Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 52
Wmjlows
NT4.0
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Viðræður Emmu Bonino við íslendinga um úthafsveiðar
Samstaða um að
efla svæðisstofnanir
EMMA Bonino, framkvæmdastjóri
sjávarútvegsmála hjá Evrópusam-
bandinu, og Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra eru sammála um
að efla þurfi svæðisstofnanir, sem
stjórna úthafsveiðum á Atlantshafi,
og taka upp nýjar aðferðir til að
útkljá deilumál innan þessara stofn-
ana.
Bonino átti í gærmorgun fund
með þeim Þorsteini og Davíð Odds-
syni forsætisráðherra, m.a. um þær
-_x»'iskveiðideilur, sem enn eru óleyst-
ar. A fundinum var farið yfir að-
stæður á þeim meginsvæðum í út-
hafinu sem verið hafa til umfjöllun-
ar, bæði á vettvangi fiskveiðinefnda
Norðvestur-Atlantshafsins og
Norðaustur-Atlantshafsins, NAFO
og NEAFC, á Flæmingjagrunni,
Reykjaneshrygg og í Síldarsmug-
unni. Fram kom á fundinum ein-
dreginn vilji til þess hjá báðum aðil-
um að styrkja þessar svæðisstofn-
anir þannig að hægt verði að koma
upp virkara eftirliti meðal strand-
ríkja og fundnar verði leiðir til að
útkljá deilur.
Bonino greindi frá því á blaða-
mannafundi í gær að af hálfu ESB
hefði í gærmorgun verið ákveðið
að koma á fót starfshópi til að fjalla
um tillögur íslands og annarra um
breytingar á starfsemi NEAFC.
Bonino sagði að þar með gæfist
tækifæri fyrir strandríkin fjögur,
ísland, Noreg, Rússland og Færeyj-
ar, að gera samkomulag ásamt
Evrópusambandinu um nýtingu
norsk-íslenska síldarstofnsins og
hún vill að ESB verði viðurkennt
sem fullgildur samningsaðili.
Satta- eða
úrskurðarnefndir
Þorsteinn Pálsson sagði á fundi
Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem
hófst í Reykjavík í gær, að við
stjórnun fiskistofna á alþjóðlegu
hafsvæði væri ekki aðeins spurning
um að fara að ráðleggingum um
heildarafla, heldur þyrfti einnig að
glíma við deilur milli þeirra ríkja,
sem hagsmuna ættu að gæta. „Það
er ekki síst í ljósi þessa, að nauðsyn-
legt verður að koma á fót eins kon-
ar sátta- eða úrskurðarnefndum
innan hverrar svæðisstjórnar auk
nákvæmrar útlistunar á fram-
kvæmd þess samkomulags sem
ákveðið verður,“ sagði Þorsteinn.
Emma Bonino flutti í gær ræðu
á ráðstefnu um íslenskan sjávarút-
veg og ESB. Hún sagðist engar
yfirlýsingar vilja gefa út um það
hvort það geti verið góður kostur
fyrir íslendinga að gerast aðili að
Evrópusambandinu, aðspurð um
þetta efni á blaðamannafundi. Hún
tók það skýrt fram að hún væri
ekki komin hingað til lands til að
hvetja íslendinga til að sækja um
aðild, heldur einvörðungu til þess
að sýna fram á hvaða árangri hægt
væri að ná þegar viðræðuaðilar
semdu með jákvæðu hugarfari og
væru ákveðnir í að ná samkomulagi
sem báðir gætu unað við.
Bonino lagði áherslu á að Islend-
ingar og ríki ESB væru á úthöfun-
um saman og yrðu að lifa þar í
sátt og samlyndi þar sem ljóst væri
að hvorugur aðilinn myndi hverfa
frá veiðum.
■ Ráðstefna/18-19
■ Ofverndun/6
Morgunblaðið/Tryggvi Þormóðsson
Lyft til flugs
FÝLSUNGA í Ásbyrgi fataðist
flugið á leið út á sjó. Þessi góð-
hjartaði maður vildi hjálpa hon-
um áleiðis, en ekki fylgir sögunni
hvort það dugði til.
Arnór Sigfússon fuglafræðing-
ur segir að fýlsungar lendi oft í
vandræðum og drepist ef þeir
lendi í skóginum í Ásbyrgi því
þeir komast ekki á loft þaðan.
Annars staðar tekst þeim yfirleitt
að hefja sig aftur til flugs eftir
dálitla bið og megrunarkúr.
Arnór segir ekkert hæft í þeirri
sögu að fýlsungarnir geti ekki
flogið nema þeir sjái til sjávar.
Skagfirðingur segir
90 manns upp störfum
Morgunblaðið/Nebojsa Hadzic
HRAUNEY rak mjög hratt undan vindi og var um tíma tvísýnt
hvort tækist að þoka skipinu frá landi, en sökum snarræðis
áhafnarinnar á Arnari RE var hægt að halda því stöðugu þang-
að til Gullborg VE gat dregið það út. Kafari skar úr skrúfu
Hrauneyjar í gærkvöldi í Vestmannaeyjahöfn.
STJÓRN Fiskiðjunnar Skagfirðings
hf. hefur sagt upp 90 af 950 starfs-
mönnum í landvinnslu á Hofsósi,
Sauðárkróki og Grundarfirði frá og
með 1. október nk. Jón E. Friðriks-
son, framkvæmdastjóri, segir
ástæðuna hallarekstur á landvinnsl-
unni frá árinu 1993. Ekki hafi leng-
ur gengið að láta aðrar greinar
rekstursins greiða fyrir tapið.
