Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Herfor ingj astj órn Burma
Stuðningsmenn
Suu Kyi handteknir
Rangoon. Reuter.
LÖGREGLA í Burma handtók í
gær 109 stjórnarandstæðinga í
Rangoon og lokaði ölluin götum
er liggja að húsi Aung Sang Suu
Kyi, helsta leiðtoga stjórnar-
andstöðunnar. Var markmiðið
að hindra flokk hennar i að
halda landsfund, að sögn emb-
ættismanns hertöringjastjórnar-
innar.
Embættismaðurinn sagði að
Þjóðarhreyfingin fyrir lýðræði
(NLD), flokkur Suu Kyi, hefði
ekki fengið leyfi til að halda
fundinn eins og lög kvæðu á um.
Athygli vakti að embættis-
maðurinn sagði NLD hafa tíma-
sett fundinn í samráði við
Bandaríkjastjórn en nú eru að
hefjast umræður á þingi í Wash-
ington um refsiaðgerðir gegn
stjórnvöldum í Burma vegna
mannréttindabrota auk þess
sem allsheijarþing Sameinuðu
þjóðanna er nýhafið í New
York. Fulltrúi Bandaríkja-
stjórnar sagði þessar ásakanir
„fáránlegar“, stjórn Bills Clint-
ons forseta réði engu um að-
gerðir NLD.
Bretar hörmuðu í gær þróun
mála í Burma og kváðu viðræð-
ur hafnar innan Evrópusam-
bandsins um það hvort grípa
ætti til aðgerða gegn herfor-
ineriastjórninni.
Uppreisnin í Ungveijalandi 1956
Krústsjoff snerist hugur
Búdapest. Reuter.
SKJOL sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur
leyft birtingu á sýna að Níkíta Krústsjoff, leiðtogi
Sovétríkjanna 1953 -1964, var reiðubúinn að viður-
kenna stjóm Imre Nagys í Ungveijalandi 1956 en
skipti um skoðun, m.a. vegna þrýstings frá Kínveij-
um. Samkvæmt upplýsingum sem birtar vora 1990
í Búdapest féllu um 2.500 manns í uppreisn Ung-
veija gegn sovéska herliðinu sem bældi uppreisn
landsmanna niður.
Meirihluti æðstu ráðamanna var hlynntur stjórn
Nagys, sem tók við að kröfu uppreisnarmanna
en hann var umbótasinnaður kommúnisti. Var
jafnvel rætt um að draga allan sovéskan her á
brott frá Ungveijalandi en uppreisnarmenn vildu
að landið yrði hlutlaust og gengi úr Varsjárbanda-
laginu.
Hinn 31. október sagði Krústsjoff á hinn bóg-
inn að endurskoða yrði frá grunni afstöðuna til
Nagys. Þá um morguninn hófst innrás Frakka
og Breta í Egyptaland vegna deilna um Súesskurð-
inn og virtist Krústsjoff sem Egyptaland myndi
á ný verða vestrænt áhrifasvæði. Ef Sovétherinn
yfirgæfi um sama leyti Ungveijaland myndi það
„kæta heimsvaldasinna“ þ.e. Vesturveldin um of.
Hann hafði um nóttina rætt við sendinefnd
kínverskra kommúnista og var Deng Xiaoping
meðal nefndarmanna. Að sögn Jian Chen, kín-
versks fræðimanns er starfar nú í Bandaríkjunum,
fengu Kínveijar fregnir frá sendiráði sínu í Búda-
pest um að félagar í kommúnistaflokknum þar
væru hengdir án dóms og laga. Var niðurstaða
Kínveija því sú að Ungveijar væru á móti komm-
únisma.
Leiðtogamir í Peking sögðu Krústsjoff að koma
yrði í veg fyrir að Ungveijar gengju Vesturveldun-
um á hönd, að sögn Jians sem komist hefur yfir
frásagnir túlks Dengs og ritara Mao Zedongs, leið-
toga Kína.
Reuter
HERMENN í Rangoon, sumir í borgaralegum klæðum, gæta þess að almenningur fari ekki um
götur er liggja að húsi aðalstöðva flokks Aung Sang Suu Kyi, leiðtoga lýðræðisafla í Burma.
Jeltsín hlítir
læknisráði
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESK stjómvöld sögðu í
gær að Borís Jeltsín forseti færi
í einu og öllu eftir ráðum lækna
sinna og hygðist draga úr vinnuá-
lagi þar til hann gengist undir
fyrirhugaða aðgerð á hjarta.
Blaðafulltrúi Jeltsíns, Sergei
Jastrzjembskí, sagði að forsetinn
ynni í tvær til þijár klukkustundir
á dag í sjúkrahúsinu, sem hann
dvelur á í Moskvu, og ekki væri
ráðgert að breyta því.
