Morgunblaðið - 28.09.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIKU
M
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 25
eru þau það ekki, en það er þessi
umgengni við fjallið sem er sérstök.
Þegar ég kom þangað í lok ágúst
var búið að tína í þessu fjalli í heilan
mánuð. Það skipti hundruðum, fólk-
ið sem farið hafði í brekkurnar ofan
við bæinn og alltaf var það að koma
með þessa svörtu hnullunga, dísæt
aðalbláber eins og þau gerast best.
Þegar ég kom í berjamóinn þá sá ég
ber svo langt sem augað eygði.
Lyngið var eins og þar hefði enginn
maður komið. „Það hefur enginn
verið hér“, sagði ég við fólkið sem
var með mér. „Jú, jú, hér hafa
hundruð manna farið um. Það tínir
bara stóru berin úr.“
Það er lykillinn að þessari hand-
tínslu, að skilja minni berin eftir,
sem halda svo áfram að vaxa og fólk
getur haldið áfram að tína, sækja í
þennan berjamó, í þessa brekku, al-
veg endalaust þar til fer að frjósa.
Þetta er mjög merkilegt, og eins
hitt, að þegar maður fer að tína
„MIN uppáhaldssaft
er krækiberja-hrásaft."
Morgunblaðið/Kristján
LÆKNIR í lyngi. Sveinn Rúnar Hauksson les berin af lynginu,
en sonurinn Guðfinnur stendur uppi á steini.
„Sem læknir veit ég sáralítið um
hollustu berja. Þau eru hins vegar
talin vera járn- og vítamínrík, og þá
einkum af B- og C-vítamínum. En
hér er um að ræða óplægðan akur
fyrir rannsóknir á þessu sviði og að
mínu mati alveg þess virði að skoða
nánar.“
tína í hi/al
„Eitt sinn sem oftar var ég að
tína á Seyðisfirði og tíndi af svo
miklum ákafa að ég var búinn að
leggja undir mig Farfuglaheimilið á
staðnum. Matsalurinn var undir-
lagður af berjum og ílátum, í eld-
húsinu var farið að vinna afrakstur-
inn og kraumaði í pottum, en þegar
ég var farinn að nota gestina í
hreinsunina var Þóni vinkonu
minni, Farfuglaheimilisstýranni,
nóg boðið, og spurði mig hvort ég
færi ekki að fara.
Tveir staðir era eftinninnilegir á
Suðurlandi: Annars vegar Eld-
hraunið, sem hefur verið mikill upp-
áhaldsstaður hjá mér, yndislegur
berjamór og þá sérstaklega gott að
sækja krækiþer þangað, fyiir utan
hvað umhverfið er fallegt. Hinn
staðurinn er Skaftafell, einn dásam-
legasti staður á jörðinni, sem ég
þekki. Við fóram þangað nú í sept-
ember og fengum 20 stiga hita og
birtu svo góða að hver dráttur í
jöklunum var skýr. Eg efast um að
himnaríki sé fallegra en þessi stað-
ur. Þarna er besta bláberjaland sem
um getur.
Læknirinn verður nú þungt hugsi
en segir svo: Mér hleypur stundum
svo mikið kapp í kinn við berjatínsl-
una að ég gleymi að líta upp og
njóta fegurðarinnar í umhverfinu.
Akafinn verður svo
mikill að maður er
bograndi yfir
þessu langtímum
saman, rétt eins og
sagt er um
drykkjumennina,
sem drekka í kvöl,
að maður tínir í
kvöl og er með
bakverki lengi á
eftir. Ég lenti
einmitt í þessu í
Skaftafelli í fyrra:
Ég varð þá svo
ákafur í bláberja-
lynginu, að prófa
norska bláberjat-
ínu, sem mér líkaði
engan veginn við,
að hún festist í lynginu. I stað þess
að draga hana út, eins og ég er van-
ur og losa hana strax, þá slysaðist
ég til að rykkja og tognaði þá svo í
baki að ég var slæmur í þrjá mánuði
á eftir.
Ég fór miklu betur út úr þessu
núna í sumar og ég þakka það
Böggvistaðafjalli,“ segir Sveinn
Rúnar með þessum fjarræna svip,
sem kemur yfir hann í hvert sinn
sem títtnefnt fjall ber á góma. Og
þar sem það er nú aftur komið á
dagskrá þykir blaðamanni tími til
kominn að láta sig hverfa og leyfa
lækninum að vera einum með hugs-
unum sínum.