Jón nefndi að tap af reglulegri
starfsemi í landi hefði numið um
100 milljónum árið 1994. Enn
meira tap hefði verið á landvinnsl-
unni árið eftir. Ekki var af hálfu
stjórnarinnar lengur talið ásættan-
legt að aðrar greinar bæru land-
vinnsluna uppi enda hefði tapið
slæmar afleiðingar fyrir framtíð
fyrirtækisins í heild. Stjórnin hefur
því ákveðið að endurskipuleggja
landvinnsluna.
Skráð á hlutabréfamarkaði
Jón sagði að reynt yrði að leita
ráða til að ráða starfsmennina aft-
ur. Hins vegar væri hann ekki
bjartsýnn á að hægt yrði að ráða
Hrauney VE rak stjórnlaust að landi eftir að hafa fengið net í skrúfuna
„Menn voru í mikilli hættu“
„ÞETTA gerðist á örfáum mínútum
og okkur rak mjög hratt að landi.
Það varð engu tauti komið við skip-
ið, allt var fast,“ segir Gunnar Frið-
riksson skipstjóri á Hrauney VE frá
Vestmannaeyjum. Skipið fékk net í
skrúfuna á veiðum skammt undan
Landeyjasandi um klukkan 16 í
gær, með þeim afleiðingum að það
varð aflvana og munaði minnstu að
það ræki upp í landsteina.
---- „Ég myndi segja að menn hafi
verið í mikilli hættu, því hefði kom-
ið einn góður skafl hefði báturinn
kastast þarna upp,“ segir Friðrik
Benónýsson skipstjóri á Gullborg
sem dró Hrauney áleiðis til hafnar
í Vestmannaeyjum.
Hrauney, sem er 66 tonna skip
með sjö manna áhöfn, var á veiðum
skammt undan Landeyjasandi, þeg-
ar flækt netatrossa slitnaði frá og
flæktist í skrúfunni. Það skipti eng-
um togum að skipið varð stjórn-
laust.
Gunnar reyndi að ná talstöðvar-
sambandi við nærstödd skip en tókst
ekki og sendi upp neyðarblys. „Arn-
ar RE, sem er 29 tonn, var kominn
innan við tíu mínútum eftir að við
fengum í skrúfuna. Þá var allt kom-
ið í bál og brand en mennirnir voru
hins vegar sallarólegir, fóru í flot-
gallana og gerðu ankerið klárt. Allt
gékk eins og smurð vél.
Við slepptum að henda út anker-
inu þegar Arnar kom að og hann
kom taug yfir. Hún slitnaði hins
vegar strax og þá varð mönnum
ekki um sel því að okkur rak áfram
undan vindi og orðið of seint að
henda ankerinu. Við vorum komnir
inn í brotin þegar Arnar náði okkur
aftur. Við fengum einn skafl yfir
okkur að aftanverðu, það freyddi í
kringum okkur og aðeins inn á, en
við sluppum með skrekkinn," segir
Gunnar.
Snarræði og rétt viðbrögð
Þegar taugin slitnaði var óskað
eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar, en sú beiðni var afturkölluð
þegar seinni taugin hélt.
Gunnar hrósar skipstjóranum á
Arnari, Leó Óskarssyni, mjög fyrir
björgunina. „Það var eins og Leó
og áhöfn hans hefði aldrei gert ann-
að, svo snar var hann og viðbrögðin
úthugsuð," segir hann.
Gullborg var á heimleið og sneri
við til aðstoðar Arnari.
„Arnar réð illa við Hrauney en
við vorum með góðan dráttarvir og
drógum skipið út úr brimgarðinum
til móts við lóðsinn," segir Friðrik.
nema lítinn hluta aftur til fyrirtæk-
isins.
í fréttatilkynningu kemur fram
að vaxandi þrýstingur hafi verið á,
t.d frá forsvarsmönnum verka-
lýðsfélaga í Skagafirði og bæjar-
stjórn Sauðárkróks, að hlutabréf í
fyrirtækinu yrði skráð á hlutabréfa-
markaði og þar með að arðsemi af
fyrirtækinu yrði sett í öndvegi. Nú
hefur aðalfundur fyrirtækisins sam-
þykkt að skrá félagið á opna tilboðs-
markaðinum frá og með nýju kvóta-
ári í september á næsta ári.
„Samkeppni
RÚV von-
laus án ann-
arrar rásar“
STÖÐ 2 og Sýn hafa keypt
einkarétt á útsendingum frá
ensku knattspymunni frá og
með næsta keppnistímabili.
Enska knattspyrnan hefur verið
á dagskrá Ríkissjónvarpsins í
tæp 30 ár en hverfur nú þaðan
og Ingólfur Hannesson, íþrótta-
stjóri Sjónvarpsins, segir stofn-
unina verða að læra af málinu.
Hann segir að leiða verði
hugann að því hvort ekki sé
orðin „knýjandi nauðsyn fyrir
sjónvarp í almenningseigu, sem
ætlar að réttlæta sjálft sig, að
hafa aðra rás. Samkeppnin er
einfaldlega vonlaus án annarr-
ar rásar," segir hann.
■ Stöð 2 / CI