Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 28

Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkell Söngkonan Lena Willemark náði með sínum óvenjulega söngmáta oft að túlka verkið sterkt. Fijóangi ókunnrar framtíðar Sól égsá TÓNLIST Langholtskirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjórn Anne Manson, flutti verk eftir Jon Oivind Ness, Jukka Tiensuu og Karin Rehnqvist. Einsöngvari: Lena Willemark. Lesarar: Þórunn Guð- mundsdóttir og Agústa Sigrún Ág- ústsdóttir. Laugardagurinn 28. sept- ember, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á Dandy Gabage eftir Jon Oivind Ness. Tón- efni verksins er unnið úr glissando- ferli, sterkum og þéttskipuðum hljómum og „impróvisakenndum" tónmynstrum. Hljómskiptin, sérlega kraftmikil og studd sterkum slag- verksleik, voru alloft nokkuð áhrifa- mikil en allt of langdregin. Annað verkið á efnisskránni var Halo, eftir Jukka Tiensuu. Nú bregður svo við, að með þessu verki eru engar „pró- gramnótur" og er það vel. Hljómsveitinni var skipt og voru nokkrir hljóðfæraleikarar staðsettir fyrir aftan og til hliðar við hljóm- leikagesti, þannig að hljómanin var „sterofónisk" og oft nokkuð blæ- brigðarík. Tónefni verksins er nær Tónhæð, TÖNLIST Islenska ðperan KAMMERTÓNLEIKAR Caput hópurinn flutti tónverk eftir Arne Nordheim, Anders Nilsson, Johan Hammerth, Bent Sörensen, Hans Abrahamsen og Veli-Matti Puumala. Einleikarar: Kolbeinn Bjamason, og Sigurður Ilalldórsson. Stjómandi: Guðmundur Óli Gunnars- son. Föstudagur 27. september. TÓNLEIKARNIR hófust á Tract- atus, fyrir flautu og kammersveit, eftir Arne Nordheim.Þetta er áferð- arfallegt verk, sem bauð flautunni til skemmtilegrar tónveislu, krydd- aðrar með fallegum blæbrigðum á selestu og bassahljóðfæri, við ágæt- an en svolítið kaldan leik Kolbeins Bjarnasonar. Annað verkið, Diverti- mento, eftir Anders Nilsson, er þrá- stefjuð tematík en einnig gat þar að heyra fallega hljómandi tvíradd- anir. Eftir Johan Hammerth var flutt verk sem nefnist Clouds og er í raun samspil á milli einleiks slag- hljóðfæra og dulúðugrar og þoku- kenndrar tónskipanar hljóm- sveitarinnar. Höfnun lagferlis, hinnar láréttu tónlínu og háttbund- ins hryns er einkennandi fyrir alger höfnun á láréttu tónferli, að undanteknum smá stefjum, sem flytjast á milli hljóðfæra án þess að mynda samfeilda tónlínu en mikið lagt upp úr því að leita eftir leik- tæknilegum tónhugmyndum. Lokaverkið á tónleikunum var Solsángen, eftir Karin Rehnqvist. Verkið er samið fyrir hljómsveit, ein- söngvara og tvo lesara. Textinn er bæði sóttur í íslenska fornkvæðið Sólarljóð og vísur úr sænsku sálma- bókinni, svo og ljóðabrot eftir Sandro Key-Áberg, Emil Hagström og Gunnar Ekelöf. Það sama á við um verk Rehnqvist og fyrri verkin á efnisskránni, að lítið er unnið út frá láréttu tónferli. Hljómskipti og and- stæð blæbrigði voru mikið notuð á móti áttundarstökkum og hægferð- ugum tónstigum, sem trúlega á að vera eins konar tóntúlkun á ferli sólarinnar. Verkið er á margan hátt mörg verkin, sem flutt hafa verið á tónlistardögunum og þá er rétt að hafa í huga, að Pierre Boulez segir, að efniviður tónverka varði í raun aðeins tónhæð (þar sem andstæðurnar séu háir og lágir tónar), hraða (andstæð