Morgunblaðið - 28.09.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.09.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ /IKU LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 23 lllllj m í EINKATÍMA í SUNDI HJÁ ARNODDI ERLENDSSYNI Með harh ag frasha- lappir Einka- KENNSLAí sundi, það er eitthvað nýtt, hugsa ég þegar ég rekst á auglýsingu þar að lútandi í Kópavogs- lauginni í sumar. Ef til vill væri sniðugt að læra skriðsund, eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera því ég er orðin leið á að synda bara bringu- sund og baksund í hvert skipti sem ég fer í sund. Það er í mínum augum orðið jafn einhæft og að taka af sér úrið áður en farið er í sturtuna. Það er þó ekki fyrr en í lok ágúst að ég slæ á þráðinn til Arnodds Erlendssonar sundþjálfara sem auglýsti þessa þjónustu. Tekur hann mér ljúf- mannlega en segir jafnframt að hann sé hættur að taka fólk í einka- tíma því hann sé á leiðinni til Dan- merkur að læra sundþjálfun. „Sástu ekki að ég hafði tekið auglýsinguna niður,“ spyi' hann? „Jú, en . . . gæti ég ekki fengið einn tíma, ég á nefnilega í erfiðleikum með öndun- ina; veit ekki hvernig eða hvenær ég á að koma upp úr til að anda og þyrfti að fá leiðsögn í því?“ spyr blaðamaður og ber sig illa. „Það ætti að vera hægt,“ segir Arnoddur, „en aðeins einn tíma því ég er að fara eftir nokkra daga.“ Blaðamaður mætir í Kópavogs- laugina stundvíslega klukkan 18.30 á miðvikudagskvöldi. Spjallar fyrst Ef þú ert kominn af skólaaldri og langar að bæta sundkunn- áttuna eða þjálfa lík- amann er tilvalið að fara í einkatíma í sundi. Hildur Einarsdóttir nýtti sér tilsögn Arnodds Erlendsson- pín ar sundþjálfara og fór í tíma í skriðsundi stutta stund við Arnodd um hvern- ig einkákennslan hefur gengið fyrir sig í sumar. „Ég fór frekar seint af stað en fékk góðar undirtektir. Ég bauð upp á mánað- ar kennslu þar sem æft var þrisvar í viku, klukkutíma í senn. Þegar nem- éndurnir komu til byrjaði ég á því að athuga hvað þeir kynnu. Síðan skipaði ég þeim í hópa eftir getu. Sumir vildu læra annað sund en bringusund, til dæmis skriðsund eða baksund. Aðrir vildu koma sér í gott form. Voru ef til vill búnir að synda sína fimm hundruð til þúsund metra lengi án þess að leggja nokk- uð af og vildu bæta þol og kraft og styrkja vöðva og öndunarkerfi. Jafnframt gaf ég þeim leiðbeiningar um mataræði en það er nauðsynlegt að mataræðið sé rétt því með auknu álagi hefur líkaminn þörf fyi-ir aukna næringu og orku. Ég hef út- búið bækling um mataræði sem ég fékk nemendum í hendurnar.“ „Er það eitthvað sérstakt sem sundið hefur fram yfir aðra líkams- rækt? „Já, sundið þjálfar alla vöðva lík- amans bæði smáa og stóra og það verða engin meiðsli í sundinu eins og vill verða í öðrum íþróttum.“ Arnoddur sem er Vestmannaeying- ur kveðst hafa keppt í sundi í mörg aflh SUNDIÐ þjálfar alla vöðva líkamans. Morgunblaðið/Árni Sæberg „ÞÚ ÞARFT að teygja hendurnar beint fram svo handartökin verði lengri . . ár og verið í landsliðinu, en hætt keppni fyrir fimm árum síðan. „Nú þjálfa ég sjötíu börn í Breiðabliki í sundi,“ segir hann. „Eigum við annars ekki að drífa okkur í kennsluna," bætir hann við. Ég flýti mér í búningsklefann og fer í gegnum þessa venjulega rútínu, afklæðist, fer í sturtuna, set á mig sundhettuna . . . Nei, ég ætlaði að sleppa sundhettunni í þetta skiptið, því það átti að taka mynd í tilefni þessa greinarkorns. Sundhettur eru ekki klæðilegasta höfuðufat í heimi þótt þær séu þarfar. Blaðamaður gæti a.m.k. ekki hugsað sér að fara í sund án sundhettu að öllu jöfnu því bæði heldur hún á mönnum hita og varnar því að hárið flækist fyrir augum og öndunarfærum. Ég smeygi mér í töfflumar, sem ég keypti samkvæmt ráðleggingum í fréttatíma sjónvarps þar sem fjallað var um sveppasýkingu á fótum, svo tipla ég út í kvöldgjóluna. Amoddur stendur á laugarbarm- inum og bíður eftir nemandanum. „Við verðum á fyrstu braut“, segir hann og bendir ofan í laugina. Blaðamaður stingur sér í vatnið. „Sýndu mér fyrst hvað þú kannt í skriðsundi,“ segir hann, „syntu út í miðja laug.