Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 36
36 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HLYNUR
HANSEN
ERLENDUR
JÓNSSON
+ HIynur Hansen
fæddist í Stykk-
ishólmi 10. mai
1958. Hann lést á
St. Fransiskus-
spitalanum í Stykk-
ishólmi hinn 31.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Hans Jakob Hansen
(látinn) og Klara E.
Hansen. Systkini
Hlyns eru Hans
Jakob (látinn), Est-
her og Gautur.
Hlynur lætur eftir
sig eiginkonu, Sess-
elju Eysteinsdóttur, og einn
son, Daníel Hans.
Jarðarför Hlyns fór fram frá
Stykkishólmskirkju 7. septem-
ber.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
(V. Briem.)
Elsku Hlynur, marg-
ar minningarnar eigum
við um þig. Ofarlega
er mér í huga þegar
þú leyfðir mér, lítilli
skruddu, að sitja í gröf-
unni hjá þér meðan þú
varst að vinna, og þeg-
ar þú fórst með okkur
út á sjó að veiða. Það
sem er ennþá styttra í
er þegar þú settist nið-
ur með gítarinn þinn og spilaðir
fyrir Karínu Heru og hlóst að til-
raunum Jóhanns litla til að tjá sig.
Þú varst alltaf svo hrifinn af kraft-
inum í þeim og áttir bágt með hlát-
urinn þegar Karín og Pétur Gautur
máttu ekki sjá þig nema rella um
að koma í tölvuna til þín og alltaf
gafstu þeim tíma.
Elsku Hlynur, ég lifi í þeirri trú
að nú sért þú hjá afa og Hans
frænda og sért glaður að sjá þá,
þótt of snemmt hafi verið.
Þín frænka,
Sonja Pétursdóttir.
STEFÁNR.
GUÐMUNDSSON
+ Stefán R. Guðmundsson
fæddist á Sauðárkróki 28.
febrúar 1945. Hann lést á
sjúkrahúsi í Brussel 15. septem-
ber síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Fossvogskirkju
23. september.
Stefán Ragnar Guðmundsson er
allur eftir stutta en harða baráttu
við illvígan sjúkdóm.
Við kynntumst lítillega fyrir tæp-
um 30 árum, er við unnum hjá
Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli.
Leiðir okkar lágu síðar saman er
ég hóf störf hjá sama fyrirtæki og
hann vann hjá í Luxemborg.
Stefán var vandvirkur og sam-
viskusamur við störf og bar heimili
og einkalíf hans vott um það sama.
Allt í röð og reglu. Hann var til
margra ára í stjórn Flugmannafé-
lags Cargolux í Luxemborg. Hann
sótti ráðstefnur um hagsmuni flug-
vélstjóra um víða veröld og vann
mörg óeigingjöm störf í okkar
þágu. Það fór heldur ekki framhjá
ráðamönnum fyrirtækisins hveijum
mannkostum hann var búinn og var
hann því ráðinn eftirlitsflugvélstjóri
og síðar yfirflugvélstjóri hjá félag-
inu. Við fengum þó allt of stutt að
njóta starfskrafta hans sem yfir-
manns hjá fyrirtækinu.
Það var í árlegri skíðaferð okkar
til Austurríkis í febrúar síðastliðn-
um að Stefán kenndi sér Iasleika.
Það var því mikið reiðarslag fyrir
allan hópinn þegar í Ijós kom að
hann var haldinn illvígum sjúk-
dómi. Æðruleysi og bjartsýni Stef-
áns í veikindum hans var að-
dáunarverð og vakti með okkur
félögunum vonir sem því miður
ekki rættust.
Ég votta Grétu, sonum og öðrum
ættingjum innilegustu samúð mína.
Megi minningin um góðan dreng
veita ykkur styrk.
Steinar.
t
Elskuleg amma mfn, langamma okkar
og fóstursystir,
AÐALBJÖRG TRYGGVADÓTTIR
frá Eskifirði,
Lönguhli'ð 3,
Reykjavík,
andaðist 20. september.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 2. október kl. 15.00.
