Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996'
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nona Goli-
kova flytur
erindi um
stöðu leik-
listarinnar
RÚSSNESKA leikskáldið og leik-
húsfræðingurinn Nona Golikova
hefur dyalist á íslandi undanfarna
daga. í kvöld, 1. október, kl.
20.30. verður hún gestur MÍR í
bíósalnum Vatnsstíg 10 og flytur
þá erindi um stöðu leiklistarinnar
í Rússlandi og fjallar um skáld-
verk og höfunda þeirra, einkum
Búigakov.
Nona Golikova og er ekki að-
eins leikskáld heldur leiklistar-
gagnrýnandi og „dramaturg“.
Hún starfar nú sem ráðunautur
um verkefnaval við eitt af þekkt-
ustu leikhúsum Moskvuborgar,
Ermolova-Ieikhúsið og þar hefur
eitt af verkum hennar verið á
verkefnaskránni um nokkurt
skeið, leikritið „Duncan og Jesen-
in“. I leikriti þessu er fjallað um
stöðu skáldsins í þjóðfélaginu en
eins og nafnið bendir til koma þar
við sögu tvær frægar persónur,
bandaríska dansmærin Isadora
Duncan og rússneska skáldið Ser-
gei Jesenin. Dansmærin bjó og
starfaði í Moskvu á árunum
1921-24 og tókust þá kynni með
skáldinu og henni. Sýning Er-
molova leikhússins á „Duncan og
Jesenin" hefur hlotið lof og viður-
kenningu og verið vel sótt.
Fyrirlestur Nonu Golikovu
verður túlkaður á íslensku. Að-
gangur að fyrirlestrinum er öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
---------» ♦ ♦---
Skrautmunir
Valbjargar
VALBJÖRG Bergland Fjólmunds-
dóttir, Vallý, sýnir nú skrautmuni
í Galleríi Sölva Helgasonar að
Lónkoti í Skagafirði.
Vallý er fædd 1955. Hún varð
stúdent 1974 frá Menntaskólanum
á Akureyri, frá náttúrufræðibraut.
Eftir tíu ára skrifstofustarf á
Stuðlabergi ásamt barnauppeldi
og almennum heimilisstörfum varð
úr opnun handverksstofu á Hofs-
ósi, nefnd Vallerý.
Sýning Vallýar í Lónkoti stend-
ur fram undir miðjan október.
BJÖRK Jónsdóttir, Gerrit Schuil og Signý Sæmundsdóttir í Prag.
*
Islenskar sópran-
söngkonur í Prag
BJÖRK Jónsdóttir sópran og
Signý Sæmundsdóttir sópran
héldu tónleika í Prag við undir-
leik Gerrit Schuil 23. ágúst síð-
astliðinn.
Tónleikarnir voru haldnir í
Speglasal Klementinum, sem er
einn af bestu og glæsilegustu
tónleikasölum borgarinnar.
Á tónleikunum voru meðal
annars verk eftir Purcell, Ha-
ydn, Brahms, Svorak og Ross-
ini. Einnig voru flutt nokkur
íslensk verk.
Tónleikunum var vel tekið
og voru þær stöllur margsinnis
kallaðar fram i lokin.
Caput-hópurinn í Borgarleikhúsinu
Síðasta dagbókin
CAPUT-hópurinn
heldur tónleika
Borgarleikhúsinu
Norrænu músíkdög-
unum kl. 20 í kvöld.
Leikin verða fjögur
norræn verk, The
Last Diary eftir Klas
Torstensson frá Sví-
þjóð, Chimes at mid-
night eftir Danann
Niels Marthinsen,
Away eftir Finnann
Magnus Lindberg og
Futurum Exactum
eftir Cecilie Ore frá
Noregi.
Verk Torstensson
er sérstakt að gerð
en það samanstendur af tveimur
tónverkum sem skarast, annað er
fyrir tréblásara, píanó, bassagítar,
kontrabassa og tvö ásláttarhljóð-
færi en hitt er fyrir framsögn
karlraddar, strengi og tvö áslátt-
arhljóðfæri. Textinn er útdráttur
úr síðustu dagbók A.A. Andrée
frá október 1897, en hann var
forsprakki í loftbelgsleiðangri sem
farinn var á Norðurpólinn. Árið
1930 fundust tjaldbúðir þessa lán-
lausa sænska leiðangurs af tilvilj-
un á Hvítueyju í Norðuríshafinu.
Meðal þess sem þar fannst voru
lík, viður, sundurrifnir íssleðar,
filmubútar og dagbók sem haldin
var meðan á leiðangrinum stóð.
Aðeins lítill hluti bók-
arinnar er læsilegur.
Tónskáldið studdist
við dagbókina þegar
hann samdi The Last
Diary. í lok verksins
kemúr textinn fram
eins og hann er í raun
og veru. Þar sem text-
inn var ólæsilegur
voru settir inn punktar
líkt og gert var þegar
bókin var gefin út árið
1930. Textann flytur
Arnar Jónsson leikari.
