Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 27
26 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 2 7
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HÆTTUÁSTAND í
ÍSRAEL
ATBURÐIR síðustu daga í ísrael sýna ljóslega hversu
brothættur friðurinn í Mið-Austurlöndum er ennþá.
Það var ljóst jiegar Benjamin Netanyahu vann sigur í
kosningum í Israel fyrir rúmum þremur mánuðum að
hann hygðist beita aukinni hörku i samskiptunum við
Palestínumenn. Hann sagði markmið sitt vera að tryggja
„öruggari frið“ en samið hefði verið um í stjórnartíð Verka-
mannaflokksins.
Hin naumu úrslit kosninganna voru hins vegar skýr
visbending um, að ísraelska þjóðin vildi ekki snúa baki
við friðarþróuninni heldur miklu frekar tákn um að ísrael-
ar vonuðu að Netanyahu gæti betur tryggt öryggi þeirra
á þessu breytingaskeiði.
Á þeim stutta tíma sem hann hefur gegnt embætti for-
sætisráðherra hefur Netanyahu ekki sýnt mikla viðleitni
í þá átt að treysta þróun síðustu ára. Hann sniðgekk full-
trúa Palestínumanna þar til í byijun þessa mánaðar, beitti
sér fyrir áformum um stóraukið landnám gyðinga á Vest-
urbakkanum og frestaði brottflutningi ísraelska herliðsins
frá borginni Hebron, sem kveðið er á um í síðara friðarsam-
komulagi ísraela og Palestínumanna. Óskiljanleg ákvörðun
um opnun jarðganga skammt frá Musterishæð, án sam-
ráðs við Palestínumenn, var hins vegar dropinn sem fyllti
mælinn þannig að upp úr sauð milli gyðinga og araba.
Friðarsamningarnir, sem kenndir eru við Ósló, eru vissu-
lega ekki fullkomnir. Með þeim tókst hins vegar að setja
niður áratugagamlar deilur ísraela og Palestínumanna og
vonir vöknuðu um að þessar þjóðir gætu átt friðsamlega
sambúð í landinu helga.
Það er hagsmunamál heimsins alls að átökunum linni
og friðarumleitanir hefjist á ný. Ekki er sjálfgefið að betra
tækifæri gefist á næstu áratugum ef horfið verður aftur
til fyrra ástands nú. Þá væri hætta á að harðlínuöfl næðu
yfirhöndinni jafnt í röðum Palestínumanna sem ísraela.
Leiðtogar þeirra arabaríkja, er sýnt hafa í verki, að þeir
eru reiðubúnir til samninga við ísraela eiga einnig flestir
undir högg að sækja vegna ásóknar heittrúaðra múslima
til valda. Ófriður í ísrael er vatn á myllu slíkra afla.
Stefna Netanyahus hefur ekki treyst öryggi ísraelsku
þjóðarinnar heldur endurvakið fyrri átök. Honum hefur
ekki tekist að sýna fram á neinn annan valkost við friðar-
ferlið, sama hversu ófullkomið það kann að vera, en blóð-
ugar deilur Israela og Palestínumanna.
AÐGANGUR AÐ OPIN-
BERUM GÖGNUM
HAUKUR Arnþórsson, forstöðumaður tölvudeildar Al-
þingis, flutti fyrir skömmu ávarp á fundi Samtaka
, tölvu- og fjarskiptanotenda. í ávarpi þessu lýsti hann
þeirri skoðun, að texti lagasafns, stjórnartíðinda og dóm-
ar og önnur opinber gögn, sem hafi grundvallarþýðingu
í samfélaginu eigi að vera öllum opin og frjáls til aflestr-
ar. Jafnframt gagnrýndi Haukur lokun þessara gagna
með sölu eða áskrift og taldi það hindrun í vegi nýrra
vinnubragða.
Þetta er athyglisvert sjónarmið. Lagasafn hefur verið
gefið út prentað og kostað umtalsvert fé. Lítið einkafyrir-
tæki hefur komið lagasafninu í tölvutækt form og selt
notendum, en mikið hagræði er að því að hafa lagasafnið
í tölvu. Þá hafa einkaaðilar einnig nýlega byrjað að gefa
dóma Hæstaréttar út í tölvutæku formi.