“ Ég hafði æft skriðsund nokkrum sinnum í lauginni í Kelduhverfi í sumar þegar ég var þar í sumarfríi og ég reyni að gera mitt besta, en það er ekki nóg. „Hérna er korkur“, segir kennar- inn, og réttir mér ferkantaðan kork í blá hvítu ... „og hérna eru froska- lappir svo þú komist á góða ferð og fljótir vel og þurfir ekki að hugsa um fæturna." Ég smeygi hlýðin á mig froskafótunum. „Hafðu handleggina beina, hreyfðu fæturna frá mjöðmunum og niður og gættu þess að rétta vel úr ristunum." „Þetta er gott,“segir hann þegar ég kem til baka. Prófaðu nú að synda sex fótatök með höfuðið í kafi, sleppa annarri hendinni, snúa höfðinu eins og þú sért að líta til hliðar og anda.“ Ég geri eins og fyrir mig er lagt. En það gefst ekki betur en svo að ég geri of mörg fótatök, rekst á brautarlínuna, truflast _ við það, gleymi að snúa höfðinu. í stað þess reigi ég upp hausinn eins og ég sé að drukkna . . .anda. „Prófaðu aftur,“ segir kennarinn þolinmóður. „Það reynist flestum erfíðast að ná tökum á önduninni,“ bætir hann við uppöi’vandi. „En reglan er sú að þú tekur þrjú fóta- tök á móti einu handartaki og kem- ur upp og andar í þriðja hverju handartaki, þeim megin sem hend- in er niður við lærið . . .prófaðu nú._“ Ég prófa þetta nokkrum sinnum og gengur sífellt betur. En Arnodd- ur er ekki ánægður með handartök- in. „Þú þarft að teygja hendurnar beint fram, þannig að handartökin verði lengri og þú komist yfir sem mesta vegalengd á sem fæstum handartökum. Þú þarft líka að passa að beita lófanum rétt í toginu þannig að átakið nýtist þér sem best.“ Ég geri eins og fyrir mig er lagt en jafnframt því verð ég að ■ ugsa um að samhæfa fætur og hendur, passa lófana, leggja höfuðið á hlið- ina, líta aftur, draga að mér loft, fara aftur í kaf, endurtaka aftur og aftur, vera þolinmóð og halda ekki að allt komi fyrirhafnarlaust. Klukkutíminn er fljótur að líða og að honum liðnum skipar Ai-noddur mér upp á sundlaugarbakkann þar sem hann segir mér að gera nokkr- ar æfingar til að teygja á líkaman- um því það er nauðsynlegt fyrir og eftir líkamlega áreynslu. Aður en ég fer inn til að klæða mig, segir hann: „Þú ert velkomin í tíma til mín næsta vor og þá getum við haldið áfram þar sem frá var horfið. Ég get líka bætt hjá þér bringusundið og kynnt fyrir þér flugsund . . .ef þú vilt.“ LÉTTUR samkvæmis- jakki, tilvalinn í garðveislur. JOGGINGGALLI fyrir áhugasama íþróttaunnendur. Morgunblaðið/Kristinn SPARIFRAKKI úr rifluðu flaueli. REGNKÁPA fyrir dömur úr gegnsæju plasti. Fötin hundinn ■V^ WÝJAR línur í tísku- l^^lfatnaði hunda voru 1 ^l kynntar á sérstakri sýningu nýverið og af þeiiri kynningu má ráða að valið á hundafatnaði verður fjölbreytt í vetur. Margir hundar, ekki síður en menn, leggja áherslu á að vera snyrtilegir til fara og í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að klæða sig vel fyrir veturinn því sumar nýjar hundategundir, sem bæst hafa við hér á landi, þola illa íslenska vetrarkuldann. Nú geta hundaeigendur hins vegar gert viðeigandi ráðstaf- anir og valið um regnkápur, hlýjar peysur, veiðigalla, sam- festinga, samkvæmisjakka auk þess sem fjölbreytt úi-val verð- ur á spariklæðnaði fyrir hundana og enn fremur á der- húfinn, slaufum, stuttermabol- um, hálsklútum og jólasveina- og hreindýrahúfum fyrir jólin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.