Morgunblaðið - 01.10.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 15
AKUREYRI
Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir
Æfíngar hafnar á Stútungasögu
LEIKFÉLAG Dalvíkur hefur hafið
æfingar á Stútungasögu eftir þau
Ármann Guðmundsson, Hjördísi
Hjaltadóttur, Sævar Sigurgeirs-
son og Þorgeir Trygjgvason.
Tónlistin er eftir Armann Guð-
mundsson. Undirtitill verksins er
„kyrrt um hríð, stríðsleikur" en
sá leikur er allur á léttu nótunum.
Verkið var fyrst sýnt í Reykjavík
hjá Hugleik vorið 1993 í leikstjórn
Sigrúnar Valbergsdóttur sem
einnig sér um leikstjórn að þessu
sinni. Aætlað er að frumsýna í
Ungó 2. nóvember næstkomandi.
A myndinni er hluti hópsins, sem
tekur þátt í Stútungasögu, ásamt
leikstjóranum.
Hádegis-
samvera í
Glerár-
kirkju
HÁDEGISSAMVERA verður
í Glerárkirkju á morgun, mið-
vikudaginn 2. október frá kl.
12 til 13. Þetta er fyrsta há-
degissamvera vetrarins en
undanfarna vetur hafa slíkar
samverustundir verið í Glerár-
kirkju á miðvikudögum.
Að lokinni helgistund í
kirkjunni - orgelleik, lofgjörð,
fyrirbænum og sakramenti -
er boðið upp á léttan hádegis-
verð gegn vægu verði.
Samverustundirnar eru
sprottnar af viðleitni til meiri
fjölbreytni í kirkjustarfi og til
að fjölga þeim stundum sem
fólki gefst tækifæri til að
koma til kirkjunnar og er þess
vænst að sem flestir geti not-
ið kyrrðarstundanna þar í vet-
ur.
AKURERYSKA kvikmynda-
stjarnan Kristján Kristjánsson
sem gert hefur garðinn frægan
í nokkrum bíómyndum Filmu-
manna og félagi hans Sigurður
Rúnar Marinósson voru allir af
vilja gerðir að aðstoða „sjó-
mennina" við að greiða úr net-
inu. „Sjómennirnir" sitja þessa
daga fyrir framan veitingahúsið
Bautann á Akureyri og minna
vegfarendur á fiskréttarhlað-
borð sem boðið er upp á innan-
dyra.
TILKYNNING UM ALMENNT SKULDABRÉFAÚTBOÐ
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
Byggingarsjóður verkamanna, kt. 460169-2329
Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík
Útboðsfjárhæð:
1.000.000.000 kr.
Útgáfudagur l. janúar 1996
Fyrsti söludagur 1. október 1996
Flokkur_________Lánstími_______Fyrsti gjalddagi_____ Upphæð
1. fl. 1996 24ár 01.01.1999 Oákveðin lokastærð
2. fl. 1996 42 ár 01.01.1999 Óákveðin lokastærð
Skuldabréfin bera fasta vexti 2,7%
Skuldabréfin eru verðtryggð skv. vísitölu neysluverðs.
Grunnvísitala 174,2 stig.
Frekari upplýsingar um útgefanda má nálgast hjá söluaðilum.
*
Avöxtun:
I. fl. 1996. Ávöxtunarkrafa verður á hverjum tíma miðuð við
meðaltal kaupávöxtunarkröfu í nýjasta 25 ára húsbréfaflokk inn í
hús hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en Kaupþingi hf. og
Kaupþingi Norðurlands hf„ að frádregnum 0,02%.
-Löggilt verðbréfafyrirtttki-
2. fl. 1996. Ávöxtunarkrafa verður á hverjum tíma miðuð við
meðaltal kaupávöxtunarkröfu í nýjasta 25 ára húsbréfaflokk inn í
hús hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en Kaupþingi hf. og
Kaupþingi Norðurlands hf„ að frádregnum 0,08%.
