Morgunblaðið - 28.09.1996, Page 42
12 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLA.ÐIÐ
Matur og matgerd
Perur
Eru perur bara perur? spyr Kristín
Gestsdóttir, sem segir að erfitt sé að fá
upplýsingar um hinar ýmsu tegundir
ávaxta, sem seldar eru í búðum.
FYRR í sumar sá ég smáar
skemmtilegar perur í stórmarkað-
inum, sem ég versla í. Ég spurði
starfsstúlku sem var að raða í
ávaxtarekka hvaða perur þetta
væru. Það stóð ekki á svarinu.
„Þetta eru bara perur.“ Svo mörg
voru þau orð. Mér tókst að hafa
upp á manni, sem vildi greiða
götu mína, en hann sagðist því
miður ekki vita hvaða perur þetta
væru, það væri búið að henda
umbúðunum, en hann skyldi
hringja í heildsöluna og þar fékk
ég allar upplýsingar. Það er eins
með perur og aðra ávexti, að þær
eru mismunandi eftir tegundum,
en það virðist ógjörlegt að fá
nokkrar upplýsingar í búðum og
sjaldan er varan merkt með nafni.
Annað vekur líka furðu, íslending-
ar borða ávexti, en vilja ógjarnan
smakka þau afbrigði tegundarinn-
ar, sem þeir ekki, þekkja og flokka
t.d. epli eftir lit, rauð, gul og græn
þótt ýmsar gerðir séu af rauðum,
grænum og gulum eplum.
Perur hafa vaxið í Litlu-Asíu
frá ómunatíð. Forngrikkir og
Rómveijar notuðu þær mikið, hrá-
ar, soðnar og þurrkaðar og þjuggu
líka áfengan drykk úr þeim. Nú
orðið er lítið ræktað af hinum svo-
kölluðu matarperum en því meira
af hinum tegundunum, sem eru
geysimargar. Nú eru að koma hér
íbúðir mjög góðar pemr, sem heita
Conference, en þær koma síðari
hluta árs á markaðinn. Tegundin
hlaut nafnið Conference (ráð-
stefnuperur) árið 1885 eftir að hún
fékk 1. verðlaun á stórri ráðstefnu
sem breskir peruræktendur efndu
til. Tegund þessi er mjög safarík
og mjúk, meðalstór og löng með
sveigmyndaðan topp. Liturinn er
grængulur út í gulbrúnan og
stundum með örlítum rauðum blæ.
Mér finnst perur geysigóðar og
borða allar tegundir þeirra, flestar
eins og þær koma fyrir, en ef þær
eru harðar og illa þroskaðar sýð
ég þær í sítrónusafa, sykri og
vatni og þá verða þær algjört lost-
æti.
Sykurbrúnaðar perur
6 perur
2'h dl sykur
3A dl vatn
1 'h tsk. kartöflumjöl
kanill á hnífsoddi
2 msk. vatn
1 msk. smjör
1. Afhýðið perurnar og skerið úr
þeim kjarnann.
2. Setjið sykur í pott, hafið hæg-
an hita og látið sykurinn bráðna og
brúnast örlítið.
3. Setjið vatn út í og látið jafn-
ast vel.
4. Leggið perurnar í karamellu-
bráðina, ausið yfir þær og sjóðið í
um 10 mínútur, snúið við á miðjum
tímanum. Takið perurnar úr pottin-
um og setjið í smáskálar eða eina
stóra.
5. Hristið saman kartölumjöl,
kanil og vatn og hrærið út í sykur-
bráðina ásamt smjöri. Ausið yfír
perurnar í skálunum. Kælið.
Meðlæti: ís eða þeyttur ijómi.
Súkkulaðihúðaðir
perupinnar
4 perur
200 g hjúpsúkkulaði
3 msk. fínt saxaðar möndlur eða
annað sem setja má utan á
súkkulaðið, (eins og gert er við ís)
16 spýtur eins og notaðar eru í
íspinna (fást í föndurbúðum)
1. Setjið saxaðar möndlur á
þurra pönnu og brúnið örlítið.
2. Skerið perurnar í fernt langs-
um, stingið spýtu í breiðari enda
peranna.
3. Hitið bakaraofninn í 70°C,
setjið súkkulaðið á hann og látið
bráðna, það tekur um 7 mínútur.