TÍNT í BöggvistaðafjalIL
bara fallegustu berin úr, þá verður
tínslan svo miklu skemmtilegri. Ég
var reyndar bú-
inn að heyra það
á þessu berja-
tínslufólki, sem
hefur verið að
tína í kannski
fimmtíu eða sex-
tíu ár í fjallinu
sínu. En nú upp-
lifði ég þetta svo
sterkt að mér
finnst ég rétt
vera að byrja að
tína ber. Þarna
uppgötvaði ég
líka tilfinninguna
fyrir því, hvað
það er miklu
skemmtilegra, að
handtína aðalblá-
ber og velja fal-
legu berin úr.
Það er gaman að
koma eingöngu
með þannig ber
heim úr berja-
mó.“
Er Böggvi-
staðafjallið besti
berjcitínslustiiður
á landinu að þínu
mati?
„Það er nátt-
úrulega efst í
huga mér núna,
af því ég er nýbú-
inn að vera þar.
En ég á líka
óskaplega falleg-
ar minningar úr
Reykhólasveit-
inni. Stöðum eins
og Hafrafelli, ef við höldum okkur
við aðalbláber. En hvað varðar blá-
ber myndi ég kannski nefna Skafta-
fell.“
Aá tína í
shálmarnar
Sveinn Rúnar reiðir nú fram skyr
ogrjóma, með bláberjum úrSkafta-
felli, tínd í september 1996 og við
förum að ræða nokkur grandvallar-
atriði berjatínslunnar:
„Grundvallaratriði í berjamó er
að hafa næg ílát,“ segir læknirinn
með þunga. „Það er ómögulegt að
lenda í því í
berjamó að verða
uppiskroppa með
ílát og þurfa að
fara úr flíkum,
eins og menn
hafa gert, fara úr
skyrtunni og
binda fyrir erm-
ar. Sumir hafa
jafnvel farið úr
buxunum og tínt
í skálmarnar og
koma svo bara á
nærbrókinni
heim. Ég legg
mikið upp úr því
að hafa örugg-
lega nóg af ílát-
um og nota aðal-
lega plastkassa
utan af sælgæti,
sem ég hef herj-
að út úr sjoppu-
og verslunareig-
endum.
Aðspurður
segir Sveinn
Rúnar að þetta
áhugamál eigi
sér djúpar rætur:
„Eitt er þessi þrá
að vera bara með
sjálfum sér úti í
náttúranni. Ég
man ekki hvenær
ég fór fyrst í
berjamó, en það
hefur áreiðan-
lega verið með
mömmu og
ömmu. Stundum
dettur mér í hug að þetta sé mér í
blóð borið, þessi ákafí og sterka
ástríða, og þá kannski ekki síður úr
fóðurættinni. Það var mikill berja-
tínsluáhugi í minni fóðurætt og mér
var sögð sú saga af föður mínum, að
hann hafi eitt sinn veikst nóttina
eftir berjamó þannig að kalla varð
til lækni, sem var fátítt í þá daga.
En það fannst aldrei nein önnur
skýring á veikindinum en sú, að
hann hafi orðið svona berjasjúkur!"
Hvað myndir þú, sem læknir,
segja um hollustu berja?
Bláberjaterta
Bjarkar
2 egg
2 dl sykur
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. lyftiduft
3 msk. hveiti
3 msk. kalt vatn
100 g suðusúkkulaði
100 g heslihnetur — flögur
21/2 dl döðlur
3 di bláber
1 peli rjómi
Egg og sykur stífþeytt. Síðan
er vökva og þurrefnum
biandað varlega saman við.
Síðast er niðurskornu
súkkulaðinu, hnetuflögunum
og smátt skornum döðlunum
blandað varlega saman við.
Sett í 24—26 cm lausbotna
tertuform og bakað
við 175°C f rúmlega
1 klukkustund. Botninn má
frysta ef vill og þá látinn
þiðna í nokkra klukkutíma
áður en ber eru sett á. Fros-
in eða fersk ósykruð bláber
eða aðalbláber eru sett á
kökuna og látin standa um
stund. Síðan er þeyttur
rjóminn settur ofan á.
Ca
mnim
'fjTJ-J
Vefnaðarvörudagar í IKEA
Úrval efna hefur oft verið gott en
aldrei sem nú. Ásdís Jóelsdóttir
Capella
púðar
ýmsir litir
490„-
Lou felligardína
80x160 cm
1850 -
Lou sængurv.sett
100% steinþvegin bómu
2.995 -
jpg
Halina
metravara
150 cm
gardínustöng
140 cm
Blásippa
rúmteppi
180x280cm
7.475
textílhönnuður verður til ráðgjafar um efnis-
kaup, hugmyndir og saumaskap á gardínum,
himnasængum, dúkum, púðum o.fl. í dag,
laugardag milli 13 og-17.
fyrir alla snjalla
Holtagöröum við Holtaveg / Póstkröfusími 800 6850