Klas Torstensson
lærði tónsmíðar og
tónfræði við tónlistar-
skólann í Ingesund og
tónvísindi við Gautaborgarhá-
skóla. Hann lærði raf- og tölvu-
tónlist við Institute voor Sonology
í Utrecht í Hollandi. Hann hefur
verið búsettur þar síðan. Verk
hans, sem spanna allt frá einleiks-
verkum til hljósveitarverka og
margmiðlunarverka, hafa verið
flutt um alla Evrópu, í Bandaríkj-
unum, Kanada, Ástralíu og Japan,
einnig á nútímatónlistarhátíðum
eins og ISCM. Árið 1991 fékk
hann Matthijs Vermeulen verð-
launin en það eru mikilvægustu
verðlaun sem veitt eru fyrir tón-
smíðar í Hollandi.
Stjórnandi á tónleikunum verð-
ur Christian Eggen frá Noregi.
Klas
Torstensson
Rómantík á síðbuxum
SPURNINGIN á allra vörum var
hvort gengið hefði verið of langt.
Jonathan Miller hafði gripið til
óvenjulegs bragðs í uppsetningu
sinni á „La Traviata" í Ensku
þjóðaróperunni, hin rómantíska
kvenhetja klæddist síðbuxum.
Kvenhetja í síðbuxum
Fyrsti þáttur óperunnar gerist
í París um miðja síðustu öld, þar
sem Violetta, sem er dæmd til að
deyja úr tæringu í örmum elsk-
huga síns, heldur sumarveislu fyr-
ir vini sína. Vaninn í uppsetningu
verksins er sá að Violetta sé klædd
síðum kvöldkjól. Miller tók hins
vegar þá ákvörðun að kvenhetjan
klæddist að þessu sinni svörtum
síðbuxum og vesti. Viðbrögðin
hafa verið misjöfn, bæði á meðal
áhorfenda og gagnrýnenda.
Gagnrýnandi Daily Mail segir
m.a. í dómi sínum: „Í óvenjulega
drungalegri uppsetningu J.onat-
hans Millers á hinu mikla ást-
arævintýri Verdis, er það Vio-
letta... sem er í buxum [er karl-
maðurinn], bókstaflega.“
Ritstjóri Opera Now telur að
ákvörðunin um að klæða Violettu
í buxur kalli fram endurminning-
ar um stílinn sem rithöfundurinn
George Sand gerði frægan, en
hún klæddist jafnan karlmanns-
fötum. „Ef til vill er með þessu
verið að gefa í skyn að Violetta
hafi verið betur gefin en fólk hef-
ur hingað til gert sér í hugarlund
um vændiskonu.“
Óháð og óbundin
Búningahöfundurinn Clare
Mitcheli segist þegar hafa fallist
á hugmynd Millers um að setja
Violettu í buxur en að allnokkurn
tíma hafi tekið að sannfæra
sópransöngkonuna Rosu Mannion
um ágæti hugmyndarinnar.
„Hugmyndin með þessu var aðal-
lega að gera henni kleift að hreyfa
sig óhindrað á sviðinu og að gefa
til kynna að hún væri óháð en
ekki bundin á klafa hefða. Að hún
hafi verið uppreisnarmaður í eðli
sínu,“ segir Mitchell og tekur það
fram að þess hafi verið dæmi að
konur klæddust buxum á þessum
tímum, þ.e. konur sem aðhylltust
frjálslegan og óhefðbundinn lífs-
stíl.
Aðsókn að „La Traviata", sem
frumsýnt var í bytjun september,
hefur verið góð og eru sýningar
áætlaðar fram í miðjan nóvember.
norramir músíkciagar f
SÍÐUSTU tónleikar Norrænna
músíkdaga 96 eru í dag.
Þriðjudagur 1. október:
Norræna húsið kl. 12.30; Cam-
illa Söderberg, blokkflauta.
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla.
Martial Nardeau, flauta. Einar
Kristján Einarsson, gítar. Pét-
urs Jónasson, gítar.
Borgarleikhúsið kl. 20; Cap-
ut hópurinn/ stj. Christian
Eggen. Arnar Jónsson leikari.
•ÞRÁTT fyrir að rúmlega tveir
áratugir séu liðnir frá láti Maó
Tse Tung, leiðtoga Kína, er hann
á toppi metsöiulistans á bókahá-
tíðinni í Peking sem nú stendur
yfir. Ævisaga Maós, safn verka
hans í þremur bindum og safn
Ijóða formannsins eru í þremur
efstu sætum bóksölulistans á há-
tiðinni.