4. Þerrið perubitana vel með eld-
húspappír og húðið með súkklaðinu.
Notið hníf til að smyija því á. Dýfíð
síðan ísöxuðu möndlurnar. Leggið á
smurðan álpappír.
STÓLPI fyrir Windows er
samhæfður Word og Excel.
Sveigjanleiki í fyrirrúmi.
gl KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
IDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Nýr Dagur
KONA nokkur á Akureyri
sendi Velvakanda þessa
vísu, en hún er ósátt við
breytinguna á Degi.
Þeir segja að Dagur í dá sé
nú fallinn
og drukkni víst bráðum í
Tímans rás.
Það aumt er að vita og afleit-
ur gallinn
hann átti ekki að fara á þann
vitlausa bás.
Því bróðirinn stóri með gráð-
ugt sitt gin
hann gleypir þann smáa þótt
teljisigvin.
Ókurteis
framkoma
FRIÐDÍS Friðjónsdóttir,
Austurbrún 2, hringdi:
„Eg bý í íbúð Oryrkja-
bandalagsins í Austurbrún
2, en þar er geislahitun sem
ég á engan hátt þoli. Ég
hringdi á skrifstofu Ör-
yrkjabandalagsins og ósk-
aði eftir íbúðaskiptum en
fékk óblíðar móttökur hjá
ákveðnum starfsmanni þar.
Ég hringdi í yfirmann
þessa starfsmanns og
kvartaði yfír framkomu
hans við mig. Síðan þá hef
ég svo sannarlega fengið
að finna til tevatnsins þau
skipti sem ég hef hringt
til að ítreka beiðni mína
um íbúðaskipti. Af hálfu
starfsmannsins hef ég
þurft að þola þessa slæmu
framkomu og er ég viss
um að það er vegna kvört-
unar minnar.
Ég er sjúklingur og á
það ekki skilið að komið
sé fram við mig á þennan
hátt þó ég leyfi mér að
biðja um íbúðaskipti, og fer
fram á að Öryrkjabanda-
lagið skoði þetta mál.”
er vinsamlega beðinn að
hringja í síma 566-8359.
Kíkir tapaðist
KÍKIR tapaðist í fjörunni
við Dyrhólaey 23. ágúst sl.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 587-2849.
Lyklaveski
tapaðist
LJÓSBRÚNT leðurveski
með þremur lyklum tap-
aðist, líklega í Skeifunni
eða í Álfheimum. Utan á
veskinu eru stafirnir SMM.
Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
568-7458.
Gæludýr
Týndur köttur
SVÖRT læða með gyllta
hálsól hvarf frá Gígjulundi
í Garðabæ 18. september
sl. Hún svarar nafninu
Dimma og á það til að fara
inn í bílskúra og lokast þar
inni. Hafi einhver orðið
hennar var er hann vin-
samlega beðinn að hafa
samband við Sigrúnu B. í
síma 565-8686 eða vinnu-
síma 551-5055.
Tveir týndir kettir
TVÆR læður, sem nýlega
fluttu frá Vestfjörðum á
höfuðborgarsvæðið, hurfu
frá Grýtubakka í Breiðholti
fyrir rúmum hálfum
mánuði. Önnur læðan er
sex ára norskur skóg-
arköttur, fremur smá,
grábrún og beislit, og var
með ómerkta ól. Hin er
svört og hvít með merkta
ól. Geti einhver gefið upp-
lýsingar um ferðir þeirra
er hann vinsamlega beðinn
að hafa samband í síma
555-4393.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
GYLLT og svört falleg
kvenmannsgleraugu töp-
uðust aðfaranótt laug-
ardagsins 14. september.
Líklegir staðir eru
íþróttahús Breiðabliks,
Smárinn í Kópavogi, við
Álfheiði eða Ásbraut í
Kópavogi. Skilvís fínnandi
Armbandsúr
tapaðist
GYLLT armbandsúr með
gylltu og silfruðu armandi
tapaðist 6. september sl.
Líklegir staðir eru við
Kjarrhólma í Kópavogi, í
Úthlíð í Reykjavík eða í eða
við IKEA. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
564-1446.
