Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Björn Bjarnason segir mikla endurskipulagningu á döfinni á framhaldsskólastigi
Markmiðið gott nám í
samræmi við fjárveitingu
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra segir mikla endurskipulagn-
ingu fyrir dyrum á framhaldsskóla-
stiginu og að markmiðið hljóti að
vera að bjóða upp á gott nám innan
þess ramma sem fjárveiting leyfi.
Skólameistarar þriggja framhalds-
skóla á Húsavík, Laugum og Höfn
í Hornafirði fengu tilmæli frá ráðu-
neytinu í síðustu viku um að minnka
kennslumagn um 18-22%. Að þeirra
sögn myndi skerðingin skila 6-7
milljóna sparnaði á Húsavík, um 3
milljónum á Laugum og 3-4 milljón-
um í Framhaldsskólanum í Austur-
Skaftafellssýslu.
Áform ráðuneytisins hafa jafn-
framt kallað á viðbrögð frá skóla-
nefndum og sveitarstjómum viðkom-
andi staða þar sem segir að með
þessum ráðstöfunum sé skólunum
gert ókieift að uppfylla skyldur sínar
við byggðarlagið. Þá sendi Hið ís-
lenska kennarafélag frá sér ályktun,
meðal annars þess efnis að sparnað-
urinn væri „aðför að jafnrétti til
náms eftir búsetu og fjárhag nem-
enda“.
Björn Bjarnason segir að jafnrétti
til náms þýði ekki að hægt sé að
leggja stund á „hvaða nám sem er,
hvar sem er“. Þá segir ráðherrann:
„Framhaldsskólastigið er að mínu
mati mjög mikilvægt skólastig, sem
þarf að þróa, efla og styrkja og það
er síður en svo markmið í sjálfu sér
að þrengja að því fjárhagslega. Verk-
efnið er að ná halla ríkissjóðs niður
og þá verða allir að leggja sitt af
mörkum. Það er mitt meginmarkmið
sem ráðherra að styrkja og efla skól-
ana, en ég verð eins og aðrir að laga
mig að þeim aðstæðum sem okkur
eru skapaðar varðandi efni.“
Gjald tekið vegna
endurinnritunar
Bjöm segir að menntamálaráðu-
neytinu sé gert að draga saman segl-
in og skila 4-500 milljónum króna.
Hann vill ekki gefa upp hversu mikl-
ar ijárhæðir verða sparaðar á fram-
haldsskólastigi en segir stefnt að
auknu samstarfí innan framhalds-
skóla og einnig að heimild verði feng-
in til gjaidtöku vegna endurinnritun-
ar í próf og áfanga, auk minnkunar
á kennslumagni. Hann segir þá
ákvörðun hafa verið tekna að beita
ekki flötum niðurskurði og að skóla-
meistarar fyrrgreindra skóla hafi
verið kallaðir til fundar þar sem um
mestar breytingar yrði að ræða á
starfsemi þeirra.
„Það er verið að færa fjárveitingu
til þessara skóla til samræmis við
það sem gerist í ýmsum öðrum skól-
um úti á landi og Þroskaþjálfaskól-
anum og Fósturskólanum í Reykja-
vík. Laugaskóli hefur til dæmis verið
langdýrasti framhaldsskólinn," segir
Björn.
Guðmundur Birkir Þorkelsson
skólameistari Framhaldsskólans á
Húsavík segir viðurkennt í nýjum
samningum sveitarfélaga við ríkis-
valdið um grunnskólann að fámennir
skólar séu dýrari en fjölmennir. „Rík-
isvaldið samþykkir að leggja stórfé
í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess
að styðja við bakið á minni skólun-
um. Ef ég hef réttar upplýsingar
geta nemendur í dreifbýli verið allt
að þrisvar sinnum dýrari en í þétt-
býli. Því spyr ég: Þarf ekkert að
horfa á þessi lögmál þegar litið er á
framhaldsskólana? Okkur er ætlað
að vera með svipað kennslumagn í
þetta litlum skóla eins og í helmingi
stærri skólum," segir Guðmundur
Birkir.
Hann segir jafnframt að því sé
ekki sýndur nægilegur skilningur í
ráðuneytinu að í áfangaskóla geti
nemendur lokið stúdentsprófi á 3-3‘A
ári, í stað fjögurra, sem ekki sé
hægt í skólum með bekkjakerfi.
„Mér finnst að eigi að taka tillit til
þeirra skóla sem reynt hafa að nýta
sér kosti áfangakerfisins, bæði fyrir
nemendur og byggðarlagið." Guð-
mundur Birkir spyr ennfremur hvort
eigi að miða landsbyggðina við það
sem best gerist í höfuðborginni. „Þar
geta menn sýnt mikla hagkvæmni í
rekstri en á ekki að taka tillit til
þess að skólarnir eru að þjóna byggð-
arlögum sem þeir telja að þurfi á
þeirri þjónustu á halda í stað þess
að velta kostnaðinum yfir á heimilin
vegna náms annars staðar. Á að líta
á framhaldsnám sem forréttindi?"