SKÁLDSAGAN Fyrirgefning syndanna eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson kom nú á dögunum út
í Frakklandi hjá bókaforlaginu Seuil. Dómar
franskra blaða síðustu daga hafa verið lof-
samlegir. í Le Observateur segir að Fyrir-
gefning syndanna sé frábær skáldsaga og
Olafur Jóhann skari fram úr með lýsingu
sinni á illmennum. Gagnrýnandi Le Figaro
Littéraire skrifar að þeir sem hafi verið lítt
fróðir um ísland viti nú að það sé fæðingar-
land höfundar bókarinnar köldu, Fyrirgefn-
ingar syndanna, sem skíni eins og brot af
ísjaka. Le Monde segir að bókin sé athyglis-
verð lýsing á sjálfshyggju og höfundinum
takist fullkomlega að Iýsa afleiðingum henn-
ar og gagnrýnandi L’Express segir söguna
hrífandi. I umsögn í mánaðarritinu Lire kem-
ur fram að Ólafur Jóhann nái með Fyrirgefn-
ingu syndana því sem fáum sé gefið: að láta
lesandann standa á öndinni allt til enda sög-
unnar.
Fyrirgefning syndanna hefur því komið út
í sex löndum fyrir utan ísland: í Bandaríkjun-
um, Englandi, Þýskalandi, Danmörku, Noregi
og nú síðast í Frakklandi. Bókin var upphaf-
lega gefin út hjá Vöku-Helgafelli haustið
1991.
Ólafur Jóhann skarar fram úr
„Ólafur grimmi" segir í fyrirsögn umsagn-
ar Le Observateur um Fyrirgefningu synd-
anna. Þar segir Fréderic Vitoux að þessi
nútímahöfundur skari fram úr með lýsingu
Fyrirgefning syndanna eftir Ólaf Jóhann
Fær lofsamlega dóma
í frönskum blöðum
sinni á illmennum í bókinni.
Observateur segir að upp-
bygging spennunnar í sögunni
sé hefðbundin en myndin sem
dregin sé upp af Pétri Péturs-
syni sé hins vegar mun dýpri.
„Og þótt það sé í raun trylling-
urinn sem heillar þá er það
sálfræðilegur tryllingur. Hann
býr í nagandi óvissu söguhetj-
unnar.“
Athyglisverð lýsing á
sjálfshyggju
í stórblaðinu Le Monde er
ítarlega fjallað um feril Ólafs
Jóhanns og Fyrirgefningu
syndanna, fléttað saman við-
tali við höfundinn og umsögn
um bók hans. Þar segir Rapha-
elle Rérolle að bókin hafi eng-
FYRIRGEFNING synd-
anna kom nýlega út i
Frakklandi og hefur
hlotið lofsamlega dóma
í frönskum blöðum.
in af þeim óþægilegu einkenn-
um sem oft séu á of vel smurð-
um skáldsögum. „Hér er ekki
um að ræða bók sem er hugs-
uð sem metsölubók heldur bók
sem fjallar um sekt og mis-
gjörðir . . .Ólafur Jóhann
lýsir kvíða og þversögnum
gamals, íslensks mannhatara,
sem býr yfir minningum um
svip frá bemskuárum sem
smám saman eru að eyði-
leggja hann . . . Þrátt fyrir
fáeina galla er verkið athyglis-
verð lýsing á sjálfshyggju og
áhrifum niðurbældrar sektar-
kenndar . . . Höfundinum
tekst fullkomlega að koma til
skila mætti þessarar sjálfs-
hyggju með því að draga fram
klæki og baktjaldamakk, sem
einkenna aðalpersónu bókarinnar, og ákafa
löngun hans til að skapa heim þar sem henn
einn ræður ríkjum.
Ber blæ af Ingmar Bergman
L’Express tvinnar saman viðtal við Ólaf
Jóhann og umfjöllun um bókina. Þar segir
meðal annars að sálfræði Fyrirgefningar
syndanna sé „djúphugul“. „Sterk tortryggni
[Péturs Péturssonar] og fyrirlitning hans á
öðru fólki mynda algera andstöðu við sak-
lausa bernsku hans og ber það blæ af Ingm-
ar Bergman.“
Losar sig á frumlegan hátt undan
straumum í bókmenntum samtímans
Mánaðarritið Lire hefur umsögn sína um
Fyrirgefninu syndanna á þessum orðum:
„Það er ekki öllum gefið að róta þannig í
hugarfylgsnum að lesandinn standi á öndinni
allt fram að lokapunkti sögunnar. Þetta tekst
Ólafi Jóhanni Ólafssyni. Hvort sem [höfund-
urinn] skrifar um angan Bordeaux-vínannan,
víðáttur æskustöðva Péturs eða óm sellósins
er það þurr og nákvæmur stíll, miskunnar-
laus hreinskilni og sérstök spennutækni sem
gerarhonum kleift að losa sig á frumlegan
hátt undan straumum í bókmenntum sam-
tímans. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur
hann í hyggju að einbeita sér núna að ritlist-
inni. Það verður fylgst náið með honum,"
segir Lili Braniste, gagnrýnandi franska
tímaritsins Lire um Fyrirgefninu syndanna.