Morgunblaðið - 01.10.1996, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Vextir hækka um
0,1-0,5 prósentustig
Sj ó vá-Almennar
Tekjutap
yfir 200
milljónir
ÁÆTLAÐ tekjutap Sjóvár-
Almennra vegna lækkunar á ið-
gjöldum bíltrygginga er á þriðja
hundrað milljónir króna á ári, að
sögn Einars Sveinssonar, forstjóra
félagsins. Sjóvá-AImennar hafa
verið með tæp 30% af markaðnum.
VÍS er með um 40% af markaðn-
um og segir Axel Gíslason, for-
stjóri, að áætlað tekjutap séu sam-
keppnisupplýsingar sem ekki verði
látnar í té.
Einar Sveinsson segir að erfitt
sé að meta það nákvæmlega á þess-
ari stundu hvert tekjutap Sjóvár-Al-
mennra verði. Það komi ekki ljós
fyrr en síðar hvemig tekist hafí til
með þær ákvarðanir um iðgjalda-
lækkun sem teknar hafi verið.
INN- OG ÚTLÁNSVEXTIR banka
og sparisjóða hækka um 0,1-0,5
prósentustig á vaxtabreytingar-
degi í dag í kjölfar þess að Seðla-
banki íslands hækkaði vexti sína
um 0,4 prósentustig 23. september
síðastliðinn og jók bindiskyldu
banka og sparisjóða úr 10% í 12%.
Búnaðarbanki íslands hækkar út-
lánsvexti mest.
Almenn víxillán banka og spari-
sjóða hækka um 0,4 prósentustig
og yfirdráttarlán einstaklinga og
fyrirtækja og greiðslukortalán
hækka einnig um 0,40 prósentu-
stig nema hjá Búnaðarbankanum
þar sem þessi lán hækka um 0,50
prósentustig. Sama gildir um
óverðtryggð skuldabréfalán og af-
urðalán að vextir þeirra hækka um
0,40 prósentustig nema hjá Búnað-
arbankanum þar sem hækkunin
er 0,50 prósentustig. Búnaðar-
bankinn er einnig eina bankastofn-
unin sem hækkar nú vexti á verð-
tryggðum skuldabréfalánum um
0,10 prósentustig, en hjá öðrum
bankastofnunum eru þessir vextir
óbreyttir.
Innlánsvextir hækka á bilinu
0,10 til 0,50 prósentustig. Al-
mennar sparisjóðsbækur, ávísana-
reikningar og sértékkareikningar
hækka um 0,10 prósentustig,
nema hjá sparisjóðunum sem
hækka vexti þessara innlána um
0,20 prósentustig. Um það hækka
almennar sparisjóðsbækur og sér-
tékkareikningar einnig hjá ís-
landsbanka. Óbundnir sparireikn-
ingar hækka um 0,40 prósentustig
nema hjá Búnaðarbankanum þar
sem hækkunin er 0,50 prósentu-
stig.
0,75-1,20% vextir
á almennum sparisjóðsbókum
Eftir vaxtahækkunina nú bera
almennar sparisjóðsbækur 0,75-
1,20% vexti, lægsta hjá Lands-
bankanum og hæsta hjá sparisjóð-
unum. Yfirdráttarlán einstaklinga
bera 14,40% til 14,75% vexti,
lægsta hjá íslandsbanka, en hæsta
hjá Landsbanka og Búnaðarbanka.
Hæstu vextir á almennum skulda-
bréfalánum eru 13,65% til 13,95%,
hæstir í Búnaðarbankanum og
hæstu vextir vísitölubundinna lána
eru á bilinu 10,85% til 10,95%,
lægstir í Landsbanka og íslands-
banka og hæstir hjá Búnaðarbank-
anum.
Afvopn-
uðu gest-
gjafa sinn
ÆSTUR og ofurölvi maður
var handtekinn í húsi í Breið-
holti síðla aðfaranætur laugar-
dags, eftir að hafa látið ófrið-
lega og veifað haglabyssu
framan í gesti sína.
Maðurinn hafði boðið sex
starfsstúlkum af dansstaðnum
Vegas heim í gleðskap eftir
lokunartíma skemmtistaða.
Hann sinnti hins vegar ekki
gestgjafahlutverkinu betur en
svo að hann sá ástæðu til að
sækja byssuna og veifaði henni,
án þess að ljóst sé hvað vakti
fyrir honum með því athæfi.
Stúlkunum sex tókst að ná
vopninu af manninum og
henda henni út fyrir dyrnar
þar sem lögreglumenn lögðu
hald á vopnið. Maðurinn var
handtekinn og vistaður í
fangageymslu.
Heyrnarlaus skóla-
stjóri ráðinn að
Vesturhlíðarskóla
BERGLIND Stefánsdóttir tók í
gær við stöðu skólastjóra Vestur-
hlíðarskóla. Skólinn er sérskóli
fyrir heyrnarlausa og heyrnar-
skerta og tvítyngisskóli með tákn-
mál og íslensku. Var Berglindi vel
fagnað á fyrsta degi í hinu nýja
starfi.
Fyrsti heyrnarlausi skólastjóri
á Norðurlöndum
Sjálf er Berglind Stefánsdóttir
heyrnarlaus og með ráðningu
hennar í stöðuna er brotið blað í
sögu heyrnarlausra og heymar-
skertra á Norðurlöndum, þar sem
enginn heyrnarlaus gegnir skóla-
stjórastöðu, samkvæmt upplýsing-
um frá Fræðslumiðstöð Reykjavík-
ur.