Ætla að segja nei!
Þá segir hann að á meðan sam-
dráttur í kennslumagni í framhalds-
skólunum verði um 2,5% að meðal-
tali eigi skólinn á Húsavík að taka
á sig 18,45%. „Við segjum bara nei
og ætlum ekki að láta þetta yfir
okkur ganga,“ segir Guðmundur
Birkir að lokum.
Björn Bjarnason segir aðspurður
hvort yfirvöld menntamála séu mót-
tækileg fyrir sparnaðarhugmyndum
skólameistaranna telji þeir sig geta
náð tilættuðum árangri með eigin
ráðstöfunum. „Við höfum gert tillög-
ur um blandaðan sparnað sem fallist
var á að reyna í ríkisstjórn og hjá
þingflokkunum og líta munu dagsins
ljós þegar fjárlagafrumvarp verður
til umræðu. En það þýðir ekki að
við viljum ekki ræða við einstaka
skóla og finna hentugar leiðir til að
þeir geti starfað á skynsamlegum
forsendum. Það er alger misskilning-
ur ef menn halda að við séum ekki
tilbúin til viðræðna," segir Björn.
Skólanefndir Laugaskóla og
Framhaldsskólans á Húsavík telja
fótunum kippt undan starfsemi skól-
anna og að framtíð þeirra sé stefnt
í óvissu verði kennslustundum fækk-
að til jafns við það sem ráð er fyrir
gert.
Rothögg
fyrir skólann
Hjalti Jón Svéinsson skólameistari
á Laugum segir að samdrátturinn
þýði 52 stunda fækkun kennslu-
stunda á viku, eða tvær kennarastöð-
ur. „Kennarastöðurnar hér geta ekki
verið rýrari því við höfum þegar lagt
niður tvær til þijár stöður í skyni
hagræðingar og til þess að mæta
brotthvarfi 10. bekkjar úr skólanum
nú í haust. Við getum því ekki kom-
ist af með færri enda er ekki hlaup-
ið að því að fá kennara með háskóla-
próf í tveimur eða þremur greinum.
Auk þess er ekki hægt að fá stunda-
kennara til að hlaupa inn í kennslu
einn, tvo tíma á dag. Það er vandséð
að hægt sé að reka skólann hér með
þessu móti og ég óttast að þetta
verði rothögg fyrir hann.“
Hjalti Jón segir sjálfsagt að skól-
inn taki á sig byrðar til jafns við
aðra skóla. „En ég vil ekki viður-
kenna að skólinn hér hafi haft það
eitthvað betra en aðrir skólar. Það
er vitað mál að fámennur skóli úti á
landi er dýrari í rekstri. Núna erum
við settir á bekk með stærri skólum
í Reykjavík og annars staðar og það
bara gengur ekki upp. Ég tel líka
sanngjarnt að inn í heildarmyndina
séu reiknaðar tekjur skólans. Árið
1995 voru hreinar tekjur vegna hót-
elreksturs um 8,3 milljónir, auk þess
sem greiddar voru um 3,2 milljónir
í virðisaukaskatt. Ef þessi áform
ganga eftir finnst mér miklu hrein-
legra að tekin verði pólitísk ákvörðun
um það að við höfum ekki efni á að
reka litla framhaldsskóla úti á landi
og leggjum þá niður,“ segir Hjalti
Jón.
Afturför um tíu ár
Eyjólfur Guðmundsson skóla-
meistari Framhaldsskólans í Austur-
Skaftafellssýslu segir að fækka þurfí
kennurum við skólann um tvo verði
kennslumagn skert sem fyrirhugað
er, eða um 22%. „Ég tel okkur vera
alveg á mörkunum og ef kemur til
meiri niðurskurðar missum við nem-
endur, sem þýðir að skólinn verður
enn minni og óhagkvæmari. Menn
eru hins vegar því mjög fylgjandi í
byggðarlaginu að hnekkja þessum
áformum og við tökum þessum hug-
myndum alls ekki sem gefnum. Skól-
inn verður ekki samur ef þessar
breytingar ná fram að ganga heldur
líkastur því sem var fyrir tíu árum
við stofnun, þegar nemendur voru
einungis 40-50.“ Eyjólfur segir enn-
fremur að niðurskurðurinn skili 3-4
milljónum. „Sem er tiltölulega lítið.
Þessi ákvörðun hefur hins vegar
mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir
byggðarlagið og ég er ekki viss um
að mennirnir hafi gert sér almenni-
lega grein fyrir því.“
Björn Bjarnason er inntur álits á
þeim fullyrðingum að jafngott sé að
hætta starfseminni. „Ég hef ekki á
minni stefnuskrá að leggja skólana
niður. í svona umræðum fara menn
oft öfganna á milli og við hljótum
að geta fundið eitthvert meðalhóf svo
þessir skólar starfi áfram. Metnaðar-
fullum skólameisturum sem vilja sín-
um stofnunum allt hið besta kann
að svíða að fá ekki fjármagn sem
þeim finnst nauðsynlegt. En þetta
er mál sem við verðum að vinna
okkur út úr og leita lausna á. Mér
finnst ekki skynsamlegt að ganga
til verks með því hugarfari að skól-
arnir leggist af,“ segir Bjöm að lok-
um.