hrynmynst- ur) og styrkleika (veikt og sterkt) og svo virðist sem þessar 30 ára gömlu kenningar og annað, sem varðar nútímahljóðumhverfi manna, séu enn ráðandi í tónsmíða- kennslunni á Norðurlöndunum. Þessi viðhorf til tónefnis mátti greina í verki eftir Bent Sörensen, sem ber nafnið Minnelieder-Zweites M. Einkennilegar útlistanir, „pró- gramnótur", tónskálda á tónverk- um sínum, eins og þær birtast í efnisskrá, eru oft merkilega á skjön við heyrð verkanna. Um verk sitt segir Bent Sörensen, en það er sam- ið 1988 og endurskoðað 1994, að „í nýju umrituninni hafa nýjar lag- línur verið dregnar upp úr lágvær- um öldum og kraftmiklum boðaföll- um“. Það verður að segjast eins og er, þó verklega sé vel unnið, að verkið er ekki efnismikið en sér- kennilegt og á köflum skemmtilega skrítið og var sérlega vel flutt af Caput-hópnum. Eftir hlé var flutt Lied in Fall eftir Hans Abrahamsen, fyrir selló og hljómsveit. Tónmál verksins er einfalt, leikur með tónstiga og tón- áhrifamikið og náði söngkonan Lena Willemark, með sínum óvenjulega söngmáta, oft að túlka verkið sterkt og á nokkuð frumstæðan máta. Undir lokin hjöðnuðu átökin og end- aði verkið á næturljóði, kyrrlátu og fallega hljómandi, sem Willemark söng mjög fallega. Lesarar höfðu nokkuð að sýsla en hvísl þeirra heyrðist illa og „kanónískur" lestur þeirra huldi að nokkru textann. Anne Manson er frábær stjórn- andi og allt að því vélrænn sláttur hennar er auðvitað í anda verkanna. Auðheyrt er að Sinfóm'uhljómsveit íslands kunni vel við sig, undir henn- ar leiðsögn, því hljómsveitin lék mjög vel en mikilvægur þáttur í flutningi nútímatónlistar, er nákvæmt sam- spil, sem oft er í raun eina krafan um túlkun nútímatónlistar, hvort sem leikið er sterkt eða veikt. Jón Ásgeirsson mynstur sem hljóma eins og þegar allir eru að tala við sjálfan sig. Á móti þessum nið er sellóinu ætlað að flytja hægferðugar línur og var leikur Sigurðar Halldórssonar ekki beint sannfærandi, enda var lítil samvirkni á milli hljóðfæranna, eins og flytjendur væru ekki að leika sama verkið og má vera, að ekki aðeins tónmáli verks- ins sé um að kenna en einnig ónógum æfingatíma, sem að nokkru á við um flutning allra verk- anna nema Minn- elieder. Það var hins vegar hægt að heyra sam- virkni hljóðfæranna í síðasta verkinu á tónleikunum, Chant-Chains, eftir Veli-Matti Puu- mala, sem er í alla staði áheyrilegt og töluvert átakamikið. Að baki ómstreitunnar í verki Puumala býr einnig hefðbundin tónhugsun, með tilvísan til genginna tónskálda. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórn- aði hljómsveitinni í öllum verkunum og þarna virðist hann vera á heima- velli og kunna þar vel til verka en trúlega hefði þurft meiri æfinga- tíma fyrir þessa tónleika. En það er önnur saga. Jón Ásgeirsson TONLIST Höfðaborgin í Ilafnarhúsinu ELEKTRO-AKÚSTIK TÓNLEIKAR Flutt voru rafverk eftir Per Arvids- son Bremmers, Jukka Ruohomaki, William Brunson og Henrik Hellsten- ius. Einleikari Sigurður Halldórsson. Föstudagurinn 27. september, 1996. RAFTEKIN tónlist hefur nokkra sérstöðu innan þeirrar af- mörkunar sem kallast alvarleg tónlist. Megnið af henni er aðeins til í upptökum, því enn hefur ekki tekist að búa svo um hnútana, að flytja megi hana