HOGNIHREKKVÍSI
Farsi
V' ' /
k/A/S6 LA Q S/ccúc-tU*OT
,/WOD/fZ /níu WKAEH tolG l//£> fl£> Gtrwsr tþROTM-
DÓ/H//KA-
„ Bró&irminn, i/innurd maurexbúc sem hef-
ur verkaltjfrsfé/ag ■■ oa þar sxttir sia eng/nn
Víkveiji skrifar...
GAMALT baráttumál Víkveija,
að krana með freyðandi Gu-
inness-bjór sé að finna á sérhverri
(a.m.k. annarri hverri) bjórkrá á
Islandi, virðist ætla að verða að
veruleika með undraverðum hraða.
Eftir að írska kráin The Dubliner
varð sú fyrsta til að bjóða upp á
þennan myrka mjöð fyrir fáeinum
mánuðum, hafa furðumargar bætzt
við, þar á meðal hverfiskrá Vík-
veija og kráin, sem næst er vinnu-
stað hans. Víkveiji er satt að segja
ekki vanur því að svona mikið mark
sé tekið á nöldrinu í honum og svona
hratt.
XXX
ÍKVERJI brá sér í „ríkið“ í
Svíþjóð þegar hann var þar
staddur ekki alls fyrir löngu. í Sví-
þjóð heitir ríkið Systembolaget eða
Kerfisfyrirtækið. Þótt sænska nafn-
giftin gefi mun betur til kynna hver
hugsunin að baki fyrirtækinu er og
hvernig starfsháttum þess er hag-
að, en hið óræða „Áfengis- og tób-
aksverzlun ríkisins" eru sum atriði
í rekstri Systembolaget fijálslegri
en hjá ÁTVR. í fyrsta lagi er úrval-
ið miklu meira, enda er System-
bolagt einhver stærsti einstaki
kaupandi áfengis í heimi. í öðru
lagi er miklu meira gert af hálfu
Systembolaget til að kynna vínin,
sem þar fást, fyrir neytendum með
útgáfu bæklinga þar sem smekk-
menn á vín gefa söluvöru verzlunar-
innar einkunnir. í þriðja lagi er
hægt að kaupa bjór í flöskuvís í
Systembolaget, en í ÁTVR eru
menn, eins og allir vita, þvingaðir
til að kaupa sér sex bjóra, langi þá
á annað borð í bjór. Þó vantar bjór-
kælinn í Systembolaget, rétt eins
og ríkið hér heima.
xxx
*
AÐURNEFND krafa ÁTVR, um
að menn kaupi ekki færri en
sex bjórflöskur eða -dósir, er Vík-
veija algerlega óskiljanleg. Hún
hlýtur m.a. að koma í veg fyrir að
hægt sé að selja í verzlunum fyrir-
tækisins suma af hinum vandaðri
bjórum Evrópu, sem tappað er í
stórar umbúðir, t.d. lítraflöskur. Og
svo hélt Víkveiji að „áfengisstefna“
stjórnvalda miðaði að því að draga
úr drykkju. Ef menn langar í einn
bjór, eru þeir neyddir til að kaupa
sex! Líklega er þessi regla, eins og
aðrar hjá ÁTVR, sett með hags-
muni fyrirtækisins og þægindi
starfsfólks í fyrirrúmi en ekki óskir
neytandans. Við megum öll þakka
fyrir að vera ekki þvinguð til að
kaupa heilan kassa af sérríi fyrir
baksturinn.
xxx
ÝÐINGAR í erlendum fréttum
fjölfhiðla geta orðið mjög
spaugilegar og bera þekkingu þýð-
endanna ekki alltaf gott vitni. Þann-
ig rak fjölskylda Víkveija upp lítið
org fyrr í vikunni er rætt var um
„hofhæðina" í Jerúsalem. Langt er
síðan þýðendur þar á bæ lásu bibl-
íuna sína, ef þeir muna ekki eftir
hinni margfrægu Musterishæð. Fyrr
í vikunni var talað um „Bavaríu“ í
fréttum DV, en ekki Bæjaraland.
Auðvitað er fréttamönnum og þýð-
endum vorkunn; erlend staðaheiti
eru yfírleitt enskuð í fréttaskeytum
erlendra fréttastofa. Einu sinni tal-
aði Morgunblaðið um dönsku borg-
ina Elsinore í forsíðufrétt, en þar
var Helsingor komin í felubúningi.