Það eru hins vegar ákaflega sterk efnisleg rök fyrir
því að upplýsingar af þessu tagi eigi að vera öllum opnar
og að landsins þegnar geti haft greiðan aðgang t.d. að
landslögum án þess að greiða sérstaklega fyrir þann að-
gang. Nú eru tölvur á mörgum heimilum og ný tækni
auðveldar að gera þessi gögn aðgengileg öllum almenn-
ingi. Þau sjónarmið sem Haukur Arnþórsson hefur sett
fram ættu að verða tilefni til frekari umræðna og umfjöll-
unar m.a. af hálfu Alþingis. í Bandaríkjunum t.d. er mik-
il áherzla lögð á opinn aðgang almennings í landinu að
upplýsingum af þessu tagi og eru vinnubrögð Bandaríkja-
manna á margan hátt til fyrirmyndar og líklega má margt
af þeim læra.
HEIMIR Guðjónsson, markvörður KR-inga, ver skot frá Skúla
Hákonarsyni í hinum sögulega leik á Laugardalsvellinum 1965.
Um tíu þús. áhorfendur sáu leikinn.
SKAGAMENN óska KR-ingum til hamingju með meistaradtilinn,
eftir leikinn eftirminnilega 1965. Múgur og margmenni var kom-
ið inn á völiinn.
Sagan endalausa
Sagan endurtekur sig. Skagamenn og KR-ing-
ar háðu oft harða baráttu um íslandsmeistara-
titilinn á árum áður, rimmur sem voru söguleg-
ar. Þeir mætast nú á ný eftir 31 árs vopna-
hlé. Viðureign þeirra á Akranesi minnir óneit-
anlega á gamlar orrustur. Sigmundur O.
Steinarsson segir frá, rifjar upp fyrri baráttu
og varpar fram spurningunni: Ræður draum-
speki úrslitum?
Einu sinni var... byija svo
mörg gamalkunn ævintýri.
Þannig er einnig hægt að
byrja frásögn af ævintýra-
legri meistarabaráttu Skagamanna
og KR-inga á árunum 1951 til 1965.
Baráttu sem var ekki aðeins ævin-
týri, heldur var hún oft lík spennandi
reyfara, jafnvel á stundum hroll-
vekju. Svo hörð og spennandi var
viðureign ÍA og KR á árum áður.
Nú er sagan að endurtaka sig. Næsti
þáttur í „sögunni endalausu" fer
fram á Akranesi, áður fyrr fóru orr-
usturnar fram á gamla Melavellinum
og á Laugardalsvellinum í Reykjavík.
Undir stjórn Ríkharðs Jónssonar,
sem varð íslandsmeistari með Fram
1946 og 1947, er hann stundaði
málaranám í Reykjavík, náðu Skaga-
menn að stöðva þriggja ára sigur-
göngu KR-inga og IA varð íslands-
meistari fyrst liða utan Reykjavíkur.
Skagamenn komu fram með frá-
bært lið, sem fékk síðar nafnið „Gull-
aldarliðið“ - var nær ósigrandi.
„Skagamenn voru með langbesta lið-
ið hér á landi á árunum 1951 til
1957, þeirra óheppni var að þeir
duttu niður á þijá lélega leiki og það
kostaði þá meistaratitilinn 1952,
1955 og 1956. Tapleikir voru þá af-
drifaríkir, þegar lið léku aðeins fimm
leiki í deildinni,“ sagði Gunnar Guð-
mannsson, fyrrum fyrirliði KR, þegar
hann rifjaði eitt sinn upp árin sem
„Gullaldarliðið" var upp á sitt besta.
IA-liðið var svar landsbyggðarinnar
við Reykjavíkurliðunum. Hrepparíg-
urinn var mikill í þá daga og er enn.
Stuðningur við Skagamenn var og
er út um allt land, þeir héldu uppi
heiðri landsbyggðarinnar, voru með
stuðningsmenn allt frá Miðnesheiði
til Melrakkasléttu.
KR-íngar háðu harða keppni við
Skagamenn og þá sérstaklega eftir
að „gulldrengjalið" KR, sem vann
1. deildarkeppnina með fullu húsi
stiga úr tíu leikjum 1959, skoraði
41 mark gegn sex.