Berglind hefur sérmenntun á
sviði táknmáls og reynslu af
kennslu heymarlausra, auk stjórn-
unarreynslu. Hún hefur kennt á
grunn-, framhalds- og háskóla-
stigi.
Verkefni á sviði menntunar
heyrnarlausra og heyrnarskertra
við Menntaskólann við Hamrahlíð,
sem Berglind tók þátt í, hlaut
nýverið silfurverðlaun í samkeppni
á vegum HELIOS II, sem er sam-
starfsáætlun á sviði fatlaðra á
vegum Evrópusambandsins og
EFTA.
Berglind Stefánsdóttir hefur
einnig verið í fullu starfí við
kennslu í táknmálsfræði, menn-
ingu og sögu fatlaðra við heim-
spekideild Háskóla íslands.
Morgunblaðið/Kristinn
NYJUM skólastjóra fagnað í Vesturhlíðarskóla í gærmorgun. Berglind Stefánsdóttir lengst til hægri.
Ekiðá
skiltabrú
EKIÐ var á skiltabrúna á
mótum Reykjanesbrautar og
Stekkjarbakka um helgina og
skemmdist hún mikið. Lög-
reglan biður þá sem geta
veitt upplýsingar að gefa sig
fram.
Brúin er hátt yfir akbraut-
inni, svo það eru aðeins allra
stærstu farartæki sem ná að
rekast í hana og skemma.
Talið er að brúin hafi
skemmst á tímabilinu frá
föstudagskvöldi fram á há-
degi á sunnudegi.
Morgunblaðið/Júlíus
Valt við
aðforða
árekstri
TÆPLEGA 29 tonna þungur
sandflutningabíll valt á mótum
Suðurlandsvegar og Vestur-
landsvegar á níunda tímanum í
gærmorgun. Bíllinn var að koma
að gatnamótunum þegar hemlar
gáfu sig. Okumaðurinn sveigði
frá umferð til að forðast árekst-
ur en með þeim afleiðingum að
bíllinn valt. Ökumaðurinn slapp
óskaddaður en töluvert tjón varð
á bílnum.
Fiskiðjan Skagfirðingur telur starfsfólk hafa rift samningi
Starfsfólki í slátrun
barst ekki uppsögn
Sauðárkróki. Morgunblaðið.
STJORN Fiskiðjunnar Skagfirð-
ings lítur svo á að þeir sem hófu
störf hjá Sláturhúsi Kaupfélags
Skagfirðinga í kjölfar lokunar
fyrirtækisins 12. ágúst síðastlið-
inn hafi með því rift starfssamn-
ingi við fyrirtækið. Fiskiðjunni
var lokað vegna hráefnisskorts
og skráðu flestir starfsmennirnir
sig atvinnulausa, sem þýðir að
þeir geta ekki neitað vinnu án
þess að missa bótarétt en Slátur-
húsið leitaði til skráningarskrif-
stofu í upphafi sláturtíðar eftir
starfsfólki.
Um 90 starfsmönnum Fiskiðj-
unnar Skagfirðings var sagt upp
frá og með deginum í dag fyrir
helgi og fengu þeir sem hafið
höfðu störf annars staðar engin
uppsagnarbréf. Árni Egilsson,
sveitarstjóri á Hofsósi, segir að
fólk sé þegar farið að flytjast
burtu úr sveitarfélaginu í kjölfar
uppsagnanna og segir hann jafn-
framt að ástandið sé slæmt á
Hofsósi.
Gátu ekki neitað
vinnu án þess að
missa bótarétt
Kemur verst niður á
fiskvinnslukonum
Fiskiðjan Skagfirðingur er
stærsti vinnuveitandinn á Hofsósi
og segir Árni að starfsmenn þaðan
hafi mjög litla möguleika á ann-
arri vinnu. Anna Halldórsdóttir hjá
Verkakvennafélaginu Öldunni
segir að uppsagnirnar hjá Fiskiðj-
unni komi allra verst niður á fisk-
vinnslukonum sem séu 50-60.
Bendir hún á að í nokkrum tilvik-
um sé um að ræða konur sem
unnið hafi hjá fyrirtækinu við fisk-
vinnsiu um áratugaskeið og að
þær eigi hverfandi möguleika á
annarri vinnu. Þá segir hún ekki
gerlegt að sætta sig við að fólk
fyrirgeri rétti sínum á hendur
Fiskiðjunni þótt það fylgi reglum
sem gilda vegna atvinnuleysis-
skráningar og taki vinnu tíma-
bundið. Sem fyrr segir fékk nokk-
ur hluti hinna atvinnulausu vinnu
hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skag-
firðinga en sláturhúsið og Fiskiðj-
an eru í eigu Kaupfélagsins að
meirihluta.
Jón Eðvald Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skag-
firðings, segir að vinnsla sé að
hefjast að nýju í fyrirtækinu. Tveir
togarar fyrirtækisins, Skagfírð-
ingur og Klakkur, hafí komið inn
á föstudag með 120 tonn hvor um
sig. Jón sagði ennfremur að 40
manns hefði ekki verið sagt upp
störfum og með aukinni saltfisk-
vinnslu fjölgaði störfum þar og því
unnt að endurráða einhveija aftur.
Þá sagði Jón að uppsagnarfrestur
væri frá einum upp í sex mánuði
og því væri von til þess að úr
rættist þótt hann væri jafnframt
viss um að ekki yrði unnt að finna
öllu því fólki, sem sagt var upp,
önnur og ný störf.