Morgunblaðið - 01.10.1996, Qupperneq 2
'MORGUNBLAÐIÐ
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
VERIÐ var að þvo glugga Alþingishússins í gær en 121. þing verður sett í dag.
Lántakendur farnir að greiða af greiðslujöfnunarreikningum
Greiðaaf 870
milljóna skuld
Alþingi kemur
saman í 121. sinn
Þingsetning
með venju-
bundnum
hætti
SETNING Alþingis fer fram í
dag, með venjubundnum hætti,
eftir að hugmyndir um breytt
fyrirkomulag þingsetningar
strönduðu á andstöðu eins þing-
flokksins.
Athöfnin hefst með guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni kl.
13:30. Að henni lokinni gengur
þingheimur til þinghússins.
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, setur þingið.
Að lokinni setningarræðu
forseta er starfsaldursforseti
þingsins kvaddur I forsetastól,
en hann er nú Ragnar Arnalds,
Alþýðubandalagi. Hann stýrir
kjöri þingforseta.
Að loknu kjöri þingforseta
verður þingfundi frestað, en
samkvæmt breytingartillögum
var gert ráð fyrir að er hér
væri komið sögu flytti forsætis-
ráðherra stefnuræðu sína.
Fjárlagafrum varpi dreift
til þingmanna
Þingsetningarfundi verður
fram haldið kl. 13:30 á morgun.
Fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn-
arinnar verður þá dreift til
þingmanna. Þá fer fram kjör í
embætti varaforseta og þing-
nefndir.
Einnig er gert ráð fyrir að
tilkynnt verði um stofnun hins
nýja þingflokks jafnaðarmanna
á fundinum. Loks verður hlutað
um sæti í þingsalnum.
Stefnuræða forsætisráðherra
annað kvöld
Nýr fundur verður siðan sett-
ur kl. 21 annað kvöld, og hefst
hann með stefnuræðu forsætis-
ráðherra. Stefnuræðunni fylgja
ræður þingflokkanna með sama
hætti og tíðkazt hefur. Fund-
inum verður sjónvarpað og út-
varpað beint.
LÁNTAKENDUR eldri bygginga-
lána skulda um 870 milljónir á svo-
kölluðum greiðslujöfnunarreikning-
um. A þessu og síðasta ári hafa laun
hækkað meira en verðlag og þess
vegna hafa lántakendur verið að
greiða niður skuldir af þessum reikn-
ingum með hærri afborgunum.
I upphafi síðasta áratugar varð
það sem stundum er kallað misgengi
milli launa og verðlags, en það þýðir
að í verðbólgu þeirra tíma hækkaði
verðlag meira en launin. Húsnæðis-
lánin voru vísitölutryggð og hækk-
uðu en launin ekki. Þetta leiddi til
þess að margir áttu í erfiðleikum
með að standa í skilum með afborg-
anir af lánum.
Eftir harða gagnrýni lántakenda
ákváðu stjómvöld að setja á stofn
sérstaka reikninga sem var ætlað að
minnka greiðslubyrði húseigenda.
Hluti mismunarins á verðlagi og
launum var settur inn á sérstakan
reikning í stað þess að láta lántak-
endur borga hann strax. Þannig
myndaðist skuld húseigandans sem
honum var ætlað að borga síðar þeg-
ar betur áraði.
Borga til baka
Undanfarin tvö ár hafa laun
hækkað meira en verðlag eins og
sést á vísitölu sem kölluð er launa-
vísitala til greiðslujöfnunar. Frá
1991-1994 stóð húnmánast í stað í
rúmum 2.800 stigum. Á síðasta og
þessu ári hefur hún hækkað umtals-
vert og er komin upp fyrir 3.200
stig. Þetta þýðir að lántakendum
hjá Húsnæðisstofnun er nú gert að
borga hluta af skuld þeirra á
greiðslujöfnunarreikningum auk
hinna venjulegu afborgana af lán-
unum. Grétar Guðmundsson, rekstr-
arstjóri hjá Húsnæðisstofnun, segir
að mismunurinn sé ekki há upphæð
enda dreifist hún á allan lánstím-
ann. Upphæðin sé mishá milli lán-
takenda, en að jafnaði sé ekki um
margar krónur að ræða.
Alls eru 46.000 lán með greiðslu-
jöfnunarreikning, en þar af eru um
24.000 reikningar með skuld. Staða
annarra reikninga er núll. Um
15.000 lántakendur eru með þessi
24.000 lán. Heildarupphæðin á
reikningunum er 870 milljónir þann-
ig að meðalskuld lántakenda er um
60.000 krónur.
Með tilkomu húsbréfakerfisins
hættu nýir lántakendur að greiða inn
á greiðslujöfnunarreikninga.
Sláturhús SS
Starfs-
menn
g’engn út
Selfossi. Morgunblaðið.
UM HELMINGUR starfs-
manna í sláturhúsi Sláturfélags
Suðurlands á Selfossi lagði nið-
ur vinnu um tíma í gær vegna
samstarfsörðugleika við yfir-
menn sína.
