Morgunblaðið - 28.09.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 21
Nýjar staðhæf-
ingar um morðið á
Olof Palme
Sænskir
rannsókn-
armenn til
S-Afríku
Stokkhólmi, Pretoríu, Luanda. Reuter.
LÍKLEGT er, að sænskir lög-
reglumenn verði sendir til Suð-
ur-Afríku til að ræða við Eug-
ene de
Kock, sem
heldur því
fram, að
Craig Will-
iamson,
einn helsti
njósnari
stjórnvalda
þar í landi
á tímum
aðskilnað-
arstefnunnar, hafi verið viðrið-
inn morðið á Olof Palme, for-
sætisráðherra Svíþjóðar. Yfir-
völd í S-Afríku ætla að kanna
þetta mál ofan í kjölinn en
Williamson vísaði ásökunum
de Kocks á bug í gær sem
fáránlegum.
Solveig Riberdahl, sem nú
gegnir embætti ríkissaksókn-
ara í Svíþjóð og stjórnar rann-
sókninni á morðinu á Palme,
sagði, að hugsanlega yrðu ein-
hveijir úr Palme-nefndinni eða
lögreglumenn sendir til S-Afr-
íku. Kvað hún útilokað að
leggja eitthvert mat á fram-
burð de Kocks á þessari stundu
en framhjá því yrði ekki horft,
að hann hefði verið yfirmaður
s-afrísku öryggislögreglunnar.
Williamson neitar
Sænskir fjölmiðlar skýrðu
fyrst frá því í maí 1987, eða
aðeins 15 mánuðum eftir að
morðið á Palme var framið,
að hugsanlega tengdist S-Afr-
íka málinu. Þessi tengsl voru
þó aðeins ein af mörgum
hundruðum tilgátna sem
nefndar voru í því sambandi.
Er sænska lögreglan nú að
taka saman allt, sem áður
hefur komið fram um hugsan-
lega aðild S-Afríkumanna.
Sri Lanka
450 skæru-
liðar falla
Colombo. Reuter.
HERMENN stjórnarinnar á Sri
Lanka felldu á fimmtudag
rúmlega 450 liðsmenn upp-
reisnarhreyfingar tamílsku
Tígranna, sem hófu gagnsókn
til að stöðva framrás hersins í
átt að vígi þeirra í Kilinochchi
í norðurhluta eyjunnar. Meðal
Tamílanna sem féllu voru
margar konur og 75 stjórnar-
hermenn biðu einnig bana í
bardögunum, að sögn tals-
manns hersins í gær.
Að sögn hersins hafa rúm-
lega 1.000 tamílskir skærulið-
ar fallið í bardögunum á fimm
dögum og 146 stjórnarher-
menn. Talsmaður hersins sagði
að ekki væri hægt að halda
framrásinni að Kilinochchi
áfram að svo stöddu.
Skæruliðarnir berjast fyrir
sjálfstæðu ríki Tamíla í norð-
ur- og austurhluta eyjunnar
og stríðið hefur kostað 50.000
manns lífið frá árinu 1983.
Liam Fox, aðstoðarutanrík-
isráðherra Bretlands, var
staddur í Colombo í gær og
sagði að breska stjórnin hefði
boðist til að hafa miliigöngu
um friðarviðræður.
Benyamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, sætir harðri gagnrýni
Getur hundsað Arafat en
varla heiminn í heild
Benyamin Netanyahu, forsætisráðherra
Israels, hefur gengið þvert á samninga og
haft í frammi ögranir sem þykja ekki sæma
siðuðum nútímamanni. Væri hann leiðtogi
arabaríkis hefðu Vesturlönd sennilega valið
honum nafngift sem þótt hefur henta að
nota um ýmsa harðstjóra arabaríkja, að
dómi Jóhönnu Kr istj ónsdóttur sem fjallar
um þá skelfíngaratburði sem hafa orðið í
ísrael síðustu daga
Reuter
NETANYAHU heimsótti í gær særða ísraelska hermenn á
sjúkrahúsi í Jerúsalem.
„DROPINN sem fýllir vatnskerið
er jafnstór og hinir," segir sýr-
lenskt orðtak. Þetta má heimfæra
upp á þá óttalegu atburði sem
hafa verið að gerast í ísrael síð-
ustu daga. Menn bijóta heilann
um af hveiju opnun ganganna við
Musterishæðina hafi verið aröbum
slíkt reiði- og sárindaefni. En svo
vísað sé til orðtaksins í upphafi er
það deginum ljósara að hefði það
ekki komið fyrir hefði væntanlega
aðeins verið spurning um daga eða
vikur hvenær upp úr hefði soðið.