Dæmdur fyrir
fjárdrátt
Sex mánaða
fangelsi og
4 milljónir í
skaðabætur
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyrr-
verandi framkvæmdastjóra Hrað-
frystihúss Grindavíkur í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt.
Þá er honum gert að greiða þrotabúi
hraðfrystihússins tæpar ijórar millj-
ónir króna, auk 300 þúsund króna
málskostnaðar.
Maðurinn var ráðinn framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Grindavíkur í
árslok 1988, eftir að hann hafði keypt
meirihluta hlutafjár í félaginu. í dómi
Hæstaréttar kemur fram að hann
hafi í reynd rekið félagið eins og
hann væri einkaeigandi þess, allt þar
til búið var tekið til gjaldþrotaskipta
ári síðar, í desember 1989. Auk þess
hafi hann ekki haldið aðgreindum
fjármunum félagsins og Lagmetisiðj-
unnar Garði hf. sem hann veitti for-
stöðu.
Maðurinn krafðist þess að málinu
yrði vísað frá dómi vegna dráttar á
meðferð þess. Hæstiréttur féllst á,
að þrátt fyrir að rannsóknin hefði
verið viðamikil hefðu ekki komið fram
fullnægjandi skýringar á hinum mikla
drætti á rannsókn málsins af hálfu
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hins
vegar hafi drátturinn ekki orðið til
þess að hinn ákærði hafi misst tæki-
færi til þess að koma að vörnum, auk
þess sem hann hafi sjálfur borið
nokkra ábyrgð og m.a. viðurkennt
að hafa dregið eins lengi og hann
gæti að koma bókhaldsgögnum til
skiptastjóra.
Þá hafnaði Hæstiréttur að taka til
greina að maðurinn hafí átt launa-
kröfu á þrotabúið, á grundvelli starfs-
samnings, sem dagsettur var eftir að
Hraðfrystihús Grindavíkur fékk
greiðslustöðvun. Fjárhæð launa og
annarra fríðinda samkvæmt því skjali
hafi ekki verið í neinu samræmi við
bágboma fjárhagsstöðu . félagsins,
sem hafði sáralitla starfsemi með
höndum á árinu 1989.
Hæstiréttur taldi refsingu hæfilega
6 mánaða fangelsi, en vísaði sérstak-
lega til þess að við rannsókn málsins
hafí verið brotið gegn mikilvægum
réttarreglum um hraða og eðlilega
málsmeðferð, svo rétt væri að skil-
orðsbinda refsinguna til tveggja ára.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómaramir Gunnlaugur Claessen og
Amljótur Bjömsson og Bjöm Þ. Guð-
mundsson prófessor.
CA JCCI • RflYMOND WEIL* SEIKQ • CIHZEN • Pl[RP0ny GUCCI
1956 1996
> í tilefni 40 ára afmælis verslunarinnar bjóðum við 20-50% afslátt dagana
30. sept.-5. október af öllum vörum s.s. úrum, klukkum og skartgripum.
> Þeir sem versla fyrir 5000,- kr. eða meira fá vandaða quartz verkjaraklukku
í kaupauka.
• Getraun í sýningaglugga RAYMOND WEIL úr í verðlaun.
GENEVE
- 40 ár á sama stað -
GARÐAR ÓLAFSS0N
úrsmiður - Lækjartorgi - s. 551 0081.
OMEGA • r.I m • PflYMONO WFU • PIFPPnflT* SEIKÖ~ • P8ERBE EALMAIN
Morgunblaðið/Ásdís
Einkavinir Vinalíununnar
PRENTSMIÐJAN Hjá GuðjónÓ
ehf. og Prentþjónustan ehf. hafa
verið sæmd viðurkenningu Vina-
línu Rauða krossins og lýst
„Einkavinir" hennar. Viðurkenn-
inguna hlutu fyrirtækin fyrir að
hafa stutt starfsemi Vinalínunnar
með því að gefa alla vinnu við
að útbúa veggspjald Vinalínunn-
ar.
Vinalínan er símaþjónusta sem
rekin er af Reykjavíkurdeild
Rauða kross íslands og starfrækt
hefur verið í hartnær fimm ár.
Markmið þjónustunnar er að að-
stoða fólk, sem þarfnast þess að
geta rætt nafnlaust i trúnaði um
vandamál sín við einhvern sem
hlustar. Á hverju kvöldi eru af-
greidd 4-10 símtöl, sem eru af
ýmsu tagi. Aðstandendur Vinalín-
unnar segja, að þeim hafi tekizt
að bjarga nokkrum hringjendum
frá því að fremja sjálfsvíg.
Á myndinni eru Jóna Jóhanns-
dóttir, formaður Vinalínunnar,
Sigurður Þorláksson fulltrúi
grentsmiðjunnar Hjá GuðjónÓ og
Oðinn Valdimarsson fulltrúi
Prentþjónustunnar.