Aðalbjörg Ragna Hjartardóttir, Ari Kristinn Jónsson,
Jóhanna Kristin Ólafsdóttir, Óli Hjörtur Ólafsson,
Atli Freyr Arason,
Inga Guðmundsdóttir, Guðjón E. Long.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ALEXfUSAR LÚTHERSSONAR,
Skipasundi 87,
Reykjavík,
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11 E á Landspítalanum.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Katri'n S. Alexíusdóttir, Jónas Helgason,
Magnús L. Alexi'usson, Hrönn Pálsdóttir,
Guðrún I. Alexíusdóttir, Guðjón Helgason,
Kristi'n K. Alexíusdóttir, Steingri'mur Davi'ðsson
og barnabörn.
+ Erlendur Jóns-
son var fæddur
á Jarðlangsstöðum
í Borgarhreppi í
Mýrasýslu 28. sept-
ember 1896. Hann
lést 5. september
1980, tæplega 84
ára að aldri. For-
eldrar hans voru
Ragnhildur Er-
lendsdóttir og Jón
Björnsson en þau
bjuggu á Jarðlangs-
stöðum og síðar á
Olvaldsstöðum.
Ragnhildur var
dóttur Erlends Guðmundssonar
bónda á Jarðlangsstöðum og
konu hans, Guðlaugar Jóns-
dóttur. Jón var ættaður úr Döl-
um, sonur Björns Kristjánsson-
ar bónda í Seljalandi í Hörðud-
al í Dalasýslu og Hólmfríðar
Jónsdóttir, konu hans. Erlend-
ur ólst upp á Olvaldsstöðum en
þangað fluttu foreldrar hans
árið 1905 og bjuggu þar það
sem eftir var búskapar þeirra.
Erlendur var einn tólf systkina
en tíu þeirra komust til fullorð-
insára. Hann var einn vetur í
Hjarðarholtsskóla, en rúmlega
tvítugur hóf hann nám í Hóla-
skóla og lauk þaðan búfræði-
prófi.
Árið 1926 kvæntist Erlendur
Auði Finnbogadótt-
ur Lárussonar frá
Búðum á Snæfells-
nesi. Sama ár hófu
þau búskap á Jarð-
langsstöðum, fæð-
ingarstað Erlends,
og bjuggu þar til
ársins 1942 er þau
brugðu búi og flutt-
ust til Reykjavíkur.
Böm þeirra Erlends
og Auðar em fjög-
ur: 1) Þuríður, bú-
sett í Svíþjóð, gift
Magnúsi Andersen.
2) Ragnhildur, gift
Bimi Þorgeirssyni. 3) Ema, gift
Haraldi Amasyni. 4) Ora,
kvæntur Renötu Erlendsson.
Þau Ema og Öm em tvíburar.
Bamabörnin em orðin niu alls
og barnabarnabörnin 13.
Eftir að Erlendur hætti bú-
skap vann hann ýmis störf, hjá
Grænmetisverslun ríkisins,
Vegagerðinni og síðast hjá
Olíufélaginu þar sem hann
vann fram á niunda áratug ævi
sinnar.
Þau Auður og Erlendur slitu
samvistum. Árið 1959 kvæntist
Erlendur öðru sinni. Síðari
kona hans var Helga Jónsdóttir
frá Ásum í Svínavatnshreppi.
Erlendur bjó í Reykjavík til
æviloka.
Ég kynntist Erlendi Jónssyni
fýrst árið 1969. Hann var þá 73
ára að aldri og fundum okkar bar
saman í flokksstarfí hjá Framsókn-
arflokknum í Reykjavík. Þrátt fyrir
mörg aldursár hafði Elli kerling
ekki náð að koma honum á kné.
Hann bar aldurinn vel, vel á sig
kominn líkamlega, hress og glaður
í lund og ræðinn. Erlendur er mér
fyrir margra hluta sakir minnis-
stæður en fyrst og fremst fyrir
skapgerð og lífssýn. Viðhorf hans
til mála mótuðust af langri ævi,
mikilli lífsreynslu og heilsteyptu
upplagi og eðlisfari.
Mér eru minnisstæð orð Erlends
þegar hann sagði: „Menn vissu allt-
af hvar sólin var.“ Hann var þá að
vitna til þess að á sveitabæjum í
hans uppeldi voru engar klukkur.