Þrír mánuðir Benyamins Net-
anyahu og stjórnar hans hafa ver-
ið nær samfelld ögrun við araba
sem búa í Israel, Jerúsalem, á
Gaza, öðrum sjálfsstjórnarsvæðum
og ýmsum hlutum Vesturbakkans.
Sú ósveigjanlega stefna sem
Netanyahu hefur fylgt hefur leitt
af sér þessar hörmungar. Um það
verður varla deilt. Hann liggur nú
undir slíkri gagnrýni að hann virð-
ist ekki eiga margra kosta völ ef
hann ætlar að sitja áfram: hann
verður að viðurkenna friðarferlið
og taka upp samskipti við Palest-
ínumenn á jafnréttisgrundvelli. Ef
ekki er óhugsandi annað en hann
einangri ísrael í samfélagi þjóða
heims og í kjölfarið dynji enn meiri
hörmungar yfir.
Eftir síðustu fréttum að dæma
virðist forsætisráðherrann gera sér
grein fyrir þessu og leita í ofboði
leiða út úr ógöngunum og reynir
þá líklega að horfast í augu við
þann pólitíska veruleika sem hefur
verið að þróast í Miðausturlöndum
síðustu ár.
Mörgum harðlínumönnum í
ísrael er ofboðið og ísraelskur
blaðamaður í Jerúsalem sagði við
mig í síma í gær að hefði Netanya-
hu ekki stjórnmálalega vitsmuni
til að taka á því sem er að gerast
mundi þann hrökklast frá fyrr en
siðar. ísraelar hefðu ekki dregið
vitsmuni hans í efa en dómgreind
hans væri ekki í samræmi við það
sem hæfði siðuðum nútímamanni.
Skrifstofum PLO lokað,
nafnskírteinakerfi breytt og
ferðafrelsi enn skert
Víst eru helgistaðirnir á Muster-
ishæðinni viðkvæmt mál fyrir
múslima. En samt má fallast á það
að með opnun ganganna hafi heil-
agir staðir ekki verið svívirtir í
bókstaflegri merkingu. En aðgerð-
in var siðlaus og ein margra síð-
ustu mánuði sem virðist ekki eiga
sér annað markmið en auðmýkja
Palestínumenn og raska eða jafn-
vel rústa viðkvæmu friðarferli.
Það er ekki nóg með að stjórn
ísraels hafi gengið á bak orða um
að standa við friðarsamninga al-
mennt og flytja lið sitt frá borg-
inni Hebron, hún hefur á ný leyft
landnemabyggðir gyðinga á
Vesturbakkanum, oftast á landi í
arabískri eigu. Landnemaleyfið er
óviðurkvæmilegt afturhvarf til
fortíðarstefnu harðlínumanna og
óskiljanleg ögrun við arabíska
íbúa.
Þá hefur stjórnin látið loka með
valdi skrifstofum PLO í Austur-
Jerúsalem og nokkur hús sem
hýstu þessar skrifstofur hafa verið
brotin niður. í sumar var breytt
um nafnskírteinakerfi Palestínu-
manna í A-Jerúsalem. Breytingin
hefur það í för með sér að arabísk-
ir íbúar geta að vísu farið úr land-
inu en þurfa síðan að uppfylla hin
flóknustu skriffinnskuskilyrði við
heimkomu.
Þá hefur verið skert stórlega
frelsi fólks á Vesturbakkanum -
svo ekki sé nú minnst á Gaza -
til að fara ferða sinna innan ísra-
els og einnig á komur araba sem
vilja fara um Jórdaníu yfir á
Vesturbakkann og öfugt.
Allt þetta hefur gerst á þessum
þremur mánuðum. Því eru atburð-
irnir sem eru að eiga sér stað núna
ekki merki um að jarðgöngin ein
og sér hafi orðið til að út úr kerinu
flóði, heldur skiljanlegt og rökrétt
framhald á því sem hefur verið að
gerast. Það skyldu menn hafa í
huga.
Netanyahu getur ekki
hundsað allan heiminn
Þó Benyamin Netanayhu geti
hundsað Yasser Arafat og látið
yfirlýsingar arabaleiðtöga lönd og
leið mun gagnrýni Evrópusam-
bandsins ekki vera jafnléttvæg.
En umfram allt skiptir sköpum að
Bandaríkjamönnum er ekki
skemmt- þótt Bill Clinton forseti
hafi verið loðinn og hikandi í sínum
orðum.
Væri Netanyahu leiðtogi araba-
ríkis er ekki að efa að Vesturlanda-
þjóðir með Bandaríkin í farar-
broddi mundu þegar hafa valið
honum nafngift sem hefur þótt
henta að nota um ýmsa harðstjóra
arabalanda síðustu ár.