KR og 1A léku hreinan úrslitaleik
um meistaratitilinn á Laugardalsvell-
inum 25. september 1960. Það er
óhætt að segja að Skagamenn hafi
„stolið" meistaratitlinum af KR-ing-
um, með marki Þórðar Jónssonar á
áttundu mín., 1:0. Þórólfur Beck,
hinn mikli markvarðahrellir KR, var
veikur og kom beint úr rúminu í leik-
inn. Þrír Skagamenn höfðu góðar
gætur á honum, þannig að hann
náði sér ekki á strik. KR-ingar sóttu
grimmt allan leikinn, Skagamenn
léku varnarleik og unnu taktískan
sigur. „Það reiknuðu ekki margir
með sigri okkar og fæstir áttu von
á að markið, sem ég skoraði í byij-
un, dygði okkur til sigurs,“ sagði
Þórður Jónsson.
Fyrirliði KR spáði rétt; 4:0!
KR-ingar voru ákveðnir að hefna
ófaranna ári síðar, þegar þeir mættu
Skagamönnum aftur í hreinum úr-
slitaleik á Laugardalsvellinum, 10.
september. KR-ingar fóru á kostum,
léku Skagamenn sundur og saman
og unnu stórt, 4:0.'Þórólfur Beck
skoraði þijú af mörkum KR-inga.
Helgi Jónsson, fyrirliði KR, spáði
rétt um úrslit leiksins, þegar hann
svaraði spurningunni hvernig leikur-
inn færi í Vísi: „KR sigrar 4:0. Ég
trúi ekki öðru.“ Þessari spá var líkt
við hroka. Helgi sagði síðar um þenn-
an spádóm: „Ahorfendur hrópuðu á
mig í byijun leiks, þegar ég sótti
knöttinn til að taka innköst. Það má
segja að spá mín hafi verið hrein til-
viljun. Ég hitti Ellert B. Schram,
félaga minn, á Laugaveginum, hann
var þá blaðamaður hjá Vísi. Hann
spurði mig, hveiju ég spáði um úr-
slit leiksins? Ég var í góðu skapi og
bjartsýnn, sagði fjögur núll.“
Þjálfara KR dreymdi úrslitin
Einhver sögulegasta viðureign KR
og íA fór fram á Laugardalsvellinum
3. október 1965, þegar liðin léku
aukaúrslitaleik um meistaratitilinn,
eftir að hafa bæði fengið 13 stig í
1. deildarkeppninni. Það gætti mikill-
ar taugaspennu hjá leikmönnum lið-
anna þegar leikurinn hófst fyrir
framan tæplega 10 þús. áhorfendur,
viðureignin var spennandi og tvísýn.
KR-ingar skoruðu, Skagamenn jöfn-
uðu 1:1. Spennan var mikil, Skaga-
menn misnotuðu vítaspyrnu, en þeg-
ar 26 mín. voru til leiksloka skoruðu
RÍKHARÐUR Jónsson borinn af leikvelli.
KR-ingar sigurmarkið - síðan kom
áhrifaríkur lokaþáttur. Þegar tíu
mín. voru til leiksloka og KR-ingar
komnir í varnarstöðu, var Eyleifur
Hafsteinsson borinn af leikvelli eftir
spark og stuttu síðar var Ríkharður
Jónsson borinn af leikvelli hryggbrot-
inn. Eftir voru níu Skagamenn gegn
ellefu KR-ingum og ekkert gat breytt
úrslitunum. Þegar dómarinn Hannes
Þ. Sigurðsson flautaði til leiksloka
geystist múgur og margmenni inn á
völlinn, aðallega unglingar, sem réð-
ust að KR-ingum. Þegar KR-ingar
gengu af leikvelli með bikarinn, urðu
þeir fyrir aðkasti. Þeir þurftu að
smygla bikarnum út af vellinum,
öflugt lögreglulið var komið á svæð-
ið. Þannig lauk síðustu stórviðureign
erkifjendanna.
Guðbjöm Jónsson, þjálfari KR,
sagði að sig hefði dreymt sigurinn
nóttina fyrir leikinn. „Mig dreymdi
að Gullfoss sigldi fánum skreyttur
inn á Reykjavíkurhöfn.“
Það er oft þannig í íþróttum, að
menn telja að sig dreymi fyrir því
sem gerist. Oftar er sagt frá þeim
draumum eftir á en áður. Spurning-
in er hvort KR-ingar eða Skagamenn
verði draumspakari fyrir viðureign-
ina á Akranesi. Síðustu daga hafa
menn sagt frá draumum sínum, spáð
í þá, vissir um að sinn draumur
rætist og boði sigur, eða „nýtt líf“
eins og einn harður KR-ingur sagði.