4élKAUPÞING
NORÐURLANDS HF
-Löggilt verðbréfafyrirtceki-
Nýtt gámasvæði
fyrir áramót
FRAMKVÆMDIR við nýtt gáma-
svæði við lóð númer 2 við Réttar-
hvamm hefjast innan tíðar og er
vonast til að hægt verða að taka
það í notkun fyrir áramót. Um er
að ræða tæplega 4.000 fermetra
stórt svæði sem fer undir gámana,
en lóðin sem bærinn fær til um-
ráða er þó mun stærri. Svæðið
verður girt og gróðursett umhverf-
is það.
Guðmundur Guðlaugsson yfir-
verkfræðingur Akureyrarbæjar
sagði að um framtíðargámasvæði
væri að ræða, en núverandi gáma-
svæði efst við Þingvallastræti
hefði verið til bráðabirgða. Á nýja
svæðinu verða mun fleiri gámar,
en Guðmundur sagði að svæðið
væri mikið notað. „Notkunin er
svolítið árstíðabundin, það er mik-
ið farið í gámana bæði vor og
haust og þá höfum við tekið eftir
að álagið er mikið á sunnudögum,
ætli fólk sé ekki svona duglegt að
taka til í geymslunum sínum þá
daga,“ sagði Guðmundur.
Áætlað er að í framtíðinni verði
betri aðstaða til að flokka sorp á
svæðinu og eins sagði Guðmundur
að líklega yrði tekin upp varsla á
svæðinu. „Við verðum að vera með
vörslu á svæðinu til að tryggja
flokkun sorpsins."
Vilja aðgerðir vegna Hafnarstrætis 100
Engar framkvæmd-
ir á efri hæðunum
EIGENDUR hlutafélagsins Valhall-
ar sem á 1. hæð í húsinu Hafnar-
stræti 100 hafa farið þess á leit við
bygginganefnd Akureyrarbæjr að
hún hlutist til um að nauðsynlegar
ráðstafanir verði gerðar til að loka
efri hæðum hússins og láti fjarlæga
vinnupalla sem eru utan á húsinu.
Beiðnin er fram komin þar sem eng-
ar framkvæmdir hafa verið um langa
hríð við húsið.
Verslun er á neðstu hæð hússins
sem stendur í miðri göngugötunni í
Hafnarstræti, en á næstu þremur
hæðunum þar fyrir ofan var í eina
tíð rekinn skemmtistaðuirnn H-100.
Lítil sem engin starfsemi hefur verið
í húsinu um hríð. Síðasta vor var
hafíst handa við að breyta hús-
næðinu og átti að gera þar 12 íbúð-
ir. „Eigendur hafa ekki haldið þeim
framkvæmdum áfram, framkvæmd-
ir hafa lengið niðri í langan tíma,“
sagði Jón Geir Ágústsson bygginga-
fulltrúi á Akureyri en hann sagði
að verið væri að skoða til hvað ráða
bæjarfélagið gæti gripið í tilfellum
sem þessu.
Nýr bíll: Suzuki Sidekick 5 dyra JXi '96, rauöur,
5 g., ek. 1 þ. km. V. 1.850 þús.
V.W. Golf 1.4 CL 3ja dyra ‘94, raður, 5 g., ek. 30
þ. km. V. 930 þús.
Einnig: V.W. Polo 1.4 5 dyra ‘96, blár, 5 g., ek.
9 þ. km. V. 1 millj.
Plymouth Voyager Grand '93, hvítur, ek. 81 þ.
km., 7 manna, 6 cyl. (3,3). V. 1.890 þús. Sk. ód.
Ðfll fyrlr vandláta: BMW 520i station '96,
svartur, 5 g., ek. 25 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur.
Sem nýr. V. 3.280 þús.
MMC Lancer GLXi station ‘93, hvítur, sjálfsk.,
ek. 54 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum, 2
dekkjag., dráttarkúla. Toppeintak. V. 980 þús.
(bein sala).
Honda Civic DXi Sedan '95, grásans., 5 g., ek.
26 þ. km. V. 1.290 þús.
Hyundai Elantra 1.8 GT Sedan '94, blár, sjálf-
sk., ek. 28 þ. km., rafm. í öllu, 2 dekkjag. o.fl. V:
1.090 þús.
