íslendinga af því að hafa alist
upp í fijálsu þjóðfélagi. Þegar þeir
sáu að við vorum viðriðnir Olympíu-
skákmótið kom í ljós að þeir þekktu
vel til Friðriks Ólafssonar stórmeist-
ara og vissu að heimsmeistaraein-
vígið í skák 1972 hefði verið haldið
í Reykjavík þó þá minnti að vísu að
þar hefði landi þeirra, Tigran Petr-
osyan, att kappi við Bobby Fischer.
Goshveri og heitt vatn vissu þeir
einnig um.
Andrúmsloftið í Jerevan er óðum
að fá á sig eðlilegri mynd, þótt enn
séu hermenn víða á stjái. Þeir hafa
sig lítt í frammi og virðast leggja
sig fram um að gegna skyldum sín-
um svo kurteislega sem verða má.
í gærkvöldi fór íslenski hópurinn í
þjóðaróperuna að sjá Otello eftir
Verdi og þar eru hermenn á verði.
Þegar við, ég og Helgi Ólafsson,
gengum upp að húsinu sátu þar tveir
hermenn að fábrotnum kvöldverði
og kölluðu þeir til okkar og vildu
endilega bjóða okkur af gnægtum
sínum. Við þáðum hjá þeim brauð-
bita, geitarost og agúrku og vorum
svo leystir út með tyrknesku súkkul-
aði. Súkkulaðið var að vísu mjög
vont en hugurinn var góður.
Kosningar
boðaðar í Tælandi
Bangkok. Reuter.
BANHARN Silpa-archa, forsætis-
ráðherra Tælands, leysti í gær upp
þing og boðaði kosningar 17. nóv-
ember. Kom þessi ákvörðun hans
mörgum á óvart og samstarfsaðiljar
hans í stjórn lýstu sumir yfir reiði.
Búist hafði verið við að Banharn
mundi láta af störfum í dag og velja
eftirmann sinn eins og hann lofaði
um síðustu helgi.
Forsætisráðherrann beið hins veg-
ar í viku með að sýna hvaða spil
hann hefði á hendi og með ákvörðun
sinni í gær kom hann bandamönn-
um, sem höfðu niðurlægt hann og
neytt til að lýsa yfir afsögn sinni, í
opna skjöldu.
Sex flokkar sitja í samsteypu-
stjórn Banharns, sem sagði að al-
mennt væri talið að fjölflokka stjórn
leiddi til ágreinings og pólitískra
vandamála. Því væri best að skjóta
ákvörðun um næstu stjórn til þjóð-
arinnar.