Það er langt síðan meistaradraumur
KR-ings hefur ræst. KR-ingar urðu
síðast Islandsmeistarar 1968, þá var
Þórólfur Beck kominn á ný heim frá
sjö ára atvinnumennsku í útlöndum,
þeir höfðu fengið Eyleif Hafsteins-
son frá Akranesi og léku undir stjórn
Austurríkismannsins Walters Pfeiff-
er, sem sagði að KR hefði unnið á
svipaðri leikaðferð og Inter Mílanó,
varnarleik: „Þó var okkar leikaðferð
aðeins lítið brot af þeirra því að
Inter er ekki ósvipað og IBM-reikni-
' vél, sem aldrei misreiknar sig. Við
létum mótheijana koma, snerumst
svo snöggt á móti með hraðaupp-
hlaupum. Þessi leikaðferð gaf okkur
mörk og sigra.“ Síðan Pfeiffer sagði
þessi fleygu orð eru liðin 28 ár - á
þeim hafa sautján þjálfarar komið
við sögu KR-liðsins, enginn náð
meistaradanssporum eins og Aust-
urríkismaðurinn.
Fyrrum fyrirliði í A þjálfar KR
Þjálfari KR er nú Lúkas Kostic,
sem er vel þekktur á Akranesi, var
fyrirliði meistaraliðs Skagamanna
1992 undir stjórn Guðjóns Þórðar-
sonar. Verður hann fyrsti aðkomu-
þjálfarinn til að mæta upp á Skaga
til að taka við meistarabikarnum
þar? Það er næsta víst, eins og göm-
ul KR-kempa hefur oft sagt, að hann
mun leggja upp svipaða leikaðferð
gegn Skagamönnum og Pfeiffer lét
KR leika fyrir 28 árum með góðum
árangri.
Skagamenn eru ekki óvanir að
taka við meistaratitlinum á Akra-
nesi, hafa gert það fjögiir undanfarin
ár. 1992 og 1993 undir stjóm Guð-
jóns Þórðarsonar, sem náði ekki að
láta draum KR-inga rætast 1994 og
1995. Hann er nú á ný „maðurinn í
brúnni" hjá IA. Undir hans stjóm
geta Skagamenn fagnað sigri fimmta
árið í röð í 1. deild og orðið íslands-
meistarar, sem yrði einsdæmi og
sögulegur atburður, sem mun eflaust
aldrei endurtaka sig.
í A er stórt ættartré
Knattspyrnuhefðin hefur verið rík
á Akranesi síðan „Gullaldarliðið" var
á ferðinni 1951 til 1965. Synir og
barnabörn leikmanna, sem léku þá
og urðu íslandsmeistarar síðar, hafa
verið að leika með liðinu á undanförn-
um árum - og fagnað tíu meistarat-
itlum.
Eftirtaldir leikmenn liðsins sem
eru að leika í dag eru af ÍA-knatt-
spyrnuættartrénu rótgróna. Ólafur
Þórðarson fyrirliði er sonur Þórðar
Þórðarsonar, sem var einn af lykil-
mönnum „Gullaldarliðins“ - Þórður
Þórðarson markvorður og Stefán
Þórðarson eru synir bróður Ólafs.
Gunnlaugur er sonur Jóns Gunn-
laugssonar, Sturlaugur er sonur
Haraldar Sturlaugssonar, Bjarni er
sonur Guðjóns Þórðarsonar, Jóhann-
es er sonur Harðar Jóhannessonar.
Bjarni og Jóhannes eru systkinasyn-
ir. Amma Bjarna og Jóhannesar er
systir móður Haraldar Hinriksson-
ar, Alexander Högnason er systur-
sonur Jóns Alfreðssonar, Sigur-
steinn Gíslason og Ólafur Þórðarson
eru systrasynir og bróðir þeirra
systra er Sveinn Teitsson úr „Gull-
aldarliðinu" - sonur hans er Árni
Sveinsson.
Það rennur einnig Skagablóð í
herbúðum KR. Ríkharður Daðason,
sem er markahæstur í 1. deild, er
dóttursonur Ríkharðs Jónssonar,
fyrirliða og þjálfara fyrstu íslands-
meistara IA. Bróðir Ríkharðs er
Þórður „Gullaldarliðsmaður" - son-
ur hans Karl, fyrrum atvinnuknatt-
spyrnumaður. Tekst Ríkharði yngri
að fagna meistaratitli með KR á
Akranesi, eða verður hann að játa
sig sigraðan eins og afi hans varð
að gera með Skagamönnum gegn
KR á Laugardalsvellinum fyrir 31
ári?
