Morgunblaðið - 28.09.1996, Side 40
40 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLA.ÐIÐ
Dýraglens
Í6AMM
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Ég heyrði að Rabbi Nei, hann Skyldi hann Kannski finnur
hefði ekki farið í faldi sig reyna það hann annan felu-
leikskólann í vikunni undir rúmi. aftur? stað...
sem leið.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
SELTJARNARNESKIRKJA
Nýjungar í safnaðar-
starfinu á Seltjarnarnesi
Frá sr. Solveigu Láru
Guðm undsdóttur:
NÝJUNGAR verða í safnaðar-
starfinu á Seltjarnamesi í vetur.
Sr. Hildur Sigurðardóttir hefur
verið ráðin í fullt starf á vegum
safnaðarins auk fjölda annarra,
sem ráðin hafa verið í fjölbreytt
barna- og unglingastarf.
Barnastarfíð verður með sama
sniði og undanfarin ár á sama tíma
og almennar messur og æskulýðs-
starf verður á sunnudagskvöldum
eins og undanfarin ár.
Nú verður TTT-starfið í tvennu
lagi og verður starf fyrir níu tii
tíu ára börn á þriðjudögum kl. 17
og starf fyrir ellefu til tólf ára
börn á fimmtudögum.
Fræðslustarf verður nú tekið
upp með skipulegri hætti en verið
hefur undanfarin ár og nú munu
verða fræðsluerindi eftir messu
alltaf fyrsta sunnudag í mánuði.
Þann 6. október mun dr. Arnfríður
Guðmundsdóttir halda erindi um
konur í Biblíunni og 3. nóvember,
sem er allra heilagra messa, mun
dr. Pétur Pétursson halda erindi
um það hvers vegna kirkjan hefur
hafnað spíritisma. Eftir erindin
verður boðið upp á fyrirspurnir og
umræður, auk þess sem snæddur
verður hádegisverður.
Helgistund í húsi aldraðra verð-
ur áfram á fímmtudögum kl.
13.30. íhugunarefni í vetur er
Jobsbók.
Samverur fyrir eldri bæjarbúa
verða einnig einu sinni í mánuði
í kirkjunni, og er það nýbreytni.
Verða þær fyrsta eða annan
þriðjudag í mánuði og hefjast kl.
11 með helgistund í kirkjunni.
Eftir hana verða flutt erindi um
áhugaverð efni og snæddur hádeg-
isverður. Fyrsta samveran verður
þriðjudaginn 8. október kl. 11. Þá
mun dr. Gunnar Kristjánsson fjalla
um kristna trú í íslenskum bók-
menntum. 5. nóvember mun sr.
Gylfi Jónsson fjalla um áhrif tón-
listar á andlega líðan okkar.
Kirkjuvika verður haldin í
Reykjavíkurprófastsdæmum vik-
una 6.-13. október. Kirkjuvika er
haldin annað hvert ár og er til-
gangur hennar að kynna starf
safnaðanna í prófastsdæmunum.
Þá verður öllum tíu ára börnum
boðið sérstaklega í kirkjuna, ferm-
ingarstörfín verða opin foreldrum,
og haldin verður götumessa á Eið-
istorgi fímmtudaignn 10. október
kl. 17.
SOLVEIG LÁRA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
sóknarprestur.
Hvað skal segja? 24
Væri rétt að bera orðið ástríður fram eins og konunafnið Ástríður?
Svar: Nafnorðið ástríða er myndað af því, að eitthvað stríðir
á einhvern. í framburði hlýtur það því að skiptast í á-stríða.
Nafnið Ástríður er hins vegar sett saman úr Ást- og -ríður (sem
e.t.v. er til orðið úr Ás-fríður), og skiptist í atkvæði samkvæmt því.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að 'ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Sœtir sófar
á óviðjafnanlegu verði
HÚSGA GNALA GERINN
Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogi-sími 564 1475 Opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-14.