beint með sér- gerðum rafhljóðfærum. Skipta má raftekinni tónlist í nokkra flokka. Tónverk, 1) unnin eingöngu úr rafmynduðum hljóðum, 2) sem eru upptökur á hljóðfæraleik og/eða söng og tali, 3) sambland rafhljóða og upptekinna hljóða og/eða tóna, 4) hljóðverk sem nefnd eru „Music Concrete“ og eru oftast hreinar upptökur t.d. á náttúruhljóðum eða öðru í hljóðumhverfi manna og dýra og 5) tölvuunnin tónlist. í raun hefur harla lítil þróun orðið í gerð slíkra verka, síðan segul- bandið kom fram og tilraunir tón- skálda oft verið fálmkenndar og hafa mest tilviljanir og tækjakost- ur ráðið hversu til tókst. Þrátt fyrir ýmis vandamál mun líklegt að þama liggi fijóangi þeirrar framtíðar, sem enn er ekki hægt að spá neinu um og telja margir, að þá fyrst komist skipan á þessi mál, er tiitækar verða ýmsar gerð- ir „rafhljóðfæra“, sem stilla megi saman eins og hljómsveit á tónleikum. Það er nefnilega niðursuðan, sjálf upp- takan, sem mun aldrei ná því marki að koma í staðinn fyrir lif- andi flutning. Þversögnin varðandi raftekna tónlist liggur í nærri óþijótanlegum möguleikum til hljóðmyndunar og mótun hljóð- anna og svo því, að ekki er hægt að útfæra þessar hugmyndir í „lif- andi“ flutningi, nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Tónleikarnir hófust með verki eftir Bremmers, er nefnist Talk Innovation Chant og er það sam- bland upptekinna hljóðfæratóna og rafmótaðra hljóða. Verkið er langt, nokkuð vel unnið, þótt fátt nýtt sé þar að heyra. Scratches eftir Jukka Ruohomáki er „concr- ete“ tónlist. Hljóðgerð þess er unnin úr hljóðum mynduðum með því að skrapa eða beija járnplötu og heyrast þau bæði óbreytt og mótuð með ýmsum hætti í styrk og lengd. Þetta sérkennilega skrapverk var eiginlega sérstæð- asta verkið á tónleikunum og var fyrri hluti þess bestur. Raftónsmiðum hættir oft til að ofnota hljóðefnið en eftir að hafa heyrt sömu hljóðmyndina þrisvar sinnum eða í langan tíma, hefur hljóðið verið meðtekið og greint, eins og orð, og því getur sífelld endurtekning orkað þreytandi og jafnvel verið til leiðinda. Þetta á að nokkru við þriðja verk tónleik- anna, sem nefnist Inside Pando- ra’s Box og er eftir William Brun- son. Þetta er upptökuverk, þar sem tal, sumt mótað og annað hreint, er víxlað á við hljóðfæraleik, sem á köflum eru eins og smá brot úr popptónverki. Þetta verk gæti sem best verið unnið af fréttamanni á útvarpsstöð, þar sem hrúgað er saman tilvitnunum úr útvarps- fréttum og notuð milliþátta- og tilkynningarstef, sem eru oft ótrú- lega þreytandi fyrir hlustendur. í einu orði sagt, þetta verk er göm- ul lumma og var auk þess leiðin- lega langdregið. Lokaverk tónleikanna var Ricercare fyrir selló og segulband, eftir Henrik Hellenius. Verkið er mjög vel unnið, þar sem segul- bandið er notað sem samleiksaðili, eins og gerist með píanóundirleik. Margar tilraunir hafa verið gerðar með samskipan hljóðfæra og segulbands og oft hefur tilviljun ráðið miklu um endanlega gerð verksins en þetta verk var hins vegar mjög nákvæmlega samstillt í tónmáli sellósins og bandsins og á köflum skemmtileg tónsmíð, sem naut góðs flutnings Sigurðar Hall- dórssonar. Raftónleikar þessir gáfu nokkra hugmynd um mismunandi gerðir rafverka. Athyglisverð má telja verkin