ÍSLANDSMEISTARAR KR 1968. Aftari röð frá vinstri: Einar Sæmundsson, formaður KR, Kjartan T.
Sigurðsson, stjórnarmaður knattspyrnudeildar, leikmennirnir Jóhann Reynisson, Theódór Guðmunds-
son, Ársæll Kjartansson, Þórður Jónsson, Pétur Kristjánsson, Ellert B. Schram, Guðmundur Péturs-
son, Björn Árnason, Eyleifur Hafsteinsson, Walter Pfeiffer, þjálfari, Sigmundur Sigurðsson og Jón
Ólafsson. Fremri röð: Olafur Lárusson, Haíldór Björnsson, Þórólfur Beck, Gunnar Felixson, fyrirliði,
og Hörður Markan.
Elsti leikmaður KR-
liðsins var vöggubarn
- þegar KR-ingar urðu síðast íslandsmeistarar fyrir 28 árum
SÍÐAST þegar KR-ingar urðu
íslandsmeistarar í knatt-
spyrnu, 25. ágúst 1968 í
Keflavík, var aðeins einn
af þeim leikmönnum, sem hafa leik-
ið með KR-liðinu í sumar, fæddur.
Það er Ólafur H. Kristjánsson, sem
var þá 97 daga gamalt vöggubarn
í Hafnarfirði. Árið áður höfðu leik-
menn KR og ÍA háð harða fallbar-
áttu, sem Skagamenn töpuðu og
léku því í 2. deild er KR-ingar urðu
meistarar. Mikið vatn hefur síðan
runnið til sjávar, Skagamenn fagn-
að tíu íslandsmeistaratitlum, KR-
ingar engum.
Eldri KR-ingar minnast ársins 1968
með bros á vör, á sama tíma og
þeir yngri þekkja ekki það meistara-
bros. Þeir hafa aftur á móti mátt
þola spurningar eins og þessa: Hve-
nær varð KR síðast íslandsmeist-
ari? ... svar þess sem spurði: Það
var þegar enn var leikið með reim-
uðum T-leðurbolta! Þannig gálga-
húmor hefur hert KR-inga, sem
hafa ávallt verið tilbúnir að veija
heiður félagsins. 28 ára barátta
þeirra, sem hefur kostað blóð, svita
og tár, getur tekið enda á Akra-
nesi, baráttan getur einnig staðið
lengur.
28 ár eru löng bið. Þegar að er
gáð, er sá tími mjög langur; 1968
var árið sem besti knattspyrnumað-
ur í sögu KR og einn af þremur
bestu knattspymumönnum Islands,
Þórólfur Beck [Albert Guðmunds-
son, Ásgeir Sigurvinsson], kom
heim á ný eftir að hafa leikið sem
atvinnuknattspyrnumaður frá 1961
með St. Mirren og Glasgow Rang-
ers í Skotlandi, Rouen í Frakklandi
og bandaríska liðinu St. Louis Star.
Þórólfur gaf KR nýja von
Byijunin hjá KR lofaði ekki góðu
þetta ár, eftir þrjá leiki hafði liðið
Fimm sinnum réðust úrslitin í síðasta leik liðanna, hvort lið varð sex sinnum íslandsmeistari ^
SOGULEG MEISTARABARATTA KR OG ÍA ARIN 1951 til 1965
. ’ p-
Fyrir síðasta leik á
Melavelli var ÍA með
6 stig en KR með 5.
KR vann, 1:0
Áhorfendun 6.320
© @)
m
Fyrir síðasta leik á
Melavelli var ÍA með
8 stig en KR með 7.
Jafntefli varð, 2:2
Áhorfendur: 7.116
Bæði lið voru með 13 stig
fyrir síðasta leik á Laugar-
dalsvelli. ÍA vann, 1:0
Áhorfendur: 4.292
Bæði lið með 15 stig
fyrir síðasta leik á
Laugardalsvelli.
KR vann, 4:0
Áhorfendur: 6.177
Bæði lið voru með 13 stig
þegar deildarkeppninni
lauk. Hreinn úrslitaleikur
fór fram á Laugardals-
velli. KR vann, 2:1
Áhorfendur: 8.534
1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965
ÁRSÆLL Kjartansson, hetja KR-inga 1968, sést hér bjarga öðru
af tveimur skotum Keflvíkinga, sem hann bjargaði á marklínu.