Jeltsín er rúmfastur og sendi
hann Tatjönu, dóttur sína, opin-
berra erinda sinna í gær. Flaug
hún til Rostov til að heimsækja
börn, sem slasast höfðu í umferð-
arslysi.
Gert er ráð fyrir að Jeltsín ræði
við ígor Rodíonov varnarmálaráð-
herra í dag um vanda þann, sem
blasir við rússneska hernum, og I
tillögur um umbætur í málum v)
hersins. Alexander Lebed, yfir- j
maður öryggismála í Rússlandi,
sagði fyrr í þessari viku að verið
gæti að herinn væri á barmi upp-
reisnar vegna vangoldinna launa.
Níu fórust á
strönd í Astralíu
Grófust
undir
kletti
Perth. Reuter.
NÍU manns, Qórir fullorðnir
og fimm böm, fórast í gær
þegar 10 metra hár klettur
hrundi ofan á þá á strönd í
Vestur-Ástralíu. Þar voru
skólabörn ásamt kennurum
sínum og foreldram að fylgjast
með keppni í brimbrettasigl-
ingum.
Síðasti skóladagur var í
Ástralíu í gær og hafði um-
ræddur hópur haldið upp á það
með því að fylgjast með brim-
brettareið skammt frá Cowar-
amup-þjóðgarðinum um 200
km suðvestur af Perth, höfuð-
stað Vestur-Ástralíu. Var veðr-
ið fremur slæmt, rok og rign-
ing, og sagði talsmaður lög-
reglunnar, að fólkið hefði leitað
skjóls undir klettunum.
„Kletturinn hrandi og fólkið
grófst undír tugum tonna af
gijóti,“ sagði hann.
John Jackovich, sem býr
skammt frá ströndinni, sagði,
að fólk leitaði gjama í var
undir klettunum þegar þannig
stæði á en það gæti verið mjög
hættulegt. Þeir væra úr kalk-
steini og mjög lausir í sér.
Væri alltaf eitthvað um hrun
úr þeim og einkum eftir miklar
rigningar.
Tvær manneskjur, stúlka og
fullorðinn maður, slösuðust
þegar kletturinn hrundi og
lenti stúlkan raunar undir
gijótinu að nokkru leyti.
Taleban-skæruliðar við völd í Afganistan
Lög íslains taka gildi í Kabúl
Kabúl. Reuter.
LIF virtist að mestu hafa færst í eðlilegt horf í
Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær eftir að
Taleban, hreyfing heittrúaðra múslima, náði henni
á sitt vald. Leiðtogi hennar, Mullah Muhammad
Omar, lýsti þegar yfir því að landið væri nú „al-
gerlega íslamskt ríki“. Lýsti Omar yfir skipun sex
manna ríkisráðs til að stjórna landinu og að
næstráðandi hans innan hreyfingarinnar, Mullah
Mohammad Rabbani, yrði forseti ráðsins. Liðs-
menn hreyfíngarinnar réðust gegn fyrrverandi
forseta landsins, Najibullah og hengdu hann
ásamt bróður hans, Saphur Ahmadzai. Héngu lík
þeirra á umferðartumi í miðri Kabúl í gær.
Svo virtist í gær sem Taleban
hefði náð öllum stjómarbyggingum
í Kabúl á sitt vald í gær. Stjórnar-
hermenn voru hvergi sýnilegir á
götum Kabúl, og Abdul Rahim
Ghafoorzi, aðstoðarutanríkisráð-
herra Afganistans, sem staddur er
á fundi Allsheijarþings Sameinuðu
þjóðanna, sagði að herinn hefði
ákveðið að hörfa til að koma í veg
fyrir mannfall á meðal óbreyttra
borgara.
Einn foringja Taleban sagði hins
vegar í gær að stjómarhermenn
réðu enn Jabal-us-Seraj herstöðinni
norður af höfuðborginni en að liðs-
menn Taleban sæktu nú að þeim
úr suðri. Að sögn sendiherra Afgan-
istans á Indlandi ræður stjórnarher-
inn enn 13 hémðum af 31 og sagði
hann að forsetinn, Burhanuddin
Rabbani, væri ásamt mönnum sín-
um um 25 km norður af höfuðborg-
inni.
Leita ekki hefnda
Múgur manns hópaðist í miðborg-
ina til að beija lík Najibullah aug-
um. „Við drápum hann því hann
myrti þjóð okkar,“ sagði Noor Hak-
mal, einn foringja Taleban-hreyf-
ingarinnar.
Norbert Holl, sérlegur sendifull-
trúi SÞ í Afganistan, lýsti í gær
yfír „þungum áhyggjum“ vegna aftökunnar á
Najibullah og skoraði á Taleban-hreyfinguna að
þyrma lífverði hans og fyrrverandi herstjóra.