Og hann sagði: „Þó þykkt væri í
lofti var eins og menn vissu alltaf
hvar sólin var.“ Þessi lýsing átti
undarlega vel við Erlend. Oft rædd-
um við málin á skrifstofu flokksins.
Þar réðu þá ríkjum Þráinn Valdi-
marsson, sem var listamaður í við-
ræðum við fólk, óvenjulega viðfelld-
inn og afburða félagsmálamaður
og Guðmundur Tryggvason marg-
fróður og vitur.
Hversu þungskýjað og vandratað
sem virtist vera í þjóðmálunum átti
Erlendur alltaf ótrúlega auðvelt
með að finna kjarnann, skilja aðal-
atriðin frá og umræðan tók nýja
stefnu. Hann vissi alltaf hvar sólin
var og lét ekki þungbúið loft né
öldurót umræðunnar villa sér sýn.
Eitthvað í eðlinu. Þeir sem vita
hvar sólin er vita nefnilega bæði
hvað tímanum líður og þekkja átt-
imar, villast ekki.
Sagt er að þegar afi hans Erlend-
ur Guðmundsson á Jarðlangsstöð-
um kom í kaupstaðarferð í Borgar-
nes eitt sinn, vildi kaupmaður selja
honum falleg innflutt kerti. Erlend-
ur sagðist hafa kerti, bjó þau til
heima. En þessi eru sérstaklega
falleg, sagði kaupmaður. Og svarið
var: „Já, ég gef nú ekkert fyrir
það, því ég horfi á ljósið.“
Ég stóð á þrítugu þegar ég
kynntist Erlendi og var þá að stíga
mín fyrstu skref í stjómmálum.
Mér var lærdómsríkt að ræða við
hann. Hann var af þessari svo-
nefndu aldamótakynslóð og viðhorf
hans höfðu mótast af aðstæðum og
umhverfi sem unga kynslóðin
þekkti ekki. Eigi að síður hafði
hann aðlagað sig breyttum tímum
og tvinnaði saman í umræðum lífs-
sýn og búhyggindi genginna kyn-
slóða og framfaraafl og vilja hinna
yngri. Sjö ára gamall fór hann að
sitja yfir ánum eftir fráfærumar,
ólst upp við sauðamjólk og gekk til
allra starfa ungur að aldri eins og
títt var um unglinga í sveit á þess-
um árum. í viðtali við Tímann árið
1976 sagði Erlendur frá því þegar
hann rúmlega tvítugur hóf nám á
Hólum.
„Ég hafði sama hátt á og marg-
ir jafnaldrar mínir á þessum árum,
ég keypti mér afsláttarhross, reið
því norður, lét fella það þar og lagði
matinn á borð með mér um vetur-
inn. Uppistaðan í fæði okkar var
hrossakjöt, það var ódýrasta kjötið
og þá var meira horft í aurana en
nú. Á vorin gengum við heim og
ég líka þótt ég væri langt að kom-
inn. Ég man að ég var að strekkja
við að hafa dagleiðirnar sem lengst-
ar, svo að farareyririnn entist mér
alla leið heim. Auðvitað var gisting-
Til höfunda greina
TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgun-
blaðinu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar
birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli
Morgunblaðsins til greinahöfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri
greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili eða
að hámarki 6.000 tölvuslögum.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá
gengin. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafnframt sendar á diskl-
ingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka.
Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu.
Ritstj.
in ekki dýr, þetta tvær eða þijár
krónur, en menn urðu þó að eiga
þessar krónur til.“
Mér er sagt að Erlendur hafí
verið góður námsmaður og frá
Hólum fór hann með próf í búfræði
enda hugði hann á búskap.