Nissan Double Cap m/húsi bensín '94, blár, 5
g., ek. 40 þ. km., álfelgur, 33" dekk, geislasp.
o.fl. V. 1.730 þús.
Tilboðsverð á fjölda bifreiða
Ath. eftirspurn eftir árg. ‘93-
’97.Vantar slíka bíla á skrá og
á staðinn.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, simi
567-1800
Löggild bílasala
Verið velkomin.
Við vinnum fyrir þig
Opið laugard. kl.10—17
og sunnud. kl. 13-18
Grand Wagoneer Ltd. '93, grænn, m/viðarkl.,
sjálfsk., ek. 100 þ. km., rafm. í öllu, leðurkl., sól-
lúga, álfelgur o.fl. V. 3,1 millj.
Nissan Sunny 2.0 GTi '91, rauður, 5 g., ek. 81 þ.
km., sóllúga, ABS bremsur, ál felgur, rafm. f öllu.
V. 980 þús.
Citroen XM 2.0i '91, leðurinnr., sjálfsk., ek.
aðeins 84 þ.km. Rafm. f rúðum, álfelg ur o.fl.
Toyota Corolla XL Sedan '92, brúnsans., sjálf-
sk., ek. 66 þ. km., grjótgrind o.fl. V. 790 þús.
Mazda 626 GTi 16 v Coupé '88, 5 g., ek. 97 þ.
km., spoiler, álfelgur o.fl. V. 690 þús.
Nissan Micra LX 5 dyra '94, 5 g., ek. 43 þ. km.
V. 740 þús.
Nýr bfll: VW Golf 2.0i '96, 5 dyra, 5 g., vínrauðir.
Álfelgur o.fl. V. 1.385 þús.
Grand Cherokee Laredo V-6 '93, grænsans, 5
gíra, ek. aöeins 59 þ.km. m/öllu. V. 2.780 þús.
Hyundai Accent GSi '95, grænsans., 5 g., ek. 9
þ. km., 15" álfelgur, loftpúðar o.fl. V. 990 þús.
Ford Explorer XLT '92, hvítur, sjálfsk., ek. 97 þ.
km., sóllúga, álfelgur o.fl. Topp eintak. V. 2.150
þús.
Bílar á tilboðsverði
Honda Clvic GL Sedan '88, hvftur, sjálfsk.,
ek. 94 þ. km. V. 540 þús. Tilboð 420 þús.
Fallegur bíll.
Mazda 323 LX '89, rauður, 3ja dyra, ek. 150 þ.
km., álfelgur, 5 g., mikiö yfirfarinn. V. 380 þús.
Nissan King Cap m/húsi 4x4 '83, svartur, 5
g., 2000 vól. V. 390 þús. Tilboð 270 þús.
Mazda E-2200 '87, sendibíll með kassa,
diesel, ek. 135 þ. km., bíll í toppstandi. V. 690
þús. Tilboð 540 þús.
Honda Civic Shuttle '84, rauöur, 5 g., ek. 70
þ. km. á vél, bíll í góðu standi. V. 240 þús. Tilboð
150 þús.
Toyota Carína 2000 GLi Executive '90, hvít-
ur, ek. 110 þ. km., 4ra dyra. sjálfsk., rafm. í
öllu. V. 920 þús. Tilboð 810 þús.
Hyundai Pony LS '93, 3ja dyra, 5 g., grænn,
ek. aðeins 63 þ. km. V. 620 þús. Tilboö 500 þús.
Ford Scorpion 2000 GL '86, drapplitur, 5 d.,
5 g., ek. 124 þ. km. mikið yfirfarin. V. 590 þús.
Tilboð 460 þús.
Ford Lincoln Continental '90, blásans., ek.
83 þ. km., V-6 (3.8). Einn með öllu. Verð 1.490
þús. Tilboð 1.290 þús.
Renault Clio RN '92, rauður, 5 g., ek. 120 þ.
km. (vól uppt.). V. 540 þús. Tilboð 470 þús.
MMC Lancer 4x4 GLX station '87, gott ein-
tak. V. 490 þús. Tilboð 390 þús.