Dularfull hreyfing
Taleban-skæruliðamir lögðu hins vegar áherslu
á það í gær að þeir leituðu ekki hefna. Var stjóm-
arhermönnum heitið griðum og sakaruppgjöf,
gæfu þeir sig fram. Var almenningur hvattur til
að snúa aftur til daglegs lífs og talsmenn hreyfing-
arinnar kváðust vona að sigur þeirra leiddi til
þess að framboð á mat og annarri nauðsynjavöru
ykist.
Taleban-hreyfíngin hefur á síðustu tveimur
áram náð að bera höfuð og herðar yfír aðrar
skæruliðahreyfingar í Afganistan. Hún kom fram
á sjónarsviðið síðla árs 1994 en hana stofnuðu
heittrúaðir námsmenn. Fyrir þeim fór Mullah
Muhammad Omar, sem hafði barist með skærulið-
um gegn sovéskum hermönnum á níunda áratugn-
um, og særst allnokkrum sinnum, m.a. missti
hann annað augað. Omar hóf nám í íslömskum
trúarfræðum árið 1989, er Sovétmenn héldu út
úr Afganistan. Hann er sagður á fertugsaldri.
Omar og aðrir trúaðir námsmenn stofnuðu
Taleban vegna óánægju með stríðsherra landsins.
Hófu þeir að beijast gegn muja-
heddin-skæraliðum og óx fljótt fisk-
ur um hrygg. Þrátt fyrir nokkur
þung áföll í átökunum á síðasta
ári, reyndist Taleban-hreyfingin
betur skipulögð og einingin meiri
innan hennar en hjá skæruliðum og
stjómarhernum sem hún barðist við.
Lítið er þó vitað um hreyfinguna,
hvernig hún er byggð upp og hver
pólitísk stefna hennar er. í breska
tímaritinu Jane’s Defence Weekly
segir að átta menn skipi yfirstjórn-
ina, svokallaða Shura. Auk Omars
má nefna Mohammad Rabbani,
Borjan og Mohammad Abbas. Lítið
er vitað um þá annað en að flestir
eru fæddir í Kandahar-héraði, börð-
ust gegn Sovétmönnum á síðasta
áratug og sneru sér að trúarfræð-
unum er sovéski herinn hrökklaðist
á brott.
Ljóst er að bókstafstrú Taleban-
hreyfingarinnar nýtur takmarkaðra
vinsælda á þeim svæðum sem hún
hefur náð á sitt vald. Þar hefur
Taleban lagt bann við sjónvarps-
tækjum, látið loka stúlknaskólum
og fyrirskipað konum að hylja and-
lit sitt með blæju. Stjóm Taleban á
þessum svæðum hefur reynst laus
við spillingu en óvíst er hins vegar
með öllu hvernig þeim mun farast
stjórn alls landsins úr hendi.
„Slátrarinn frá Kabúl“
ENDALOK Najibullah, sem hlaut
viðumefnið „SÍátrarinn frá Kab-
úl“ vegna grimmdar gagnvart
andstæðingum sínum, urðu nöt-
urleg en Taleban-
skæruliðar í Afganist-
an tóku hann af lífi í
gær ásamt bróður hans
og höfðu lík hans til
sýnis í miðborg Kabúl.
Najibullah var steypt
af stóli árið 1992 þegar
mujaheddin-skærul-
iðar náðu Kabúl og
hefur hann verið í
nokkurs konar stofu-
fangelsi í húsakynnum
Sameinuðu þjóðanna
frá þeim tima.
Najibullah var 49 ára
er hann var tekinn af
lífi. Hann var kjörinn
forseti til sjö ára, árið
1987, af fulltrúaráði
sem hann hafði komið á fót. Naji-
bullah var kommúnisti og undir
verndarvæng þáverandi Sovét-
leiðtoga, Míkhails Gorbatsjovs.
Grimmd Najibullah þótti mikil,
hann hikaði ekki við að láta myrða
andstæðinga sina og gerði það
stundum með eigin hendi.
Honum var þyrmt er
Burhanuddin Rabbani
tók við forsetaembætt-
inu en fulltrúar SÞ
segja að áður en Naji-
bullah var steypt af
stóli, hafi hann verið
búinn að bjóðast til
þess að segja af sér, svo
að boða mætti til kosn-
inga. Lofuðu SÞ honum
þvi að hann fengi að
fara úr landi, en á leið
á fiugvöllinn stöðvuðu
hermenn, sem snúist
höfðu gegn honum,
forsetann fyrrverandi,
sem leitaði skjóls hjá
SÞ. Þar hefur Naji-
bullah haldið sig í hálft
fimmta ár en enginn vildi taka
ákvörðun um örlög hans, hvorki
afgönsk stjórnvöld né Sameinuðu
þjóðirnar.
NAJIBULLAH
á fundi með
fréttamönnum,
skömmu áður en
honum var steypt
af stóli árið 1992.
I
I'
I
>
I
i
i
I
i