Forn fjandskapur araba
og gyðinga styðst ekki við
söguleg rök
Margir virðast þeirrar skoðunar
að söguleg rök séu fyrir því að
arabar og gyðingar geti ekki búið
í samlyndi. Staðreyndin er allt
önnur. Tugþúsundir gyðinga, og
sums staðar mörg hundruð þús-
und, bjuggu í ríkjum araba kynslóð
fram af kynslóð; í Marokkó, Túnis,
Egyptalandi, Sýrlandi, írak og
Jemen. Þessi samskipti höfðu að
mestu verið með felldu.
Blóðblöndun milli þeirra gegn-
um aldir hefur verið mikil eins og
glöggt má sjá á útliti sefardim-
gyðinga en það eru gyðingar frá
arabískum löndum nefndir í ísrael.
Almennt er óhætt að segja að sam-
búð gyðinga og araba var mun
þokkalegri - og lengst af góð - í
arabalöndum en til dæmis í mörg-
um Evrópuríkjum, Sovétríkjunum
og víðar þar sem gyðingar hreiðr-
uðu um sig í dreifingunni.
Því er ekki sannleikanum sam-
kvæmt að staðhæfa að arabar
hafi ofsótt gyðinga. Það er partur
af áróðri sem fór að bera á eftir
að Theodor Herzl setti fram síon-
isma kenninguna 1896 - þ.e. að
gyðingar skyldu eignast heimili í
Palestínu.
Síðan hefur þessi málflutningur
færst svo mjög í aukana að þeir
sem lítt hirða um sögulegt sam-
hengi atburða hafa gleypt hráar
yfirlýsingar ísraela um einhliða
ofsóknir og hatur sem þeir hafi
sætt alla tíð af hálfu araba.
íhaldsmenn í Norðurlandaráði hvetja til stuðnings við NATO-aðild Eystrasaltsríkja
FLOKKAHÓPUR íhaldsmanna
í Norðurlandaráði, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn á meðal ann-
ars aðild að og Geir H. Haarde
stýrir, hefur lagt fyrir ráðið
tillögu, þar sem hvatt er til
þess að Norðurlönd styðji aðild
Eystrasaltsríkjanna þriggja að
Atlantshaf sbandalaginu
(NATO). Jafnframt eru Finn-
land og Svíþjóð hvött til að
meta áhrif aðildar Eystrasalts-
ríkjanna að bandalaginu á eigin
varnir og öryggi.
í greinargerð með tillögu
íhaldsmanna kemur fram að
Norðurlandaráð eigi að fagna
umsókn Eystrasaltsríkjanna
og Póllands um aðild að
NATO. Aðild ríkjanna muni
stuðla að því að frelsi þeirra
verði tryggt og auki þannig
Finnland og Svíþjóð
athugi stöðu sína
stöðugleika og öryggi á
Eystrasaltssvæðinu.
Spurningin um NATO-aðild
Svíþjóðar og Finnlands getur
komið upp á borðið
í greinargerðinni segir jafn-
framt: „Finnland og Svíþjóð,
sem af sögulegum ástæðum
gátu ekki orðið aðildarríki
NATO, verða einnig fyrir álirif-
um af útvíkkun NATO. Bæði
löndin hafa lagt mikla áherzlu
á að stuðla að evrópsku friðar-
*★★★+
EVRÓPA**
og öryggiskerfi, sem þau vilja
bæði taka þátt í. Ef NATO verð-
ur kjarninn í slíku öryggiskerfi
kemur spurningin um aðild Svía
og Finna að NATO einnig upp
á borðið.“
íhaldsmenn segja að öryggi
og stöðugleiki á nærsvæðum
Norðurlanda sé mjög háður út-
víkkun NATO. Því sé mikilvægt
að Norðurlandaráð taki þátt í
hinu evrópska öryggissam-
starfi, sem sé í þróun.
„Það er skoðun flokkahóps
íhaldsmanna, að stækkun
NATO muni stuðla að því að
styrkja öryggi Evrópu, ekki sízt
í okkar hluta af álfunni. Norð-
urlöndin bera sérstaka ábyrgð
á að hjálpa Eystrasaltsríkjunum
inn í samstarfsstofnanir Evr-
ópu, fyrst og fremst NATO og
ESB. Hópurinn telur því mikil-
væg^: að stuðla að því að óskir
Eistlands, Lettlands og Lithá-
ens um aðild að bandalaginu
verði að veruleika," segja nor-
rænir ihaldsmenn.