Scratches, eftir Ruohomáki og sérstaklega Ricercare, eftir Hellenius, ekki fyrir nýjungar, heldur músíklegt innihald verks- ins, sem auðvitað er ávallt megin- atriðið í tónsmíði. Jón Ásgeirsson hraði o g styrkur Sannir o g góðir listamenn TONLIST Norræna húsið NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR 96 Flytjendur Matti Rantanen, Signý Sæmundsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir. Laugardagur 28. sept- ember 1996. HARMÓNÍKAN einasta var fyrrum sungið við annan tónlist- arstíl en þann sem harmóníka Matti Rantanen kynnti á hádegis- tónleikunum í Norræna húsinu á laugardaginn. Matti tók hljóðfærið nokkuð öðrum tökum en þeir harmóníkuleikarar sem oftast hey- rast og kenndir eru við yndið mitt. Matti Rantanen er enda margverð- launaður snillingur á hljóðfærið og prófessor við Sibelíusar Akadem- íuna í Helsinki og kynntur í efnis- skrá sem einn færasti harmóníku- leikari heims. Við að heyra flutning hans á Feux follets eftir finnska tónskáldið Tapio Tuomela, sem jafnframt starfar sem hljómsveit- arstjóri, var strax auðheyrt að hér var ekki um neinn venjulegan harmóníkuleikara að ræða heldur þroskaðan listamann sem skilaði fremur einfaldri tilraunasmíð svo, að úr varð eftirminnilegur flutn- ingur. Sem fyrr segir var verkið ekki sérlega áhugavert, einfalt í byggingu og leitandi en sýndi þó að hljóðfæri, harmóníkan, á ótal möguleika fyrir nútímatónsmíðar, a.m.k. þegar meistari sem Rantan- en stýrir vindum og tónum. Talking/Singing, geispar, hrotur. Signý Sæmundsdóttir hefur margoft sýnt að flutningur nútímatónlistar liggur mjög vel við henni og_ standa henni þar fáir á sporði. Á laugardagstónleik- unum söng hún tónlist, án undir- leiks, eftir norskan höfund, Geir Johnson, við kvæði eftir E.E. Cummings sem nefnist Talk- ing/Singing. Hér var á ferðinni eitt af þeim verkum þar sem flytj- andinn skiptir miklu meira máli en merkin á nótnablaðinu, og þarf ekki einu sinni nótnablað til. Signý varð að framkvæma ýmis þau hljóð sem venjulega koma söng- röddinni lítið við, eins og t.d. geispa, hrotur, pa, pi, iss. Tala eitthvað sem líktist japönsku, brosa og hlæja á líklega til þess ætluðum stöðum og nota hin ólík- legustu registur söngraddarinnar. Allt þetta gerði Signý eðlilega og sannaði Signý sig sem sannan og góðan listamann með flutningi sem var hreint briljant. Stórabeltisbrúin. Viðamesta verk tónleikanna frá tónhöfundar- ins hendi, var verk Danans Karst- ens Fundal, Figure and Ground Study. Bryndís Halla Gylfadóttir lék þetta að mörgu leyti efnismikla einleiksverk á sellóið sitt. Þrátt fyrir útleggingar höfundarins í efn- isskrá á verki sínu, þar sem hann segir að ein hugmynd fæði af sér aðra, þá gat ég ekki að því gert að í gegn um allt verkið fannst mér ég heyra verðandi umferðargnýinn af stórvirki Dana, Stórabeltis- brúnni, sem enn er ekki komin í notkun en á stutt í að umferðarg- nýrinn verði öllum heyranlegur. Úr einföldu mótífí þræddi Bryndís Halla sig í gegn um grófar og fín- ar víddir sellósins og endaði á und- urfallegum lagstúf, unnum upp úr fjölbreyttu efni verksins. Þessu verki spái ég lífdaga, a.m.k. fái það jafn sannfærandi meðferð og Bryndís gaf því. Ragnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.