Jarðlangsstaðir eru ein besta
sauðfjárbújörð í Borgarfirði. Þar
höfðu forfeður Erlends í móðurætt
búið, Guðmundur Erlendsson lang-
afi hans, sonur Erlends á Ána-
brekku og Erlendur Guðmundsson
afi hans og síðan foreldrar hans
Ragnhildur Erlendsdóttir og Jón
Bjömsson. Þau Erlendur og Auður
bjuggu góðu búi á Jarðlangsstöðum
og bættu jörðina með þeim verkfær-
um sem þá voru tiltæk, skóflu og
ristuspaða. Vafalítið hafa margir
svitadroparnir fallið er unnið var
hörðum höndum við jarðabætur og
ræktun. Fátt segir af baráttu ein-
yrkjans. Erlendur var hugmaður og
vildi skila jörðinni betri en hann tók
við henni. Þúfnakollamir urðu að
lúta í lægra haldi fyrir ristuspaðan-
um og land var brotið til ræktunar.
Sauðfé átti Erlendur gott og land-
kostir hentuðu mjög til sauðfjár-
ræktar.
Jarðlangsstaðir vom rómaðir fyr-
ir vetrarbeit og þar er óvenju snjó-
létt. En mæðiveikin setti stórt strik
í starfsferil sauðfjárbóndans og á
stríðsárunum brugðu þau hjón búi
og fluttu til Reykjavíkur þar sem
Erlendur bjó til æviloka.
í áðurnefndu viðtali við Tímann
sagði Erlendur um komu sína til
Reykjavíkur: „Fyrst vann ég hjá
Grænmetisverslun ríkisins, sem nú
heitir Grænmetisverslun landbún-
aðarins. Þar vann ég í þrjú ár en
vann síðan ýmislegt sem til féll,
pípulagningar, vegavinnu og fleira
en árið 1949 gerðist ég innheimtu-
maður hjá Olíufélaginu hf. og skipti
ekki um vinnu eftir það.“
Sem fyrr segir slitu þau Auður
samvistum og árið 1959 giftist Er-
lendur Helgu Jónsdóttur. Þau
bjuggu fyrst í Miðtúni 16 en fluttu
1975 í Hátún 10B. Þar áttu þau
Helga og Erlendur gott heimili og
áttu þau saman mörg ánægjuleg
ár og sameiginleg áhugamál.
Erlendur Jónsson hefði orðið 100
ára í dag ef hann hefði lifað. Þegar
ég freista þess að varpa ljósi endur-
minninganna yfir þær stundir sem
við áttum saman kemur margt í
hugann. Hann var kominn á áttræð-
isaldur þegar við kynntumst. Samt
bjó hann yfir áræði og þrótti yngri
manna. Glettinn í tilsvörum, hress
og bjartur í yfirbragði með óbilandi
trú á land og þjóð. Fróður, vitur og
velviljaður. Hann kunni frá mörgu
að segja og sagði vel frá. Hann gat
verið hnyttinn í tilsvörum og jafnvel
brugðið sér í gervi þeirra sem hann
sagði frá. Og það undarlega var í
erfiðum umræðum þegar flestum
gekk illa að fóta sig og skyndilæti
hversdagsins byrgðu sýn var eins
og Erlendur vissi alltaf hvar sólin
var. Hann fór að eins og afi hans
forðum, lét ekki ytri umbúðir, orða-
gjálfur eða fagurgala villa sér sýn,
hann horfði á ljósið.
Erlendur var góður hagyrðingur.
Þessi vísa hans lýsir vel afstöðu
hans þegar á móti blés:
Þegar stirðnar strá á grund
stormar þjðta um hauður,
þá er okkar létta lund
lífsins besti auður.
Erlendur hafði yndi af stangveiði,
útiveru og ferðalögum. Þegar færi
gafst lét hann línu fljúga af hjóli í
hyl eða streng. Á bökkum Brúarár
dró hann marga fallega bleikju.
Nær 84 ára að aldri lauk hann
ævi sinni á bakka árinnar með veiði-
stöngina í hendi. Eftir á að hyggja
finnst mér einhvern veginn að þann-
ig hefði þessi vinur minn einmitt
helst viljað kveðja þennan heim.
Hann hafði verið heilsuhraustur
alla ævi. En auðvitað vissi hann að
tíminn var að renna út. Sjálfur
hafði hann ort :
Dvínar pr og daprast sýn,
dofna ljós er skinu.
Óðum færist ævin mín
að endatakmarkinu.
Guðm. G. Þórarinsson.