Hann stendur í drullupollinum, sem kom KR-ingum til bjargar á
örlagastundu. Guðmundur Pétursson, markvörður, liggur á vellin-
um, fyrir aftan hann inni í markteig eru Björn Árnason og Ellert
B. Schram.
gert tvö jafntefli og tapað einum
leik, markatalan 4:7. Það var svo
25. júní, eða 36 dögum eftir að
Ólafur H. Kristjánsson fæddist, að
gæfan lagðist á sveif með KR-ing-
um. Þórólfur Beck lék sinn fyrsta
leik með KR-liðinu, gegn Keflavík
á Laugardalsvellinum. Vesturbæj-
arliðið gjörbreyttist við komu Þór-
ólfs, hann var besti maður vallarins
og gaf KR nýja von. Þórólfur gaf
tóninn með marki eftir tíu mínútur
og þegar yfir lauk voru KR-ingar
búnir að bæta fimm mörkum við,
6:0. Þórólfur hafði engu gleymt,
sendingar hans voru frábærar og
hann var óstöðvandi þegar hann
komst á skrið, lék á hvern manninn
á fætur öðrum og skoraði.
KR-ingar unnu sex leiki í röð og
þegar þeir léku síðasta leik sinn í
Keflavík, voru þeir með fjórtán stig,
tveimur fleiri en Fram, -----------
sem átti leik til góða.
Menn byijuðu að ræða um
draumaleik - hreinan úr-
slitaleik á milli KR og
Fram á Laugardalsvellin-
um.
Þegar dómarinn, Magnús V. Pét-
ursson, flautaði til leiks í grenjandi
rigningu í Keflavík kl. 16 iaugar-
daginn 25. ágúst 1968, var strax
ljóst að Keflvíkingar ætluðu sér að
leggja KR-inga að velli. Þeir settu
mann til höfuðs Þórólfí. Allt útlit
var fyrir að þeim tækist ætlunar-
verk sitt. Þegar sautján mín. voru
til leiksloka og staðan 2:1 fyrir
Keflvíkinga, áttu þeir skot að marki
KR - knötturinn fór fram hjá Guð-
mundi Péturssyni markverði, áhorf-
Eldri KR-ingar
minnast árs-
ins 1968 með
bros á vör
endur og leikmenn horfðu á eftir
knettinum rúlla að mannlausu
marki KR-inga. Þá gerðist krafta--.
verk; knötturinn stöðvaðist á mark-
línunni, í miklu forarsvaði þar.
Drullupollurinn bjargaði KR-ingum
frá því að verða undir, 3:1.
Heilladísirnar voru með KR-ing-
um og aftur tveimur mín. síðar
þegar Ársæll Kjartansson þrumaði
knettinum að marki Keflvíkinga af
30 m færi, hann hafnaði efst uppi
í markhorninu, 2:2. Þannig rak
Ársæll, sem hafði tvisvar bjargað
skoti frá Keflvíkingum á marklínu
fyrr í leiknum, smiðshöggið á ís-
landsmeistaratitil KR-inga. Búið er
að taka bikarinn, sem þá fylgdi titl-
inum, úr umferð fyrir löngu. Mark-
ið góða var það eina sem Ársæll
skoraði fyrir KR í íslandsmóti. Þess
má geta til gamans að Ársæll skor-
aði fyrra markið sitt af
tveimur, sem hann skor-
aði í Bikarkeppni KSÍ,
gegn Valsmönnum í úr-
slitaleik á Melavellinum
1966 — sigurmark með
skoti af 35 m færi, 1:0.
KR-ingar höfðu unnið sex af síð-
ustu leikjum sínum, gert eitt jafn-
tefli, markatalan í leikjunum 23:9.
KR fékk fímmtán stig, Fram, sem
tapaði síðasta leik sínum gegn Vaþ,
2:3, var í öðru sæti með tólf stig.
Þannig er knattspyrnan, óút-
reiknanleg. Það er einmitt það sem
gerir hana svo skemmtilega og að
vinsælustu íþróttagrein heims, að
aldrei er hægt að bóka neitt fyrir-
fram. Svo verður þegar ÍA og KR
mætast á morgun á Akranesi.
4~