Starfsmennirnir héldu fund
í húsi verkalýðsfélagsins og
fengu Pál Lýðsson formann
stjórnar SS á sinn fund. Niður-
staða þess fundar var að starfs-
mennirnir héldu aftur tii vinnu
með ioforð um að fundin yrði
lausn. Lyktir málsins urðu þær
að komið var til móts við óskir
starfsmannanna. Til þess að
koma í veg fyrir að starfsemi
sláturhússins stöðvaðist gengu
yfirmenn til verka við sláturlín-
una, þar á meðal Steinþór
Skúlason forstjóri SS.
Ný sláturlína hefur verið tek-
in upp í sláturhúsinu sem talin
er geta skilað meiri afköstum
og betra gæðaeftirliti. Breti
hefur unnið að því að kenna
starfsmönnum á línuna. Starfs-
menn telja sig þurfa meiri þjálf-
un við störf á sláturlínunni til
þess að ná fram þeim afköstum
sem til er ætlast. Upp úr sauð
hjá starfsmönnum þegar setja
átti verkstjóra til hliðar og fá
nýjan í staðinn. Niðurstaða
málsins varð sú að verkstjórinn
hélt áfram störfum og störf
voru betur skilgreind en áður.
Stálu úr
baukum
barna
BROTIST var inn í leikskóla
við Suðurströnd á Seltjarnar-
nesi í fyrrinótt og stolið 20
þúsund krónum úr sparibauk-
um barnanna.
Ekki er ljóst hverjir frömdu
þetta afbrot, en málið er í rann-
sókn.
• •
OIl hlutabréf í Norðurtanganum til söiu
7 tilboð bár-
ust í bréfin
SJÖ tilboð hafa borist í hlutabréf
Norðurtangans hf. á ísafírði, en
80% hluthafa buðu völdum sjávar-
útvegsfyrirtækjum þau til kaups
fyrir helgi. Ásgeir og Hörður Guð-
bjartssynir, sem eiga 20% í fyrir-
tækinu, ákváðu um helgina að
selja einnig sinn hlut og því eru
öll hlutabréf fyrirtækisins til sölu.
Erfíðleikar hafa verið í rekstri
Norðurtangans síðustu ár. Fyrir-
tækið skuldar mikið og hefur ver-
ið rekið með tapi síðustu misseri
eins og mörg sjávarútvegsfyrir-
tæki sem byggja á landvinnslu.
Ágreiningur hefur verið milli hlut-
hafanna um stefnu fyrirtækisins
í nútíð og fortíð. Þessi ágreiningur
kom m.a. fram á aðalfundi nýlega.
Búist er við að það skýrist á
allra næstu dögum hver kaupir
Norðurtangann, en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins telja
hluthafarnir að bestu tilboð sem
bárust séu þannig að áhugi þeirra
á að selja hafi ekki minnkað. Við-
ræður standa yfír milli hluthafa
og tilboðsgjafa fyrir milligöngu
Ráðs hf., sem tekið hefur að sér
að selja bréfín.
Ekki fengust upplýsingar um
hvaða fyrirtæki gerðu tilboð í
hlutabréfin eða um verðtilboð.
Mikill titringur er á ísafírði út
af þessu máli. Pétur Sigurðsson,
formaður verkalýðsfélagsins Bald-
urs, sagði menn óttast mjög það
sem kynni að fylgja þessum kaup-
um. Hann sagði alveg ljóst að það
sem öflug sjávarútvegsfyrirtæki í
öðrum landshlutum væru að sækj-
ast eftir með kaupum á Norður-
tanganum væri 3.000 tonna kvóti
í eigu fyrirtækisins. Það væri alveg
ábyggilegt að þau hefðu ekki
áhuga á að reka fískvinnsluhús á
ísafírði.
Brak úr herflugvél borið af Eyjafjallajökli
Morgunblaðið/Ámi Alfreðsson
ALFREÐ Gíslason, faðir Árna, við skrúfublaðið
sem vegur um 200 kíló.
Tepokar og
skrúfa undan
jöklinum
ÁRNI ALfreðsson líffræðingur hefur í sumar safnað
saman hlutum og braki úr flaki bandarísku herflugvél-
arinnar sem fórst árið 1952 á norðanverðum Eyja-
fjallajökli. Arni hefur komið þessu fyrir að Stóru-
mörk undir Eyjafjöllum, en von hans er, að þar rísi
í framtíðinni safn til minningar um flugslysið.
„Ég hef fundið allt frá tepokum upp í skrúfublað
sem vegur um 200 kíló, heilan bílfarm af alls kyns
munum, öllum nýög heillegum, næstum eins og nýj-
um,“ segir Arni.
Fyrir réttu ári kom stærsti hluti vélarinnar loks
undan ísnum. í flugslysinu fyrir 44 árum fórust fimm
manns, einn fannst við flakið en hinir fjórir fundust
fjórtán árum síðar, neðar á jöklinum langt frá slysstað.
Ami fékk fjölskyldu og vini í lið með sér til að
koma mununum ofan af jöklinum, en til að komast
að flakinu þarf að ganga um 2 km.
Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á jöklinum
í sumar, að sögn Arna, hann hefur bráðnað mikið
og skriðið fram.
„Það eru þvi eru síðustu forvöð að hirða flakið
sjáift og það Iitla sem eftir er af vélarhlutum," segir
hann.
Ámi segir gripina hafa mikið sögulegt gildi og þvi
hafl hann áhuga á að koma upp safni að Stómmörk
undir Eyjafjöllum þar sem ferðamenn geta komið,
fræðst um flugslysið og séð hluti og brak úr flakinu.